Pressan - 13.06.1991, Síða 26
26
FIMMTUDAGUR PRES&AN 13. JÚNf 1991
LP
LISTAPÓSTURINN
Hver er
Þórdís
og hver
Nanna?
Leiöinlegar samsýningar þar sem ekki liggur Ijóst fyrir hvaða verk er hvurs, segir Nanna K. Skúladóttir sem ásamt Þórdísi Öldu Sigurðardóttur sýnir í Nýlista-
safninu.
/ Nýlistasafninu standa yfir
sýningar þeirra Nönnu K.
Skúíadóttur og Þórdísar Öldu
Sigurdardóttur en þœr voru
skólasystur í Myndhöggvara-
deild Myndlista- og handída-
skóla Islands.
,,Þetta eru ólíkar sýningar
en þad er í sjálfu sér kostur
enda eru glögg mörk milli
þess hver er Þórdís og hver er
Nanna í þessari sýningu. Mér
finnst persónulega leidinlegt
ad ganga um samsýningar
þar sem ekki liggur Ijóst fyrir
hvada verk er hvurs," sagdi
Nanna K. Skúladóttir í spjalli
vid Listapóstinn.
BYRJAÐI SEM
STÓR DRUMBUR
„Ég vinn einungis í tré,“
sagði Nanna. „Forsagan er sú
að ég hafði verið bæði í mál-
un og myndhöggvaradeild
hérna heima, og seinna í fjöl-
tækni úti í Hollandi. Ég fékkst
framan af mest við að mála
og einnig vann ég með bland-
aða tækni. Þetta gerði mig
hálfringlaða og mér líður bet-
ur núna eftir að ég tók þá
ákvörðun að einbeita mér að
trénu. Tréð hentar mér vel
enda snýst mín formhugsun í
kringum þá eiginleika sem
tréð býr yfir. Viðfangsefni
mitt undanfarin ár hefur ver-
ið það að tefla saman ár-
hringjum sem sýna aldur
trésins og því hvernig það
kemur upp úr jörðinni. Fyrst
var ég mjög upptekin af því
að blanda saman viðarteg-
undum. Ég komst yfir stafla
af írviði og fór þá að vinna
mikið með þann við ásamt
öðrum. írviðurinn (Taxus)
býður upp á skemmtilega
möguleika svona hvítur að
utan og rauður að innan. Ég
hef einnig unnið dálítið með
tréþrykk. Þetta sýnist mjög
létt verk á svona sýningu og
fæstir gera sér fyllilega grein
fyrir þeirri vinnu sem liggur á
bakvið einn lítinn skúlptúr úr
tré sem byrjaði sem stór
drumbur." Aðspurð um hvað
hvað væri á döfinni, kvaðst
Nanna taka þátt í kvennasýn-
ingu í nóvember í Almelo í
Hollandi.
ÉG TEFLI SAMAN
ANDSTÆÐUM
„Mér fannst spennandi að
nota efni sem í gegnum tíðina
hafa verið álitin hefðbundin
kvennaefni," sagði Þórdís
Alda Sigurðardottir. „Það
hefur ekki verið fjallað mjög
hátíðlega um þær konur sem
nota þessi efni. Þær eru álitn-
ar vera textíltuskukerlingar
meðan karlmenn sem gera
nákvæmlega sömu hlutina fá
myndir af sér í fínum skúlp-
túrblöðum. Ég lít á það sem
ögrun auk þess hvað það
heillar mig hvað mýktin get-
ur verið ótrúlega seig. Þessi
hörðu og mjúku efni geta
skapað saman ótrúlega heild
án þess nokkurntímann að
renna saman. Líkt og nóttin
og dagurinn ef út í það er far-
ið. Það er kannski megininn-
takið í þessari sýningu. Ég
tefli saman andstæðum sem
hvor um sig halda sínum sér-
kennum.“
Þú talar um textíltusku-
kerlingar. Ertu kannski dul-
búin textíltuskukerling? Eru
konur kannski aö vinna vid
efni sem eru þeim sídur eigin-
leg vegna þess ad listhefdin er
mótud af karlmönnum?
„Konur í skúlptúr hafa ver-
ið í miklum minnihluta lengi
vel þó að það sé kannski að
breytast núna. Það er enginn
vafi á því að þær hafa oft
þurft að fara inn í fullmótaða
listhefð þó ekki væri nema til
að vera teknar alvarlega. Það
er gaman að horfa á kollega
sína taka sérlega vel eftir því
hjá konum hvort það sé nú
nægilega vel logsoðið eða
annað þvíumlíkt. Það má vel
vera að konur skoði þeirra
verk sömu augum þegar þau
eru unnin á kvenlegri nótum.
En ég vil gera öllum efnum
jafn hátt undir höfði og nota
þessi mjúku efni og leyfa
þeim að njóta sín,“ sagði Þór-
dís Alda Sigurðardóttir að
lokum.
Um alvarlegar
drottningar
Besta sjó helgarinnar
var tvímælalaust á
skemmtistaðnum Moulin
Rouge á laugardaginn.
Þar fór fram keppnin ís-
lenskur þokki 1991 og
þokkagyðjur úr hópi
dragdrottninga bitust um
titilinn Þokkadís íslands.
