Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 7

Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 7 Brynjólfur Mogensen var talinn hæfastur af átta um- sækjendum um stöðu prófessors i skurðlækningum og yfirlæknis á Land- spítala. Það dugar ekki til að fá stuðn- ing læknadeildar. hæhsti^H UMSÆKJANDINN UMSTÖMlH PROFESSORS Halldor Jóhannsson varð sjötti að mati hæfnisnefndarinnar. Eftir talsverða bar- áttu hefur hann fengið meirihluta- stuðning lækna- deildar Háskólans við umsókn sinni um prófessorsstöð- una. HRAKINN FRA Átök eru innan læknadeildar Háskólans vegna um- sókna um prófessorsstöðu. Svavar Gestsson mennta- málaráðherra mun innan skamms skipa í stöðu prófess- ors í skurðlækningum, sem jafnframt er staða yfirlæknis á Landspítalanum. Átta umsækjendur voru um stöðuna. Sá sem talinn var hæfastur, af tilkvaddri dómnefnd, fær ekki stuðning innan læknadeildarinnar. Sá sem var sjötti á lista hæfnisnefndarinnar nýtur mests stuðning í deild- inni. Brynjólfur Mogensen var talinn hæfastur af dómnefnd- inni. Eftir að nefndin skilaði áliti sínu hefur margt verið gert til að koma í veg fyrir að Brynjólfur verði skipaður í stöðuna. Ýmislegt bendir til að annar umsækjandi, Hall- dór Jóhannsson, verði ofan á. Halldór var sjötti hæfasti umsækjandinn að mati dómnefndarinnar. Prófessorsstaðan losnaði þegar Hjalti Þórarinsson prófessor lét af störfum vegna aldurs. Skipuð var dómnefnd til að fjalla um hæfni um- sækjenda í stöðuna. í nefndinni sátu tveir íslendingar, Jónas Hallgríms- son prófessor og Ólafur Örn Arnar- son yfirlæknir á Landakotsspítala. Með þeim í nefndinni var skoskur prófessor. BRYNJÓLFUR TALINN HÆFASTUR Átta sóttu um stöðuna. Einn dró sig til baka. Að mati dómnefndar- innar var einn umsækjandinn óhæf- ur. Hinir sex voru allir taldir hæfir. En þeir voru þessir: Brynjólfur Mog- ensen, Einar Arnbjörnsson, Gauti Arnþórsson, Gunnar Gunnlaugs- son, Halldór Jóhannsson og Jónas Magnússon. Þegar dómnefndin skilaði áliti sínu var búið að raða umsækjend- unum sex eftir hæfnisröð. Röðin var þessi: 1. Brynjólfur Mogensen, 2. Einar Arnbjörnsson, 3. Jónas Magn- ússon, 4. Gauti Arnþórsson, 5. Gunnar Gunnlaugsson og númer sex var Halldór Jóhannsson. Það er menntamálaráðherra sem skipar í prófessorsstöðuna. Honum ber ekki lagaskylda til að fara að áliti dómnefndarinnar eða vilja læknadeildar. KOSIÐ í LÆKNADEILD Þegar þessi staða var ljós var hald- inn deildarfundur í læknadeild Há- skólans. Á fundinum voru greidd at- kvæði um umsækjendurna. Brynj- ólfur fékk flest atkvæði, Halldór næstflest og Jónas varð þriðji. Aðrir fengu færri atkvæði. Næst voru greidd atkvæði milli Brynjólfs og Halldórs. Brynjólfur fékk 31 atkvæði og Halldór 30. Tveir seðlar voru ógildir. Atkvæðagreiðsl- an var ekki nógu afgerandi þar sem hvorugur þeirra hafði hlotið tilskil- inn meirihluta atkvæða. Þegar þessi staða var komin upp var málinu frestað. Halldór Jóhannsson er starfandi yfirlæknir á Landspítalanum en Brynjólfur starfar á Borgarspítalan- um. Þeir þykja ólíkir. Brynjólfur er talinn ákveðinn stjórnandi með nýj- ar hugmyndir en þeir sem gagnrýna Halldór telja hann líklegan til að viðhalda óbreyttu ástandi. Þegar ljóst var að baráttan yrði milli þeirra var farið af stað með kosningaáróð- ur. Landspítalalæknum virðist vera mikið í mun að Halldór fái stöðuna og ráku þeir áróður fyrir honum. Samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR leitaði Halldór til kennara við læknadeildina þar sem hann óskaði eftir stuðningi þeirra, en Brynjólfur mun hafa haft sig lítið í frammi. AÐRAR KOSNINGAR í LÆKNADEILD Á næsta fundi læknadeildar var kosið á ný milli Brynjólfs og Hall- dórs. Ekki einu sinni heldur tvisvar. í fyrri kosningunni fékk Halldór 36 atkvæði en Brynjólfur 30. Sex seðl- ar voru auðir eða ógildir. f seinni kosningunni fékk Halldór 38 at- kvæði, Brynjólfur 35 og þrír voru auðir eða ógildir. Eftir allt þetta ákvað Brynjólfur að draga sig til baka og hefur tilkynnt að hann ætli ekki að skipta sér frekar af þessu einstaka máli. LANDSPÍTALAMENN VILJA ALLT TIL VINNA „Landspitalamenn vilja allt til þess vinna að Halldór verði skipað- ur í stöðuna. Hann er ekki líklegur til að breyta skurðdeildinni og færa hana til nútímalegs horfs. Það er vilji nokkurra manna að viðhalda óbreyttu ástandi, sama hvað það muni kosta. Það virðist eiga að hafa orð og ályktun dómnefndarinnar að engu og kjósa mann sem var talinn sá sjötti í röðinni en hafna þeim sem talinn var hæfastur. Þetta er ekki síst furðulegt þegar haft er í huga að ráðherrar hafa verið gagnrýndir fyrir að ganga framhjá dómnefnd- um þegar þeir skipa í stöður. Það muna flestir eftir þeirri gagnrýni sem Birgir ísleifur Gunnarsson, þá- verandi menntamálaráðherra, fékk þegar hann tók ekki tillit til dóm- nefndar og skipaði Hannes Hólm- stein Gissurarson í kennarastöðu við Háskólann. Birgir ísleifur var harðlega gagnrýndur fyrir að hafa orð dómnefndar að engu,“ sagði læknir í samtali við PRESSUNA. RÁÐHERRANS ER VALDIÐ Þrátt fyrir að Halldór njóti stuðn- ings læknadeildar er ekki útséð með að hann verði skipaður í stöð- una. Það er alfarið Svavar Gestsson menntamálaráðherra sem skipar í stöðuna. Hann er hvorki bundinn af mati dómnefndarinnar né vilja læknadeildar. Það þykir hins vegar skjóta skökku við að kennarar innan læknadeildar skuli ekki veita hæf- asta umsækjandanum stuðning sinn, en þess í stað styðja þann sem talinn er sjötti hæfasti að mati óháðrar dómnefndar. Sigurjón M. Egilsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.