Pressan - 13.06.1991, Síða 30
Ríkisstjórnin mun leika í
fræöslumynd sem ætlað er aö
kenna stjórnmálamönnum
þróunarlandanna undirstööu-
atriði vestrænnar hagfræði.
íslenskn rikis-
stjórninni
boðið hlutverk
í fræðslnmynd
Alþjóðagjald-
eyrissjóðsins
— okkur vantaði nógu
trúverðuga skúrka, segir
James Kirkland, leikstjóri
Utangarðsmenn
stofna með sér félag
Viljum fá
okkar hlnt-
deild í bættum
viðskipta-
kjörum
— segir Tryggvi Kjördal,
formaður félagsins
öðrum stéttum, segir Tryggvi
Kjördal utangarðsmaður.
Albanir gera
tilboðí
íslenska knatt-
spyrnulands-
liðið
— okkur þykir vænt um
það og við viljum spila
sem ofast við þá, segir
Ivania Kolba, landsliðs-
þjálfari Albana
Hugsanlegt er að landsliðið
verði selt til Albaníu.
24. TÖLUBLAÐ 2. ÁRGANGUR
FIMMTUDAGURINN 13. JÚNÍ 1991
STOFNAÐ 1990
HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HLJÓMAR
Verðum að ala
upp einhvern í
starfið
— segir Davíö Oddsson
sem fann arftaka sinn í
borgarstjórastólinn á
Grœnuborg
Reykjavík, 13. júní______
„Því miður hefur það
komið í ljós að enginn full-
trúanna í borgarstjórnar-
flokknum virðist hafa það
sem þarf. Ég hef því valið
þann kost að ala upp nýjan
mann til að taka við af mér
sem borgarstjóri,“ sagði
Davíð Oddsson, þegar
hann kynnti Jónas Bald-
ursson sem arftaka sinn
sem borgarstjóra í Reykja-
vík.
„Jónas er að vísu enn dálít-
ið ungur en ég treysti honum
til að vinna verkið þrátt fyrir
ungan aldur. Að sjálfsögðu
mun ég verða honum innan
handar á meðan hann þarfn-
ast þess,“ bætti Davíð við.
Jónas er rétt tæplega fimm
íslenskur
framkvœmdamaöur
Vill reisa
hrífuverk-
smiðju í Mos-
fellsbæ
— slík verksmiöja býöur
upp á mun minna tap en
Átafoss
Mosfellsbæ, 12. júní
Bæjarstjórn Mosfells-
bæjar íhugar nú tilboð frá
íslenskum framkvæmda-
manni, Sigtryggi Krist-
jánssyni, um að reisa
hrífuverksmiðju sem
tryggja mun um 200
manns atvinnu.
„Eg frétti af þessari verk-
smiðju í Kúrdistan þegar ég
var í sumarleyfi í fyrra," segir
Sigtryggur. „Ég sá strax að
hún mundi henta Mosfellsbæ.
Þó það sé enginn markaður
fyrir hrífurnar þá er hægt að
tryggja allt að 200 manns
vinnu í henni. Tapið á verk-
smiðjunni yrði einungis um
Jónas Baldursson, tilvonandi
borgarstjóri.
ára, tápmikil! og sniðugur
krakki að sögn Davíðs.
Ákvörðun Davíðs hefur
mætt nokkurri andstöðu
meðal annarra í borgarstjórn-
arflokknum. „Mér sýnist
Davíð ætla að nota drenginn
sem lepp,“ sagði Árni Sigfús-
son. „Hann mun reyna að
stjórna borginni í skjóli
reynsluleysis Jónasar.“'
Jónas Baldursson sagði í
samtali við GULU PRESS-
UNA að ummæli Árna
dæmdu sig sjálf og að hann
vildi ekki standa í orðaskaki í
fjölmiðlum. Hann hygðist
láta verkin tala í starfi sínu.
