Pressan - 17.01.1991, Blaðsíða 22
22
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991
Listin er ákveöin
skrúdganga
Olafur Haukur Símonarson í spjalli
,,Pad er aldrei neiiin edlismunur ú
þuí að segja sögu: Sá sem gctur sagt
góða sögu í einu formi getur lœrt að
segja hana í öðru; þetta er öllu held-
urspurning um nennu," segir Ólafur
Haukur Símonarson þegar Lista-
pósturinn spyr huernig honum hafi
líkað að semja kuikmyndahandrit
en hann er handritshöfundur að
nýju íslensku kuikmyndinni Ryð,
sem Regnboginn sýnir um þessar
mundir.
Hann er einnig ásamt Gunnari
Þórðarsyni höfundur söngleiksins.
A köldum klaka en hann er sýndur
í Borgarleikhúsinu. Ólafur Haukur
er einn af þekktustu og fjölhæfustu
rithöfundum okkar en hann hefur
samið jöfnum höndum skáldsögur,
ljóð, smásögur, ieikrit og dægur-
lagatexta, auk þess að vera ágætur
lagasmiður. Hann er af hinni svo-
kölluðu 68-kynslóð og gaf út fyrstu
bók sína, ljóðabókina Únglíngarnir í
eldofninum, 1970.
RYÐ
Huernig er suo útkoman? Ertu
sáttur uið myndina?
„Manni vefst svona hálfpartinn
tunga um tönn. Þetta er svona álíka
og að vera spurður hvernig börn
maður eigi. Jú, ætli það ekki. Þetta
er hin besta mynd. Ég hef verið beð-
inn um að skrifa fleiri kvikmynda-
handrit og þá mun þessi reynsla nýt-
ast mér til góðs.“
AÐ FLJÓTA MEÐ STRAUMNUM
Þegar þú uarst að stíga þín fyrstu
spor á rituellinum uar tíðarandinn
mjög gagnrýninn á ríkjandi þjóðfé-
lag. Róttœknin uar í algleymingi og
þínar bœkur fóru ekki uarhluta af
þuí. Nú er hins uegar annað uppi á
teningnum í bókmenntum hérlend-
is. Huernig kemur þessi þróun þér
fyrir sjónir?
„Þetta var nú á þeim árum þegar
menn voru aimennt gagnrýnni á
menn og málefni. Nú þykir farsælast
að fljóta með straumnum. Bók-
menntirnar eru og verða ákveðið
hjól sem snýst í tímans rás í takt við
hugsjónir og hugmyndir síns tíma.
Ef skáldsagan er orðin þægilegt
bróderí til stofuskrauts er það var-
hugaverð þróun. Tískusveiflur eru
mjög afgerandi á íslandi. Það er svo-
lítið í takt við skyndilausnir okkar
tíma, samanber fótanuddtæki og
skafmiðahappdrætti. Listin er í okk-
ar samfélagi ákveðin skrúðganga
og menn eru tilnefndir að ganga í
fararbroddi eftir því hvaða stefna er
í tísku hverju sinni. Það hefur alltaf
þurft mjög sterk bein til að vera á
öndverðum meiði.“
Hafa listamenn þá mjög takmark-
að frelsi?
„Það hefur aldrei verið neitt raun-
verulegt frelsi í listum. Frelsi er bara
hugtak sem er skilyrt af veruleikan-
um og aðstæðum hverju sinni."
SKORTIR EINHVERN
ÁSTRÍÐUÞUNGA
Finnst þér þessi þróun haldast í
hendur uið það sem er að gerast í
bókmenntum annars staðar?
„Erlendis er meiri fjölbreytileiki.
Fólksfæðin hér setur listinni ákaf-
lega þröngar skorður. Hún gerir það
að verkum að sveiflurnar hér verða
heiftarlegar og hér verður gróðrar-
stía fyrir fámennar klíkur sem gefa
tóninn. Annars hef ég hreint ekki
verið nægilega duglegur við að
lesa. Það að ég er sjálfur rithöfund-
ur veldur því líka að ég les bækur
með öðru hugarfari. Það er mikið
og vel skrifað en í heildina finnst
mér skorta einhvern ástríðuþunga.
