Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991
Spá í kjölfar kreppu í flugheiminum
M
Allt bendir til þess að það verðfall sem hefur orðið á
heimsmarkaðsverði á flugvélum muni snerta flugvéla-
flota Flugleiða hf. fyrir lok ársins. Talið er að verð á minni
flugvélum — svipaðrar gerðar og Boeing 737-400 vélar
Flugleiða — muni lækka um allt að 20 prósent þegar líð-
ur á árið. Þetta þýðir að verðmæti helmings flugvélaflota
Flugleiða lækkar um fimmtung eða sem svarar 1400
milljónum króna.
Flugvélakaupin staöfest. Sigurður Helgason, forstjóri Flugleiöa, skrifar undir
kaupsamning á tveim Boeing þotum árið 1988. Sölumaðurinn er enginn annar
en Borge Boskov sem sér um Evrópudeild Boeing en hann er af íslenskum
ættum og gerir vanalega lukku við slík tækifæri meö þvi aö segja nokkur orð
á íslensku.
Það ástand sem nú ríkir í flugmál-
um víða um heim einkennist af mik-
illi samkeppni, gjaldþrotum risa-
stórra flugfélaga og gífurlegu fram-
boði á flugvélum í kjölfar þess.
Olíuverðshækkanir á síðasta ári
voru síðan dropinn sem fyllti mæl-
inn. Risafyrirtæki eins og Eastern
og Pan Am í Bandaríkjunum eru í
gjaldþrotameðferð og sömu sögu
má segja um mörg smærri flugfélög.
Fyrirtæki eins og SAS hefur til
dæmis átt í miklum erfiðleikum og
boðað uppsagnir 3000 starfsmanna
af 21000. Einnig er gert ráð fyrir að
fyrirtækið selji eitthvað af 128 flug-
vélum sínum. En hvernig snertir
þetta allt stærsta flugfélag landsins?
ELDSNEYTISKOSTNAÐUR
HÆKKAÐI UM
400-500 MILLJÓNIR
Samkvæmt rekstraráætlun Flug-
leiða fyrir síðasta ár var gert ráð fyr-
ir að eldsneytiskostnaður næmi um
það bil milljarði króna. Miðað við
þær hækkanir sem urðu á eldsneyti
í kjölfar Persaflóastríðsins má gera
ráð fyrir 40 til 50% hækkun á elds-
neytinu sem þýðir á milli 400 og 500
milljóna króna hækkun á ársgrund-
velli.
Margt bendir til þess að hækkunin
hitti Flugleiðir ekki eins illa og mörg
önnur flugfélög, meðal annars
vegna nýrra og sparneytinna véla.
Þrátt fyrir það er íjóst að fyrirtækið
getur ekki mætt henni alfarið með
hækkun fargjalda vegna aukinnar
samkeppni. Olíuverðshækkunin
rýrir því óhjákvæmilega greiðslu-
getu fyrirtækisins.
1 samtali við Sigurd Helgason, for-
stjóra félagsins, kom fram að þeir
Flugleiðamenn telja sig geta mætt
þessum hækkunum að nokkru með
betri markaðsstöðu. Tók hann sem
dæmi að farþegar félagsins væru á
milli 20 og 30% fleiri í janúar 1991
heldur en í janúar 1990.
Samkeppnisaðilar Flugleiða hafa
reyndar einnig sagt að félagið hafi
getað nýtt sér þessa erfiðleika sem
afsökun til að skera niður tvær leiðir
sem hafa verið óhagkvæmar, þar eð
að segja til Frankfurt og Parísar.
MARKMIÐUM VARÐANDI
REKSTRARHAGNAÐ HEFUR
EKKI VERIÐ NÁÐ
Aðalfundur Flugleiða verður 21.
mars næstkomandi. Er þar gert ráð
fyrir að fyrirtækið sýni hagnað af
rekstri á síðasta ári. Að sögn Einars
Sigurdssonar, blaðafulltrúa Flug-
leiða, verða Flugleiðir eitt fárra flug-
félaga í heiminum sem sýna hagnað
af rekstri fyrir árið 1990.
Þessi hagnaður kemur í kjölfar
þriggja magurra ára sem hafa rýrt
mjög stöðu félagsins. Má sem dæmi
nefna að árið 1989 var tap af rekstri
félagsins 374,6 milljónir króna.
Hagnaður Flugleiða verður
reyndar ekki nálægt þvi takmarki
félagsins að ná 7% hagnaði af veltu,
eins og forstjóri félagsins, Sigurður
Helgason, kynnti í ræðu sinni á að-
alfundi félagsins í fyrra. I samtali við
Sigurð í gær kom síðan fram að
þessi 7% eru ekki rétt viðmiðun þó
að þau standi í síðustu ársskýrslu.
