Pressan - 13.06.1991, Side 24

Pressan - 13.06.1991, Side 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ 1991 Gömlu kempurnar voru minnisstæðari Rætt við Þingeyinginn Skúla Skúlason, ættfræðing, innheimtumann og þingpallatækni. ítjlcii^hnr {tjóftgögm* í tíö ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsen voru gengis- fellingar tíöar og raunar svo algengar að ráöherrarnir sjálfir vissu varla hvaö næsti dagur bæri skauti sér. Eitt sumarið, á föstudegi, var Hjörleifur Guttormsson iðnaöarráðherra á ferö í kjördæmi sínu og var á bryggjurölti svokölluðu, sem er þekkt aðferð við at- kvæðaveiðar á Austurlandi sem og annars staðar. Sagan segir að hann hafi komið að þar sem útgerð- armaður og fiskverkandi ásamt öldnum starfsmanni sínum voru að dytta að báti við bryggjuna. Útgerðar- maðurinn var uppi í mastri, þegar Hjörleifur kallaði á hann. „Má ég eiga við þig nokk- ur orð?" „Ég veit það ekki," svar- aði athafnamaðurinn, „Það er varla hægt að treysta nokkru sem frá ykkur kem- ur. En ég skal klifra niður úr mastrinu ef þú lofar mér því að fella ekki gengið." Hjörleifur sagði að hann gæti treyst því. „Það er ekki á dagskrá að fella gengið." Gamli starfsmaðurinn hlustaði á þetta allt með at- hygli og var ánægður með sinn mann, sem þarna hafði knúið fram skýlaust loforð frá ráðherranum. Segir síðan ekki meira af Hjörleifi, útgerðarmannin- um og gamla starfsmann- inum, í bili að minnsta kosti, því Hjörleifur fór suð- ur til síns heima og lifið hélt áfram sinn vanagang í kjör- dæminu. Hins vegar var það fyrsta frétt í útvarpinu á mánudegi, að búið væri að fella gengið. Liðu nú nokkrir mánuðir þar til Hjörleifur birtist aft- ur. Kemur hann að þessu sinni inn í fiskverkunina og sér þar gamla starfsmann- inn standa við að flaka stór- an þorsk. „Þetta er aldeilis mynd- arleg keila," sagði þing- maðurinn kumpánlegur. Við þetta varð karli nóg boðið: „Nú skaltu fá fyrir ferðina helvítið þitt," sagði hann og greip kutann á loft, þannig að þingmaðurinn sá sig knúinn til að taka til fót- anna. (Úr þingmannasögum) Karl á Austfjörðum mátti þola það að sjá eiginkonu sína dansa dátt við aðra karlmenn. * Einhverju sinni var frúin vel við skál og sveif um gólfið í faðmi norskra sjó- manna sem þar voru staddir. Er hún hafði dans- að við hvern Norðmanninn á fætur öðrum snéri hún sér að bónda sínum. „Hvernig er það með þig eiginlega, ætlarðu ekkert að dansa við mig maður?" Þá svaraði eiginmaður- inn stutt og laggott: „Ég dansa ekki við gleði- konur." (Úr þorparasögum) Hann hefur stadid vaktina á þingpöllum Alþingis í rúma fjóra áratugi eda frá því Stef- anía ríkti, Marshalladstodin varþegin og adildin ad NATO samþykkt meö tilheyrandi látum. Skúli Skúlason er œtt- frœöingur og þingpallatœkn- ir. Honum finnst aö þing- heimur hafi breyst mikiö frá því hann fór fyrst aö fylgjast meö störfum löggjafarvalds- ins. „Mér er minnisstœðara margt sem þingmenn sögöu í gamla daga, þessar gömlu kempur, eins og Pétur Otte- sen, Jónas frá Hriflu, Ólafur Thors, Eysteinn Jónsson og Hermann Jónasson." — Voru þetta öllu meiri kempur en þingmennirnir í dag? „Já, það finnst mér nú. í dag finnst mér þó Svavar Gestsson býsna harður í horn að taka. Einar Olgeirsson var mælskur, en kannski óþarf- lega mælskur, en Svavar er býsna mikill seiglingsræðu- maður. Þorsteinn Pálsson er það líka myndi ég segja. Þing- mennirnir í dag eiga sjálfsagt eftir að sækja sig. Gylfi Þ. Gíslason stóð sig ekkert sér- lega vel fyrstu ár sín á þingi, en var orðinn með þeim harðskeyttari seinni árin.