Pressan - 13.06.1991, Síða 27

Pressan - 13.06.1991, Síða 27
f«H imjf. F hPÓsið ... fær Árni Bergmann fyrir að taka að sér að andmæla yfirgengilegu bjartsýnishjali Nais- bitts. AÐUR ÚTI NÚNA INNI Nú er öllum iþrótta-kver- úlöntum óhætt að skríða úr híði sínu og skella sér á völl- inn. Það er orðið fínt að fylgja sínu liði nánast hvert sem er — jafnvel norður til Akureyrar. Og þeir sem eru blindastir á getu eigin manna og brot andstæðing- anna geta huggað sig við að á vellinum er öllum óhætt að skilja skynsemina eftir heima. I raun verður al- mennt greindarfall meðal áhorfenda um leið og leikur- inn er flautaður á. Þetta er kjörið tómstundagaman fyrir fjárglæframenn sem svitna ekki einu sinni yfir skulda- halanum og yfirvofandi gjaldþroti. Skot í stöng eða fólskulegt brot lætur þá átta sig á að að þeir hafa enn taugakerfi i skrokknum. ÁDUR INNI NÚNA ÚTI Vantage, Salem light, Kent, Winston light, More. Ellen tt Barkin, Mickey Rourke, Sean Penn og fleiri hafa sýnt og sannað að það er ekki leng- ur púkó að reykja. En það þýðir ekki að það sé orðið hallærislegt að reykja ekki. En eitt er ótrúlega hallæris- legt og það er að reykja ein- hverjar af þessum nikótín- skertu sigarettum. í fyrsta lagi á fólk ekki að láta Ijúga svona auðveldlega að sér að það sé hættuminna og í öðru lagi eiga menn að gera það almennilega sem þeir á ann- að borð taka sér fyrir hend- ur. Winston Extra Long, Ca- mel og jafnvel Pall Mall er nær lagi. POPPIÐ A sunnudaginn er liðið eitt ár frá því opnað var inn í stóra salinn á Tveimur vinum og öðrum i fríi og verður haldin mjkil veisla ajj /'*í\ Vinsælustu vasabækurnar 1. Message from Nam — Danielle Steel 2. Burden of Proof — Scott Turrow 3. Memories of Midnight — Sidney Sheldon 4. Secrets About Men Every Woman Should Know — Barbara DeAngelis 5. Going Wrong — Ruth Rendell 6. Sieeping with the Enemy — Nancy Price 7. Lady Boss — Jackie Collins 8. Love & Desire & Hate — Joan Collins 9. How to Make Love all the Time — Barbara DeAngelis 10. American Psycho — Bret Easton Ellis r r~ r- r- 7T“ f ■ U » ■ p 35 V ■ JV ■ 43 : 47 : ■ KROSSGATAN LÁRÉTT: 1 slý 6 dettur 11 mök 12 heiti 13 þvegið 15 bjálfans 17 kassi 18 múrstein 20 glöð 21 hrúga 23 tangi 24 vitneskja 25 skýli 27 birta 28 náungi 29 skifa 32 huldufólk 36 urgur 37 gimald 39 grama 40 guði 41 húsbóndi 43 brún 44 hortug 46 tvíráðan 48 fen 49 tanni 50 færðin 51 nátthagar. LÓÐRÉTT: 1 starfinn 2 dugnað 3 folald 4 steintegund 5 afkvæmin 6 klarhbra 7 söngl 8 eldstæði 9 blaðri 10 plógjárni 14 fúska 16 skylt 19 skælir 22 tré 24 fruma 26 saur 27 þiðna 29 landræmu 30 þefa 31 vísa 33 frosið 34 smáalda 35 bölvar 37 erfðavisirinn 38 þrykk 41 tvístígi 42 mjög 45 veðrátta 47 bleytu. 5tUDAOUTMMR *■ Í PRESSAN 13. JÚNÍ1991 32 tilefni. Sniglabandið ætlar að spila og að sjálfsögðu verður boðið upp á afmælistertu. KK bandið verður með tónleika á Tveimur vinum í kvöld, en ann- að kvöld bætist Ellen Kristjáns- dóttir í hópinn og ætlar KK þá að leika danstónlist. Loðin rotta ætlar að sjá um fjörið á laugar- dagskvöldið ásamt Jóhannesi Eiðssyni sem hefur tekið við söngnum af Richard Scobie. Óttablandin virðing, nýja hljómsveitin hans Hjartar Hows- er, hefur gert viðreist á tónleika- stöðum bæjarins síðustu daga. Þeir voru á Púlsinum á þriðju- daginn og Berlín um síðustu helgi, en þar ætla þeir að leika aftur í kvöld. Á Púlsinum í kvöld verður fram- haldssveiflukvöld af tónleikun- um með John Clayton í gær- kvöldi, sem að þessu sinni mætir beint af tónleikum með Sinfón- íunni. Tímaskekkjubandið Deep Jimi and the Zep Creams (af því þeg- ar maður sér þá á sviði líður manni eins og maður hafi lent í tímavél) leikur á Púlsinum á laugardags- og sunnudagskvöld, þar sem tvær óþekktar hljóm- sveitir, Blúsbrot og Glerbrot, ætla