Pressan - 13.06.1991, Side 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNf 1991
Á undanförnum þrem árum hefur smitandi lifrarbólga
breiðst ört út meðal fíkniefnaneytenda hér á landi — svo
hratt að fólk í heilbrigðisstéttum talar um faraldur. Er tal-
ið að hátt í fimmtíu fíkniefnaneytendur hafi fengið sjúk-
dóminn og má rekja smitunina til fíkniefnaneyslu þeirra.
Smitandi lifrarbólga er alvarlegur sjúkdómur sem getur
leitt til viðvarandi lifrarskemmdar eða jafnvel dauða.
Einnig er greið leið lifrarbólgunnar meðal fíkniefnaneyt-
enda vísbending um að alnæmisveiran gæti auðveldlega
breiðst út á meðal fíkniefnaneytenda ef hún bærist inn
í þann hóp. Þrátt fyrir að fíkniefnaneytendur séu einn
helsti áhættuhópur varðandi alnæmi þá er ekki sjáanleg
nein breyting á þeirra atferli. Er talið ljóst að áróðursher-
ferð til að koma í veg fyrir útbreiðslu alnæmis hafi ekki
borið neinn árangur á þeim vettvangi.
Útbreiðsla alnæmis hér á landi
hefur orðið nokkuð hægari en al-
mennt var i>ert ráð fyrir í upphafi.
Að sögn HaraUlar Briem smitsjúk-
dómafræðings hafa færri greinst
með sjúkdóminn en menn bjuggust
við. í lok mars hafði (il greinst með
HlV-smit hér á landi — nánast allir
úr áhættuhópum. l(i af þeim höfðu
greinst með alnæmi og 10 eru látnir.
Síðan þessar tölur voru gefnar út í
mars hafa fundist ný tilfelli HlV-smit-
aðra en það hefur ekki verið opin-
berlega staðfest.
Á tímabili var gert ráð fyrir að um
250 til 500 íslendingar bæru veir-
una í sér en nú er taíið að þeir séu
ekki fleiri en 100 til 150. Virðist sem
svo að alnæmisveiran hafi ekki
smitast eins auðveldlega og menn
gerðu ráð fyrir í upphafi. Einnig er
talið ráða miklu að áhættuhópar
eins og hommar haga sér öðruvísi
hér á landi en erlendis. — ()g þá.
virðist einfaldlega heppni hafa ráð-
ið nokkru.
HÖFUM VERIÐ HEPPIN
En við höfum verið heppin hvað
varðar útbreiðslu alnæmis. Sá far-
vegur sem smitandi lifrarbólga hef-
ur farið í bendir til þess að alnæmis-
veiran ætti greiðan aðgang inn i hóp
fíkniefnaneytenda. Sagöi Haraldur
að í raun væri aðeins tímaspursmá!
hvenær alnæmi fylgdi í kjölfar lifr-
arbólgunnar og gætu allir séð hve
smitleiðin væri greiö.
Almennar mælingar á mótefnum
vegna lifrarbólguveiru A og B hóf-
ust á rannsóknadeild Borgarspítal-
ans í ársbyrjun 1986. Til ársloka
1989 greindist 101 íslendingur smit-
aður af lifrarbólgu, þar af 21 sem
mátti rekja til fíkniefnaneyslu. Áriö
1990 heldur aukningin á meðal
fíkniefnaneytenda áfram og hvaö
varöar B afbrigðið þá viröist það
ekki vera í rénum á þessu ári. Lætur
nærri að um 50 fíkniefnaneytendur
liafi smitast af lifrarbólgu sem
stundum hefur veriö kallað gulufar-
aldur þeirra á meðal vegna þess aö
hörund sjúklinga verður gult. 89
þeirra hafa komið fram á Borgar-
spítalanum.
SAURMENGUÐ FÍKNIEFNI
í UMFERÐ
Lifrarbólga B breiöist fyrst og
fremst út á meöal fíkniefnaneyt-
enda og þá sérstaklega þeirra sem
sprauta sig en smitleiðir hennar má
aðallega rekja til blóðblöndunar og
kynmaka. Á Borgarspítalanum hafa
komiö 20 fíkniefnaneytendur snút-
Björn Halldórsson: Yngsti sprautu-
notandinn 17 ára.
Einstaklingar með mótefni gegn
alnæmisveirunni eftir hópum
■ Fíkniefnaneytendur
■ Hommar/fikniefnaneytendur
□ Gagnkynhneigðir
□ Blóðþegar
Q Óþekkt
aðir af lifrarbólgu B. Þar af hafa fjór-
ir greinst á þessu ári en tölur liggja
fyrir fram í maí. Faraldurinn er því
síður en svo í rénum.
Lifrarbólga A hefur einnig í aukn-
um mæli greinst á meðal fíkniefna-
neytenda sem meðal annars er rak-
iö til saurmengunar fíkniefna sem
hingað eru flutt. Þetta hefur þó ekki
verið sannað en sterkar líkur benda
til þess. Tilfellum meö lifrarbólgu A
hefur þó fækkað mikiö.
