Pressan


Pressan - 17.01.1991, Qupperneq 25

Pressan - 17.01.1991, Qupperneq 25
FIMMTUDAGUR PRESSAN 17. JANÚAR 1991 25 eftir svipnum á afgreiðslumannin- um! — Fáðu afgreiðslumanninn í plötubúðinni til að sýna þér allar plöturnar með Wagner og jafnvel spila nokkrar. Spyrðu að því loknu um nýjustu plötuna með Sumar- gleðinni (sem er ekki til) og gakktu síðan út í fússi. — Biddu um að fá að sjá eitt- hvað uppi i efstu hillu eða úti í glugga. Þegar afgreiðslumaðurinn er loksins búinn að ná í þetta skaltu einfaldlega segja: „Nei, ann- ars. Þetta er ekki það sem ég leita að.“ — Ef þú ert inni í stórmarkaði og færð allt í einu óviðráðanlega löngun til að móðga stóran hóp skaltu fylla innkaupakerruna svo að út úr flæðir og fara að hrað- kassanum. KRAAMOÐGANIR Það er ótrúlegt að þrátt fyrir að kráamenningin hafi haldið innreið sína af krafti hér á landi skuli enginn hafa þróað fíniegar móðganir á því sviði. Við Islendingar erum þar enn á því stigi að æla niður um hálsmálið á næsta manni og berja hver annan. Hér skal reynt að benda á nokkrar snyrtilegri móðganir: — Það getur verið sérlega áhrifaríkt að panta fimm bjóra, eða fleiri, rétt áður en hætt er að afgreiða. — Ef þú ert orðinn leiður á hjónunum við hliðina á þér er hægt að segja kurteislega við eig- inmanninn: „Það er fallegt af þér að taka mömmu þína með út.“ — Við dyravörðinn er sjálfsagt að segja: „Hver setur þig aftur í búrið eftir að vinnutíma lýkur?" — Við barþjóninn má segja: „Er einfaldur brennivín í kók flóknasti kokkteilinn sem þú getur bland- að?“ ÞaÓ er ekki einu sinm hæfif að herma effir Þér — Ef þú sérð að innréttingarnar eru nýjar er sjálfsagt fyrir þig að hella svolitlu niður af bjórnum og hafa ekki alveg slökkt í sígarett- unni þegar þú hendir henni frá þér. — Þegar þú ert búinn að brenna gat á jakkann hjá næsta manni er auðvitað alger óþarfi að biðjast af- sökunar. Betra er að gefa í skyn að jakkinn hafi hvort sem er ekki verið merkileg flík. MÓÐGANIR Á VEITINGAHÚSUM Eftir því sem íslenskum veitinga- húsum fleygir fram er tilvalið að birgja sig upp af handhægum móðgunum, svo sem: — Er kjötið svona vel steikt eða rekið þið líkbrennslu? — Ég pantaði hérna fyrr á öld- inni en man ekki lengur hvað það var. — Ég pantaði súpu fyrir hálftíma — gengur kannski erfiðlega að opna pakkann? — Mér sýnist af stærð steikur- innar að þetta sé veitingastaður fyrir grænmetisætur. — Þegar sagt var að þetta væri ekta indverskur staður áttaði ég mig ekki á því að í því fælist að maturinn væri eldaður í Indlandi. VINNUSTAÐURINN GETUR LÍKA VERIÐ SKEMMTILEGUR Það er óþarfi að eyða öllum tíma sínum á vinnustað í að vinna. Þar má upphugsa skemmti- legan kokkteil af móðgunum og stríðni til að létta mönnum lund. — En þú verður að vera maður til að þola óvinsældir til að þetta gangi upp. — Það er auðvitað sjálfsagt að vera sífellt að opna og loka glugga og fylgjast þá vel með því hvort samstarfsmennirnir eru nýbúnir að fara í eða úr jakkanum. — Ef þú reykir skaltu gera mikið af því og helst á reyklausum svæð- um. Þetta er strið sem enn sér ekki fyrir endann á. — Ef þú reykir ekki er eðlilegt að kvarta sífellt yfir því og þar sem það er í tísku að taka tillit til þeirra sem reykja ekki er óhætt að kvarta