Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 18

Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 Galdurinn að skulda nógu mikið FtYKIR MNýjarvörur I Ma linnl kven- og kartmann „Miklilax er gulliö I laxeldinu” Palsson fram- ,ý- . kvæmdasijöri g Galdurinn í fiskeldi er að skulda nógu andskoti mikið, ef marka má rúm- lega eins árs gömul um- mæli Reynis Pálssonar framkvæmdastjóra Mikla- lax í Fljótum í blaðinu Feyki í Skagafirði. Þar seg- ir Reynir að það sé almenn skoðun þeirra sem til þekki að „Miklilax sé gull- ið í fiskeldinu”. Eins og sagði í PRESSUNNI á dögunum skuldar Miklilax nú hátt í 370 milljónir króna hjá Byggðastofnun, auk þess sem stofnunin á 24 milljónir króna í hlutafé í fyrirtækinu. Ennfremur kom fram í frétt- inni að fyrirtækið hafi nú óskað eftir meira lánsfé. Alls hafi það sótt unr 130 milljónir auk 10 milljóna í viðbótar hlutafé og þyki sýnt að Byggðastofnun komist ekki hjá að lána þessum stærsta skuldara sinum meira þótt útilokað sé að reksturinn standi undir sér. ,,Við erum ekkert smeykir hérna þó hvert gjaldþrotið á fætur öðru hafi dunið á fyrir- tækjum í greininni. Hjá okkur hafa allar áætlanir staðist og þess vegna njótum við sívax- andi trausts viðskiptaaðila okkar,” segir Reynir í Feyki fyrir einu ári síðan. Sam- kvæmt þessu hlýtur galdur- inn í fiskeldi að vera sá að skulda nógu andskoti mikið, nema að gullið hans Reynis hafi reynst vera glópagull. íslendingur sér vonar- glætu í Norðurlandaráði Þegar illa gengur á ís- landi er um að gera að leita út fyrir landsteinana. Ingi B. Arsælsson, fyrrum starfsmaður Ríkisendur- skoðunar, er nú staddur í Kaupmannahöfn til að kynna leiðindamál sem hann hefur átt í gagnvart ríkinu og varðar brott- rekstur hans úr starfi fyrir nokkrum árum. Ingi leitar ásjár Norðurlandaráðs, en þing var sett í Kaupmanna- höfn í vikunni. Auk þingmannanna sjálfra er þar mýgrútur fréttamanna og hefur PRESSAN hermt að Ingi hafi þegar fengið áheyrn norrænu fréttastofunnar Ritzau. Fréttamenn Ritzau munu þegar hafa sýnt málum Inga áhuga, einkum vegna ásakana hans um að íslensk stjórnvöld fremji mannrétt- indabrot. Ritzau fréttastofan hefur oft flutt skemmtilegar fréttir af fundum Norðurlandaráðs og verður líklega lengi í minnum hafðar féttir frá þingi ráðsins í Reykjavík fyrir allmörgum árum, er frétta- stofan hélt því fram að rekið væri skipulagt vændi í disk- ótekinu Hollywood, sem þá var og hét. Nú er að sjá hvort eitthvað fer að gerast í máli Inga en hann hefur um árabil kynnt það rækilega fyrir íslenskum blaðamönnum. LOGANDI BJARTSÝNI Því miður eru bjartsýn- isverðlaun Bröste einung- is veitt til menningarvita. Annars væri næsta víst aö Einar Sveinn Ólafsson og félagar hjá ístess fengju ógrynni af tilnefningum. Istess hefur hingað til unn- ið fóður fyrir fiskeldið. Nú hafa þeir aukið við starf- semina og hafið vinnslu á fóðri fyrir loðdýr. Ef heldur áfram sem horfir munu þeir ístess-menn sjálf- sagt leita að þjónustugrein- um fyrir ullariðnað eða skipasmíðar. Óli Laufdal nældi í ungfrú Austurland Óli Laufdal, skemmtanakóngur á Fáskrúðsfirði, lætur ekki deigan síga. Hann virðist staðráð- inn í að rífa staðinn upp úr lognmollunni og hefur sem kunn- ugt er tekið á leigu bæði félagsheimilið og hótelið. Nýjasta afrek hans er að næla í keppnina Ungfrú Austurland, sem hingað til hefur verið haldin í Egilsbúð í Nes- kaupstað. Nú er ákveðið að keppnin verður í Skrúð Fáskrúðsfirði um þar næstu