Pressan - 13.06.1991, Side 4
4
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ 1991
DRAUMA
DINNER
PRESSAN bað
TRYGGVA J. HÚBNER
gítarleikara og tónlistar-
kennara að segja okkur
hverjum hann helst vildi
eyða meö góðri kvöld-
stund yfir léttum dinner.
Boðsgestir geta verið
ímyndaðir, dauðir, skáld-
sagnapersónur eða til
komnir á hvern þann hátt
sem gestgjafinn kýs.
Tryggvi kaus aö bjóða eft-
irfarandi og gerir grein
fyrir ástæðum boðsins.
Mac Rebernna
(Dr. John): Hann er svo
mikill matmaður.
Maharishi Mahesh:
Til að spjalla við hann um
flugsútrufræði almennt.
Remé og María
de los Angeles: Þær hafa
hreinar sálir og fegrandi
áhrif á umhverfið.
Robert Hubner:
Hann kann hýróglýfur og
getur útskýrt afleikinn
mikla i Hastings.
Luciano Pavarotti:
Af þvi Kristján Jóhanns-
son er ábyggilega upptek-
in, bókaður.
Þráinn Lárusson:
Það er svo erfitt að ná i
hann.
Jón og Trausti
úr Stuðkopmaniinu: Þeir
koma örugglega hvort
sem er.
Nýjustu bíóskáldin: Jóhann
Sigmarsson og Júlíus Kemp.
S'tótúiÁ ó&tanMKpx,
KVIKMYND
Veggfódur, erótísk ástar-
saga, er nafn á íslenskri
kvikmynd sem á ad taka
upp í Reykjavík í ágásl.
Leikstjóri myndarinnar er
rétl rútnlega tvítugur og
heitir Júlíus Kemp. Júlíus
hefur lokið einum vetri í
kvikmyndanámi vid West
Surrey College of Art and
Design í Farnham og hefur,
uö sjálfsögöu, ekki gert
langa kvikmynd áður. Júlíus
er þó ekki alveg ókunnugur
kvikmyndagerð, því harm
hefur verið aðstoðarmaður
og klippari í þónokkrum
myndum, síöast í mynd
Friðriks Þórs Friðrikssonar,
Börnum náttúrunnar. Júlíus
hefur sjálfur gert stuttmynd-
ina Denni, sem var hafnað í
samkeppni er Stöð 2 efndi
til, því efnið fór eitthvað fyr-
ir brjóstið á dómnefndinni.
Jóhann Sigmarsson skrif-
ar handritið að kvikmynd-
irmi Veggfóðri, erótískri ást-
arsögu ásamt Júlíusi, en Jó-
hann verður aðstoðarleik-
stjóri myndarinnar. Jóhann
er ekki ókunnugur kvik-
myndagerð, því hann vann
við Pappírs Pésa og hefur
fengist við klippingar hjá
Plús film. Kvikmyndatakan
verður í höndum Jóns Karls
Helgasonar, og með helstu
Idutverk fara leikararnir
Baltasar Kormákur, Steinn
Armann Magnússon, Flosi
Olafsson og Ingibjörg Stef-
ánsdóttir, sem er meö Júlí-
usi í hljómsveitinni Pís of
keik. Tónlist við myndina
semur svo Máni Svavarsson,
þriöji meðlimurinn í Pís of
keik.
Simpson
I cticmr nt \tr m
stígur út úr myndinni
Simpson æöiö sem hófst
hér á landi þegar Sjónvarpið
tók til sýningar þættina um
samnefnda fjölskyldu virðist
ekki vera í neinni lægö. Und-
anfarnar vikur hafa bolir og
merki meö myndum af þess-
um ófriöu gulu fígúrum flætt
í búöir og nú er svo komið
aö Simpsonarnir sjást ekki
aöeins í Sjónvarpinu. Því
frægðina hafa þeir
nýtt sér til aö koma
fram i Borgarkringl-
unni, þar sem þeir
hafa haft uppi alls-
konar ólíkindalæti fyr-
ir opinmynntan
krakkaskara.
í POKAHORNINU
Ævilangt á Trabba
Ætlum við íslendingar að
sleppa fram af okkur beislinu
í hraðakstursbrjálæðinu í eitt
skipti fyrir öll? Hvað eiga
margir að deyja? Ég er ekki
orðinn elliær ennþá en ég
man þá tíð þegar hámarks-
hraði úti á vegum var 60 km
og menn voru sektaðir í bak
og fyrir ef þeir voru gripnir á
62.
Erum við þjóð með kapp-
aksturskomplex í blóðinu?
Eða höfum við séð of margar
Bond-myndir í tímans rás?
Ég bý fyrir utan bæ. Þarf að
beygja út af Suðurlandsvegi
til að komast á afleggjarann
heim til mín og ég verð að
segja eins og er að það er allt
annað en sjálfsagt mál.
Á vegi þar sem hámarks-
hraðinn er 90 er undantekn-
ing að finna nokkurn mann
en sjálfan sig á 90. Ég verð að
beygja út í kant og stoppa þar
og aka síðan inn á minn af-
leggjara þegar enginn bíll er
í augsýn. Annars myndi ég
valda 15 bíla árekstri. Vilji
maður dóla sér í bæinn í ró-
legheitum á 85 og hafa það
nokkurn veginn á hreinu að
koma sjálfum sér og börnun-
um í leikskólann þá stofnar
maður þeim sem á eftir aka í
slíka stórhættu að það er afar
líklegt að fleiri en einn lendi
á slysadeild og fleiri en tveir
í langri endurhæfingu.
Á köldum morgni hvað er
þá til ráða? Þá er eina. leiðin
að hita bíldrusluna í svona 10
mínútur áður en lagt er til at-
lögu við þjóðveginn.