Mér finnst oft eins og það vanti að
fólk vilji segja samtímanum eitt-
hvað með verkum sínum. Kannski
það heiti hugsjónir. Það er meinið
að í dag eru ekki neinar hugsjónir
nema kannski helst sú að græða
peninga og listirnar hafa afsalað sér
leiðtogahlutverkinu í augnablikinu.
Annars kemur það í hlut tímans að
skera úr um hvaða bækur eru góðar
og hvaða bækur eru slæmar."
ÓHUGUR GAGNVART
SAMTÍÐINNI
Ef við setjum á okkur gleraugu
samtímans eftir tuttugu ár hafa bók-
menntirnar þá eitthuað að segja
fólki um þann tíðaranda sem uið bá-
um uið ná um stundir?
„Þetta er erfið spurning vegna
þess að menn eru upp til hópa ekki
að skrifa um samtímann heldur
bernsku sína og fortíðina að einu
eða öðru leyti. Mér finnst stundum
að þessi „nostalgía" sýni fram á
ákveðinn óhug gagnvart samtíðinni
og kannski er þessi óhugur einhver
inngangspunktur að þessari sömu
samtíð."
Undarlegir hestar og
afturgengnir hundar
ÞAÐ ER VERIÐ AÐ
SKAPA ÁKVEÐINN
TILVERUGRUNDVÖLL
Suo að uið uíkjum að öðru, Ólaf-
ur. Ná ert þá formaður Leikskálda-
félags íslands. Það félag hefur náð
tímamótasamningum uið Borgar-
leikhásið og ná síðast uið Þjóðleik-
hásið. Huaða þýðingu hafa þessir
samningar í stuttu rnáli?
„Það sem felst í þessum samning-
um er að það er verið að skapa
ákveðinn tilverugrundvöll fyrir
leikskáld. Ef við miðum við að það
séu sýnd um 10 til 15 íslensk leikrit
á ári þyrfti að vera að verki 30
manna hópur. Þessi hópur er ekki
fyrir hendi. Það eru um 300 mann-
eskjur í Félagi íslenskra leikara en 5
til 6 leikskáld að verki. Þessir samn-
ingar tryggja náttúrlega ekki gæð-
in. En þeir sýna fram á að þeir sem
hafa með þessi mál að gera eru farn-
ir að horfast í augu við of lítið fram-
boð á góðum íslenskum leikritum.
Þetta er fyrst og fremst spurning um
það að þokkalega skrifandi fólk
sinni leikritun."
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Það vakti athygli Listapóstsins að
í kvikmyndaþætti DV laugardaginn
12. janúar voru íslenskir listar yfir
þær kvikmyndir er þóttu skara fram
úr á árinu 1990 um margt ólíkir er-
lendum listum. Það var þó ekki
vegna þess að Mörlandinn hefði
tamið sér einstakan smekk eða sér-
stöðu í álitsgerð. Við höfum einfald-
lega ekki fengið að sjá nema helm-
inginn af þeim kvikmyndum sem
hefur verið dreift vestanhafs og þeir
erlendu listar sem voru til hliðsjónar
voru allir frá Bandaríkjunum.
Bandarísku gagnrýnendurnir völdu
,,Ég heyrði Ijóð eftir Gyrði lesið í
átuarpinu og uarð mjög hrifinn. Eft-
ir það átuegaði ég mér bœkurnar
hans og tók til uið lestur. Þá féll ég
endanlega fyrir Ijóðunum og mig
langaði til að myndskreyta þau.
Myndirnar eru aðallega uið Ijóð ár
Ijóðabókinni Tuö tungl," segir Kristj-
án Jón Guðnason myndlistarmað-
ur um sýningu sína á Mokka en
uppistaðan í sýningunni eru mynd-
skreytingar við Ijóð Gyrðis Elíasson-
ar.
„Ég hringdi til Gyrðis fyrir tæpu
ári og fékk leyfi til að gera þetta.
Gyrðir var ánægður með framtak-
ið,“ sagði Kristján og bætti við:
„Þetta er mín túlkun á hans hugar-
heimi þannig að það mætast þarna
tveir heimar í gegnum ljóðin. Mér
finnst það gefa mér tilefni til að vera
dálítið „dekoratífur" og svo er þetta
heilmikil fantasía. Þetta eru mjög
myndræn Ijóð og svolítið súrrealísk
og það gefur ímyndunaraflinu byr
undir báða vængi. Það koma fyrir
undarlegir hundar og afturgengnir
hestar svo dæmi séu tekin. Sumar
myndanna eru í svart/hvítu en
Gyrðir nefnir mikið liti í ljóðunum
og ég leitast við að hafa liti þar sem
það á við.“
Hvað um aðrar myndir á sýning-
unni?
