Pressan


Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 23

Pressan - 07.03.1991, Qupperneq 23
... fá Ásdís Ámunda- dóttir og Ýr Margrét Gunnarsdóttir á kaffi- húsinu Split fyrir aö nenna aö reka svona lít- inn stað fyrir okkur hin sem eigum ekki nokkra von um Range Rover. LEIKHÚSIN Bréf frá Sylvíu á Litla sviöi Þjóðleikhússins er líkast til fallin sýning ef marka má umsagnir gagnrýnenda. Þeir sem vilja sjá verkiö verða því að hafa hraðan á. Þeir verða jafnframt að búa sig undir að uppfærslan er svo at- hyglisfrek að menn þurfa að hafa athyglina í lagi til að grípa verk- ið. 1932, leikrit Guðmundar Ólafs- sonar, verður frumsýnt í kvöld, fimmtudagskvöld, í Borgarleik- húsinu. Þetta er mannmörg sýn- ing og mikið húllumhæ sem ekk- ert vont er hægt að segja um, fyr- irfram. KLASSÍKIN Sinfóníuhljómsveitin verður á sínum stað í Háskólabíói í kvöld ásamt þeim Imogen Triner óbóleikara og Frank Shipway stjórnanda. A efnisskránni eru Fjórar sjávarmyndir eftir Benj- amin Britten, Sinfónía nr. 1 eftir Brahms og Óbókonsert eftir Vaughan Williams. Jónas Ingimundarson leikur píanóverk eftir Schubert, Beet- hoven, Shostokovits og Mussorg- sky í íslensku óperunni á laugar- daginn kl. 14.30. Islenska hljómsveitin leikur undir stjórn Hákons Leifssonar í Langholtskirkju á sunnudaginn kl. 17.00. Einleikarar verða Martiai Nardeau flautuleikari og Eggert Páisson slagverks- leikari. Tónskáldin eru Varése, Hans Abrahamsen, Boulez, OIi- ver Knussen og Hróðmar okkar Sigurbjörnsson. POPPIÐ Langi Seli og skuggarnir trylla lýðinn á Tveimur vinum á morg- un, föstudagskvöld. Langi Seli spilar síðan með finnsku sveit- inni 22 Pistepirkko á laugardags- kvöldið. Sykurmolarnir halda nú hverja tónleikana áf öðrum. Þeir verða á Púlsinum á föstudags- og laug- ardagskvöld. Síðan fara þeir ut- an í upptöku. Tríó Guðmundar Ingólfssonar verður á Púlsinum í kvöld. Linda Gísladóttir, fyrrum Lumma, syngur með tríóinu. Tónleikarnir verða teknir upp svo eitthvað á 22 Pistepirkko spilar á Tveimur vinum í kvöld. Fyrir þá sem ekki vita, og þeir eru líklega ekki fáir, þá er þetta finnsk rokksveit, víst ein sú besta á Norðurlöndunum. Tónlist þeirra er einskonar sam- bræðsla úr rokki sjöunda áratug- arins, brimrokki, framúrstefnu SJÓ Viö eigum samleið er dagskrá í Breiðvangi með lögum sem Vil- hjálmur Vilhjálmsson gerði fræg á sínum tíma. Ellý Vilhjálms, Þorvaldur Halldórsson og miklu fleiri höfuðsnillingar koma fram. Kostar 3.900 krónur með mat. NÆTURLÍFIÐ Hvert fer maður með elskuna sína eftir að hafa borðað í Grill- inu og er ekki enn orðinn fertug- ur? Ekki fer maður á einn af bör- ÞUNGA GÁTAN LÁRÉTT: 1 kaldi 6 fuglar 11 hinkraði 12 snáði 13 fálmi 15 strunsar 17 ferskur 18 fullkomlega 20 kvabb 21 ójafna 23 saknæm 24 karl- maður 25 skurður 27 herská 28 dreyrasýki 29 eggjárn 32 hrella 36 máltíð 37 sár 39 víg 40 gubbi 41 augabragð 43 gára 44 skynsöm 46 talin 48 skunda 49 skáborð 50 hafnar 51 árás. LÓÐRÉTT: 1 mætar 2 vanskapnings 3 gróður 4 tuska 5 ættarnafn 6 viðarbútur 7 vin 8 sagartönn 