Pressan - 07.03.1991, Blaðsíða 21
típdS
21
LISTAPÓSTURINN
Nær-
sýni
Kristín Jóhannes-
dóttir kvikmynda-
leikstjóri svarar fyrir
sig vegna harörar
gagnrýni á listkynn-
ingarbœkling
menntamála-
ráðuneytisins.
Hlín Agnarsdóttir leikstjórí
ritar athyglisverða grein í
Morgunblaðið þann tuttug-
asta og sjöunda febrúar síð-
astliðinn. Hlín kallar greinina
Nokkrar athugasemdir við
opinbert menningarplagg.
Hlín deilir þar hart á listkynn-
ingarbœkling menntamála-
ráðuneytisins um leikhús,
ballett og kvikmyndir sem
œtlaöur er útlendingum. í
spjalli við Listapóstinn kallar
Kristín ummœli Hlínar nœr-
sýni og dómgreindarleysi.
Það eru Sveinn Einarsson
fyrrv. þjóðleikhússtjóri og
Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri sem skrifa
um leikhús og kvikmyndir og
þykir Hlín sem þau séu mjög
hlutdræg í skrifum sínum og
eyði umtalsverðu púðri í að
básúna ágæti eigin verka á
kostnað raunhæfrar umfjöll-
unar. Kristín Jóhannesdóttir
kvikmyndaleikstjóri sagði í
samtali við Listapóstinn að
henni þættu skrif Hlínar bera
vott um nærsýni og dóm-
greindarleysi.
„Ég hef því miður ekki les-
ið greinina og á því bágt með
að svara. Ég hef hinsvegar
heyrt útundan mér um hvað
hún snýst og finnst það eins
og hvert annað þvaður. Þessi
bæklingur var skrifaður fyrir
útlendinga og var áherslan
því á sérstöðu ísjenskrar
kvikmyndagerðar. í beinu
framhaldi af því vann ég í um-
fjöllun minni út frá spurning-
unni: Að hvaða leyti birtist
lega okkar í heiminum og
tengsl okkar við náttúruöflin
í íslenskum kvikmyndum? Ég
þræddi því hverja einustu
mynd sem gerð hefur verið
síðustu tíu árin. Mynd mín Á
hjara veraldar var að sjálf-
sögðu með í þeirri umfjöllun
og vitnaði ég þá til þess sem
aðrir hafa sagt og hefur birst
opinberlega."
Hefði verið eðlilegra að
þínu áliti að menntamála-
ráðuneytið leitaði til fræði-
manna í viðkomandi grein-
um sem eru óháðir listsköp-
uninni sem slíkri?
„Ég er með fyrrihluta dokt-
orsprófs í kvikmyndafræðum
og tel mig því hafa það fræði-
mannsnafn sem þarf, án þess
að ég sé að upphefja mig þá
er það nú einu sinni stað-
reynd. Við erum bara tvö á
landinu með þessa menntun,
það er ég og Viðar Víkings-
son. Ég hef ekki hugsað mér
að fórna fagmannlegum
skrifum í klærnar á leik-
mönnum þó að Hlín Agnars-
dóttur finnist það eðlilegra,
enda get ég ekki skilið þá af-
stöðu Hlínar að listamenn
geti ekki fjallað um verk í
heild. Mér finnst eðlilegt að
spyrja Hlín Agnarsdóttur af
hverju í ósköpunum hún sé
að skrifa um leikhús? Hún er
jú sjálf leikhúsmanneskja. Ég
vísa þessu því aftur til föður-
húsanna."
Sögumenn leikritsins. Talið frá vinstri: Sólveig Arnarsdóttir,
Hildur Hjörleifsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Sigríður Hagalín
Björnsdóttir.
áhrif á mig,“ segir Viðar „Mér
hefur síðan þá þótt mjög
vænt um verkið og þessi til-
finning fyrir verkinu hjálpaði
mér mikið við uppsetning-
una núna.“
Leikfélagið Herranótt er
elsta starfandi leikfélag á
landinu en starf þess má rekja
aftur til Skálholtsskóla. Alls
lögðu um 60 nemendur hönd
á plóginn við uppsetningu
sýningarinnar núna en leik-
arar eru 28 og fara þeir með
hlutverk um 80 persóna. Um
búninga sá Írís Ólöf Sigur-
jónsdóttir en leikmyndina
hannaði Ingibjörg Sveins-
dóttir sem er nemandi við
skólann.
,,Fólk hugsar um rauða lit-
inn sem hœttulegan og bylt-
ingarkenndan en minn rauði
litur er hinsvegar keyptur í
vestrœnum stórmarkaði,"
segir Wu Zhansuan en hann
sýnir á Laugavegi 22.
