Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 13

Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991 13 Sendibílstjórar í verðstríði LÖGREGLAN BANNABI LÆKKUN Á 6JALBSKBÁ Lögreglustjóraembœttið í Reykjavík hefur gripiö til lög- regluaðgerða til að koma í veg fyrir að sendibílstjórar innan sendibílstjórafélagsins Afls selji þjónustu sína á lœgri taxta en sendibílstjórar í félaginu Trausta. í þessu felst að félagar í Afli megi ekki selja þjónustu sína undir hámarkstaxta. Fyrir þremur mánuðum Meint tap bankanna á ávísanakerfinu Fitt-tekjur bankanna 600 lil 050 milljnnir Varlega áœtlað nemur end- urkrafinn kostnaður banka- kerfisins vegna innstœöu- lausra ávísana um 600 til 850 milljónum króna. Er þá mið- að við að 5 til 7 prósent ávís- ana reynist innstœðulausar, lendi á svo kölluðu ,,fitt“. Á síðasta ári nam heildar- velta tékka um eitt þúsund og tvö hundruö milljörðum króna, sem dreifðust á 28,5 milljónir tékka. Fyrir hvern tékka á „fitt“ tekur banka- kerfið 400 til 490 krónur og sérstaka vexti að auki. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir PRESSUNNAR fengust engin svör um heildarupphæð end- urkrafins kostnaðar vegna innistæðulausra ávísana né hversu hátt hlutfall þeirra lenti á „fitt“. Yfirmaður tékkareikningadeildar eins viðskiptabankanna taldi að þetta hlutfall gæti verið á bil- inu 5 til 10 prósent. Ef gert er ráð fyrir því að 5 til 7 prósent tékka fari á „fitt“ tekur bankakerfið til sín í kostnað 600 til 850 milljónir króna. í skýrslu bankaeftirlitsins fyrir árið 1989 hljóðar liðurinn „endurkrafinn kostnaður" upp á um 1,8 milljarð króna að núvirði. Almennir tékka- reikningar bera að auki ein- ungis 1 eða 5 prósent vexti. Bankakerfið hagnast á þess- um lágu vöxtum, en slíkar vaxtatekjur eru ekki sér- greindar í reikningum þess og engar upplýsingar um þ'ær að fá. Miðað við hina geysi- miklu veltu á tékkareikning- um hljóta vaxtatekjurnar að vera umtalsverðar. Á nýhaldinni ráðstefnu um banka á breytingartímum greindi Geir Magnússon bankastjóri Samvinnubank- ans frá því að kostnaður bankakerfisins vegna ávís- ana væri 1.250 milljónir króna, en tekjur af sölu tékk- hefta um 250 milljónir og tap bankakerfisins vegna ávís- anakerfisins því um milljarð- ur. í dæmi Geirs var hins veg- ar ekkert tillit tekið til endur- krafins kostnaðar né hagnað- ar bankakerfisins af lágum vöxtum tékkareikninga. TOGARARNIR ERU HÆTTULEGASTIR Fram hefur komiö að tvö- falt fleiri slys verða á togara- sjómönnum en starfsbrœðr- um þeirra sem starfa við ann- arskonar veiðar. Siglingamálastofnun hefur hafið nákvæma skráningu á slysum til sjós og við hvaða aðstæður flest slysin verða. Fram kom að mesta hættan er um borð í togurum. var heimiluð 2,4 prósent hækkun, sem Afl nýtti sér ekki. Undanfarið hefur staðið yfir styr um heimilaða 4 pró- sent hækkun á taxta þjónustu sendibílstjóra til viðbótar. Fé- lagar í Trausta munu hafa hækkað alla þjónustu sína í bæði skiptin en félagar í Afli vilja sleppa áfram fyrri hækk- uninni en taka þeirri síðari. Fyrir liggur heimild Verðlags- stofnunar fyrir þessari beiðni Afls. Nú hefur embætti lögreglu- stjóra gripið inn í þessa deilu með fyrirskipun