Benti hann á stefnuskrá félagsins
þar sem sagt er að hagnaður félags-
ins af reglulegum rekstri sé að lág-
marki 5% af heildartekjum eftir
skatta. Sagði Sigurður að fyrirtækið
myndi verða nálægt þessu mark-
miði fyrir árið 1990. Ætlunin er síð-
an að þessu markmiði verði náð ár-
in 1992 og 1993.
Félagið hefur verið í gífurlegum
fjárfestingum á undanförnum árum
í kjölfar endurnýjunar millilanda-
flugflotans. Hafa fjórar 737-400 vél-
ar verið keyptar og þrjár 757-200
vélar. I apríl og maí koma tvær síð-
ustu vélarnar — sín af hvorri gerð.
Stærri vélin, af gerðinni 757-200,
verður reyndar ekki í rekstri hjá
Flugleiðum. Hún fer þess í stað í svo-
kallaða þurr-leigu til Englands og er
leigutíminn tvö ár. Flugleiðamenn
segjast fá 14 milljónir dollara í leigu-
gjald en menn í flugheiminum eru
vantrúaðir á þá upphæð — telja
hana of háa.
FLUGVÉLAEIGNIN
METIN OF HÁTT?
Enn liggja ekki fyrir nákvæmar
tölur um rekstrarhagnað síðasta árs
en í níu mánaða uppgjöri sem kvnnt
var í september kemur fram að
hagnaður tímabilsins var 667 millj-
ónir króna.
Um leið kom fram að eignir fé-
lagsins frá því sama tímabili árið áð-
ur höfðu aukist um 8945 milljónir
króna eða rúmlega 162 milljónir
dollara. Þetta stafar meðal annars af
tilkomu þriggja nýrra flugvéla,
tveggja 757-200 véla og einnar
737-400 vélar. Auk þess hafa verð-
lagsbreytingar hér innalands áhrif
þarna á.
Samkvæmt upplýsingum frá Flug-
leiðum og tímaritinu AVMARK, sem
er bandarískt sérfræðirit á þessu
sviði, er verð á nýrri 757-200 vél nú
um 48 milljónir dollara. Meðalverð
er hins vegar 38 milljónir dollara og
verð á eldri vélum þessarar gerðar
er 32,5 milljónir dollara.
Verðið á nýjum 737-400 vélum er
nokkuð lægra eða um 30 milljónir
dollara. Eldri vélar eru hins vegar á
25 milljónir dollara.
í ársskýrslu Flugleiða fyrir 1989
eru bókfærðar tvær vélar af gerð-
inni 737-400. Þar er bókfært verð
þeirra 27,2 milljónir dollara miðað
við gengi í dag. Það vekur upp
spurningar um það hvort þessar vél-
ar séu ef til vill skráðar of hátt í bók-
haldi félagsins en ýmis teikn eru á
lofti um lækkun á markaðsverði
þeirra. Verðið á 757-200 vélunum er
talið mun tryggara.
Rétt er þó að taka fram að ekki er
talið skylt að bókfæra verð á mark-
aðsverð og nægir að minna á niður-
stöðu Hafskipsmálsins i því sam-
bandi.
500 FLUGVÉLAR Á
MARKAÐINN MEÐ HAUSTINU
,,Það er engin spurning að það
hefur orðið verðhrun á þessum eldri
vélum, 737-200, 737-100 og 727 vél-
um. Það hefur skipt allt upp í eina og
hálfa milljón dollara á einum mán-
uði og fer versnandi. Aftur á móti
með nýrri vélar eins og 737-400 og
737-500 er því spáð að um 500 vélar
verði á markaðnum seinna á árinu.
Það hefur auðvitað áhrif á markað-
inn alveg eins og hitt og verður sjálf-
sagt verðhrun fyrst til að byrja með
fyrir þá sem verða að selja,“ sagði
Birkir Baldvinsson sem hefur versl-
að með flugvélar um árabil, meðal
annars í Lúxemborg. Er hann gjör-
kunnugur markaðnum með notað-
ar flugvélar og hefur átt í miklum
viðskiptum með slikar vélar. Hann
telur að þetta aukna framboð á þess-
um minni vélum megi reikna til um
20% verðlækkunar á þeim.
Birkir tók fram að þeir sem kæm-
ust hjá því að selja vélarnar þyrftu
að sjálfsögðu ekki að verða fyrir
þessu verðfalli. Þá telur hann að sú
kreppa sem flugfélög gangi í gegn-
um standi fram á mitt ár 1993. Eftir
það megi búast við uppsveiflu aftur.