Pressan


Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 16

Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 16
16 FIMMTUDAGUR PRESSAN 7. MARS 1991 Dannaður piparsveinn sem trúir á ástina Spjall á kaffihúsi við Sævar Jónsson, vamarmanninn sókndjarfa og piparsveininn eftirsótta Ég bíð ekki eftir neinu. Lífið býður upp á það sem kemur upp á borðið. „Hver er þessi maður? Er hann frægur?“ hvíslar veitingamaðurinn í eyrað á mér. „Þetta er Sævar Jóns- son,“ svara ég þó Sævar sé ekki nema um metra frá mér og hafi sjálfsagt heyrt hvað veitingamaðurinn sagði. Þetta er svipað og þegar tilvonandi tengda- mamma spyr dóttur sína að því hvort hann vilji syk- ur þó hann sitji við hliðina á dótturinni. Eg stilli mijj samt um að segja mannin- um að spyrja Sævar sjáif- an. „Nú já. Þessi með Val,“ segir veitingamaðurinn og íer aftur inn á kontór að yf- irfara reikninga. Veitingamaðurinn passar ágætlega við þá mynd sem Sævar gefur af íslendingum því að sjálfsögðu töluðum við um þá. „Þegar ég er erlendis greini ég íslendinga úr á löngu færi,“ segir Sævar, sem spilaði í fjögur og hálft ár með liðum í Belgíu, Noregi og Sviss. ÓKURTEISIR EN TÖFF Hvernig? „Mér finnst þeir ódannaðir. Þeir eru upp til hópa mjög dónalegir. Eg varð sjokkerað- ur þegar ég kom hingað frá Sviss. Svisslendingar eru ofsalega kurteisir og kannski má eitthvað á milli vera. En þeir opna þó fyrir manni hurðir.“ Hvers vegna eru Islending- ar svona ódannaöir? „Ja, ætli það sé ekki af því að við erum hálfgerðir sveita- menn ennþá. Það er stutt síð- an að við komum út úr mold- arkofunum." Erum vid ekkert ad mann- ast? „Nei, ég held ekki, því mið- ur. Þegar ég fer á veitingahús eða í bíó þá býst ég alltaf við því að vera troðinn undir. Fólk treðst og ryðst yfir allt sem fyrir er.“ Ef þetta er gallinn vid okk- ur, hver er þá helsti kostur- inn? „Það sem íslendingar hafa umfram aðra er að við erum töff og harðir. Við erum ekk- ert að væla þó eitthvað bjáti á. Ég þekki helling af útlend- ingum sem mega ekki fá venjulega flensu án þess að það sé eins og himinn og jörð séu að farast. Við eigum það ekki til að vorkenna sjálfum okkur svona. Og ætli ástæð- an fyrir því sé ekki sú sama og fyrir ókurteisinni. Við er- um svo nýkomin úr moldar- kofunum." AÐ SLAPPA AF OG LEYFA SÉR AÐ VERA KONA Sœvar var einn af flottustu piparsveinum landsins í síð- ustu PRESSU og í raun sá al- flottasti því flestallar af þeim konum sem adstoðuðu okkur við valið nefndu Sœvar. Þœr sögðu hann karlmannlegan, stórarTog yndislegan. Það er því ekki hœgt annað en spyrja hann um íslenskt kvenfólk í framhaldinu aflýs- ingunni á göllum okkar ís- lendinga. „Mér finnst yfir höfuð lítill klassi yfir íslenskum konum. Þær kunna síðan sjálfsagt sömu sögu að segja af íslensk- um körlum." Er svona stutt í sveitakon- una í íslensku konunum? „Já, mér finnst þær ekki spila sig nógu stórt. Ætli þær séu ekki líka uppteknari af að hugsa um hag sinn en að vera konur. Það er alltaf verið að tala um kvenréttindi þó það sé kannski aðeins á undan- haldi. Konur eiga það því til að vera frekar að verja rétt sinn í stað þess að slappa af og vera þær sjálfar, vera bara konur. Það á að sjálfsögðu ekki að troða á neinum og ég er ekki að tala um það. En konurnar eru alltof upptekn- ar af að passa sitt. En þrátt fyrir þetta þá eru vissulega margar íslenskar konur stór- glæsilegar og sjarmerandi." PIPARSVEINNINN TRÚIR Á ÁSTINA Þú sagðir áðan að gallinn við íslendinga vœri að þeir vœru ókurteisir en kosturinn að þeir vœru töff. Helst þetta ekki í hendur? Sá sem er óvœginn við sjálfan sig getur verið tillitslaus við aðra. „Ég held að við séum mikl- ar tilfinningaverur þó við sé- um svona töff. Við erum töff útávið en þegar við kryfjum okkur sjálfa þá erum við ekki svo ýkja töff. En mér finnst menn, og þá á ég við karl- menn, vera farnir að þora að tala um tilfinningamál sín, miklu meira en á árum áður.