9 borðar 10 minnkunin 14 magri 16 viðkvæmj 19 göfug 22 snuprur 24 rimlar 26 forfaðir 27 ellegar 29 áköf 30 gælunafn 31 fyrirlestur 33 steinótta 34 reiki 35 kjánanna 37 afkvæmi 38 kvæði 41 stækka 42 hokin 45 egg 47 slæm. HVERJIR ERU HVAR? Lídó í Lækjargötu er að reyna að vinna sig frá því slæma gengi sem Tunglið skildi eftir sig. Það gengur svona og svona, sem er merkilegt nokk því gamla Nýja bíó er tvímælalaust hið allra besta húsnæði undir „hard core-diskótek“. Lídó er fyrir ungt fólk og þar eru framhaldsskóla- nemar fjölmennir, sérstaklega veslingar. Tónlistin er ágæt, hljómurinn ekki of góður, dyra- verðirnir allir þreyttir nema Ingvar. En á góðu kvöldi má rekast á í Macionies-gengið, Óttar Páls, Jóa P., Þórunni Birnu Guð- mundsdóttur, Kristínu Óiafs- dóttur, Björn JR. í Nýrri danskri, Rannveigu aðstoðar- forstöðumann, Elínu Helgu dansara og stöliu hennar Bryndísi, Einar Snorra Ein- arsson, Guðmund trommara úr Tappanum, Svein þjón, Jón Laufdal, Óttó Davíð Tynes og Onnu Þráinsdóttur. Og svo náttúrlega marga fleiri. gamla Sælkeranum, sem mátti muna sinn fífil fegri undir það síðasta. Það má vel merkja að Bjarni Óskarsson (áður: Bjarni í Óperu) hefur farið höndum um staðinn, en Bjarni er tvímæla- laust einn af betri veitingamönn- um bæjarins. Litli salurinn er unum. Maður er alltof glæsilega klæddur til þess, að ekki sé talað um elskuna. Auk þess fer eldhús- stóla-filleríið á kránum illa með meltinguna á frönsk ættuðum krásum. Ekki fer maður á disk- ótek. Þau krefjast allt annars klæðnaðar, einskonar einkennis- búnings næturinnar, en ekki síð- kvelds-klæðnaðar veitingahúss- ins. Auk þess dansar enginn diskó svona stuttu eftir góða þriggja tíma máltíð. Ekki fer maður í Súlnasalinn eða aðrar danshallir eldra fólksins. Maður er ekki orðinn svona gamall. En hvert fer maður þá? Best er að fara heim og gæla við elskuna. MYNDLISTIN Sigurður Árni Sigurðsson er með sýningu í Galleríi Nýhöfn í Hafnarstræti á „jarðbundnum myndum sem ekki er hægt að henda reiður á“, eins og hann kýs að orða það sjálfur. Þetta er fyrsta einkasýning Sigurðar Árna. Hann er ekki á alveg sömu braut og flestir aðrir íslenskir myndlistarmenn og því dálítið spennandi að sjá hvað verður úr honum. Ágætri sýningu Eddu Jónsdótt- ur, „Þagnarmál", í Norrræna húsinu lýkur um helgina. VEITINGAHÚSIN Pisa i Austurstræti virðist vera velheppnuð andlitslyfting á Rauövín frá Bordeaux. Eins og önnur Bordeaux vín sem hér fást telst það fremur ungt, mætti að ósekju fá að þroskast i fimm ár eða lengur. Engu að síður er þetta með betri vínum í ÁTVR. Cháteau Clerc-Milon er á sérlistanum og fæst í vínbúðinni í Mjóddinni. Það kostar 2290 krónur. Þetta er dæmigert vín frá hreppnum Pauillac, uppistaðan er berjateg- undin Cabernet Sau- vignon. Árgangurinn er ’ '83. Eikarkeimurinn leyn- ir sér ekki og sumir vín- smakkarar telja sig hafa fundið vindlakassailm og jafnvel eilítinn lakkr- ískeim. næstum því notalegur eftir breytingarnar þrátt fyrir að hann sé í ráun bölvuð kompa. Langi gangurinn við gluggana