„Ég er ekki sekur um neitt
vegna þess að ég kaupi rauða
litinn en bý hann ekki til sjálf-
ur. Þetta er því ágætis kostur
fyrir mig, það er mjög mikil-
vægt að þetta komi fram. Það
er Red Humour Company
sem heldur sýninguna. Það
er alþjóðlegt rautt fyrirtæki.
Stefna okkar er að klára upp
rauða litinn í veröldinni og
fyrirtæki mitt hefur marga
rauða fyndna blaðamenn á
sínum snærum eins og til
dæmis George Bush.“
Wu vill ekki ræða um list af
neinu tagi hvorki sína né ann-
arra:
„Ef þú vilt ræða hugmyndir
mínar um list talaðu þá við
umboðsmann minn,“ segir
hann og bendir upp í loftið.
„Ef þú vilt vita eitthvað um
Coca Cola þá ættirðu ekki að
snúa þér til forstjórans heldur
fólksins sem úðar því í sig alla
daga. Það sama er uppi á ten-
ingnum ef á að ræða list.“
Sýning Wus er sölusýning
og metrinn kostar 5000 en
kílómetrinn hálfa milljón.
Wu er kínverskur og er
heimilisfastur í borginni Ding
Hi suður af Shanghai.
„Bærinn minn er ekki
ósvipaður íslandi. Þar búa
um 200.000 manns og lifa á
fiski og hugsa í fiski. Það er
svo margt líkt með íslenskum
listamönnum og kínverskum.
Þeir éta þrisvar á dag og gifta
sig í flestum tilfellum. En list
fyrirtækisins er alþjóðleg.
Þessi sýning núna er síðan til-
einkuð vini mínum Kára
Schram og fjölskyldu hans
hér á íslandi."
Wu nam við kennaradeild
Listaakademíunnar í Zheji-
ang 1983—86. Kom til íslands
1990 og mun kenna við
Myndlista- og handíðaskól-
ann í apríl. Hann hefur áður
verið á íslandi og sýndi þá í
Hlaðvarpanum 1987. Wu hef-
ur auk þess haldið einkasýn-
ingar í Þýskalandi, Tókíó og
Beijing. Sýningin á 22 er opin
til tuttugasta og annars mars.
Draumar, órar
og martraöir
Leikrit eftir Dylan Thomas hjá Herranótt
„Að öllu öðru ólöstuðu er
leiksýning sem þessi kannski
það sem skilar krökkunum
bestu minningunum frá
skólastarfinu," segir Viðar
Eggertsson leikstjóri, en
hann leikstýrir leikritinu Hjá
Mjólkurskógi sem Herranótt,
leikfélag Menntaskólans í
Reykjavík, frumsýnir á
mánudaginn.
„Nemendur fá þarna kær-
komna hvíld frá skólabókun-
um auk þess að læra að stilla
saman krafta sína. Þeir þurfa
að setja sig inn í hugsanir og
tilfinningalíf ólíkra einstak-
linga og það opnar hug þeirra
og gerir þá að víðsýnni
manneskjum."
Verkið Hjá Mjólkurskógi er
eftir velska skáldið Dylan
Thomas. Dylan Thomas varð
þekktastur fyrir Ijóðagerð
sína en leikrit hans njóta
einnig hylli. Leikritið Hjá
Mjólkurskógi er skrifað fyrir
raddir og var það fyrsta sinn-
ar tegundar. I því er enginn
venjulegur söguþráður held-
ur er áhorfandinn Ieiddur inn
í hversdagsieika fólks í venju-
legu velsku smáþorpi. Tími
leikritsins er einn sólarhring-
ur og hefst um nótt þar sem
áhorfandinn kynnist draum-
um, martröðum og órum íbú-
anna. Aðalhlutverkin
leika síðan sögumennirnir
fjórir sem leiða fólkið um
þorpslífið og leggja hvers-
dagslífinu til þá töfra sem
gæða leikritið lífi.
„Ég lék í þessu verki hjá
Nemendaleikhúsinu fyrir 15
árum og það hafði mjög sterk
Borgarleikhúsid
í kreppu
Á fimmtudagskvöldið
frumsýnir Borgarleikhúsið
leikritið 1932 eftir Guðmund
Ólafsson en hann er jafn-
framt leikstjóri verksins.
Leikritið gerist á kreppuárun-
um og segir frá fjölskyldu
sem flytur utan af landi til
Reykjavíkur þar sem stétta-
barátta og skarpar pólitískar
andstæður setja mark sitt á líf
fjölskyldunnar. Leikritið
hlaut önnur verðlaun í leik-
ritasamkeppni Borgarleik-
hússins. Rúmlega tuttugu
leikarar taka þátt í sýning-
unni. Hlín Gunnarsdóttir ger-
ir leikmynd og búninga, Jó-
hann G. Jóhannsson sér um
tónlistina og Lárus Björnsson
um lýsingu.
Að klára upp rauða litinn í veröldinni
EKKERT VATN í DAG