helgi. I HART VIÐ KIRKJUGARÐA REYKJAVÍKUR Þótt hvíli ró og friður yf- ir kirkjugörðum borgar- innar er bullandi ágrein- ingur um hvernig staðið er að útfararþjónustunni. Davíð Ósvaldsson sem rekur Líkkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar hef- ur nú ákveðið að höfða mál á hendur Kirkjugörð- um Reykjavíkurprófasts- dæmis vegna meintra orettmætra viðskipta- hátta. Málið er til komið vegna áralangrar óánægju einkaað- ila í útfararþjónustu með þá samkeppnisstöðu sem þeim er búin, en kirkjugarðanir eru sagðir njóta niður- greiðslna á meðan einkaaðil- arnar verða að verðleggja sína útfararþjónustu með til- liti til kostnaðar. Stríð íslenskra liðsforingja nalgast dómstóla Styrjöld íslenskra iiðs- foringja heldur áfram að magnast. Vegna ásakana Jóns Hjálmars Sveinsson- ar fyrrum sjóðliðsforingja um að liðsforingjarnir Arnór Sigurjónsson og Magnús Pétursson séu bara þykjustunni her- menn hefur lögfræðingur Arnórs, Þórunn Guð- mundsdóttir ritað Jóni bréf og hótað honum mál- sókn vegna brota á lögum um friðhelgi einkalífsins og vegna ærumeiðinga. Jón Hjálmar hefur með blaðagreinum og bréfaskrift- um til innlendra og erlendra aðila leitast við að koma þeim Arnóri og Magnúsi úr embættum varnarmálaráðu- nauta utanríkisráðuneytisins og telur sig hæfari til að gegna slíkri stöðu. Nú segir Arnór hingað og ekki lengra. I bréfi Þórunnar er talað um síendurtekna áreitni, ofsókn- ir og einelti Jóns, þar sem vegið er að starfsheiðri Arn- órs, með skammaryrðum, móðgunum og ærumeiðandi aðdróttunum. ,,Ef umbjóðandi minn kýs að leita aðstoðar lögreglunn- ar, þá er þess að vænta að þið verðið leiddir saman hjá Rannsóknarlögreglu ríkisins, augliti til auglits, til sampróf- unar. Áður en til þessara að- gerða af hálfu umbjóðanda míns kemur vil ég skora á yð- ur að láta af þessum árásum,” segir í bréfi lögfræðingsins til Jóns. KYNLÍF Eftir höfdinu dansa limirnir í síðasta pistli mínum minntist ég á svokallað tvö- falt siðgæði — það sem eitt kynið má er hinu bannað — og kom með dæmi um kynferðissambönd ungs fólks. Karlmennska stráka virðist enn ráðast þó nokk- uð af kyngetu þeirra og frumkvæði en konuímynd ungra kvenna ræðst meira af því að halda ímynd góðu stelpunnar — þeirrar sem heldur aftur af kynhvöt sinni. Þetta er eitt af því sem ekki er enn búið að uppræta í okkar félagsmót- un og má að sönnu líkja við illgresi — eitthvað sem kæf- ir eðlilega tjáningu hvors kyns fyrir sig og innbyrðis á milli þeirra. Ef marka má umræðuna mætti halda að þetta væru gamaldags við- horf en ég tek samtímis eft- ir því að þetta illgresi dafn- ar enn og það ágætlega. „Að vera upp á kvenhönd- ina" og að vera „kvenna- maður“ eru líka orðatiltæki sem stundum eru notuð í lýsingum á karlmönnum og finnst engum það at- hyglisvert — samanber JÓNA INGIBJÖRG JÓNSDÓTTIR lýsingar nokkurra vina í dagblaði á manpinum sem vann í söngvakeppni sjón- varpsins. „Hún er mikið fyrir karlmenn" eða að vera „karlagull" þætti ósæmileg persónulýsing fyrir konu. Ef eitthvað slíkt kæmist fyrir slysni á prent yrði konan samtímis stimpluð með brókarsótt eða „nærbuxnajagari" (ný- yrði sem ég heyrði um dag- inn). Einn flötur á tvöföldu sið- gæði hefur verið mér hug- leikinn — öðrum fremur -— að undanförnu. Það er þeg- ar skýr munur er á viðhorf- um fólks og hegðun. Fólk segist trúa éinu en hagar sér svo allt öðruvísi. Tök- um viðhorf til sjálfsfróunar og samkynhneigðar sem dæmi. Það er hægt að segja að