Pressan - 13.06.1991, Page 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 13. JÚNÍ 1991
Fyrir 90 árum gekk rann-
sóknarblaðamaðurinn Jón
Jónsson um gðtur Reykjavíkur
og kannaði mannlífið með aug-
um heimsmannsins. Jón hafði
verið við nám í Kaupmanna-
hðfn og heyrt ýmsar sðgur af
sveitadrenRjum ofan af íslandi
sem lentu í sollinum og undu
sér í félagsskap skyndikvenna
og fyllirafta. Sjálfur hafði hann
einatt verið ávarpaður af blygð-
unarlausum Hafnardrósum:
„God aften, sðde ven!“ En Jón
Jónsson var stakur reglumaður
og prísaði sig saelan yfir því að
litla Reykjavík var ekki jafn
siðspillandi staður og Hðfn. Og
þó. Jón Jónsson hafði ekki
rannsakað Reykjavík aldamót-
anna lengi þegar á hann runnu
tvær grímur. Reykjavík var í
raun og veru sjálf Sódóma end-
urreist.
„LAUSLÆTIÐ í REYKJAVÍK"
Jón Jónsson var um þessar
mundir ritstjóri lítils blaðs sem hét
Elding. Seinna varð hann kunnasti
sagnfræðingur þjóðarinnar um
sína daga og tók þá upp ættar-
nafnið Aðils.
í febrúar árið 1901 birti Jón for-
síðugrein í blaði sínu, undir fyrir-
sögninni „Lauslætið í Reykjavík ".
Þar gerði hann bæjarbúum grein
fyrir rannsóknum sínum á mann-
lífi í Reykjavík. Og niðurstöðurnar
voru ógnvekjandi: Reykvískar
stúlkur voru úlfar í sauðargæru;
fundir, mannfagnaðir og jafnvel
messur leystust upp í orgíur; út-
lendir sjómenn litu á Reykjavík
sem gósenland; erlendis hefðu
menn smalað reykvískum stúlkum
í stórum stíl inn á opinber hóru-
hús fyrir hátterni þeirra.
Jón getur þess í upphafi greinar
sinnar að í Reykjavík þurfi menn
ekki að óttast samskonar ágang
lauslætisdrósa og í Kaupmanna-
höfn. Nei, íslenskar stúlkur beittu
lymskulegri aðferðum. Hann skrif-
ar:
„Fljótt á að Jíta feta þær um göt-
urnar siðprúðar og eins og með
hálfgerða barnalega feimnis- og
sakleysisblæju yfir sér. Fyrir
margra augum líta þær út eins og
sönn ímynd kvenlegrar blygðunar-
semi. En allt í einu verður þeim á
að gjóta út undan sér augunum á
þennan óumræðilega frekjulega
hátt, sem eins og sýnir manni inn
í ómælanlegan geim af losta og
siðferðislegri spillingu undir sak-
leysishjúpnum. Öll persónan hefur
yfir sér, í limaburði, látbragði og
öllu sínu æði, eitthvað eggjandi og
æsandi, sem ekki er hægt að
lýsa.“
„LOSTAFENGIÐ,
GRÆÐGISFULLT AUGNARÁÐ"
Reykjavík var á þessum árum
dálítið útkjálkaþorp í danska kon-
ungsveldinu, samastaður nokkurra
þúsunda manna, allt frá embættis-
mönnum konungsins ofan í fylli-
rafta og slæpingja. Bæinn virtist
skorta allar forsendur til þess að
fóstra stórfellda siðspillingu og víst
hefur grein Jóns Jónssonar komið
mörgum spánskt fyrir sjónir. En
þeir sem ekki könnuðust við lýs-
ingar Jóns hafa áreiðanlega haft
augun hjá sér eftirleiðis, því
ákveðnar „persónur" komu á
fundi og mannfagnaði gagngert í
að segja að „sumar af Reykjavík-
urdrósunum eru orðnar svo frekar,
að erlendis mundi ekki standa
lengi á því að taka siíkar kven-
sniftir og stinga þeim inn á opin-
ber pútnahús, því þar er þeirra
rétta heimkynni".