“ — Hvenœr fórstu fyrst að venja komur þínar á þing- pallana? „Það var svona 1948—49, þá var ég um þrítugt. Ég var nokkuð pólitískur þá, en hef mildast með árunum. Ætli ég hafi ekki alltaf verið íhalds- maður með sjálfum mér, í orðsins merkingu, aldrei ver- ið fyrir stórar byltingar, öðru- vísi en að þjóðin stæði undir því varðandi skuldir. Ég er þó auðvitað ekki á móti nýjung- um og betra lífi.“ — Þú ert þá íhaldssamur þannig að þú vilt halda í það gamla, frekar en að þú sért íhald, samanber Sjálfstœðis- flokkinn? „Sjálfstæðisflokkurinn hef- ur nú ekki íhaldsstefnu leng- ur, eins og áður, þegar talað var um að menn ættu að framleiða sína vöru í eigin landi og hver að lifa á sínu. En ég held að það verði niður- staðan, t.d. í landbúnaðar- málum, að vera ekki að flytja inn vöru sem við getum fram- leitt sjálfir. Og varðandi fjár- haginn er ég á móti erlendum gjaldeyri." — Hefur pólitíkin mikið breyst til hins verra að þínu mati? „Ég veit ekki. Þó menn við- urkenni það ekki er þessi pól- itík byggð æ meir upp á því að einhver flokkur geti eign- að sér ýmislegt og verið á móti öðru, segi að það sé ekki hægt núna bara til að geta eignað sér það síðar. Þetta er orðið nokkuð mikil tækifær- ispólitík." — Hvað gerðir þú og gerir þegar þing er ekki? „Aðalatvinna mín var lengi blaðaútburður og innheimta og það aðallega fyrir hádegi, ég hafði því gjarnan tök á því eftir hádegi að koma þarna og vera stund úr degi. Þegar þing var ekki var ég kannski lengur í innheimtunni. Svo hef ég haft áhugamál fyrir mig í gegnum árin, en það er ættfræðin og ábúendur jarða. Það hafa komið út tvær ættartölubækur eftir mig og ég er nú að stúdera föðurætt mína frá Reykjum í Fnjóska- dal. Það er nú reyndar nokk- uð stór ætt og spurning hvort ég næ landi með það, því ég fer nokkuð langt aftur.“ — Hefur þú rcett mikið viö þingmennina? „Eg neita því ekki að ég hef leitað til sumra þeirra varð- andi starfið og heimahéraðið. Ég hef talað mikið við Guð- mund Bjarnason frá Húsavík, Halldór Blöndal og Málmfríði Sigurðardóttur, svo eitthvað sé nefnt, flest í sambandi við ættfræðina, varðandi styrk eða aðra fyrirgreiðslu. Og þeir hafa tekið því vel, þing- mennirnir." SJÚKDÓMAR OG FÓLK Tíðahvörf, beinþynning og kalk Ég gekk mér til skemmt- unar í bæinn eitt kvöld fyrir nokkrum dögum. Veðrið var yndislegt stillt og bjart. Nokkrir unglingar blótuðu Bakkusi undir vegg á gamla Útvegsbankahúsinu sem bráðlega á að breyta í dóms- hús. Skyldi einhver þessara ungu manna nokkurn tíma verða dæmdur í þessu nýja dómshúsi? hugsaði ég spek- ingslega. Við gluggana á gamla Karnabæ sem nú er búið að breyta í ölkrá hitti ég heiðurshjónin Jón og Birnu. Þegar ég kynntist þeim bjuggu þau við gamla Fram- völlinn sem nú er búið að leggja undir skrifstofubygg- ingar og pítubar. Allt er í heiminum hverfult, tautaði ég. Hvenær ætli þeir breyti Alþingishúsinu í nútímalegt diskótek fyrir fallega fólkið? HANDLEGGUR í FATLA Ég kastaði á þau kveðju og tók eftir því að Birna var með hægri handlegginn i fatla. „Hvað kom fyrir?“ spurði ég eftir að við höfð- um heilsast og rætt af vand- lætingu um pilta sem piss- uðu utan í pósthúsið. „Ég datt og bar fyrir mig hand- legginn svo að hann brotn- aði,"sagði Birna. „Læknarn- ir sögðu að beinin í mér væru orðin svo stökk." „Það þarf að setja í þetta steypu- styrktarjárn," sagði Jón og hló stórkarlalega. Birnu stökk ekki bros og ég skildi að þetta hefði hún heyrt ótal sinnum á liðnum vikum. „Er það rétt,“ sagði hún svo, „að miðaldra konur eins og ég séu með svo veika beina- grind?