Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 23

Pressan - 28.02.1991, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR PRESSAN 28. FEBRÚAR 1991 23 ... fær Jónas Sigur- jónsson, vert á Tveimur vinum, fyrir aö standa fyrir yfir 300 tónleikum á ári. BÍÓIN________________________ Sýknaður Reversal of Fortune Háskólabíói kl. 5, 7, 9 og 11.15. Þetta er mynd sem kemst nærri því aö vera leikin heimildar- mynd. Hún er byggð á bók verj- anda Claus von Buulows, þegar hann var ákærður fyrir tvær morðtilraunir á konu sinni. Verj- andinn er fyrirferðarmestur í myndinni og lýsir hún að stærst- um hluta rannsókn hans á mál- inu og undirbúningi fyrir réttar- höldin. Claus sjálfur, sem leikinn er af mikilli íþrótt af Jeremy Ir- ons, verður næstum að aukaper- sónu þar sem söguþráðurinn spinnst um upplifun verjandans. Það leiðinlegasta við myndina er vemmilegt siðferði verjandans og aðstoðarmanna hans, eins- konar einfalt háskólalóða-sið- ferði. Sökum þessa verður hinn skuggalegi Claus næstum við- kunnanlegur. Hann er alla vega eina persóna myndarinnar sem ekki er svo einfaldur að maður missi áhugann. Áhoríendur mundu ábyggilega fagna því að fá að elta hann út úr einhverri senunni í stað þess að sitja uppi með verjandann og slekti hans. Ljóðrænar stemmningar af vör- um grænmetisins í rúminu, konu Claus, dæmast hér með mislukk- aðar. LEIKHÚSIN____________________ Bréf frú Sylvíu verður frumsýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins í Lindarbæ á föstudagskvöldið. Leikstjóri er Edda Þórarinsdóttir, sem var dálítið áberandi á árum áður en hefur falið sig í Holly- wood að læra leikstjórn. Árang- urinn sést á föstudag. Eg er meistarinn hættir ekki þrátt fyrir óléttu aðalleikkonun- ar sýningin heldur áfram með annarri ó-óléttri; Bryndísi Petru Bragadóttur. Nú geta þeir kæst sem héldu að þeir væru búnir að missa af þessum leikhúsviðburði vetrarins. Hinir sem voru búnir að sjá stykkið verða að fara aftur til að geta borið saman frammi- stöðu leikkvennanna. KLASSÍKIN____________________ Sinfóníuhljómsveit íslands verður með tónleika í Háskóla- bíói á laugardaginn kl. 14.30. Þar flytur hún þau tvö verk sem breska plötufyrirtækið Chamdos ætlar að gefa út með hljómsveit- inni á diski. Þetta er píanókons- ert númer 4 eftir Rachmaninov og ófullgerð ópera hans Monna Vamna. Þekktastur söngvara í henni er sjálfsagt barítonsöngv- arinn Sherrill Milner. POPPIÐ KK-band verður á Tveimur vin- um í kvöld og Púlsinum á föstu- dagskvöldið. Kristján Kristjáns- son og félagar þenja blúsinn ásamt sérstökum gesti sem enn má ekki segja hver er. Heitir svansar heitir nýja hljómsveitin hans Geira Sæm. Hún verður með tónleika á Tveimur vinum á föstudags- og laugardagskvöld. Kristján Edel- stein og fleiri. Sveiflurokk með töffarastæl. Sniglarnir, leðurvæddasta rokksveit samtimans, spilar á Púlsinum á laugardagskvöldið. Vinir Dóra spila sinn blús á sunnudagskvöld. Að venju mæt- ir herskari af okkar bestu blúsur- um. Dóri og félagar hafa aldrei verið betri. Alla vega var Chic- ago Beau ánægður með þá. !