Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
Á undanförnum árum hefur verið að rísa upp ný og
vaxandi starfsemi hér á landi, starfsemi sem sumir vilja
kalla „andlega iðnaðinn". Þessi starfsemi er æði víðtæk
og nærist á sívaxandi þörf fyrir andlega fullnægju en þó
umfram allt; á rótlausri leit að nýjum sannindum.
Þessi iðnaður ber mörg heiti og fara þar fremst í flokki
orð eins og hugrækt og dulspeki. Nýöld er þó það sam-
heiti sem flestir nota yfir þessa starfsemi og lýsir það vel
þeim hugsanahætti sem liggur að baki — að við séum að
færast til nýrra tíma; andlegra tíma.
Það er augljóst að margir vilja og hafa gert þessa nýald-
arþörf að starfi sínu. Starfsemin felst fyrst og fremst í
námskeiðum og leiðsögn en einnig hefur sprottið upp
verslun í þessu sambandi og þá fyrst og fremst með bæk-
ur og tákn.
Því verður ekki haldið fram hér að einhver hafi rakað
saman auðæfum á þessari starfsemi en eins og einn ný-
aldarmaður orðaði það: „Það hefur enginn orðið millj-
ónamæringur en mörgum hefur tekist að gera þetta að
lifibrauði sínu.“
En margt smátt gerir eitt stórt og samkvæmt því sem
næst verður komist má áætla að umfang nýaldarstarf-
semi hér á landi sé á milli 140 og 150 milljónir króna á ári.
LJÓSGEISLI MEÐ
MILUÓNAVELTU
Eitt öflugasta félagið á sviði sálar-
rannsókna er félagsskapur sem kall-
'ar sig Ljósgeislann og hefur aðsetur
á Suðurlandsbraut. Þar eru haldin
námskeið og fluttir inn enskir miðl-
ar til aðstoðar.
Að sögn Gudrúnar Marteinsdótt-
ur hárgreiðslukonu, sem sér um
rekstur félagsins, eru um 600 félags-
menn í félaginu en þeir greiða 1000
krónur í árgjald. Félagið stendur fyr-
ir fjölbreyttri starfsemi. Býður upp á
einkafundi með miðlum, skyggni-
lýsingar, bænahringi, heilun (hea-
ling) og síðan námskeið til að „leið-
beina fólki að vinna úr hæfileikum
sínum" eins og Guðrún orðaði þetta.
Hún leiðbeinir sjálf á því námskeiði.
Allt þetta kostar sitt: Einkafundur
með miðli kostar 2500 krónur fyrir
hálftímafund. Inn á skyggnilýsinga-
fundi kostar 700 krónur fyrir ein-
stakling en að sögn Guðrúnar mæta
40 til 60 manns á slíka fundi. Heilun
kostar um 1000 krónur og tekur 15
mínútur. Þá greiða þátttakendur í
bænahringjum 1000 krónur á mán-
Friðrik Páll Ásgeirsson hefur beitt dá-
leiðsluaðferðum auk þess að bjóða
upp á fjölbreytta þjónustu á andlega
sviðinu. Hann hefur verið umdeildur
í starfi sínu.
Atli Bergmann vinnur hjá Lífssýn og ætlar að verða miðill.
uði í húsaleigu.
„Þetta svona rétt stendur undir
sér,“ sagði Guðrún þegar hún var
spurð um umfang þessarar starf-
semi. Hún sagðist ekki treysta sér til
að gefa upp heildarveltu Ljósgeisl-
ans en sagði að kostnaður vegna
húsaleigu og auglýsinga væri mikill.
Manneskja kunnug starfseminni
sagðist hins vegar áætla að Ljós-
geislinn hefði um 15 milljón króna
ársveltu.
Sálarrannsóknafélag íslands vinn-
ur á svipuðum nótum og flytur einn-
ig inn miðla. Eftir því sem næst
verður komist er þjónusta þeirra
ódýrari og kostar til dæmis hálftími
með miðli 500 krónur þar. Miðað
við fjölda félaga þar má áætla að
velta þeirra sé minni en Ljósgeislans
eða um 10 milljónir. Sálarrann-
sóknafélagið stendur einnig í bóka-
útgáfu.
