Pressan - 26.09.1991, Síða 7

Pressan - 26.09.1991, Síða 7
FIMMTUDAGUR PKCSSAN 26. SEPTEMBER 1991 7 Hrafn Pálsson deildarstjóri í heilbrigðisráðuneytinu Fyrir nokkrum árum fékk Hrafn Pálsson deildarstjóri í heilbrigöisráöuneytinu umboÖ fyrir stóran lyfjaframleiðanda í Englandi. Eftir aö afskiptum hans af lyfjainnflutningnum var mótmœlt lét hann umboöiö í hendur sambýliskonu sinnar sem stofnaöi fyrirtœki utan um reksturinn. í ferðalagi erlendis fyrir nokkrum árum fékk Hrafn Pálsson, deildarstjóri í heilbrigðisráduneytinu, umboð fyrir enska lyfjaframleiðslufyrirtækið Generics, sem hef- ur sérhæft sig í eftirlíkingalyfjum. Hrafn stofnaði sam- vinnufélagið Radex um umboðið, en eftir að aðrir lyfja- innflytjendur höfðu sent inn kvörtun vegna þess lét Hrafn sambýliskonu sína, Vilborgu G Kristjánsdóttur, hafa umboðið. Hún stofnaði fyrirtækin Radix hf. og síðar NM Pharma hf. til innflutnings á lyfjum. Síðarnefnda fyr- irtækið hefur nú nokkuð umfangsmiklastarfsemi, sem til skamms tíma var á heimili þeirra Hrafns og Vilborgar. Sex af lyfjum þeim sem finna má á „bestukaupalista" ráðuneytisins eru frá þessu fyrirtæki og er mikil sala á þeim öllum. Fyrirtækið Radix hf. var stofnað 27. maí 1989 af Vilborgu G. Krist- jánsdóttur og fjórum börnum henn- ar, Gudrúnu Jóhannsdóttur, Heiöu Elínu Jóhannsdóttur, Jóhanni Gísla Jóhannssyni og Kristjáni Jóhanns- syni. Tilgangur fyrirtækisins var innflutnings- og umboðsverslun og var hlutafé 100.000 krónur. Vilborg er sambýliskona Hrafns og deildarstjóri á skrifstofu Forseta íslands. Hún átti 96% hlutafjár í fyr- irtækinu en börn hennar afganginn. Heimilisfang Radix hf. var skráð á Tómasarhaga 25, heimili Vilborgar og Hrafns. I desember 1990 skipti fyrirtækið síðan um nafn og heitir NM Pharma með núverandi heimil- isfang á Skólavörðustíg 16. Nafninu var breytt til að unnt væri að sam- ræma umbúðir fyrir framleiðslu Generics á Norðurlöndum og urðu engar breytingar aðrar á fyrirtæk- inu. Núverandi framkvæmdastjóri er Gudjón Gudmundsson, tengda- sonur Vilborjar. FÉKK UMBOÐIÐ í GEGNUM KUNNING’A SINN Hrafn segir sjálfur að kunningi sinn í Svíþjóð, sem sé reyndar um- boðsmaður fyrir Generics á Norður- löndum, hafi boðið sér þetta umboð fyrir nokkrum árum. „Ég vildi at- huga þetta og ég skráði fyrirtækið. Það gerðist hins vegar ekkert í því á mtðan ég var viðloðandi þetta, en Jón heitinn Ingimarsson ráðlagði fyrst og fremst vakað fyrir honum þegar hann tók við umboðinu. AÐRIR LYFJÁINNFLYTJENDUR MÓTMÆLA í upphafi árs 1989 sneru fulltrúar lyfjavöruhóps Félags íslenskra stór- kaupmánna sér til heilbrigðisráðu- neytisins ög mótmæltu því að starfs- maður ráðúpeytisins ætti hlut í lyfja- innflutningsfyrirtæki. Að sögn Gunnlaugs Birgis Daníelssonar, sem á sæti í lyfjavöruhópnum, töldu stórkaupmenn að\Hrafn hefði að- gang að trúnaðaruþplýsingum um aðra lyfjavöruinnflytjendur. Sagði Gunniaugur að þeir hefðu talið að hér væri um brot á reglum að ræða. Starfsemi lyfjaumboðsins var lengst af á Tómasarhaga 25, þar sam Hrafn og Vilborg búa. Nú hefur innflutningsfyrirtaskid veriö flutt á Skólavöröustíg 16. mér að fara út úr þessu og koma ekki nálægt fyrirtækinu, því að þótt ég væri ekkert viðriðinn lyfjamál ráðuneytisins væri þetta óheppilegt fyrir mig upp á umræðuna sem ég gæti fengið út á það,“ sagði Hrafn, en neitaði því að hafa fengið um- boðið í embættisferð. Sagði Hrafn að þar sem hér væri um að ræða framleiðanda ódýrra lyfja hefði áhugi hans vaknað. Sagð- ist hann telja að það væri til mikilla bóta fyrir íslenska lyfjamarkaðinn að ódýr eftirlíkingalyf bærust hing- að í samkeppni við önnur. Það hefði Vegna þessara mótmæla lét ráðu- neytið fara fram athugun á þessari aukastarfsemi Hrafns. í svarbréfi sem stórkaupmönnum var sent 27. janúar 1989, undirritað af fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, Gud- mundi Bjarnasyni, og Jóni Ingi- marssyni, þáverandi skrifstofu- stjóra, kemur fram að ráðuneytið telur