— 7—T 1 7-T—r-r— B“ r ■ í 1 llliP r ?p m III 35 3Ö ■ p" ■33 ™34 ™ 44 45 55“ m 46 47 ^ ■ ÞIINGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 böggull 6 hvalkjöt 11 golþorsk 12 ráf 13 stritið 15 holl- vætL 17 vafa 18 hráolía 20 blóm 21 flokka 23 bók 24 hár 25 rammi 27 óþétt 28 atorka 29 auga 32 úði 36 flík 37 tré 39 æðir 40 kyrr 41 efndir 43 togaði 44 ólyfjanar 46 sjaldgæft 48 kæpa 49 lausagrjót 50 hluti 51 skrifaði. LÓÐRÉTT: 1 gangþófi 2 rauð 3 ágjöf 4 hryðjurnar 5 lokkar 6 stöðugt 7 dvöl 8 gufu 9 skrauts 10 skilningur 14 mjög 16 ögn 19 þykja 22 aldarfarsbók 24 vinna 26 skyggni 27 hávaða 29 skýst 30 fugl 31 upp- tugga 33 góða 34 kropp 35 kvörn 37 svarar 38 smáflytur 42 randi 45 planta 47 op. HVERJIR ERU HVAR? Casablanca er diskótek. Það er ekki fyrir börn, heldur eru gest- irnir flestir eldri en tvítugir. Efri mörkin eru síðan um tuttugu og sex til sjö, þó einstaka eldri menn séu þar á vappi í leit að yngri konum. En þeir eru svo sem alls staðar. Og gestirnir á Casablanca skemmta sér eins og fullorðnir; drekka mikið, dansa mikið og sletta ærlega úr klaufunum. Og þeir eru flottir eins og fólk er á hápunkti vikunnar, helgunum. Á Casablanca er fólk á borð við: Krakkana úr 17, Axel Gud- mundsson, Guðnýju Rut og Guðbjörgu, Kjartan Gud- bergsson markaðsstjóra hjá Steinum, Hjördísi Björgvins- dóttur, Arnar Diego, Sigurð Arnljótssson, Evu Dögg Sig- urgeirsdóttur, Gunnar í Hanz, Ólaf kjaft, Alfreð Árnason í Bíóhöllinni, Maríu G. Sveins- dóttur, Grétar Böðvarsson smið, Konráð Olavsson hand- boltakali, Önnu Sigríði Krist- jánsdóttur flugfreyju, Ásgeir Johansen, Hilmar Bender, Eið, Herra Isiand, Agnesi, Stefán Baxter, Jóhönnu Ein- arsdóttur, Helga Esra og strákana frá hárgreiðslustof- unni Jóa og félögum. VEITINGAHUSIN_____________ Argentína, neðst á Barónsstígn- um, er barasta hreint ágætt steik- hús. Miklu betra en trönurnar fyrir utan gefa til kynna. Stærsti kosturinn við Argentinu er að hún er það sem hún segist vera: Steikhús. Við Reykvíkingar þekkjum of mörg dæmi um kin- versk veitingahús sem selja ís- lenska pottrétti, franska matar- gerðarlist þar sem kartöflur og sósa eru allsráðandi og ítalska veitingastaði sem geta ekkert Sykurmolarnir ætla að reyna að láta verða af því að halda margboðaða tónleika á Tveimur vinum á sunnudagskvöldið. Til þess að búa til spenning spyrjum við: Verða þetta síðustu tónleik- ar Bjarkar með Sykurmolunum? Og eins og við öðrum spurning- um sem varpað er fram til að búa til spenning er svarið við þessari, nei. En kannski verður það ein- | hvern tímann já. SJÓ_______________________ Rokkað á himnum er söngdag- skrá á Hótel íslandi með heljar- I innar helling af söngvurum. 'Kostar 4.400 krónur með mat. MYNDLISTIN Hulda Hákon er með sínar sér- kennilegu lágmyndir í Galleríi 11 neðst á Skólavörðustígnum. Muggur er í Gallerii Borg og Kjarval á Kjarvalsstöðum. Og siðan eru hausarnir hans Sig- urjóns í safninu hans. Af þessu þrennu mælum við með hausun- um. Edda Jónsdóttir sýnir málverk í kjallara Norræna hússins og kallar sýninguna Þagnarmál. Green Label Bereich Bernkastel er Móselvín. Árgangurinn sem fæst i ríkinu er '87 og kostar flaskan sléttar 700 krón- ur, sem er gott verð mið- aö við gæði. Ekki er til- tekin sérstök berjateg- und í þessu víni, en riesl- ing-bragðið virðist ríkj- andi. Það eru ágætis meðmæli, því riesling