“ „Miðaldra konur," sagði Jón og hló, „segðu bara kellingarhró á miðjum sextugsaldri." Hann rak upp enn eina hlátursroku og ég mundi allt í einu að ég hafði aldrei þolað þennan mann. „Já,“ svaraði ég, „það er rétt. Við tíðahvörfin verða mjög miklar breytingar í líkama hverrar konu. Eggjastokkarnir skreppa saman, rýrna og hætta að framleiða kvenkynshorm- ónið, östrogen. Það hefur mikil áhrif á kalkbúskap lík- amans en kalk er nauðsyn- legt fyrir eðlilega uppbygg- ingu beinagrindarinnar. Kalk og fosfór bindast í ör- smáum beinkristöllum sem eru uppistaða beinanna. En bein eru lifandi vefur og sí- felldar breytingar eiga sér þar stað eins og í miðbæ Reykjavíkur. Líkaminn þarf því stöðugt á ákveðnu kalk- magni að halda til eðlilegs viðhalds og endurnýjunar. Talið er að dagsþörfin sé tæplega eitt gramm. Östro- gen hraðar frásogi kalks úr meltingunni, hægir á út- skilnaði kalks gegnum nýr- un og er nauðsynlegt fyrir eðlilega beinmyndun. Þegar dregur úr östrogen-' framleiðslu konunnar nýtir hún verr kalkið í fæðunni og missir meira kalk út úr iík- amanum í þvaginu. Kalk- birðir hennar minnka því til muna. En kalk er nauðsyn- legt fyrir margvíslega aðra líkamsstarfsemi. Líkaminn gengur því á aðalkalkforð- ann sem er í beinunum. Þetta verður til þess að bein- massinn þynnist. Beinin verða stökkari og mun brot- hættari við minnsta hnjask. En fleira kemur til en östro- genskorturinn einn. Margt bendir til þess að nútímakonur fái ekki nægi- lega mikið af kalki í fæð- unni. Mjólkurneysla fullorð- inna hefur minnkað mikið á síðustu árum en mikið er af kalki í mjólkurafurðum. Margar konur hreyfa sig lítið en öll líkamshreyfing styrkir beinagrindina og hindrar beinþynningu. Miðaldra konur eru oft í megrun sem gengur á kalkbirgðirnar. Endurteknar þunganir ganga á kalkforðann. Þegar allir þessi þættir leggjast á eitt er skiljanlegt að mjög margar miðaldra og eldri konur lendi í því að beinbrotna. Með aldrinum verða margar konur fyrir því að hryggjarliðir falla saman og þær virðast því minnka í ellinni. Ástæðan er sú sama. Kalkmagn bein- anna minnkar og þau stand- ast því ekki þunga og álag daglegs lífs. MEÐFERÐ Það er erfitt að beita ein- hverri meðferð þegar bein- þynning er orðin veruleg. En ýmiss konar fyrirbyggj- andi aðgerðir eiga fullan rétt á sér. Östrogen meðferð kemur í veg fyrir beinþynn- ingu. Læknar eru þó ekki á eitt sáttir hvaða konur eiga að fá hormóna eftir tíða- hvörf. Flestir segja allar kon- ur, aðrir benda á fylgikvilla slíkrar meðferðar og vilja einungis gefa konum með ættarsögu um beinþynn- ingu, barnlausum konum eða þeim sem misst hafa eggjastokka sína þessa með- ferð. Margir vilja láta gefa konum aukakalk svo að þær fái í sig 1,5 g daglega. Það er auðveldast með kalktöfl- um eða hvetja konuna til að auka all verulega neyslu á kalkríkum mat eins og létt- mjólk eða mysu. Ég ráðlegg auk þess öllum konum að auka líkamshreyfingu og æfingar til mikilla muna, enda styrkir slíkt beina- grindina mjög." Ég þagnaði og dró djúpt andann. „Þetta var nú meiri fyrirlesturinn," sagði Jón og horfði á mig dolfallinn. Birna var alvar- leg á svipinn. „Ég verð þá að taka meira af kalki?" „Já, ég tel það,“ svaraði ég. „Mér finnst þú alveg nógu kölk- uð,“ sagði Jón, „og stundum ertu eins og kölkuð múr- gröf.“ Hann hló dátt. Birna leit á hann með fyrirlitning- arsvip. „Ég hringi í þig eftir helgina. Komdu Jón, drífum okkur heim.“ Þau gengu af stað fyrir hornið á Reykja- víkurapóteki og hurfu mér sjónum við Herraverslun PÓ, sem ekki er lengur til.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.