„Líturðu á þetta sem
list?“ sagði einn maður
hneykslaður og bætti við
að þetta væri öfugugga-
háttur svo að engu tali
tæki. Allra síst að drag-
drottningin færi að kné-
krjúpa til að vera tekin al-
varlega. Einmitt þess-
vegna tók þessi maður
hana alvarlega. Karlmað-
ur í kvenmannsfötum
með yfirbragð drag-
drottningar niðri á Tjörn
á sunnudegi myndi ef-
laust kitla hláturtaugar
fyrrnefnds manns svo að
um munaði. Hann mundi
eflaust ekki hugsa sig
tvisvar um hvort hann
ætti að taka hann alvar-
lega. En karlmaður sem
hefur atvinnu af því að
syngja slagara klæddur
kjólum á skemmtistað
þræðir þennan krókótta
stíg milli þess sem er
hlægilegt, spennandi og
öðruvísi en lög gera ráð
fyrir. Og það eru einmitt
þessir sjálfskipuðu verðir
laganna sem ættu að
leggja leið sína niður á
Moulin Rouge. Hver veit
nema þeir finni eitthvað
forvitnilegt í fataskápum
eiginkvenna eða mæðra'
daginn eftir?
Þóra Kristín Ásgeirsdóttir
Þíbilja á leiklistarhátíd í Finnlandi
„Þad er óvenjulegt aö
svona viöamikil sýning eins
og Dalur hinna blindu skyldi
veröa fyrir valinu," sagöi Inga
Hildur Haraldsdóttir leik-
kona í samtali viö Listap-
óstinn en hún er ásamt leik-
hópnum Þíbilju á förum til
Finnlands til ad taka þarpátt
í heljarmikilli leiklistarhatíö í
Tampere í Finnlandi.
„Þessi sýning varð fyrir
valinu sem framlag íslands á
þessa hátíð og við erum að
vonum mjög ánægð," sagði
Inga Hildur Haraldsdóttir
meðlimur í leikhópnum Þí-
‘bilju. Inga Hildur var einn af
stofnendum Þíbilju á sínum
tíma en hún á einmitt annað
íið í nafninu sem var myndað
úr upphafsstöfum stofnmeð-
limanna.
„Þetta er stærsta leiklistar-
hátíð í Finnlandi," sagði lnga
Hildur. „Og fyrir utan þann
heiður að vera með er auðvit-
að mikils virði fyrir hóp eins
og Þíbilju að sjá allan þann
fjölda sýninga sem þarna
verður í boði. Á hátíðinni
sem er sú stærsta sinnar teg-
undar í Finnlandi verða um
hundrað sýningar auk ann-
arra uppákoma sem eru til
dæmis djasstónleikar og
götuleikhús. Þarna verða all-
ar helstu sýningar í Finnlandi
auk sýninga frá um fimmtán
þjóðlöndum."
Er œtlunin aö taka Dal
hinna blindu upp aftur í
haust?
„Það hefur komið til tals en
það er ósennilegt, það er í
fyrsta lagi ekki Ijóst hvað fólk
mun taka sér fyrir hendur í
haust. Við þurftum að hætta
fyrir fullu húsi svo að það er
auðvitað freistandi mögu-
leiki. Ég hefði haft áhuga á að
sýna fleira yngra fólki þessa
sýningu bæði úr grunnskól-
um og framhaldskólum, það
er hópur sem ég vildi gjarnan
sjá oftar í leikhúsi. Efni leik-
ritsins virtist höfða mjög mik-
ið til þess hóps. Það er í leik-
ritinu bæði fallegur boðskap-
ur auk þess sem þar er að
finna einfaldleika og hrein-
leika sem snerti strengi sér-
staklega hjá yngra fólki! Það
vildi bara svo óheppilega til
að það var næstum því komið
að prófum þegar sýningar
hófust. (Það er einnig mikil
togstreita milli kynslóða í
verkinu bæði meðal fólksins í
ættbálknum og feðganna
sem brotlenda í dalnum.)
Annars erum við með mörg
járn í eldinum og ef það er
eitthvað sem okkur skortir
ekki eru það hugmyndir. En
allar ákvarðanir bíða þangað
til að tímatafla næsta vetrar
skýrist. Það sem er kannski
mest um vert er að við höfum
stækkað okkar áhorfenda-
hóp og það eru fleiri núna
sem vita af Þíbilju en áður,“
sagði Inga Hildur Haralds-
dóttir að lokum.
Mest um vert að áhorfenda-
hópurinn hefur stækkað, segir
Inga Hildur Haraldsdóttir i við-
tali.
KA.tAtAK
MER FINSTNÚ AÐ
5mNlSTUf>E&\At>
F*A MANNRETTIND l
EINS QGtNAURNlR..
HANN 'ATAUA
QULLFEKANA*.
IPASBt
rÞETTA ER M'AUÐ BROÐIH1.1.
FRIOA Þ'A AUA 06 TAKAA
5V0 EtNN 0& EINN HVAL ||fÚUM
í 06 HVEU3AN V6LlÍr|WP
lAÍCiER SKÚRRURÍy
5AMANTHA FOX
iFAÐERU ACTAF ]
E\NHVER3lRMtRN
BlNDl AD |
J^jNAjíANN
BEINUT5ENPIMC.
WTTTTt^ttp^