„ÖNNUR JJVER STÚLKA
LÆTUR UTLENDING
FLEKA SIG ..
Grein Jóns laust eins og eldingu
niður í fásinnið í Reykjavik enda
höfðu fæstir bæjarbúar rekið aug-
un í það allsherjar kynsvall sem
sagnfræðingurinn fletti ofan af. En
lýsingar hans á stórum hluta kven-
þjóðarinnar voru með þeim hætti
að auðvitað hlutu einhverjir að
rísa upp til varnar. Og reykvískum
og fannst æsingur Jóns lítið annað
en stormur í vatnsglasi.
Af þessu spruttu blaðadeilur og
voru bæjarbúum dægrastytting
fram á sumar. Niðurstaða fékkst
vitanlega ekki en Jóni Jónssyni
barst kærkominn liðsauki í barátt-
unni gegn siðspillingu. Guðmund-
ur skáld Friðjónsson skrifaði grein-
ar í ísafold og var ekkert að skafa
utan af hlutunum. Hann sagði að
„of mikill hluti kvenna vorra versl-
ar með sæmd sína eins og dugg-
arasokka". Skáldinu virtist sæmdin
seld í hendur útlendinga og kvað
sterkt að orði: „Önnur hver stúlka
á landinu lætur útlending fleka
sig, þegar því er að skipta, og þarf
til þess meðaldurg og annan verri
lýð, en alls ekki betri menn.“
geir Ásmundsson og var til heimil-
is í svonefndum Suðurpól í Reykja-
vík; það var satt að segja ekki
hátt skrifað hverfi. Ásgeir var hálf-
fertugur og vann einkum að flutn-
ingi á farangri að og úr skipum.
Við vinnu sína komst Ásgeir í
kynni við erlenda sjómenn og
virðist hafa verið þeim hjálplegur
á marga lund. Og hinir erlendu
skjólstæðingar Ásgeirs þurftu ekki
að kvarta eins og fram kom við
yfirheyrslur í hæstarétti.
Þar var kölluð fyrir 23 ára göm-
ul stúlka, Ólafía að nafni, sem
meðal annars sagði frá því að
kvöld eitt árið áður, 1918, hefði
Ásgeir farið þess á leit við hana
að hún svæfi um nóttina hjá
„svertingja einum" á Hótel íslandi.
„...sagt að hún hefði verið sá bjáni að þýðast ekki
þá menn, sem hann vildir og hefði hún þó getað
fengið 70 kr. fyrir
Holdugir kvenskörungar i dönsku pútnahúsi á fyrsta áratug aldarinnar. Hér-
lendis var slik starfsemi ekki í jafn föstum skorðum á þessum tima — en Jóni
Aðils fannst fyllsta ástæða til að stinga lauslátum, íslenskum stúlkum inn á
„opinber pútnahús".
„ástaumleitunar-erindagjörðum“
og „eins og soga hver aðra að sér
með sínu lostafengna, græðgislega
augnaráði og aka sér hver upp að
annarri".
Og Jón hefur áreiðanlegar heim-
ildir fyrir því að sumir af „lauslæt-
isgleiðgosunum" telji messur og
trúarlegar samkomur sínar bestu
„veiðistöðvar" og „ganga þangað
rakleiðis til að leita sér að bráð!“
Þegar svona er ástatt í siðferðis-
málum bæjarins kemur það les-
endum Jóns varla mikið á óvart
þegar hann upplýsir að erlendir
sjómenn láti vel af viðtökunum
sem þeir fá hjá kvenfólkinu. Jón
rifjar upp að skömmu áður hafi
telpa nokkur, innan við fermingu,
átt „mikil mök við erlenda sjó-
menn“.