„Það eru myndir frá Grikklandi
unnar með litkrít. Ég fór til Grikk-
lands fyrir tveimur árum og ferðað-
ist þar um allt landið. Ég hreifst
mjög af Grikklandi, bæði af landinu
og fólkinu og þeim sögulegu stöðum
og söfnum sem þar er að finna. Þeg-
ar ég fer til útlanda hef ég alltaf
skissubókina mína meðferðis og
síðan erlendu myndirnar sér og
engin þeirra mynda sem urðu fyrir
valinu þar komst á blað hjá íslensku
gagnrýnendunum. Ástæðan fyrir
þessari seinkun á bandarískum
kvikmyndum til landsins er því ekki
sú að við séum önnum kafin við að
skoða flóru kvikmyndanna utan
Bandaríkjanna. Staðreyndín er
reyndar sú að við fáum sárasjaldan
hingað kvikmyndir, hvorki banda-
rískar né frá öðrum þjóðum, sem
Bandaríkjamenn hafa ekki límt á
þartilgerðan gæðastimpil áður.
Svefn viö Neskaupstaö.
leyfi upplifunum mínum að ráða
ferðinni. Það er mjög lítið um að ís-
lenskir myndlistarmenn geri mynd-
ir frá útlöndum."
Hvað er langt síðan þú sýndir
verk þín seinast?
„Það hefur verið árið 1983 og það
er mjög góð tilfinning að vera byrj-
aður aftur. Ég haga vinnu minni
þannig að ég mála meira á sumrin
en teikna á veturna. Ég fæ oft hug-
myndir úr þjóðsögum, íslendinga-
sögum og ævintýrum. Mér finnst
reyndar að ævintýrin séu sorglega
vanrækt af íslenskum myndlistar-
mönnum."
Tónlistarhátíö
AUÐUR HAFSTEINSDÓTTIR fiðlu-
leikari verður fulltrúi íslands á
Tónlistarhátíð ungra norrænna
einleikara sem haldin verður í
Tampere í Finnlandi 9. til 12. okt-
óber í ár. Auður var valin eftir
samkeppni í Gerðubergi í síð-
ustu viku. Alls kepptu þrír ís-
lenskir listamenn, þau gunnar
GUÐBJÖRNSSON tenórsöngvari,
AUÐUR HAFSTEINSDÓTTIR fiðlu-
leikari og hÓlmfriður þÓrodds-
DÓTTIR óbóleikari. Dómnefnd-
ina skipuðu GUÐMUNDUR EMILS-
son tónlistarstjóri, rut magnús-
SON óperusöngkona og GUNNAR
KVARAN sellóleikari.
Kvikmyndir ársins 1990
SPAKMÆLI SIGURÐAR
Reykingar á sjúkrahúsum
SIGURÐUR ÞÓR
GUDJÓNSSON
Um áramótin var veiku fólki
bannað að reykja á sjúkrahúsum.
Um skaðsemi reykinga þarf ekki
að deila. En menn verða að horf-
ast í augu við staðreyndir. Reyk-
ingar eru geysilega vanabindandi
svo það er átak fyrir fullfrískt fólk
að venja sig af þeim. Það er blátt
áfram ómannúðlegt aö leggja slíkt
á sjúklinga. Að vera veikur á spít-
ala eru alveg vonlausar aðstæður
til að hætta.
Sjúklingar mega að vísu reykja
með undanþágu. Þeir verða að
sækja um hana skriflega á eyðu-
blaði sem fer fyrir margra augu en
læknirinn á auðvitað síðasta orð-
ið! Þetta bænakvak um hálfan
spítalann er mikil auðmýking fyrir
sjúklingana og brýtur niður sjálfs-
virðingu þeirra. Og hvað verður
svo um eyðublöðin? Verða þau
geymd í sjúkraskránum svo hægt
verði að stimpla þá svolítið? Djöf-
uls reykingapakkið!
