Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991
9
Helga Agustsdottir i Hugræktarhusinu hetur boðiö upp a eitt vinsælasta nám-
skeiöið hér á landi í nýaldarfræðum.
HlH
innar. Ekki er vitað annað en að
Axel hafi starf af þessu.
VERSLAÐ MEÐ NÝÖLD
I tengslum við nýaldarhyggjuna
hafa sprottið upp verslanir og vörur
sem beinlínis tengjast henni. Á
Laugavegi 66 er verslunin Betra líf
sem býður upp á vöru þessu tengda.
Auk þess eru teknar niður pantanir
á námskeið. Það er Gudrún Berg-
mann sem rekur þessa verslun.
Guðrún sagðist hafa lifibrauð af
versluninni en hún hefur þar eina
konu sér til aðstoðar. Hún sagðist
ekki treysta sér til að gefa upp veltu-
tölur en að sögn kunnugra þá veltir
UMDEILDIR NÝALDARMENN
Nýtt fyrirtæki á dulræna sviðinu
er Nýr vindur sem er til húsa á
Skólavörðustíg 22 c. Það er Leifur
Leópoldsson sem rekurþað en hann
var áður með Nándar- og næmi-
þjónustuna. Aðferðir hans voru um-
deildar eins og kom fram i grein í
PRESSUNNI á miðju ári 1990. í
kenningum Leifs ber töluvert á end-
urholdgun.
Leifur er sem fyrr umboðsmaður
fyrir John Alten sem hefur komið
nokkuð reglulega hingað til lands.
Alten vinnur með svokallaða „gest-
altþerapíu" á námskeiðum sínum
sem byggist á því að losa um tilfinn-
ingaspennu með snertingu. Alten er
talinn fagmaður en umdeildur sem
slíkur. Námskeið Altens kosta
70.000 krónur.
Leifur hefur sjálfur boðið upp á
námskeið og eru þau með regluleg-
um hætti. Mun helgarnámskeið hjá
honum kosta 15.000 krónur og er þá
gjarnan haldið út úr Reykjavík og er
þá ferðin innifalin.
Annar umdeildur nýaldarmaður
Ljósgeislinn hefur um 600 félagsmenn og rekur öfluga sálarrannsóknastarf-
semi.
slík verslun um 10 milljónum króna.
Guðrún sagðist tvisvar sinnum
hafa staðið fyrir námskeiði með því
að flytja inn menn erlendis frá. Hún
sagðist vera hætt því enda mikill
kostnaður því samfara.
í versluninni er meðal annars
verslað með kristalla og armbönd
sem oft hafa verið tákn nýaldar.
Fyrst og fremst er þó verslað með
bækur þar. Ein önnur verslun er
með slíkar vörur og er það Heilsu-
búðin sf. að Reykjavíkurvegi 62 í
Hafnarfirði. Að sögn Ægis Bessa-
sonar, sem rekur verslunina, þá eru
nýaldarhlutir fyrst og fremst auka-
búgrein. Það er því varlega áætlað
að segja að veltan með nýaldarvör-
ur sé í kringum 15 milljónir króna.
er Friðrik Páll Ásgeirsson sem hefur
titlað sig „dáleiðslumeðferðaraðili".
Friðrik hefur verið til umfjöllunar
hér í PRESSUNNI vegna ásakana á
hendur honum um fúsk. Friðrik er
með endurholdgun i kenningum
sínum og þá hefur hann boðið upp
á heilun. Auk þess hefur hann boðið
upp á dáleiðslunámskeið til að auð-
velda fólki að hætta að reykja. Þá
mun fyrirtækið Lífsafl vera á hans
vegum. Ekki náðist í Friðrik en eftir
því sem næst verður komist hefur
hann lifibrauð af slíkri starfsemi.
Umfang starfsemi þeirra tveggja
hefur verið áætlað í kringum 5 til 10
milljónir.
JÓGA OG NÝÖLD
„Við flokkum okkur ótvírætt með
nýaldarfólki. Munurinn felst fyrst og
fremst í mismunandi aðferðum og
hugmyndum," sagði Álfdís Axels-
dóttir hjá Ananda Marga sem er eitt
afbrigði jóga á íslandi. Um 30 félags-
menn munu vera í samtökunum
sem hafa verið nokkuð öflug hér á
landi um skeið. Félagið stendur fyrir
hugræktarnámskeiðum, rekur
Kornmarkaðinn, matvörufram-
leiðsluna „Fæði fyrir alla“ og leik-
skóla í Skerjafirði. Samkvæmt upp-
lýsingum frá samtökunum má ætla
að um 10 starfsgildi tengist þeim.