til þeirra þriggja aðila sem sjá um breytingar á gjaldmælum, Nesradíó, Radíóbæjar og Rad- íóþjónustunnar. Sturla Þórð- arson fulltrúi lögreglustjóra Fulltrúi Böðvars Bragasonar lögreglustjóra hefur lagt bann á aö gjald sendibílstjóra í Afli sé lægra en hjá félögum t Trausta. Allir skuli aka um á hámarkstaxta, en leyft er aö veita afslátt. hefur bannað þessum aðilum að breyta gjaldmælum Afls- manna öðruvísi en til sam- ræmis við gjald Trausta- manna. Þeim boðum hefur verið komið til Afls að þeir megi ekki hafa taxta sína lægri, en þeim sé-velkomið að veita viðskiptavinum sín- um afslátt. Þessi boðskapur hefur umbeðið ekki fengist skriflegur. Telur Afl óhagræði felast í afsláttarleiðinni. Aðspurður sagði Sigurður Sigurjónsson stöðvarstjóri 3x67, þar sem félagar í Afli starfa, að hann teldi fráleitt að lögreglan væri notuð til að þvinga upp verðlag í landinu. „Við munum í lengstu lög reyna að bjóða okkar við- skiptavinum gjald undir há- markstaxta," sagði Sigurður. Ríkissaksóknari ákærir ekki Gallerí Born Ríkissaksóknari hefur komist að þeirri niðurstöðu að af ákœruvaldsins hálfu sé eftir atvikum ekkiþörfá frek- ari aðgerðum vegna rann- sóknar á meintum svikum Gallerís Borgar. Rannsóknin fór fram að tilhlutan Starfs- launasjóðs myndlistar- manna. Stjórn sjóðsins kærði Gall- erí Borg vegna gruns um að það eða framkvæmdastjóri þess, Ulfar Þormóðsson, gerðu ekki skil á sérstöku 10 prósent fylgiréttargjaldi af söluverði málverka. RLR sendi ríkissaksóknara niður- stöður rannsóknar sinnar 6. febrúar og fyrir nokkrum dögum úrskurðaði embættið að ekki væri þörf á frekari að- gerðum. Þórunn Hafstein, formaður stjórnar sjóðsins, kvaðst ekki hafa fengið svar við beiðni stjórnarinnar um þetta efni. „Við fórum fram á opinbera rannsókn vegna þess að við höfðum að okkar mati óyggj- andi gögn um að skil Gallerís Borgar á gjöldum til sjóðsins væru ekki viðunandi. En ef rétt er að ríkissaksóknari hafi komist að þessari niðurstöðu, er það þá nokkuð annað en hið besta mál? Hins vegar stendur eftir það mat sjóðs- stjórnarinnar að það þurfi að taka til endurskoðunar reglur um framkvæmd listmuna- uppboða. Við höfum þegar hreyft slíku óformlega við viðskiptaráðuneytið. Miðað við hvernig uppboð fara fram erlendis teljum við eðlilegt að koma betri skikk á fram- kvæmd uppboðanna hér á landi,” sagði Þórunn. „Hann er kannski ískyggilega heilsteypt- ur. Hann er einþykkur en gefur sér góðan tíma fyrir hlutina“, sagði Arni Ibsen.,, Mér finnst hann svolítið sviplaus karakter," sagði ónafngreindur leikari. „Prúðmennska og hógvær framkoma Stefáns getur villt á honum heimildir svo að fólk heldur að það sé að eiga við lamb í stað þess ljóns sem hann er,“ sagði Signý Pálsdóttir. „Hann gefur sér oft fullgóðan tíma í að komast að niður- stöðu,“ sagði Þorsteinn Gunnarsson leikari. „Hann er mjög seinn til verka“, sagði ónafn- greindur leikari. „í augnablikinu blindast ég af þeirri neikvæðu reynsiu af honum er ég varð fyrir í síðustu viku. Mér finnst það undarlega tilfinningalaust viðhorf að láta fólk fara í massavís án skýringa," sagði Benedikt Árnason leikari. „Hann er hæglátur og jafnlyndur og er það bæði kostur og