Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 6

Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 ■ ^iokkur umræða varð um fjar- kennslu á fundi útvarpsráðs um dag- inn. Þá upplýsti fjármálastjórinn Hördur Vilhjálms- son að Ríkisútvarp- ið hefði þurft að taka á sig mikla skuld vegna þessarar kennslu sem væri skylda stofnunar- innar. Það var sem kunnugt er Sigrún Stefánsdóttir sem hafði umsjón með fjarkennsl- unni. í þessari umræðu lýsti Helgi K.E.W. 20-11 Venjulegar ryksugur sjúga aöeins í sig ryk. K.E.W. WD 20-11 ryk- og vatnssugan sýgur bæöi ryk og vatn og getur jafnframt hrein gólfteppin fullkomlega. Tilvaiin fyrir einkaheimili og litil fyrirtæki. 1000 W mótor. 20 I vatnsgeymir úr plasti. K.E.W. WD 30-11 Þaö er skynsamlegt aö velja K.E.W.ryk- og vatnssugu þegar kraftur og afköst skipta máli. Hinar kraftmiklu K.E.W. ryk- og vatnssugur eru hannaðar til þess aö leysa hin daglegu, erfiöu verkefni K.E.W. 30-11 er nauðsynleg fyrir stór fyrirtæki og stofnanir. 1000 W mótor. 30 I vatnsgeymirTir K.E.W. WD 25-11 er allt í senn: teppahreinsivél, ryk- og vatnssuga. Sérlega góö á gólfteppi og húsgögn. Hentug fyrir verslanir, skrifstofur, sameign fjölbýlishúsa og alla þá staöi þar sem fólk áherslu á hreinlæti. 1000 W mótor. 25 I vatnsgeymir úr plasti. Hreinlega allf til hreinlætis REKSTRARVÖRUR Réttarhálsi 2-110 R.vík - Símar: 31956-685554 Skúli Kjartansson því yfir þeirri skoðun að fjarkennsla ætti ekkert erindi í sjónvarpið ... [ itringurinn um hver verði næsti borgarstjóri, fari svo að Davíö Oddsson verði kjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins, eykst stöðugt. Þegar borgarfulltrúar flokksins heyrðu að nafn Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra flokksins, væri nefnt urðu þeir æfir. Fulltrúarnir hafa ákveðið að berjast saman fýrirþví að ekki verði leitað út fyrir borgar- stjórnarflokkinn þegar næsti borg- arstjóri verði valinn. Borgarfulltrú- arnir styðja Davíð. Enginn þó eins augljóslega og Arni Sigfússon sem starfar á kosningaskrifstofu borgar- stjórans . . . Gialdhewu^inn , Reyk)a. vík, Guðmundur Vignir Jósefs- son, hefur að undanförnu verið í leyfi frá störfum og hefur Hilmar Garðarsson skrifstofustjóri leyst hann af. Skuldarar hafa tekið eftir mjög hertri innheimtu, því Hilmar skirrist ekki við að hóta vanskila- mönnum gjaldþroti, jafnvel þótt við- komandi skattáætlanir hafi verið kærðar til skattstofunnar. Með öðr- um orðum hótar Hilmar gjaldþrota- kröfu verði skattskuld ekki gerð upp, jafnvel þótt sama skuld hafi verið kærð og kæran ekki tekin til úrskurðar hjá skattstofunni innan tveggja mánaða lögum samkvæmt. Það mun vera undantekning að kærur séu afgreiddar innan þessa lagabundna frests . . . ■ W ■ikil samkeppni er meðal bílasala í Reykjavík. Nýir eigendur hafa tekið við Bílasölu Ragnars Bjarnasonar. Ragnar er einn af eigendum Fiatum- boðsins. Reyndar voru aðrir eigendur í millitíðinni sem héldu nafni bílasöl- unnar óbreyttu þrátt fyrir að söngvarinn væri búinn að selja og hættur öllum afskiptum af fyrirtækinu. Nýju eigendurnir hafa skipt um nafn á bílasölunni. Hún heitir núna Bílabónus. Núverandi eigendur virðast ætla í verðstríð þar sem þeir munu gefa afslátt á sölu- launum þegar bílum er skipt og eins þegar seljendur taka bíla upp í sem hluta söluverðs . .. A meðan forsvarsmenn Sam- bandsins sitja í þungum þönkum yf- ir tillögum um breytt skipulag er rekið mál fyrir dómstólum um eign- araðild kaupfélaganna að Samband- inu. Sem kunnugt er höfðaði Jón Laxdal fyrir hönd þrotabús Kaupfé- lags Svalbarðseyrar mál gegn SÍS um að viðurkenndur verði með dómi eignarréttur í hreinni eign Sambandsins miðað við hlutfall í stofnsjóði 28. ágúst 1986, en kaupfé- lagið var þá úrskurðað gjaldþrota. Málið er rekið fyrir bæjarþingi Reykjavíkur, en hefur frestast vegna þess að beðið er eftir greinargerð- um frá Jóni Finnssyni lögiíianni Sambandsins . . . ^^^^eðal þeirra styrkveitinga sem borgarstjórnarmeirihlutinn samþykkti fyrir yfirstandandi ár er 600 þúsund króna styrkur til skrásetn- ingar á skjölum Bjarna Benedikts- sonar heitins, fyrr- um borgarstjóra og ráðherra, um sögu Reykjavíkur. Sá sem á að annast skrásetningu þessa er Jakob F. Asgeirsson blaðamaður og rithöfundur. Jakob er frjáls- hyggjumaður og sendi fyrir tveimur árum frá sér bókina „Þjóð í hafti" ... í*orystumenn í Borgaraflokkn- um munu hafa leitað á náðir Jóns Magnússonar lögmanns um að leiða sameiginlegan lista Borgaraflokks og annarra óskil- greindra stjórnmála- afla í Reykjavík í komandi kosning- um. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem for- ystumenn stjórnmálaflokka leita til Jóns, en ekki er vitað um hans við- brögð nú. Jón er fyrrverandi vara- þingmaður Sjálfstæðisflokksins og ennþá flokksbundinn þar, og ekki er útilokað að hann sitji landsfund flokksins sem hefst um næstu helgi. . . VINSÆLT FYRIR BRAGÐIÐ BESTA OLKELDUVATNIÐ? fiítburgerPUS UMBOPIB, SlMI 841886 Þríréttaöur árshátíðarmatur kr. 2.700 Dansleikur aö hætti Operukjallarans fyrir smærri fyrirtæki og hópa. Odrurísi staður

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.