Veltan mun vera á milli 15 og 20
milljónir.
Á tveim öðrum stöðum eru jóga:
samtök með skipulega starfsemi. í
Heilsubót við Hátún og í Líkams-
ræktarstöðinni Mætti í Skeifunni.
Að sögn Helgu Mogensen, sem leið-
beinir sem jógi í Mætti, þá starfa þrír
þar. Það kom einnig fram hjá Helgu
að hún taldi ekkert vafamál á því að
hennar starfsemi félli undir það sem
teldist nýöld. Hún sagðist telja að
um 10 stöðugildi féllu undir jóga á
Islandi fyrir utan Ananda Marga.
Gróft á litið mætti því áætla veltuna
í jóga í kringum 25 milljónir.
NÝALDARNUDDARAR
Annar aðili sem taldi sig ótvírætt
hluta af nýaldarheiminum var Rafn
Geirdal nuddari. Hann segist vinna
samkvæmt heildrænni heilsustefnu
og virðist hafa nóg að gera. Hann er
með fjölda fólks í vinnu en starfsemi
Rafns hefur fengið viðurkenningu
heilbrigðisgeirans og fær hann fólk
til meðferðar eftir tilvísunum
lækna. Hann hefur komið nálægt
starfsemi eins og Þrídrangi, Hug-
ræktarhúsinu og Mannræktinni.
Rafn telur sjálfur að það sé fyllilega
réttlætanlegt að fella hann undir ný-
aldargeirann en vildi ekki gefa upp
tölur um umfang sinnar starfsemi.
Fleiri einstaklingar munu hafa
Leifur Leópoldsson er umdeildur í
starfi sinu og er þar að auki umboðs-
maður fyrir umdeildan mann.
lagt fyrir sig nudd í tengslum við ný-
aldarspeki en ekki tókst að hafa
samband við þá. Að því er kunnugir
telja þá má áætla umfang þessarar
starfsemi í kringum 20 milljónir
króna.
STJÖRNUSPEKI OG FORNÖLD
„Eg tel að eiginlega sé varla hægt
að flokka okkur með nýöld — nær
væri að ræða um fornöld í því sam-
bandi," sagði Gunnlaugur Guö-
mundsson sem rekur Stjörnuspeki-
stöðina í Aðalstræti 9. Gunnlaugur
býður þar upp á námskeið, gerð
stjörnukorta auk þess sem hann sel-
ur bækur því tengt. Bráðlega heldur
Gunnlaugur upp á 10 ára starfsaf-
mæli sem stjörnuspekingur en hann
segir að það sé einmitt áberandi á
þessum vettvangi hve fáir endist
lengi til að starfa við þetta. Taldi
hann að það stafaði af því hve tekj-
urnar væru stopular og starfið slít-
andi.
Ekki eru margir starfandi við
stjörnuspeki en í heilsuhúsinu Betra
lífi er boðið upp á kort auk þess sem
íris Jónsdóttir hefur unnið að gerð
stjörnukorta í hlutastarfi. Hún var til
skamms tíma með starfsemi á
Grensásvegi. Iris sagðist hafa ætlað
að gera þetta að aðalstarfi sínu en
Rafn Geirdal nuddari hefur fært ný-
öldina inn í heilbrigóiskerfiö.
lent í bílslysi fyrir ári og orðið að
fresta því. Eitthvað mun vera um að
unnin séu stjörnukort fyrir fólk hér
og þar en ómögulegt er að áætla
umfang þess.
Erfitt er að meta veltuna í þessum
geira en að sögn kunnugra lætur
nærri að hún sé nálægt 3 milljónum
króna.
Á MÖRKUM NÝALDAR
Það er áberandi að margvísleg
starfsemi er að færast nær nýaldar-
hyggju. Áður var getið um hvernig
Rafn Geirdal nuddari hefur fengið
viðurkenningu hins opinbera
heilsukerfis fyrir starfsemi sína.