MIKIL HEILUNARSTARFSEMI
Mikil starfsemi er í kringum það
sem kallað er heilun (healing) sem
byggir á hugleiðslu til að samstilla
líkama og sál. Á Laugavegi 163 er ís-
lenska heilunarfélagið með aðstöðu
í leiguhúsnæði. Þetta er sjálfseign-
arfélag sem er í tengslum við Nor-
ræna heilunarskólann. Þetta félag
var stofnað í kringum 1985 og hefur
60 félagsmenn.
Þar er boðið upp á margvísleg
námskeið og má nefna að dagsnám-
skeið í heilun, sem heitir Máttur
huga þíns, kostar 3000 krónur. Þá er
félagið með í gangi átta mánaða
námskeið yfir veturinn sem kostar
4000 krónur á mánuði. Það stendur
eina helgi í mánuði og eitt fimmtu-
dagskvöld. Að sögn Gudbjargar
Sveinsdóttur, gjaldkera félagsins, þá
má áætla veltu félagsins um 1 til 2
milljónir króna.
Gudrún Óladóttir, sem er nokkuð í
mikilvirk á heilunarsviðinu, leigði
til skamms tíma hjá íslenska heilun-
arfélaginu. Hún býður upp á marg-
vísleg námskeið en hún er lærð
samkvæmt japanskri forskrift og er
reikimeistari. Hún hefur starf af
þessu. Til að verða reikimeistari
þarf að taka þrjú stig og kennir Guð-
rún tvö þeirra hér á landi. 1. stig
kostar um 20.000 krónur, 2. stig
40.000 krónur og 3. stig 700.000
krónur.
Þá hefur Erla Stefánsdóttir píanó-
kennari starfað við heilun og fyrir-
bænir. Einnig dregur hún myndir af
árum og hefur haldið námskeið í
tengslum við trú á álfa. Erla hefur
nokkra starfsemi í kringum sig og
heitir fyrirtæki hennar Lífssýn. Hjá
henni vinnur meðal annars Atli
Bergmann sem í nýlegu tímaritsvið-
tali sagðist vera að feta sig áfram
sem miðill.
Að sögn kunnugra er hér á ferð-
inni nokkuð umfangsmikil starf-
semi og þykir ekki fjarri lagi að ætla
að þessir þrír aðilar velti í kringum
20 milljónum króna.
„ÁHUGINN AÐ MINNKA“
„Mér finnst nú ákveðin lægð í
þessu öllu saman. Af fjórum nám-
skeiðum sem við höfum boðið upp
á höfum við orðið að hætta við þrjú
þeirra," sagði Helga Ágústsdóttir í
Hugræktarhúsinu sem nýlega hefur
flutt aðstöðu sína úr Hafnarstræti
upp í Mosfellssveit. Helga hefur
unnið með Guðrúnu Óladóttur.
Hugræktarhúsið er meðal annars
þekkt fyrir að hafa haldið eitt vin-
sælasta námskeiðið hér á landi í ný-
aldarstílnum. Námskeiðið byggir á
boðskap Michaels sem er samheiti á
„sálnafjölskyldu". Kenningin byggir
á endurholdgun. Það er miðillinn
José Stevens sem hélt þetta nám-
skeið. Lætur nærri að hann komi
hingað til lands einu sinni á ári.
Að meðaltali kostar á milli 8000
og 9000 krónur á námskeið Hug-
ræktarhússins en Helga lætur ekki
mikið yfir innkomunni. „Fólk held-
ur að þetta mali gull en staðreyndin
er allt önnur,“ sagði Helga. Hún
áætlaði veltu Hugræktarhússins
undir einni milljón.
Einnig er til starfsemi sem heitir
Mannræktin að Vesturgötu 16 í um-
sjón Axels Guðmundssonar en ekki
náðist í hann til að fræðast um hana.
í viðtali við Morgunblaðið um síð-
ustu helgi kom fram að reiki, lífs-
mótun, líföndun og Grönn-nám-
skeið eru meðal starfa Mannræktar-
Nýaldarfræöingar eru á kafi i stjörnu-
speki en Gunnlaugur Guömundsson
stjörnuspekingur segist frekar vilja
titla sig fornaldarmann.