Pressan - 07.03.1991, Síða 3
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
Allt kjötið úr
pokanum nýtist
-segir Gréta E. Pálsdóttir
ritstjóri Húsfreyjunnar.
fslendingar þekkja sitt lambakjöt,
flest eigum við minningar frá þeim
tíma þegar sunnudagssteikin var til
skiptis læri og hryggur. í auknu
framboði á síðustu árum hefur þótt
vanta upp á að framleiðendur
löguðu sig að breyttum aðstæðum á
markaði. En nú býður samstarfs-
hópur um sölu á
„lambakjöt á lágmarksverði" enn á
ný og hefur gert átak í að laga vör-
una að kröfum neytenda. Það eru
einkum fjögur atriði sem máli
skipta:
•Ný niðurhlutun; við losnum við að
kaupa bitana sem nýttust illa eða
ekki, s.s. hækla og slög.
• Breytt pökkun; hálfa skrokknum
er pakkað í fjórar sérpakkningar í
stóra pokanum. Auk þess eru góðar
upplýsingar um innihaldið á ystu
umbúðunum.
•Eingöngu er boðið upp á nýtt kjöt,
ákveðna þyngdarflokka úr tveimur
bestu kjötflokkunum.
• Verðið er 486 kr./kg. og þegar
tekið er tillit til þess að allt kjötið úr
pokanum nýtist er það fyllilega
sambærilegt við verð á öðrum kjöt-
tegundum.
Framleiðendur hafa greinilega tekið
sig vel á í sölumálum og það eru
góðar fréttir fyrir okkur lambakjöts-
aðdáendur. Það hillir undir betri tíð
með lambasteik á sunnudagsborð-
inu, og jafnvel hversdags.
Gott lambakjöt
á góðu verði
-segir Sigurjón Gunnarsson matreiðslumeistari.
„Það fyrsta sem maður tekur eftir er
Nú býðst þér lambakjöt á lágmarksverði á sérstöku tilboði.
Verðlækkunin kemur fyrst og fremst fram í stórauknum gæðum.
Nú er gengið mun lengra í að fjarlægja fitu og einstaka bita
sem nýtast þér illa. í boði er aðeins nýtt kjöt úr hæstu
gæðaflokkunum og þú getur valið
um tvennskonar niðurhlutun.
Einstökum skrokkhlutum er
sérpakkað í fjóra minni
plastpoka til að auðvelda þér
meðhöndlun og frágang
kjötsins þegar heim
kemur auk þess sem
geymsluþol kjötsins
eykst.
Þrátt fyrir þessi
stórauknu gæði er
kílóverðið aðeins
486 kr. í báðum
gæðaflokkum. Meðalpoki
vegur um 6 kg. og
kostar því aðeins
r ) | « •• jL. um 2900 kr.
bftyM = nátMmkga gpít
Urvalsflokkur: a) 12-14 kótilettur
b) 6-7 súpukjötsbitar c) heilt lceri
d) 4-5 grill-sneiðar. Öllu kjötinu er
sérpakkaö t minni poka, elns og sést
ó myndinni
hversu jafnir og fallegir bitamir eru.
Greinilegt er að snyrtimennsku og
vandvirkni hefur verið gætt við
vinnslu á kjötinu." sagði Sigurjón
Gunnarsson matreiðslumeistari er
hann skoðaði nýja lambakjötið á
lágmarksverði.
„Snyrting á kjötinu hefur augljós-
lega verið stóraukin og þeir bitar
sem erfitt var að nýta hafa verið
fjarlægðir. Þetta er kjöt sem ég hika
ekki við að kaupa og ég á örugglega
eftir að fá mér fleiri en einn poka.
Þetta er ekkert verð fyrir svona gott
kjöt“ sagði Siguijón
Fyrsti flokkur A: a) 6-7 supu-
kjötsbitar b) hálfur hryggur
c) heilt lceri d) 4-5 fram-
hryggjarsneiöar. Öllu kjötinu er
sérpakkaö t minni poka, eins og
sést á myndinni.
SAMSTARFSHOPUR
UM SÖLU LAM BAKJÖTS
Komið til móts við
óskir neytenda
-segir Júlíus Jónsson formaður
Félags matvörukaupmanna.
„Viðbrögð neytenda hafa verið
mjög góð. Snyrtingin á kjötinu er
mun meiri og allur frágangur á því
er til fyrirmyndar. Sérpakkning í
pokana skilar sér í mun betri
geymslu á kjötinu" sagði Júlíus
Jónasson formaður matvörukaup-
manna um nýja lambakjötið á
lágmarksverði.
„Um leið og kjötið er nú fallegra
sparar fólk verulega með því að
kaupa lambakjöt á lágmarksverði,
því það fullnýtir það sem í pökkun-
um er, nú þegar grillrifin eru farin“
sagði Júlíus.
Söluátakið var kynnt á fundi Félags
matvörukaupmanna og Félags kjöt-
verslanna og voru kaupmenn sam-
mála um að með nýja lambakjötinu
á lágmarksverði væri verið að koma
til móts við óskir viðskiptavina.