þykir besta þýska berja- tegundin. Þetta er með- alþurrt vín, ferskt og hentar vel með fiski. annað en bakað pitsur. En þeir á Argentínu lofa engu öðru en geta grillað steikur og gera það með glans. Veitingasalurinn er lika hreint ágætur og þjónustan sömuleiðis. Svo er líka ágætt að þeir sem halda að argentínskt ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Það er hreint ótrúlegt hvað tví- hneppt jakkaföt með breiðum borðum ætla að verða lífseig. Þegar öll rikisstjórnin var búin að koma sér upp svona jakkaföt- um og sumir meira að segja bún- ir að fá sér hatt í stíl, hefði hvaða tískufrömuður sem er getað étið þann hatt og fleiri upp á að jakkaföt með þessu sniði væru á útleið. En þá kom Hollywood til bjargar með Good Fellas og God- father part III. Það verður því enn bið á að einhneppt jakkaföt ryðji þeim tvíhnepptu af sviðinu þó þau fái vissulega að fljóta með. Og nú er spurt: Hvað hafa tvíhnepptu jakkafötin verið lengi inni? Og eru þau ekki farin að ógna meti útvíðu buxnanna, sem héngu inni í rúman áratug eða svo? ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Þó það sé alls ekki farið úr tísku að meikáða, koma sér í vellaun- að starf og stefna hærra og allt það, þá er ekki lengur í tisku að vera gangandi auglýsing um þennan ásetning. Filofax, rauð axlabönd, Dallas-dragtir og önn- ur skilaboð til umheimsins um að við séúm á uppleið eru orðin óæskileg. Þau geta jafnvel virk- að öfugt, það er að við ætlum okkur upp á við með aðferðum sem aðrir lögðu til hliðar fyrir nokkrum misserum. Til þess að draga yfir metnaðinn er því ráð- lagt að hanga örlítið á kaffihús- um, koma sér upp dálítið hippa- legri úlpu og reyna að halda kyn- þokkanum við. Þetta miðar allt að þvi að láta aðra vita að við sé- um ekki ein af þeim sem geta bara gert einn hlut í einu. Þvert á móti getum við staðið okkur vel í vinnunni, verið góðir elsk- hugar, sinnt foreldrum okkar, átt allskyns fólk að vinum. VIÐ MÆLUM MEÐ_____________ Horninu Ekki síst fyrir að afgreiða pitsur til klukkan hálf tólf en loka ekki eldhúsinu fyrr, eins og flestir veitingastaðir. Að bókabúðirnar hætti að mismuna aðdáendum dóna- blaða. Það hefur enginn svo vondan smekk á timaritum að hann eigi þetta skilið. Skartgripum Það er gott til þess að vita að fólki þyki það vænt um sig að það vilji skreyta sig dálítið. Að Sigmundur Guðbjarnason háskólarektor fái að segja það sem honum býr í brjósti án af- skipta ráðherra. Það þarf hins vegar enginn að taka mark á honum frekar en hann vill. Vinsæluslu myndböndin | 1. The Guardian 2. She's Out of Control 3. Short Time 4. Why Me? 5. Back to the Future III 6. Gleaming the Cube í; 7. Heat Wave 8. Hunt for Red October 9. Winter People 10. Cry Baby Vinsælustu vasobækurnnr 1. Devices and Desires — P.D. James 2. Memories of Midnight — Sidney Sheldon 3. Dances with Wolves — Micheal Blake 4. Silence of the Lambs — Thomas Harris 5. Sleeping With the Enemy — Nancy Price 6. The 7 Habits of Highly Effective People — Stephen R. Corey 7. The Rape of Kuwait — Jean P. Sasson 8. A Rulling Passion — Judith Michael 9. Mystery — Peter Straub 10. Scarlet Thread — Manay Rice Davies

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.