jafnvel við yfirmennina. — Þá er vænlegt að gera lítið úr tillögum annarra og svara helst öllum tillögum með nýjum. — Reyndu að mæta alltaf of seint en ekki svo að það sé hægt að hanka þig á því. — Vertu sífellt með eitthvert snakk uppi við. Harðfiskur og poppkorn er til dæmis tilvalið. Þá eru hér nokkrar ábendingar fyrir vinnuveitendur: — Hengdu upp stimpilklukku og neitaðu að taka mark á öðru en henni — jafnvel þótt hún bili. — Hengdu upp alls kyns tilkynn- ingar og passaðu þig á því að hafa þær nógu tvíræðar: Að gefnu til- efni skal tekið fram að bannað er að fara með ritföng heim. Óheim- ilt er að drekka áfengt öl í vinn- unni. Starfsmönnum er óheimilt að leggja bílum sínum fyrir fram- an vinnustaðinn. — Borgaðu alltaf út nokkrum dögum of seint. Og að lokum er rétt að benda fólki á að ef það vill virkilega móðga blaðamenn þá er best að þykjast ekki hafa lesið greinar þeirra. Það hrífur undantekningar- laust. að er greinilegt að það á ekk- ert óþarfa dót að vera í nágrenni við hina nýju sundlaug Kópavogs. Har- aldur Erlendsson, sem hefur rekið pylsuvagn í námunda við laugina, fékk nýlega bréf um að hann ætti að koma sér í burtu með vagninn. Eng- ar skýringar fylgdu með þessari skipun en það mun vera töluvert verk að flytja vagninn sem hefur verið tryggilega njörvaður nið- ur . . . u 1^1 ú er farið að styttast í að nið- urstaða fáist í meiðyrðamáli því sem Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri höfðaði á hendur Frjálsri verslun. Ástæðan fyrir málshöfðun Björns eru skrif í gul- um dálki blaðsins. Þar er gefið í skyn að Björn hafi fengið starf sitt vegna frændsemi og pólit- ískra tengsla við Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra. Bíða án efa margir spenntir eftir niðurstöðu þessa máls . . . C C^tuðningsmenn Guðmundar Hallvarðssonar, formanns Sjó- mannafélags Reykjavíkur og fram- bjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík í haust, hyggj- ast boða til fundar um aðra helgi til að þrýsta á um framgöngu síns manns. Krafan er að Guðmundur færist upp fyrir Láru M. Ragnars- dóttur þannig að „fulltrúar hinna vinnandi stétta í Sjálfstæðisflokkn- um fái mann í öruggt baráttusæti", eins og stuðningsmenn Guðmundur orða það. Þeir eru galvaskir og kalla sig Sjóherinn. Þeir reiða sig á stuðn- ing fallkandídatsins Guðmundar H. Garðarssonar og treysta á að Birgir ísleifur Gunnarsson hverfi í Seðlabankann, að ósk forystu Sjálf- stæðisflokkins . .. S-— nokkuð ánægðir með prófraun hins nýja formanns Sambands íslenskra -------- sveitarfélaga, Vil- Ragnar Grímsson . fjármálaráðherra út af aðstöðugjöldum. Vilhjálmur er sagður hafa sýnt óvænta tilburði gagnvart Ólafi en hingað til hafa sveitarstjórnarmenn talið sig fara frekar halloka í viðureignum við fjármálaráðherrann ... U ■ ■inn nýi forstjóri Úrvals/Út- sýnar, Hörður Gunnarsson, hefur verið drjúgur við að fá starfsfólk yfir til sín frá sínum gamla vinnustað, Samvinnuferðum/Landsýn. Hann er þegar búinn að fá Tómas Tómas- son til sín en hann starfaði síðast hjá Almenna bókafélaginu. Áður var Tómas hjá Samvinnuferðum. Einnig hefur Höröur verið duglegur við að bjóða fararstjórum og sölumönnum yfir til sín . . .

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.