að koma fram á föstudag- inn. Rokkhljómsveit Islands verð- ur á Púlsinum á mánudaginn, sem er vel við hæfi því þá er 17. júní. Friðrik Karlsson er aðal- maðurinn i þeirri sveit. Aðdáendur Bubba Morthens og Rúnars Júlíussonar geta tekið forskot á sæluna fyrir tón- leikana í Kaplakrika þann 17nda, því nýja hljómsveitin þeirra, GDC, verður á stóra svið- inu í Lídó annað kvöld. Eiríkur Hauksson kemur til landsins frá Noregi til að spila á rokktónleikunum í Hafnarfirði með hljómsveit sinni Artch á 17. júní. Þeir hafa þó ekki hugsað sér að láta það nægja, heldur koma fram á Tveimur vinum og öðrum í fríi síðar um kvöldið, áður en haldið verður aftur til Noregs. SJÓIN________________________ Hótel Island ætlar að reyna það í fyrsta skipti að halda uppi sjói að sumri tii. Það verður þó varla sagt að þeir séu ýkja frumlegir. Treysta á nostalgíuna og bjóða upp á það sem þeir kalla Travelling to the Fifties fyrir útlending-'" ana og Rokk i hjartastað fyrir Islendingana. J Fifties þýðir lög frá -• > sjötta áratugnum, Elvis Prestley og svoleiðis. Annarstaðar verða á boðstólum annarskonar sjó. Lí- dó og Casablanca verða með tískusýningar um helgina. Lidó á laugardaginn og Casablanca á föstudagskvöldið, þar sem bað- fatatíska sumarsins verður kynnt gestum. Við þangað. NÆTURLÍFIÐ___________________ Veitingastaðurinn 22 hefur al- deilis tekið kipp eftir að Magga tók það að sér að vera plötusnúð- ur á efri hæðinni. Fjörið hefur ekki verið meira þar i langan tíma. Það dettur engum í hug lengur að æða niður á Bíóbar þessa dagana þó biðröð sé fyrir utan 22. Reyndar er biðröð á Bíó- barnum líka (eins og allstaðar annarstaðar) og ekkert auðveld- ara að komast þar inn, því þeir eru búnir að vera með eftirlitið á hælunum að undanförnu. Erjekki kominn tími til að segja þessu eftirliti að halda sig heimaj hjá sér um helgar svo aðrir geti skemmt sér þar ^ sem þá langar. Stórtónleikar sumarsins verða í Kaplakrika 17. júni eins og alþjóð hlýturað vera kunnugt um og engin ástæða til að tíunda það nánar eða hvað. Á sunnu- dagskvöldið þann 16ánda gefst æstum aðdáend- um aftur á móti tækifæri til að komast í návígi við goðin, þvi það á að bjóða þeim í partý á Hótel ís- landiþað kvöld. Gestgjafar verða herramennirnirá meðfylgjandi mynd, þeir Jóhannes Backman, Ing- ólfur Stefánsson og Arnór Diego. RÍKISSJÓNVARPIÐ___________ Glæpaalda Crimewave er létt- geggjuð gamanmynd gerð eftir handriti gullpálmahafanna Joel og Ethan Coen. Maður ræður meindýraeiða til að koma vinnu- félaga sinum yfir á annað tilveru- stig. Frumleg hugmynd, en ekki að sama skapi árangursrík. Myndin er á dagskrá á laugar- dagskvöldið. Vinsælustu myndböndin 1. Ghost 2. Presumed Innocent 3< Goodfellas 4. Nikita 5. Flatliners 6. Turtles 7. Air America 8. Madhouse 9. Q&A 10. Men at Work STOÐ2 Konur á barmi taugaáfalls, myndin sem gerði spænska leik- stjórann Pedro Almodovar fræg- an utan heimalandsins, er á dag- skrá Stöðvar 2 á föstudagskvöld. Skemmtileg mynd og fyndin, þó ekki nái hún með tærnar i skringilegheitum þar sem marg- ar af fyrri myndum kappans hafa hælana. Hin óborganlega Car- men Maura, sem leikið hefur í nær öllum myndum Almodo- vars, fer með aðalhlutverkið. VEITINGAHUSIN__________ Verðlaun vikunnar ganga í þetta sinn til veitinga- hússins Pisa. Ekki fyrir hversu fljótir þeir eru að baka pitsurnar (þeir hafa ekki hert sig í því) heldur fyrir að hafa sett upp neyðarbjöllur svo við- skiptavinirnir geti kallað á þjóninn til sín. Húsa- kynnin á Pisa kalla á svona lausn. Aðrir veit- ingastaðir í auðveldara húsnæði og með þreyttari og áhugalausari þjóna mættu taka þetta upp. 27 1982 Ediger Elzhofberg Riesling Auslese Fullþroskað hvítvin úr Riesling berjum. Mjög mjúkt, nokkuð sætt, sæmilega ferskt og með