Hefur getum verið að því leitt að
fíkniefni geti saurmengast þegar
þau eru falin í innyflum manna en
það er sem kunnugt er vinsæi
smyglaðferð að gleypa smokka fulla
af (íkniefnum. Smitun á sér síöan
stað þegar fikniefnunum er spraut-
að í æö eöa þeirra neitt um nef eða
munn. Einnig gæti smitun átt sér
stað þegar bragðað er á fíkniefnun-
um til að sannreyna gæði þeirra.
SMITLEIÐIR LIFRARBÓLGU OG
ALNÆMIS ÞÆR SÖMU
Lifrarbólguveira B er mun hættu-
legri að því leyti aö hún getur tekiö
sér bólfestu í lifrinni og valdið við-
varandi lifrarbólgu. Þannig getur
sýktur einstaklingur smitað aðra ár-
um saman án þess að vita af því.
Lifrarbólga B er líka alvarlegur sjúk-
dómur vegna þess að þeir sem fá
viövarandi lifrarbólgu geta fengiö
slæma lifrarskemmd sem endar
með skorpulifur. Einnig er talið að
veiran geti með tímanum valdið lifr-
arfrumukrabbameini.
Innan læknisfræðinnar hefur
löngum verið freistandi að bera
saman alnæmi og lifrarbólgu B en
smitleiðir þessara sjúkdóma eru
þær sömu. Alnæmisveiran er þó
mun minna smitandi en þeir sem
bera alnæmisveiruna í sér eru hins
vegar mun lengur smitandi. Var-
úðarráðstafanir heilbrigðis- og lög-
gæslustétta vegna þessara sjúk-
dóma hafa einnig verið svipaðar.
Vegna þess hve lifrarbólgan smitast
auðveldlega hefur hún oft borist til
þeirra sem umgangast sjúklinga.
Það eru þekkt dæmi erlendis frá að
lögreglumenn hafi smitast af lifrar-
bólgu og jafnvel látist.
100 TIL 150 EINSTAKLINGAR
SEM SPRAUTA SIG REGLULEGA
En hve stór er sá áhættuhópur
fíkniefnaneytenda sem yrði í hættu
ef HlV-veiran kæmist á kreik?
Hvorki staðfestar tölur eru til um
það hve margir fíkniéfnaneytendur
sprauta sig reglulega í æð hér á
landi né almennt um hegðunar-
mynstur þeirra.
Helst má finna upplýsingar þar
um í þeim athugunum sem SÁÁ hef-
ur gert á meðal sjúklinga á Vogi.
Samkvæmt þeim þá sprauta um
16% sig í æð af þeim 500 sjúkling-
um. undir 20 ára aldri, sem þar
koma til meðferðar á ári hverju.
Þetta eru um 75 til 80 sjúklingar.
Að sögn Þórarins Tyríingssonar,
yfirlæknis á Vogi og formanns SÁÁ,
þá telur hann að hópur þeirra sem
sprauti sig reglulega í æð telji rúm-
lega hundrað manns.
Svipaðar ágiskanir eru á meðal
lögreglumanna. Arnar Jensson.
fyrrverandi yfirmaður fíkniefnalög-
reglunnar og núverandi starfsmað-
Haraldur Briem: Höfum veriö heppin.
Þórarinn Tyrfingsson: Gæti breyst á
einni nóttu.
ur forvarnadeildar lögreglunnar
sagðist ekki geta nefnt eina
ákveðna tölu um fjölda sprautunot-
enda. Hann sagði að lögreglan hefði
á ári hverju afskipti af um 20 til 40
mönnum sem sprautuðu sig í æð.
Eðlilegt væri að álykta að hópur
þeirra á landinu væri talsvert stærri
en það.
Björn Halldórsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglunnar, sagði
að allar ágiskanir um stærð þessa
hóps væru varhugaverðar. Það væri
hins vegar augljóst að það væri fyrir
löngu orðið timabært að taka sam-
an upplýsingar um þessa hópa.
SPRAUTAN GENGUR
EINS OG HASSPÍPA
..Við höfum siglt mjög lygnan sjó
hvað alnæmi varðar í tvö ár sem
bendir til þess að veiran berist ekki
ennþá í gegnum sprautur hér á
landi. Það gæti breyst á einni nóttu."
sagði Þórarinn en það er almennt
uskoðun þeirra sem nálægt þessum
málum koma aö mjög skjótt gæti
breyst til hins verra með alnæmis-
smitun fíkniefnanevtenda. Það staf-
ar af því að umgengni í kringum
sprautur er eins hugsunarlaus og
verið getur. Ekki verður séö að
áróðursherferöir hafi þar brevtt
neinu um.
..Þegar fólk er byrjaö að sprauta
sig þá er Ijóst að það er ekki mikið
eftiraf dómgreind viðkomandi. Um-
gengnin í kringum sprautuna tekur
mið af því." sagði Árnar Jensson.
Hann sagöist þó halda að umgengni
i kringum sprautunálar hefði eitt-