Pressan - 07.03.1991, Síða 4
4
a*
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
UM FRJÁLST
HQFm.SIR.OKIt)
„Þetta byrjadi eiginlega fyr-
ir hálfgerda slysni því ég átti
ekki fyrir klippingu og ein
vinkona mtn œtladi aö klippa
mig en þad fór úr skoröum,“
sagbi Aubur Hansen módel-
stúlka sem er dálítib óvenju-
leg til höfubsins. Hún hefur
verib snobklippt um skeib og
sagbist hafa líkab svo vel ab
hún hefbi endurtekib „slysib“
þrisvar. En nú er hún hœtt og
er byrjub ab safna hári.
Auður segir að hárleysi
hennar hafi því miður ekki
aflað henni nýrra verkefna,
frekar að það hafi fælt frá.
„En þetta er mjög þægilegt,
þegar ég þvæ mér um höfuð-
ið nota ég bara þvottapoka,"
segir þessi höfuðprúða
stúlka.
íitút
eitutiy,
áiA<Vtt/
ÚAAÍtt
Þegar lögtaksmenn höfðu
hypjað sig settist Reimar
með Lóló litlu í fanginu. Ég
kveikti á útvarpsfóninum.
Þulurinn tilkynnti: Nú hefj-
ast lög unga fólksins. Þegar
Chubby Checker söng: Let’s
twist again, tók frændi minn
gulan gervikúk upp úr vasa
sínum og sagði: — Þegar ég
vil fá að hlusta á lög unga
fólksins í friði, þá vil ég fá að
hlusta á þau í friði.
Ólafur Gunnarsson
Lögtaksmenn
Það sem við Reimar höfð-
um pantað beið okkar á eld-
húsborðinu. Píramídi af
steiktum kjötbollum, annar
af mús og skyr á eftir með
pela af rjóma á mann. —
Ekkert rjómabland hjá
Svölu, sagði Reimar og
drekkti skyrinu sínu.
Svala systir hans var
kjarnorkukvenmaður. Hún
var að þjóra í stofunni með
stöllu sinni. Svala var nauða-
lík föður sínum, rauðhærð
og búlduleit. Reimar
skyggði með hendi fyrir
munn og hvíslaði: — Held-
urðu það sé dót. Hún þusar
yfir aumingja pabba og
pundar í hann pusa þegar
hún getur. Sjálft sést hún
aldrei edrú. Hún er skilin við
minnst þrjá kalla og sá síð-
asti var útgerðarmaður. Hún
hefur ekki minnstu hug-
mynd um hver á hana Lóló
litlu. Eina barnið á landinu
sem heitir í hausinn á rútu-
bil.
Lóló var bráðþroska fríð-
leiksbarn sem skreið ber-
rössuð um gólfin og var byrj-
uð að tala. Allt var á rúi og
stúi. Lóló kom siglandi inn á
eldhúsgólfið og brosti í sjö-
unda himni þegar hún sá
móðurbróður sinn: — Jeima
dændi. Jeima dændi. — Sko,
sagði Reimar og leit stoltur
til mín og tók hana í fangið.
— Lóló gáfuð. Lóló kann að
segja Reimar. Segðu meira
„Jeimá', Lóló mín.
— Kútur minn, var ekki
nógur matur? galaði Svala
systir inn úr stofu. Reimar
bætti rjóma út á skyrið og
ansaði engu. Hann sagði: —
Nasi hvað er langt í lög unga
fólkins?
— Klukkuna vantar korter
í, slappaðu af.
— Kútur, heyrðist galað.
— Ertu að tala við hann
Nasa? spurði Reimar og ot-
aði skyrugri skeiðinni að
mér þegar systir hans kom í
stofudyrnar.
Fram á stigagangi heyrðist
skark. Svala gægðist fram:
— Jeremías, lögtaksmenn!
Hún skransaði eftir gólf-
dúknum aftur inn í stofu og
hvíaði. Nýi útvarpsfónninn
minn. Þeir hirð’ann. Ég á
ekki annað.
Lögtaksmenn komu í
gættina. Annar hélt á bók.
Svala kom fram með Lóló í
fanginu og sagði: — Takiði
barnið, ég á, ekki annað.
— Orð að sönnu, kona
góð, sagði sá bókarlausi og
leit í kringum sig.
Reimar brá sér frá og svo
heyrðist hann segja: — Nei,
Svala mín, hér er þessi
prýðilegi nýi útvarpsfónn.
*7c<i4aK en táyÍdÁ eittd, oy
óp fian, 4e*u, dteftéin, titin, ay
iáíl—oeeLveiá, ttuatáteci uekeLa, í tcdácc
v: ... , ^
aeeáta <uwuw, vertoLcoi áuant fuÆit
eitutty í tí&áec. Si*tá, ey (ttXny
u*tda*tpini*t án en uefatileya aiit
iecffcteyt. ‘PaeL fácLin aci e£ etdnautt en,
tídÁcciitccnitut, fiá en dvant fiacL ei*t*tip
oq- e£ 6iá*ua*ttei*tdtccn en í tcdáu, fiá en
éöflótt fiaeL eitutty. S*t aiit á fietta að,
vena dtcctt. PaeL eitt en á ánei*tu.
Eitt var það sem Reimar
þoldi alls ekki og það var að
missa af lögum unga fólks-
ins. Árið 1962 var sá þáttur
aðeins einu sinni í viku.