galli,“ sagði Kjartan Ragnarsson leikari. Stefán Baldursson, nýr þjóöleikhússtjóri, var í fréttum í vikunni vegna ákvöröunar hans um aÖ segja upp nokkrum fastráönum starfsmönnum Þjóöleikhússins. „Sem leikstjóri leggur Stefán áherslu á skarp- an og trúverðugan leik. Hann er ekki ginnkeypt- ur fyrir leikhúsbrellum, akademískur í viðhorf- um sínum og er ávallt tilbúinn að ræða málin hlutlægt," sagði Þorsteinn Gunnarsson leik- ari hjá Borgarleikhúsinu. „Hann umgengst fólk af virðingu og skilningi, er viljafastur og ör- uggur stjórnandi," sagði Signý Pálsdóttir leik- húsritari Þjóðleikhússins. „Ég held að hann sé óskaplega heilsteyptur maður. Það kemur mér á óvart hvað hann er harður af sér þessa dagana," sagði Árni Ibsen leiklistarráðu- nautur. „Stefán er framúrskarandi leikstjóri og listamaður með víðtæka þekkingu og reynslu af leikhúsi bæði heima og erlendis" sagði Signý Pálsdóttir. „Stefán hefur mjög góða yfirsýn yfir leikhúsmál almennt og fylgist grannt með straumum og stefnum," sagði Þorsteinn Gunn- ,arsson. „Hann er víðlesinn og hefur sennilega fylgst vel með í leikhúsmálum erlendis," sagði Benedikt Árnason leikari. „Ég álít að Stefán sé manna líklegastur til að gera skemmtilega hluti í Þjóðleikhúsinu," sagði Kjartan Ragnars- son leikari. Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri UNDIR ÖXINNI Albort Guð- mundsson sendiherra — Þú hefur oftlega verið með yfirlýsingar um íslensk stjórnmál eftir að þú tókst við embætti sendiherra, núna síðast um fram- boðsmál þeirra Dav- íðs og Þorsteins... „ÞaÖ kemur íslensk- um stjórnmálum ekk- ert við hvað menn hugsa eða segja um þann félagsskap sem þeir tilheyra hverju sinni. Þó að ég sé sjálf- ur í vafa hvort ég sé i Sjálfstæðisflokknum eða ekki erþað flokkur út af fyrir sig. Það hef- ur aldrei verið farið fram á það við mig að ég afsalaði mér mál- frelsi eða skoðana- frelsi." — Hefur utanríkis- ráðuneytið ekki sýnt þór gula spjaldið? „Þetta eru ekki utan- ríkismál sem ég er að fjalla um þarna og ut- anríkisráðuneytið hef- ur að sjálfsögðu ekki skipt sér neitt af því. Enda leyfir stjórnar- skráin það ekki. Af hverju er spurt?" — Hvers vegna læt- ur þú álit þitt svo óspart í Ijós? „Það hefur akkúrat ekkert mátt gerast í ís- lenskum stjórnmálum án þess að nafn mitt kæmi þar einhvers staðar inn í. En hitt er annað mál að ég hef eins og allir aðrir ís- lendingar fullt hugs- ana- og málfrelsi." — Finnst þér við hæfi að diplómat sé að skipta sér af stjórnmálum í sinu heimalandi? „Þetta er innan- flokksmál sem um er að ræða og snertir ekki stjórnmál út á við. Þetta kemur utanríkis- málum ekkert við." — Ertu kannski ekki hættur afskipt- um af stjórnmálum? „Ég hef mínar skoð- anir og það er alveg sama hvar íslendingar eru staddir í heimin- um. Þeir hafa sitt mál- frelsi, skoðanafrelsi og fullt félagafrelsi. Er ekki hugsana- og skoðanafrelsi ennþá samkvæmt stjórnar- skránni? Hefur henni nokkuð verið breytt? Það eru engar reglur sem taka af diplómöt- um þetta frelsi. Albert Gudmundsson sendiherra * / París hefur lýst yfir studningi við Þorstein Pálsson í formanns- slagnum í Sjálfstæðisflokknum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.