“ Er þaö ekki einmitt sérstak- lega erfitt og töff fyrir karl- menn að tala um tilfinningar sínar? Var þetta ekki léttara í gamla daga? „Nei, mér finnst það ekki. 'Mér finnst að menn komi mikið betur fram og séu frek- ar þeir sjálfir. Og sannleikur særir yfirleitt ekki.“ Hvers vegna œtli karlmenn hafi allt í einu tekið upp á því að rœöa um tilfinningar sín- ar? Ekki tóku þeir þetta upp hjá sjálfum sér? „Nei, þeir hafa örugglega ekki gert það. Það er dálítið erfitt að segja. Kannski er það vegna þess að það er svo mik- ið um skilnaði að fólk verður að fara að tala hreint út.“ Er þetta ekki öfugt? Fór fólk ekki að skilja fyrir alvöru þegar það fórað rœða tilfinn- ingarnar? „Nei, það held ég ekki. Ég held að ef fólk kemur fram af hreinleika hvort við annað þá hljóti það að vera til góðs.“ Svo aðal-piparsveinninn í bœnum trúir á að það sé hœgt að rœkta samband þannig að það vari? „Jájá, ég geri það.“ Og þú bíður kannski eftir því? „Nei, ég bíð ekki eftir neinu. Lífið býður upp á það sem kemur upp á borðið." KJAFTASÖGUR Svona heldur samtalið áfram. Ef konur sœkjast eftir karlmönnum sem geta talað eðlilega um sjálfa sig þá er kannski engin furða þó þœr sjái eitthvað við Sœvar. Hann bað reyndar griða í upphafi samtalsins og sagðist ekki vilja tala um of persónulega hluti. Það er teygjanlegt hug- tak en ég kemst að því hvar strekkist á teygjunni þegar ég spyr Sœvar hvort það sé ekki rétt að fyrrverandi kona hans búi með fyrrum félaga hans hjá FC Brugge. Honum er auðsjánlega ekki vel við það og skýringin kemur þegar hann segir: „Það hafa verið allskonar kjaftásögur í gangi.“ Hverjar? „Hún á að hafa verið byrj- uð með honum áður en við skildum og fleira í þeim dúr. Það er leiðinlegt að vita af svona sögum sem eru ekki réttar.“ Átt þú ekki eðli málsins samkvæmt að vera sá síðasti sem fengir að vita ef sagan vœri rétt? „Ætli það sé ekki of langt um liðið til þess. Alla vega veit ég að þetta er ekki rétt." Svona er fámennið á ís- landi. Menn fá að burðast með gamlar kjaftasögur ótrúlega lengi og rekast víða á þœr. Það er auðséð á Sœv- ariað hann er þreytturá þess- ari. KOSTIR OG GALLAR ÞESS AÐ BÚA EINN En nú býr hann einn utan hvað sjö ára sonur hans kem- ur til hans í skólafríum. Sá fœddist úti í Belgíu, bjó um tíma í Noregi og hefur víða flœkst. „Það hefur verið mikið rót á honum en nú er að hann settlast," segir Sævar. Er það ekki bara hollt fyrir börn að flœkjast aðeins um spyr ég til að reyna að spyrja ekki um það auðsœja. „Ekki of mikið. Það er hollt að vissu leyti en börn þurfa að finna öryggi; eiga ein- hvern fastan punkt og eiga sömu vini. Of mikið rót fer ekki vel með börn." Þegar þú varst að tala um íslendinga nefndir þú fyrst gallana. Því spyr ég fyrst um gallana við það að búa einn: „Það er oft ágætt að hafa einhvern til að kúra hjá sér. Það er ákveðinn galli að hafa það ekki alltaf. Og jafnframt kostur að vera stundum laus við þenn- an einhvern . . . „Já, það eru kostir og gallir í þessu öllu. Stærsti kosturinn er náttúrlega sá að þurfa ekki að taka tillit til neins nema sjálfs sín — alla vega oftast nær. Að gera bara nákvæm- lega það sem mann langar til að gera. Stærsti gallinn er sá að maður fær ekki þá hlýju sem maður þarf og sem allir þurfa. Það vantar líka ákveð- inn stöðugleika sem kemur þegar fólk býr saman. Sveifl- urnar jafnast út. Svo fylgir því ákveðið aðhald að búa með annarri manneskju." Verðurðu einhvern tímann óstjórnlega einmana? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef svo ofsalega mikið að gera, er á æfimjum og vinn allan daginn. Eg má hreint ekki vera að því. En ef það kæmi fyrir mig þá á ég fáa vini en mjög góða að leita til.“ Á SKEMMTISTÖÐUNUM ÁN ÞESS AÐ EIGA í ERFIÐLEIKUM Sœvar segir í framhaldinu að í raun þyrfti það að vera dálítið sérstök manneskja sem gœti búið með honum. Hann vinnur allan daginn í heildsölunni sinni, eráæfing- um tvo tíma á dag, keppir um allar helgar yfir sumartím- ann og þar fyrir utan geti hann ekki farið út á meðal fólks án þess að menn vindi sér að honum og vilji fara að tala um fótbolta. Honum fannst gaman að því á árum áður þegar hann hugsaði um fótbolta tuttugu og fjóra tíma á sólarhring en ekki eins i seinni tíð. Og talandi um skemmti- staði. Þú ferð dálítið mikið út á lífið: „Ég er mikið á skemmti- stöðum en ég get ekki sagt að ég sé einhver fastagestur á stöðunum. Ég tel að ég kunni að skemmta mér. Fólk leggur hins vegar oft saman tvo og tvo. Ef ég er að skemmta mér þá telur það að ég sé fullur og eigi í einhverjum vandræð- um. En ég er félagsvera og mér þykir gott að vera innan um fólk. En ég hef líka þörf fyrir að vera einn og er oft einn. Þetta er hluti af þessu lífi. Ég er ekki að segja að maður eigi að vera úti á hverju kvöldi. En auðvitað kemur sá tími að maður vill fá útrás og vera alltaf að djamma en ég fæ líka alveg nóg af þessu á milli. Þá vil ég bara vera einn heirna." Er ekki dálítið þreytandi og einhœft að vera mikið úti á skemmtistöðum í Reykjavík? „Það er það í sjálfu sér en það hefur skánað dálítið. En samt vantar alvöru stemmn- ingu. Sjáðu til dæmis þetta kaffihús (við erum staddir á Café Mtlanó). Þetta er í sjálfu sér fínt og allt það en það er enginn karakter í þessu. Ég sakna þess erlendis frá að þar á ég mína staði þar sem ég get sest niður með blað og horft á mannlífið. Það er smásnefill af þessu á Myll- unni í Kringlunni en það vantar samt mikið." ALLT NEMA KR Svo tölum við um meira; hvað unga fólkið er orðið eitt- hvað svo miklu djarfara og kaldara en nokkur hefði get- að látið hvarfla að sér fyrir fáeinum árum, um áhuga Sœvars fyrir gömlum glœsi- bílum, Ferrari og Jaguar, drauminn um einn slíkan og hann á að rœtast. Og svo náttúrlega um fótbolta. Um hvað það getur verið óhugn- anlega breitt bil á milli þess að vera efnilegur og góður og hvað margir klikka á því að komast yfir þá gjá. Sœvar segir að þar ráði karakterinn mestu. Og við rœðum um at- vinnuknattspyrnuna og greiðslur til leikmanna á Is- landi. Þœr eru sjálfsagðar segir Sœvar en segir jafn- framt að deildin sjálf geti aldrei staðið undir þessum greiðslum. Það mœti alltoffá- ir áhorfendur á leikina. Það muni því verða fjársterkir stuðningsmenn liðanna sem boriji brúsann. Eg spyr hann ekki hvað hann hafi í laun. En sem KR-ingur spyr ég hann hvort það vœrihœgt að fá hann yfir í KR gegn sann- gjarnri greiðslu: „Væri hægt,“ endurtekur hann og hugsar sig um. „Nei, ekki í KR,“ svarar hann og hlær. Gunnar Smári Egilsson

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.