skemmtilegu bragði. Framleiðandinn er Frei- herr Von Landenberg úr neðri hluta Móseldals- ins. Þetta ágæta hvítvín er tiltölulega viðkvæmt og því best að drekka það eitt og sér. Ediger Elzhofberg fæst í vín- búðinni í Mjóddinni og kostar flaskan 1060 krónur. LEIKHÚSIN Ráðherrann klipptur verður í síðasta sinn á litla sviði Þjóðleik- hússins á sunnudagskvöld. Söngvaseiður er á stóra sviðinu og allt uppselt. KLASSÍKIN___________________ Sinfóníuhljómsveit Isiands ætlar að bregða út af vananum á tónleikum sínum í Háskólabiói í ELVIS COSTELLO MIGHTY LIKE A ROSE. Það liður lengri tími milli platna hjá Elvis en áður var. Rose er líka þess virði að þurfa að bíða eftir. Að hluta til léttari en áður, en þó ekki á kostnað gæða. Hans besta plata síðan '83 (Punch the Clock). Fær 9 af 10. kvöld kl. 20 og leika Big band tónlist í stað klassíkur. Stjórnandi Sinfóníunnar á tónleikunum er John Clayton og einleikari Sig- urður Flosason úr Súld. I Listasafni Sigurjóns eru tón- leikar á þriðjudaginn með flautu- leikarahjónunum Guðrúnu Birg- isdóttur og Martial Nardeau. A efnisskránni eru verk eftir Ku- hlau, Telemann, Atla Heimi Sveinsson og Migot. MYNDLISTIN Útlendingar eiga áfram Kjarvals- staði. Það er innpökkunarmeist- arinn Christo sem hefur tekið þar við af Yoko Ono. Verk Flux- us listamanna fá að standa áfram á austursal. HUSRAÐ Ég lendi oft í þvi i minni vinnu að til mín hringja alls- kyns rugludallar og það virðist sem þeir vilji tala lengur eftir því sem þeir hafa minna að segja. Ég á mjög erfitt með að losa mig við þá og finnst ég ekki hafa kjark til jtess að segja þeim eins og er, að þeir séu bæði að eyða mínum tíma og þeirra. Hvað á ég að gera til að losna við þá úr símanum? Mér hefur reynst best að iáta sem síminn minn hafi skyndilega bilað. Þegar þér er orðið Ijóst að þarna er ruglukollur á ferð skaltu segja: „Halló, halló, heyrirðu til mín, halló“ og segja síðan eins og við sjálfa þig: „Hvað, hefur andskotans síminn dottið út, enn einu sinni,“ og leggja síðan á. Þú skalt ekki svara símanum næstu mínút- urnar. Ef viðkomandi hringir aftur getur þú gripið til sama bragðs þar sem hann telur að það sé eitthvað ólag á símanum þínum. VIÐ MÆLUM MEÐ____________ Brennó og snú-snú fyrir fólk á öllum aldri. Fólk á að bera virðingu fyrir vor- inu og fórna því nokkrum auka hitaeiningum. Að fólk sieppi sumarleyfinu alla vega þeir sem hafa ekki efni á öðru. Það getur tii dæmis notað sumarið til að læra ítöisku. OÖ Að fólk brosi við sjálfu sér í speglinum á morgnana best af öllu er að hlæja þvi allt er þetta í raun drepfynd- ið þegar öllu er á botninn hvolft. ri O, O - Fiskeldi svo framarlega sem saklaust fólk er ekki látið blæða fyrir það. Skoðunum ekki endilega réttum skoð- unum heldur miklu frekar skemmtilegum skoðunum. Þeir sem áttu erfitt með að skilja hvern djöfulinn hann Eyjólfur Kristjánsson var með á hausnum í Júróvisjón og héldu að hann væri að gera alla islensku þjóðina að fíflum á þessum annars ágæta vettvangi geta hugg- að sig við að Eyfi átti sér ekki verri fyrirmynd en sjálf- an Al Pacino. En glæpurinn er náttúrlega engu minni fyr- ir það. BÍOIN AVALON STJÖRNUBÍÓI Þessi mynd Barry Levinson erágæt en fjarri þvíjafngóð og nokkuð samstofna myndir félaga Bergmans (Fanny og Alexander) og Allens (Radio Days). STAL I STAL Blue Steel REGNBOGANUM Eftir að hafa búið til milljón hálf mislukkaðar konur í karlalíki hefur Hollywood tekist að búa til einn alvöru karl í konulíki. Svaka spenna og svaka kroppur, hún Jamie Lee Curtis. HRÓI HÖTTUR Robin Hood BÍÓBORGINNI Þeir sem ætla að sjá bara einn Hróa hött í sumar ættu að bíða eftir Kevin Costner. Best er að sjá engan í sumar og halda í minninguna um Hróa hött æskunnar.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.