Alvöruþunginn í grein Jóns er
mikill og hann klykkir út með því
stúlkum barst liðsauki úr óvæntri
átt þegar Benedikt Gröndal, hálf-
áttrætt þjóðskáld, skeiðaði fram á
ritvöllinn. Benedikt tilheyrði
strangt tekið ekki þeirri öld sem
nýlega var gengin í garð, sérlund-
aður snillingur sem hafði að
mestu dregið sig í hlé frá skarkala
heimsins. En hann þekkti lífið og
ástina áreiðanlega betur en hinn
ungi og siðavandi ritstjóri. Ljóðlín-
ur Benedikts úr fleygu kvæði
hefðu sem best átt við Jón Jóns-
son og skoðanabræður hans:
En þú, sem aldrei yndi fannsl,
né ástarsár í hjarta brannst,
þú skilur ei þann suana söng,
er syngur ástin löng.
Raunar byggði hið aldna þjóð-
skáld málsvörn reykvískra stúlkna
einkum á tilvitnunum í Biblíuna
ÁSTIR í FRELSISBARÁTTU
Þeim Jóni og Guðmundi sveið
greinilega sárast þegar íslenskar
stúlkur voru í slagtogi með útlend-
ingum og litu á það sem beint til-
ræði við frelsisbaráttu íslendinga.
Þannig var það viðhorf snemma
búið til að það flokkaðist rétt að
segja undir landráð að sýna út-
lendingum blíðuhót; viðhorf sem
átti eftir að blómstra á hernámsár-
unum, 40 árum síðar. Og umræða
um siðferði landsmanna var yfir-
leitt einskorðuð við ungmeyjar og
ekki á siðbótarpostulum að skilja
að aðrir ættu neina „sök". Stúlk-
urnar máttu una dómum annarra,
án þess að vera í aðstöðu til þess
að svara fyrir sig. Enda hefur
hvorki fyrr né síðar fengist niður-
staða þegar siðferðismál eru tekin
til umræðu.
„LÉT TILLEIÐAST AÐ VERA
HJÁ ÚTLENDINGUM“
Árið 1918 var íslendingum
þungt í skauti enda virtust örlaga-
nornirnar staðráðnar í því að gera
landsmönnum allt til miska. Katla
gaus og olli töluverðum búsifjum,
frostaveturinn mikli skall á með
fimbulkulda, hafís fyllti alla firði
norðanlands og vestan og suður
með Reykjanesi. Og um haustið
gaus spænska veikin upp og lagði
hundruð Reykvíkinga í gröfina.
Það var þannig ekki harmkvæla-
laust þegar dálítill mannsöfnuður
kom saman fyrir utan stjórnarráð-
ið hinn 1. desember að taka við
fullveldi landsins úr höndum sjó-
liðsforingja af dönsku herskipi.
En árið 1918 geymir fleiri at-
burði, þetta var árið sem lögregl-
an fletti ofan af skipulögðu vændi
sem dafnaði í kringum útlendinga.
Höfuðpaurinn í málinu hét Ás-
Jón Jónsson Aðils hólt þvi fram að
kvennabósar litu á messur sem al-
bestu „veiðistöðvarnar".
Ólafía átti að fá 15 krónur fyrir
næturgreiðann og lét hún tilleiðast
að eigin sögn. Þegar hún kom á
hótelið hitti hún Ásgeir og útlend-
inginn, „svartan og ófríðan, mat-
svein af skipi. Segir vitnið að sér
hafi eigi litist á manninn og viljað
fara burt, en fyrir fortölur ákærða
(Ásgeirs), sem sagði að henni yrði
vel borgað, lét hún tilleiðast að
vera hjá útlendingnum um nótt-
ina. Kveldið eftir, segir vitnið, hitti
ákærði hana á Vesturgötu og lagði
fast að henni að hún væri aftur
hjá útlendingnum næstu nótt og
fyrir sömu borgun; lét hún það
eftir og var enn hjá útlendingnum
næstu nótt“.
ÚTLENDINGUR, DÖKKUR
OG SVAKALEGUR
Ólafía kvað Ásgeir hafa fengið
peninga fyrir milligönguna og á