Nokkrir sálfræðingar eru með starf-
semi sem nýaldarfólk telur nálægt
sínu sviði.
Einnig hafa verið nefnd dæmi um
ýmsa aðila sem ótvírætt tengjast ný-
öld. Garðar Garðarsson er til dæmis
slíkur aðili en hann er með hugefli
og er meðal annars vísað til hans úr
versluninni Betra lífi. Hann kennir
svokallaða N.L.P. samskiptatækni
hjá Stjórnunarfélaginu en N.L.P.
stendur fyrir Neuro Lingustic Pro-
gramming. Einnig er hann með
sjálfstæð námskeið þar sem hann
kennir fólki að hætta að reykja og
megra sig. Garðar heldur 6 til 8 sjálf-
stæð námskeið á ári og kostar 9000
krónur á þau og eru 10 til 12 manns
í hvert skipti þar. Hann starfar við
þetta í hlutastarfi.
Sigurður Már Jónsson
||
■ ú munu stuðningsmenn
Davíðs Oddssonar vera farnir að
halda nafni Björns Bjarnasonar
aftur á lofti varðandi
varaformannskjör,
þrátt fyrir yfirlýsing-
ar um að æskilegt sé
að varaformaður
komi af landsbyggð-
inni. Björn skipar
þriðja sætið á lista
flokksins í Reykjavík og eru stuðn-
ingsmenn hans og Davíðs sagðir til
í að veita Birni stuðning í varafor-
manninn, burtséð frá þvi hvort Dav-
ið nái kosningu sem formaður . . .
s
^^öngvarar Operusmiðjunnar
kvarta nú hástöfum yfir því að ís-
lenska óperan hafi hafnað beiðni
um afnot af húsnæði sínu undir
Mozart-dagskrá. En það eru fleiri
sem eru óánægðir með Islensku
óperuna. Um nokkurt skeið hefur
Félag íslenskra leikmyndateiknara
átt í útistöðum við ÍÓ vegna „inn-
flutnings" á erlendum leikmynda-
og búningateiknurum. Messíana
Tómasdóttir og fleiri í stjórn FÍL
gagnrýna það, að ÍÓ velji til landsins
dýra teiknara á borð við Alexand-
er Vasiliev ár eftir ár, en gefi inn-
lendum teiknurum fá tækifæri. Bent
er á að útlendingarnir sérhæfi sig í
annars vegar leikmyndum og hins
vegar búningum, en hinir íslensku
taki að sér hvort tveggja .. .
litt í hörðum formannsslag í
Sjálfstæðisflokknum gera menn létt
grín og segja að leiðin til að vingast
við Þorstein og Dav-
íð sé að velja sér rétt
kvonfang. Þannig er
að kosningastjórar
Davíðs og Þorsteins,
þeir Friðrik Frið-
riksson og Víg-
lundur Þorsteins-
son, hafa báðir haft sterk tengsl við
konur á sama vinnustað. Víglundur
er fyrrverandi eiginmaður Sigur-
veigar Jónsdóttur fréttastjóra
Stöðvar 2 og Friðrik er kvæntur El-
ínu Hirst fréttamanni á Stöð 2 . . .
lEftir að Davíð Oddsson til-
kynnti formlega að hann hygðist
gefa kost á sér sem formaður í Sjálf-
stæðisflokknum sást
til hans á löngum
fundi í Morgunblaðs-
húsinu. Kádiljákur
borgarstjórans mun
hafa beðið hans í
þrjá klukkutíma í
portinu bak við hús-
ið, á meðan hann „skriftaði" fyrir
þeim Matthíasi Johannessen og
Styrmi Gunnarssyni ritstjór-
um . . .
D
■UPorgarstjórnarflokkur sjálf-
stæðismanna er sagður standa ein-
huga að baki Davíð Oddssyni í for-
mannskjörinu, enda verður það
Davíð sem velur eftirmann sinn úr
þeirra röðum komi það til að hann
láti af starfi borgarstjóra. Hingað til
hefur verið álitið að Árni Sigfús-
son kæmi helst til greina, en nú
heyrist að ekki ríki um það nægi-
lega góð samstaða. Sagt er að enn
hafi ekki gróið um heilt siðan í próf-
kjöri flokksins, þar sem Árni eignað-
ist óvildarmenn sem eiga erfitt með
að gleyma ...