Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 2

Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 Þaö er púl aö vera feg- urðardrottning og þessa dagana æfa keppendur í keppninni um feguröar- drottningu Reykjavíkur af miklum krafti í World Class. Þar njóta stúlk- urnar leiösagnar KATRÍN- AR HAFSTEINSDÓTTUR og hér hafa tvær stillt sér upp með Katrínu. Feg- urðardrottning Reykja- víkur veröur kjörin 15. mars næstkomandi á Hótel íslandi úr hópi átta keppenda. Skemmtanalif höfuö- borgarbúa er að veröa sí- fellt skrautlegra. Nú um sinn virðast tvíræðar sýningar vera mest i tisku og ganga Casa- blanca, Strikið og Lídó þar fram fyrir skjöldu. Lídó hefur vígbúist meö því aö ráða DÓRU EINARS sem skemmtanastjóra. Þeir sem þekkja Dóru vita að ekki mun skorta hugmyndaflugið í Lídó á næstunni. Enn virðist skórinn kreppa að hjá Stöð 2 sem birtist í því að stöð- in hefur fækkað íþrótta- fréttamönnum sínum um einn. JÓN ÖRN GUÐ- BJARTSSON er að hætta og munu þeir VALTÝR BJÖRN og HEIMIR KARLS- SON sjá alfarið um íþróttir. Sigrún, helduröu ekki aö Þorsteinn leggi Dav- íö eins og þú gerðir 1983? ,,Hvort sem veröur þá held ég aö þaö veröi Sjálf- stœöisflokkurinn sem tap- ar. Sigrún Þorsteinsdótlir bauð sig fram til varaformanns Sjálfstæðis- flokksins árið 1983. Þá hlaut hún 26 atkvæði en Davið Oddsson hlaut 25 atkvæði i sama kjöri. „Þad er ágœtt ad gera hlé á þessu því að sýningin er vœg- ast sagt búin ad mergsjúga okkurý sagði Ftíll Oskar Hjálmtýsson, sem farið hefur með aðalhtutverkið t sýningu Leiklistarfélags Menntaskól- ans við Hamrahltð á Rocky Horror Show. Sýningum hefur nú verið hætt og Páll er sem stendur atvinnu- laus en hann ákvað að taka sér frí frá námi fram á næsta haust. Miðað við frammistöðu hans í sýningunni ætti atvinnuleysi hans ekki að vara lengi. vil auðvitað helst fá eitthvað að gera sem tengist leiklistinni skemmtanaiðnaðinum. Þetta er ótvírætt það skemmtilegasta sem ég geri." Aðspurður sagði Páll að hann gæti vel hugsað sér að bregða sér í leiklistarnám en þó tæplega hér heima. Einnig telja margir að hann eigi framtíðina fyrir sér í söngn- um eins og systir hans, hún Diddú. Páll segist vel geta hugsað sér að fara í einhverja raddþjálfun en tæpast eitt- hvað meira en það. Hann hef- ur reyndar þegar prófað margt í söngnum því auk alls annars hefur hann verið að dunda sér við að syngja djass með nokkrum félögum. En Rocky Horror Show er síður en svo dautt: „Við erum að velta því fyrir okkur að taka aftur upp sýningar í sumar og gerast svona ama- tör atvinnumenn. Það er ekki hægt að hætta bara sisona fyrir fullu húsi,“ sagði Páll en þegar sýningum var hætt voru 200 manns á biðlista. Svo er auðvitað hægt að hlusta á herlegheitin því nú er búið að taka söngleikinn upp á plötu. Pitsurnar á lofti Pitsur hér, pitsur þar og pitsur alstaðar. íslendingar eru ólmir í pitsur, um það er engum blöðum að fletta. Hann Biggi á Písa í Austurstræti er einn af þeim snillingum sem framleiða pitsur ofan í okkur. Hann er af mörgum talinn einn sá besti í faginu en áður vann hann á Eldsmiðjunni. Mikið er nú tískan skrýtin en þó skemmtileg skepna. Nú er nefnitega sprottið upp tískufyrir- bœri sem byggist á því að sýna ranghuerfuna. Tískuhönnuðir eru nefnilega farnir að hanna undirföt sem má nánast bera ein ktœða. Þetta eru að sjálfsögðu aðskornar flíkur sem falla vel að þeim glamor-anda sem nú rœður ríkjum. Nú er ekkert gert til að hylja eða fela glcestan og vel þjálfaðan líkama — sem mest á að sjást. „í dag er daður aftur komið í tísku — og þá frekar sem leikur en nokkuð alvarlegra," sagði Karl Lagerfeld tískukóngur sem hefur hannað satínklædda útgáfu af þessum utanáliggjandi nærfötum. Þó að tískukóngarnir séu nú að vakna er þessi tíska rakin til kvenna eins og Madonnu, Cher og Tínu Turner sem hafa verið iðnar við að flíka nærfötum sínum til að gleðja umheiminn. Söngstjarna í atvinnuleit LÍTILRÆDI af hundalífi I Reykjavík eru gefin út fimm dagblöð og eitt viku- blað. Fyrir þann sem vill vera „með á nótunum", einsog það er kallað, er áríðandi að hafa blöðin jafnan handbær því andblær samtíðarinnar berst manni í fróðleik, upp- lýsingu og dægradvöl fjöl- miðla og tíðarandann tekur maður þaðan „beint i æð“. Það er einsog blöðin hafi svolítið skipt með sér verk- um. Morgunblaðið sér um Víkverja, DV fótamennt, Þjóðviljinn mjúku málin, Al- þýðublaðið annast þarfir tímabundinna en Timinn þjóðlegan fróðleik plús ástir og örlög fáklæddra kvenna. „Pressan" sér afturámóti um kynferðismálin, kemur út vikulega, nánar tiltekið á fimmtudögum, og endist fróðleiksfúsum lesendum framyfir helgi. Ég næ mér alltaf í Press- una eins fljótt og ég mögu- lega get og þá öðru fremur til að ganga úr skugga um það hvort kynferðismálin séu í lagi hjá mér. Vissara að fylgjast vel með í þeim efn- um ef maður ætlar að tolla í tískunni, því ef marka má þetta vikublað, er kynlíf fólks nær -óleysanleg ráð- gáta og atferlið breytilegt frá degi til dags einsog duttlung- ar tískunnar. I síðustu Pressu voru tvær ritstjórnargreinar um kyn- ferðismál, sannarlega orð í tíma töluð og var önnur um það hvað konur gera vitlaust í rúminu og hin um það hvað karlar gera vitlaust í rúminu. Þetta las ég allt vandlega og komst að þeirri niður- stöðu að konur væru að gera karla vitlausa í rúminu og karlar að gera konur vitlaus- ar í rúminu og eiginlega væru allir að gera allt vit- laust í rúminu. Þarna er frá því greint að konur biðji gjarnan um orð- ið á meðan þær eru að gera do-do, haldi síðan hrókaræð- ur en taki sér málhvíld öðru- hvoru til að gera sér upp full- nægingu, sem kvað vera þjóðráð til að þóknast kall- inum. Þetta skilst mér kallinum sárni einhver ósköp, því við þessi „fölsku skilaboð" miss- ir hann sjálfstraustið og heldur að konan vilji heldur horfa á Derrick en gera do- do. Ég hefði bara ekki trúað þessu hefði ég ekki séð það í Pressunni á prenti. Mér skilst að það ófremd- arástand sem mannkynið býr við um þessar mundir í kynferðismálum sé einu nafni kallað kynjaklemma. I sama blaði skrifar svo Jóna Ingibjörg, kynlífssér- fræðingur Pressunnar, afar fróðlega grein um þá klípu sem kynin séu í „vegna þess að þau lifa enn eftir gömlum forritum um hvernig eigi að haga sér hvort við annað" (einsog segir orðrétt). Greinin ber yfirskriftina: Kynjaklemmur. Ég elska, dái og virði Jónu fngibjörgu fyrir stórfróðleg skrif og þann fölskvalausa áhuga sem hún hefur á því að leysa hinn flókna ríðeríis- vanda mannkynsins. Slík skrif leiða læst fólk og skrifandi í allan sannleika um það hvað það er rosalega flókið að elska og njótast. Og nú lít ég útum glugg- ann minn: Er þá ekki tíkin min þar komin á hörku-lóðarí með fimm elskhuga sína og engin merkjanleg kynferðisvanda- mál. Þó er allur hópurinn bæði ólæs og óskrifandi. Og ég hugsa sem svo: — Væri ekki hugsanlegt að losna við kynjaklemm- urnar úr mannlífinu með því að taka upp hundalíf?

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.