Þegar við frændurnir sam-
þykktum að passa í fyrsta
sinn hjá Svölu systur hans
settum við tvö skilyrði; núm-
er eitt, að við fengjum sæmi-
legt að éta, hið seinna; að
hún hypjaði sig áður en lög
unga fólksins hæfust. Svala
var nýflutt í bæinn, hún bjó
í þriggja herbergja íbúð inn-
arlega á Njálsgötu. Á Bar-
ónsstignum sagði ég: —
Segðu mér eina góða frá Isa-
firði.
— Sjálfsagt mál, sagði
Reimar. — Á ísafirði í eina
tíð var rúta sem gat sagt
nafnið sitt. Hún hét Lóló.
Þannig stóð á þessu að þeg-
ar hún fór upp brekkur þá
hvein í gírkassanum: Lóaló.
Lóaló.
Við gengum inn i stofu,
lögtaksmenn, Svala og ég.
Svölu varð svo mikið um
svik bróður síns að hún sett-
ist blásandi í sófann hjá
stöllu sinni.
Reimar nasaði út í loftið og
sagði: Finnurðu ekki skíta-
lyktina Nasi?
— Þú skalt ekki vera að
brúka þig góði, sagði lög-
taksmaðurinn með bókina.
Reimar lyfti upp lokinu á
fóninum og spurði: — Er hún
Lóló litla eitthvað slæm í
maga? Lóló sat á miðju
stofugólfi og virtist vera við
hestaheilsu. Hún var að
naga íngimarskex sem hún
hafði fundið á gólfinu.
— Ekki svo ég viti, sagði
Svala systir. Reimar hélt um
nebbann. Ég gægðist ofan í
fóninn. Slíkt hið sama gerði
hið opinbera. Við plötuspil-
arann hringaði sig gulur
magaveikislegur drellir.
— Ég held við ættum að
koma seinna Hörður, sagði
sá lögtaksmanna sem var
bókarlaus. Barnið hefur gert
þarfir sínar ofan í fóninn.
Vinkona Svölu bauðst til að
þrífa en Reimar varð fyrri til.
Hann fiskaði glæpinn upp á
fægiskóflu og fór inn á bað-
herbergi og sturtaði niður.
— Lóló ekki eik, sagði barn-
ið. — Jeima dændi hlata.
>SF|RÐINGUr
og ævintýri hans
í Reykjavík
Hvað er sorglegra en
veðurfræðingur sem fær
ekki að flytja veðurfrétt-
ir? Því er erfitt að svara
en slíkur harmleikur á
sér nú stað hjá sjónvarp-
inu. MAGNÚS JÓNSSON
veðurfræðingur og fram-
bjóðandi Alþýðuflokks-
ins fær ekki að flytja
fréttir i sjónvarpinu fram
yfir næstu kosningar!
Skrítið en svona eru
reglurnar og kemur fyrir
lítiðþó Magiiús biðji vel.
— Utvarpsráð segir að
hann fái ekki að flytja
fréttir af veðri af ótta við
að það geti orðið til þess
að einhver kjósi hann á
þing.
Við vorum ferlega púka-
legir hérna í síðustu viku
þegar við sögðum frá því
að DÓRA EINARS væri
skemmtanastjóri í Lídó.
Hún er það bara ekkert
og leiðréttist það hér
með. Hún er hins vegar
nýorðin umboúsmaóur
fyrir MTV músíkstöðina
og síðan hefur íslenskt
tónlistarfólk fariö ham-
förum á sjónvarpsstöð-
inni með Sykurmolana
og Risaeðluna í broddi
fylkingar. Segja kunnug-
ir að íslenskt tónlistar-
fólk birtist þar næstum
daglega eftir að Dóra tók
málin í sínar hendur.
Vignir Freyr Ágústsson er tvítugur
menntaskólanemi úr Fjölbrautaskólan-
um í Breiöholti. Þar aö auki starfar hann
hjá módelsamtökunum Módel '79.
O O O
O O
Ertu daörari? „Ja, maður talar viö hitt
kyniö."
Hvaö viltu veröa miklu ríkari en þú ert
j| í dag? „Fimm sinnum ríkari."
Hvpnær byrjaðir þú aö sofa hjá?
„Þegar ég var ungur."
Ef ég gæfi þér fyrir plastik-
skurðaðgerð, hvaö myndir þú láta
laga? „Stórutána — þaö er í
aettinni að vera meö vonda stórutá."
Hvers konar píur eru mest
kynæsandi? „Stelpur í nautinu."
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Stundum nægir að fá koss en
kókómjólk og brauð þar á milli."
Hvað má vera mikill aldursmunur á
pörum? „Það er alveg sama með
aldurinn bara að það sé ekki mikill
hæðarmunur."
Gætirðu hugsað þér að búa úti á landi?
„Ég bjó í Vestmannaeyjum en gæti ekki
hugsað mér að búa þar aftur."
Horfir þú á veðurfréttir?„Alltaf þegar ég
get."
q Ertu hræddur við einhver dýr? „Skordýr
og sérstaklega fiskiflugur."
Hvaða bíl langar þig í? „Jeppa."
Segir þú oft brandara? „Þegar ég heyri
brandara þá fara þeir inn um eitt eyrað
og út um hitt."
Kanntu að elda? „Ég kann ekki einu sinni
II að sjóða fiskibollur."
Ferðu oft i mégrun?"'Áid.'íí ----
Ef þú ynnir 100.000 krónur í happa-
drætti — hvað myndir þú gera? „Fjár-
festa." q
Hvaða orð lýsir þér best? „Glaður."
Finnst þér Simpson-fjölskyldan0
skemmtileg? „Mjög svo, ég missi alltof
oft af henni."
Hvernig ferðalag langar þig í? „Heims-
reisu."