sér finnist sjálfsfróun góð og gild og ekki sé leng- ur mark takandi á ein- hverju bulli um að það sé eitthvað Ijótt. Sama mann- eskja getur sagt eitthvað þessu álíka en hefur sjálf ímugust á að snerta á sér kynfærin í vellíðunartil- gangi. Hvert er þá raun- verulegt viðhorf viðkom- andi? Ég held að hegðunin segi mér meira um viðhorf- ið en munnurinn. Svo telur meðaljónan og jóninn á ís- landi sig nokkuð upplýstan um eðli kynhneigðar en samt er verið að reka fólk úr störfum á þeim forsend- um að það sé hommi eða lesbía. Hvert er raunveru- legt viðhorf okkar til sam- kynhneigðar? Hvað varðar tjáningu kynhvatarinnar og ímynd kvenna og karla út á við þá hef ég heyrt karlkynið óska þess að konur hefðu meira frum- kvæði í ástamálunum. En svo geta sömu karlmenn komið með niðurlægjandi athugasemdir um konur sem einmitt hafa frum- kvæði. Hvert er þá raun- verulegt viðhorf sömu karla? Ég tel að breytingar á hegðun taki miklu lengri tíma en viðhorfsbreytingar. Ég hef heyrt því fleygt að frjálsræði þriðja áratugar- ins í ástamálum hafi fyrst fengið samræmingu við- horfa og hegðunar í kyn- lífsbyltingunni á sjöunda áratugnum. Sé þetta rétt tekur jafnvel áratugi að breyta hegðun manna þrátt fyrir nýjar upplýsingar. Flestir vita í dag um mikil- vægi þess að nota smokk- inn, sérstaklega með tilliti til kynsjúkdómasmits. En hvað eru margir sem haga sér samkvæmt sinni vitn- eskju og skoðunum í því sambandi? Okkur þykir það líka liggja í augum uppi að kynin eigi að fá sömu laun fyrir sömu vinnu. Hvers vegna fá þá til dæmis karlkyns starfsmenn við störf í þjónustu- og verslun- arstörfum hærri laun að meðaltali en kvenkyns samstarfsmenn? Þessum spurningum ætla ég ekki að svara en vil bara benda á þá staðreynd að þó við .. . sama mann- eskja getur haft ímugust á að snerta á sér kyn- færin í vel- líðunartilgangi teljum okkur hafa miðað áfram í „jafnréttisbarátt- unni“ þá hefur hegðunin dregist aftur úr viðhorfun- um og er því nokkuð langt í land með að limirnir dansi eftir höfðinu. Tvöfalt siðgæði snýst ekki bara um hluti sem hann má gera en hún ekki heldur líka öfugt. Tvöfalt siðgæði kemur samt oftar í Ijós hvað konur varðar og hvernig þeim er mismunað. Ástæð- an er einföld — tvöfalt sið- gæði er upprunnið frá þeim tíma að karlmenn réðu yfir stjórnmálum, listum og trú en staður kvenna var heima við og þær höfðu lít- ið að segja um hvaða póli- tísku ákvarðanir voru tekn- ar. í stuttu máli var það feðraveldið sem ruddi brautina fyrir hið tvöfalda siðgæði. í þá daga var ekki til neitt sem hét þessu fína nafni heldur var það bara réttur karlsins að ráða yfir konunni sem og öllu öðru. En kannski er raunveru- lega orsökin fyrir þessu feðraveldissiðgæði nokk- urra alda gömul hugmynd um að í sæði karlmanna væru oggulitlir einstakling- ar sem þurftu bara að kom- ast í frjóan svörð til að vaxa. Að konur aðeins nærðu lífið en sköpuðu það ekki — að karlmaðurinn væri skaparinn. Þar með komst konan í annað sæti virðingarstigans — börnin væru í raun ekki ávextir kvenna heldur karla. Hvers vegna eru börn annars skírð eftir feðrum sínum? Miðað við hversu erfitt það er stundum að finna það út hver faðirinn er væri ekki hægt að leysa málið með því að skíra bara börnin eft- ir móðurinni? Það fer nefni- lega aldrei á milli mála hver hún er! SpyrJSó Jónu um kynlífiö. Utanáskrift: Kynlíf c/o PRESSAN, Hverfisgötu 8-10, 101 Reykjavík

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.