er líka orðinn boðlegur gestum. Og eitt er það sem Bjarni kann sem flest- ir veitingamenn klikka á. Það er að velja þjónustufólk í takt við þá gesti sem hann vill fá á staðinn. Það er alltof algengt að veitinga- menn stilli upp einhverjum herf- um og hommatittum í þjónust- una og klóri sér síðan í hausnum yfir kúnnunum sem þeir fá yfir sig. Það sem fær slöppustu ein- kunnina á Pisa er maturinn. Hann er la-la. ÁÐUR ÚTI NÚNA INNI Það er merkilegt að þrjóskan vinnur alltaf á endanum. Það hefur nú sannast á honum Little Stevens í E-Street Band, sem kannski er þekktast fyrir að spila með Bruce Springsteen (sem, að gefnu tilefni, er örugglega ekki inni). í áraraðir hefur hann haft einskonar hauspoka á höfðinu svipaðan þeim sem sígaunakerl- ingar bera þegar þær eru að selja spádóma. Það hefur enginn botnað almennilega í þessu hjá Stevens. Sumir hafa getið sér Vinsælustu myndböndin 1. Short Time 2. Crazy People 3. Why Me? 4. She's Out of Control 5. Total Recall & Wild Orchid 7. Look Who's Talking 8. Heat Wave 9. Internal Affair 10. Miami Blues þess til að hann sé að missa hárið en aðrir telja að hann sé bara einn af þessum mönnum sem skipta ekki um útlit, svipað og Árni Þórarins. En viti menn. Nú er hauspokinn hans Little Ste- vens kominn í tísku. Tuttugu og þriggja ára barátta hefur skilað sér. Kannski komast flau- els-jakkafötin og pípan hans Árna einhverntímann í tísku? ÁÐUR INNI NÚNA ÚTI Eftir að fólk á öllum aldri hefur keppst við að konia sér upp sum- arbústöðum á undanförnum ár- um eru þeir nú farnir úr tísku. Kannski er það vegna þess að tískan er í aðra röndina hagsýn. Þegar skórinn kreppir i efna- hagslífinu fer ýmiss rándýr mun- aður úr tísku, sérstaklega fjár- festingar. Rándýrar neysluvörur koma i stað þeirra. En kannski er þetta vegna þess að í raun er dá- lítið óeðlilegt að fólk á fertugs- aldri eigi sumarbústað. Fólk á há- tindi starfsferils síns hefur yfir- leitt litinn tíma til þess að eyða upp í sveit við að gróðursetja tré. Það er hins vegar ágætt tóm- stundagaman fyrir fólk á eftir- launum. En hvað um það. Það unga fólk sem enn hefur ekki selt sumarbústaðinn sinn ætti að gera það eða fara alla vega hljótt með þessa eign sína. Ef það vill fara í sumarbústað þá á það að fá hann lánaðan hjá pabba og mömmu. VIÐ MÆLUM MEÐ Endursýningum á gömlum bíómyndum Ekki bara Guðföðurnum heldur líka Once Upon a Time in the West, Bonny and Clyde, Á hverf- andi hveli, French Connection og svo framvegis. Halló, Einar Áskell Betra en þrjúbíó fyrir sunnu- dagapabbana og ekki dýrara. Félagsskapnum Norrænt mannkyn Ekki fyrir það að við séum sam- mála þeim en það er alltaf gam- an að fólki með óvinsælar skoð- anir. (Meðal annarra orða: Af- hverju skreyta fréttamennirnir ekki viðtöl við Ólaf Ragnar með myndum af Stalín eins og sveita- lubbarnir í Norrænu mannkyni fá myndir af Eichmann?) Tékkarnir fengu þau með bylt- ingunni en þau eru ekki enn komin hingað. Erum við ennþá hlekkjuð í áætlunarbúskapinn?

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.