Við þessu öllu er samt í
raun og veru aðeins eitt að
gera. Það er að skella aftur
stresstöskunni að morgni og
hafa á hreinu í hvaða átt mað-
ur opnar smellurnar svo hún
tætist ekki í sundur í höndun-
um á manni. Síðan slítur
maður hár af höfði sínu og
límir með munnvatni milli
hurðar og hurðarstafs svo
maður viti hvort einhver hef-
ur læðst inn á meðan maður
var að heiman. Maður segir
með holum rómi við sjálfan
sig í spegilinn: ,,The nams is
Bond. James Bond.“ Svo
stekkur maður upp í gömlu
Löduna sína, reynir að
spyrna henni út á þjóðveginn
á 95 og ekur á 115 í bæinn
eins og allir hinir Bondarnir.
Eitt af því almagnaðasta
fyrirbrigði sem yfir íslenska
umferðarmenningu hefur
dunið er hin magnaði framúr-
akstur. Hann er oft á við ekta
James Bond mynd. Ég hef
séð bandóða menn lokast
inni á skökkum vegarkafla
hvað eftir annað. Þá þarf
prúða samborgara til að slaka
á og hleypa þeim aftur inn í
röð sem fer í rétta átt.
Þetta er þó ekki neitt í sam-
anburði. við sjálfa þjóðar-
íþróttina, hinn óviðjafnan-
lega blindhæða akstur sem
var óþekkt fyrirbæri hér á
landi fyrir 1980. Bílar taka sig
út úr með stökustu ró við ræt-
ur blindhæðar og aka beint á
móti opnum dauðanum.
Ég hef setið með hönd und-
ir kinn á grjóti og hugsað
þessi mál. Af hverju erum við
öll að aka yfir á rauðu t.d.?
Hvað gengur á? Er þessi gösl-
aragangur og voðamennska
á vegum rökrétt afleiðing
þess að við skuldum svo mik-
ið af verðtryggðum lánum að
við viljum fá að deyja með
heiðri og sóma á blindhæð?
En er það nokkur sanngirni
gagnvart öðrum sem skulda
minna? Og það er heldur
ekkert svar að bílarnir séu
orðnir svona góðir.
Nei, mín tilgáta er. Þetta er
nýtni af okkur. Já, ég segi
nýtni. Við erum þjóð sem vill
ekki láta náungann, hvað þá
okkar nánustu, eiga neitt inni
hjá okkur. Við viljum brúka
það sem okkur ber til fulls.
Við viljum taka út allan þann
hámarkshraða sem við eig-
um rétt á. Alveg sama þótt
það kosti aðra tilveruna.
Aðeins eitt ráð er til og ég
er með uppástungu. Kaupum
leifarnar af Trabant-verk-
smiðjunni af Austur Þjóðverj-
um og setjum hana upp á ís-
landi. Hver og einn sem tek-
inn verður fyrir ofhraðan
akstur fær það síðan stimplað
í ökuskírteiniö sitt og hann
dæmdur til að aka því óféti
um aldur og ævi. Og ekki
hægt að sækja um náðun.
Það ætti að duga. Þá verða
færri slys. Allir munu aka
með mestu makindum og
brosa hver til annars. Og ekki
verður fleiri Trabba að sjá en
nú á dögum og þeim mun
fara fækkandi.
Ólafur Gunnarsson
Þokkadís íslands
varð Eva
Lind Siemsen
Eva Lind Siemsen sigr-
aði glæsilega í keppninni
íslenskur þokki sem háð
var fyrir fullu húsi um síö-
ustu helgi á skemmti-
staðnum Moulin Rouge.
Aö baki Evu Lindar
þokkagyöju stendur ung-
ur hæfileikamaöur Mar-
íus Sverrisson. Eva Lind
hlaut að launum utan-
landsferð og hún mun
væntanlega leggja land
undir fót í sumar. Drottn-
ingarnar munu hinsvegar
halda uppteknum hætti
á Moulin Rouge í sumar
og ungfrú yndisleg sem
heillaði áhorfendur upp
úr skónum síðastliöið
laugardagskvöld mun
taka nýtt atriði sem nefn-
ist Madonna in Concert
um helgina.
Einn af
vinum Dóra
Ásgeir Már Helgason vinnur
við að setja rúður í bíla, en
dreymir um að gera sönginn að
atvinnu sinni. Hann tók þátt í
látúnsbarkakeppninni fyrir fjór-
um árum, þegar Bjarni Arason
sigraði. Var þá bara 16 ára og
ekki löngu búinn að uppgötva
að hann gat sungið Hafði byrj-
að sem gítarleikari í skóla-
hljómsveit i 9. bekk, en bandið
vantaði söng til að lífga upp á
spiliðog Ásgeir varskikkaðurtil
að taka hann að sér. Siðan hef-
ur hann ekki verið i hljómsveit,
en fengið að koma fram meðal
annars með Stjórninni, Pálma
og Magnúsi og auðvitað Stuð-
mönnum í látúnsbarkakeppn-
inni. Það er reyndar ekki eina
keppnin sem hann hefur tekið
þátt í, þvi hann lenti í öðru sæti
í „karókí" söngkeppni á vegum
FM og Ölvers. Um síðustu helgi
kom Ásgeir fram á tónleikum
Vinum Dóra og kannski var það
stóra tækifaerið. Að minnsta
kosti kom Grétar Örvarsson að
máli við hann eftir tónleika og
bauð honum að semja fyrir
hann lag í Landslagið. En að
sögn Ásgeirs virðast slíkar
sönglagakeppnir vera besti
vettvangurinn til að vekja á sér
athygli þegar menn kjósa frem-
ur að vera einir á báti en fastir í
hljómsveit.