Hjúkrunarframkvæmdastjóri
Landspítalans, Vigdís Magnúsdótt-
ir, segir í Mogganum 4. janúar að
undanþágan gildi í fáa daga og
starfsfólkið fylgist með reykingun-
um og þess sé vel gætt að um
brýna nauðsyn sé að ræða. Og
bætir svo við að sjúklingar láti
þetta yfir sig ganga og fáir hafi
beðið um undanþágur. Hvað ann-
að! Jafnvel við bestu aðstæður
forðast fólk að vera með múður og
vekja á sér athygli. Það er alkunn
staðreynd að þegar fólk leggst inn
á spítala glatar það sjálfsmynd
sinni og verður miklu minna í sér
og varnarlausara en ella. Því er
ekki að furða þótt veiku fólki fall-
ist hendur og það dragi sig í hlé til
að losna við niðurlægjandi njósn-
ir, ágengni, þvinganir og guð má
vita hvað. Það eru ótrúlegar aðfar-
ir við sjúklinga. En þær þykja samt
við hæfi.
Og hverjir settu bannið? Það
voru einhverjir læknatoppar og
stjórnendur sjúkrahúsanna. Ár-
lega leggjast um tuttugu þúsund
sjúklingar inn á ríkisspítalana. En
sjúklingarnir voru auðvitað ekki
spurðir álits. Þó eru læknar sí og æ
að kvarta yfir frekju „stóra bróð-
ur“ og mótmæla „forsjárhyggju"
hans í heilbrigðiskerfinu. En þeir
sjá ekki bjálkann í sínu eigin auga
fremur en fyrri daginn. Þeir hafa
ekki virt sjúklinga viðlits í ýmsum
öðrum mikilvægari málum er
varða hag þeirra.
Reykingabann á geðdeildum er
svo kapítuli út af fyrir sig. Og lýsir
vægast sagt litlum skilningi á þeim
herlegu deildum. En það getur
reynst dýrt spaug fyrir sjúkling-
ana. Það má búast við að óhlýðni
gegn banninu verði umsvifalaust
túlkuð sem leiðinda stælar og geð-
sjúklingarnir verði ofbeldi beittir.
Og hvað verður eiginlega gert
við þá sem óhlýðnast reykinga-
banninu? Verða þeir sendir heim
eða tyftaðir á annan hátt? Bann-
endum ber skylda til að upplýsa
hvort einhver viðurlög verða við
brotum og hver þau verða ef svo
er. Annars kvelst fólk af ótta við
hryllilegar refsingar. Það sannar
enn virðingarleysið fyrir sjúkling-
unum að þetta skuli ekki vera
gert.
Vonandi hætta nú flestir að
reykja sem leggjast inn á spítala.
En þeir sem treysta sér ekki til
þess ættu einfaldlega að reykja án
þess að sækja um undanþágur.
Sjúklingar eiga ekki að viður-
kenna lögsögu lækna eða hjúkr-
unarfólks um reykingar þeirra við
þessar aðstæður.
Ég skora á alla sjúklinga, eink-
anlega geðsjúklinga, að klippa út
þessa ágætu grein og líma hana
upp á vegg á deildunum sínum svo
allir geti lesið. Vera svo bara full-
komlega blátt áfram og náttúrleg-
ir í sínu sinni. Segja alveg hiklaust
upp í opið geðið á læknunum það
eina sem hægt er að segja um
málið.
Að þeir troði þessum helvítis
undanþágusneplum upp í rassgat-
ið á sér.
Nýárs-
tónleikar
Sinfóníuhljómsveitin heldur
nýárstónleika í Háskólabíói í
kvöld, 17. janúar, klukkan 20 og
á föstudag, 18. janúar, í íþrótta-
húsinu á Selfossi. Flutt verður
Vínartónlist og fleira að vali
hljómsveitarstjóra. Einleikarar
verða hljóðfæraleikarar úr Sin-
fóníuhljómsveitinni ásamt nem-
endum úr Tónlistarskóla ís-
lensku Suzukisamtakanna og
Tónlistarskóla Hafnarfjarðar.
Hljómsveitarstjóri er PETER
GUTH.
Tónleikar í
✓
Islensku
óperunni
HALLDÓR HARALDSSON heldur
píanótónleika í íslensku óper-
unni mánudaginn 21. janúar. Á
efnisskránni eru verk eftir BEET-
HOVEN, SCHUMANN, KJARTAN ÓL-
AFSSON, SCRIABIN, Og RAKHMAN-
ÍNOV. Tónleikarnir hefjast kl.
20.30.
S.ÞÓR