Sigtryggur Kristjánsson býðst
til að útvega Mosfellsbæ hag-
stæðari taprekstur.
70 prósent af núverandi tapi
Álafoss."
„Það er margt í þessu til-
boði sem þarf að skoða,"
sagði Magnús Sigsteinsson,
forseti bæjarstjórnar í Mos-
fellsbæ, í samtali við GULU
PRESSUNA. „Þar sem fyrir
liggur samþykkt um að halda
áfram taprekstri á Álafossi
ættu menn að skoða það með
opnum huga hvort ekki
mætti finna verksmiðju með
hagkvæmari taprekstri."
Mannúöarfélag kvenna í Sudvestur-ríkjum Bandaríkjanna
Vilja taka
hrefnuveiðimenn
í fóstur
Tucson, 12. júní_________
Á fundi Mannúðarfé-
lags kvenna í Suðvest-
ur-ríkjum Bandaríkj-
anna í gær var samþykkt
að næsta stórverkefni fé-
lagsins yrði að styðja við
bakið á hrefnuveiði-
mönnum sem fá ekki
lengur að veiða vegna
aðgerða Grænfriðunga.
Meðal aðgerða félagsins
verður að taka hrefnu-
veiðimenn í fóstur og
gangast félagsmenn þa
við að framfleyta fóstur-
börnum sínum.
„Það var strax vel tekið í
þessa hugmynd," segir Lisa
Burnstedt, formaður fé-
lagsins í Texas. „Og ekki
minnkaði áhuginn þegar
við sýndum nokkrar slid-
es-myndir af hrefnuveiði-
mönnum. Þá ruku konurn-
ar upp til handa og fóta og
gerðust fósturmæður. Ég
held að um fimmtíu hrefnu-
veiðimenn hafi gengið út á
þessum fyrsta fundi."
Að sögn frú Burnstedt
eru félagskonurnar flestar
úr stórborgunum og því
finnst þeim nýjung að vera
í svo nánum tengslum við
menn sem ef til vill eru
óheflaðri en þær eiga að
venjast.
„Það er eitthvað svo villt
og frumstætt við þessa
menn," sagði Karolina
Hammer, eftir að hún hafði
tekið þrjá hrefnuveiði-
menn í fóstur á fundinum.
Frú Karolina Hammer tók þrjá hrefnuveiðimenn í fóstur, einn
fyrir dóttur sina en tvo fyrir sig sjálfa, og greiddi 514 dollara
fyrir.
Jón Baldvin stekkur úr failhlíf
og Davíð verður fjallkonan á
sautjánda júní.
Ráöherrar ná sáttum
Davíð verður
fjallkonan og
Jón Baldvin
stekkur nr
fallhlíf
Reykjavík, 13. júní_
Eins og greint var frá í
síðustu GULU PRESSU lá
við stjórnarslitum þegar
Davíð Oddsson gerði
kröfu um að fara með hlut-
verk fjallkonunnar á sautj-
ánda júní. Þrátt fyrir heift-
arleg mótmæli krata þá
hafa nú tekist sættir.
I sáttatilboði sjálfstæðis-
manna, sem hefur verið sam-
þykkt, er gert ráð fyrir að Jón
Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra muni stökkva
úr fallhlíf yfir Hljómskála-
garðinum.
„Þó stökkið sé kannski
ekki eins virðulegt og hlut-
verk fjallkonunnar þá mun
það ekki vekja minni athygli,"
sagði Ámundi Ámundason,
sem séð hefur um skipulagn-
ingu hátíðahaldanna fyrir
krata.
„Það er svo skemmtilegt að
ég á einmitt að koma til
landsins þennan dag. Ég mun
því stökkva út yfir garðinum
og slepp þar af leiðandi við
þreytandi ferð frá Keflavík,"
sagði Jón Baldvin.
Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfi og alhliða þjónusta
MICROTÖLVAN
Suðurlandsbraut 12 - sími 688944