að hér sé ekki um brot á lyfja- lögum að ræða. Einnig segir í bréf- inu að ekki virðist um misneytingu aðstöðu að ræða, þar sem Hrafn komi ekki nálægt umfjöllun ráðu- neytisins um lyfjamál. Sömuleiðis telur ráðuneytið að Hrafn hafi ekki gerst brotlegur við réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Guð- mundur Bjarnason staðfesti þessa niðurstöðu í samtali við PREISSUNA og sagði að þessi mál hefðu verið rædd sérstaklega við Hrafn. RÁÐUNEYTIÐ TALDI STARFSEMI HRAFNS „ÓHEPPILEGA“ I niðurlagi bréfs ráðuneytisins kemur hins vegar fram að það telur rétt að Hrafn hætti afskiptum af fyr- irtækinu. Segir þar: „Þrátt fyrir þetta hefur viðkomandi starfsmanni verið kynnt sú skoðun ráðuneytis- ins að hagsmunatengd afskipti hans af viðskiptum á verkefnasviði ráðu- neytisins kuntli að vekja tortryggni og grun um misneytingu aðstöðu og því séu slík afskipti óheppileg og óæskileg að mati ráðuneytisins. Hefur ráðuneytið fyllstu ástæðu til áð ætla að viðkomandi muni taka tillit til þessa álits ráðuneytisins." Eins og áður hefur komið fram taldi Hrafn við svo búið rétt að hætta afskiptum af fyrirtækinu og lét hann sambýliskonu sinni og börnum hennar það í té. Starfsemi þess var þó áfram á Tómasarhaga 25. „Síðan hef ég ekki komið ná- lægt þessu fyrirtæki, Mér finnst ekk- ert að því þó að sambýliskona mín hafi tekið við umboðinu. Það er ekkert hægt að komast hjá því í þjóðfélaginu að nota hina og þessa. En sennilega þykir mér ekki rétt að ég sé persónulega í þessu, fyrst ég lét af þessu." — En hver er munurinn, fyrst þetta var áfram á heimili þínu? „Hvað viltu fara langt með það? í fyrsta lagi er ég ekki kvæntur kon- unni. Skiptir það einhverju máli? Skiptir það máli að hún á húsið en ekki ég? Skiptir það máli að þetta er farið út af heimilinu núna? Nú eru það aðrir en við sem önnumst þetta. Mér finnst þetta ekki skipta höfuð- máli fyrir mig — ég vinn við öldrun- armál hér en ekki lyfjamál. Það eina sem ég hef um þetta að segja, í sjálfu sér, er að þetta er í raun og veru ekki mitt mál lengur. Ég hugsaði þetta ekki mér til framdráttar að einu né neinu leyti. En af hverju að sleppa þessu strax í hendurnar á einhverj- um öðrum ef þetta er eitthvað sem hægt er að gera gott við? Fyrir utan það að ég held að það sé góð pólitík að koma með eftirlíkingalyf inn á þennan markað hérna. Lyfjamark- aðurinn á íslandi er mun meira sið- ferðismál en þetta,“ sagði Hrafn. MEÐ SEX SÖLULYF Á BESTUKAUPALISTANUM Það kom fram hjá Gunnlaugi að stórkaupmenn hefðu í sjálfu sér kyngt þessari niðurstöðu þrátt fyrir að vera ekki fyllilega sáttir við hana. Það væri enn skoðun þeirra að Hrafn hefði óeðlileg tengsl við fyrirtækið. Þá leitaði PRESS\N álits hjá lækni sem þekkir vel til þessara mála, en læknum er til dæmis bannað að tengjast lyfsölu- eða dreifingarfyrir- tækjum. „Það er alveg fráleitt að háttsettur embættismaður í heil- brigðisráðuneytinu geti tengst fyrir- tækinu á þennan hátt," sagði við- komandi læknir, sem ekki treysti sér þó til að láta nafns getið. Einnig var leitað álits hjá Sighvati Björgvinssyni heilbrigðisráðherra, sem tók fram að hann vissi ekkert um þetta mál. Hann sagði þó að þar sem Hrafn tengdist ekki lyfjamálum ráðuneytisins sæi hann ekki hags- munatengsl í þessu máli. Eins og áður segir er hér um eftir- líkingalyf að ræða, sem Gener- ics-fyrirtækið framleiðir. Slík lyf eru framleidd eftir að einkaleyfi þess sem þróaði lyfið rennur út. NM Pharma er umboðsaðili fyrir sex eft- irlíkingalyf sem eru inni á „bestu- kaupalista" heilbrigðisráðuneytis. Það eru lyfin: Atenolol, Baklofen, Naproxen, Nifedipin, Tamoxifen og Verapamil. Eftir því sem komist verður næst er mikil sala í þessum lyfjum, sem hafa leyst önnur dýrari af hólmi, og eru þrjú þeirra til dæm- is mikið notuð á spítulum. Þeir sem til þekkja telja að umboð fyrir þessi lyf geti ekki arinað en verið arð- bært. Sigurður Már Jónsson

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.