Pressan - 26.09.1991, Page 8
8
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991
Rannsóknarlögregla ríkisins hefur til rannsóknar kær-
ur á hendur þremur lögmönnum. Tveir þeirra eru sakad-
ir um að hafa dregið sér umtalsvert fé af slysabótum
skjólstædinga sinna og sá þriðji er sakaður um að hafa
ekki staðið rétt að uppgjöri eftir innheimtumál. Elsta
málið er á hendur Eddu Sigrúnu Ólafsdóttur. Tvö mál
bættust við nýlega. Það eru kærur á hendur Gudnýju
Höskuldsdóttur og Gudmundi Óla Guömundssyni. Bogi
Nilsson rannsóknarlögreglustjóri staðfesti þetta í samtali
við PRESSUNA.
Nokkuð er síðan rannsókn máls Eddu Sigrúnar hófst.
Rannsóknarlögreglan sendi ríkissaksóknara málið fyrir
nokkrum mánuðum. Saksóknari hefur sent málið aftur
til RLR með ósk um frekari rannsókn. Hin málin eru mun
yngri. Ljóst er að lögmennirnir þrír hafa dregið sér millj-
ónir króna.
Einn lögmannanna, Guöný Hös-
kuldsdóttir, hefur tilkynnt stjórn
Lögmannafélags íslands að hún ætli
sér að skila inn lögmannsréttindum
sínum. Þá hefur hún einnig tilkynnt
að hún vilji að bú sitt verði tekið til
gjaldþrotaskipta.
Á ANNAN TUG MILLJÓNA
Samtals má ætla að lögmennirnir
þrír hafi dregið sér á annan tug
milljóna króna frá skjólstæðingum
sínum. Þar vegur hlutur Guðnýjar
Höskuldsdóttur þyngst. Þegar hafa
borist kærur á hendur henni upp á
sjö til sjö og hálfa milljón króna.
Ef svo heldur fram sem horfir
kemur það í hlut Ábyrgðarsjóðs
LögmannaféL.í að greiða skjól-
stæðingúrr Ouonýjar, þar sem bú
hennar v- our tekið til gjaldþrota-
skipta.
Lögmannafélagi íslands barst
aldrei beint erindi vegna mála Eddu
Sigrúnar Ólafsdóttur. Eigi að síður
var málið mikið reifað meðal lög-
manna.
Stjórn Lögmannafélagsins, sem
jafnframt er siðanefnd félagsins,
sektaði Guðmund Óla Guðmunds-
son um 20 þúsund krónur vegna
kærunnar á hendur honum. í úr-
skurði stjórnarinnar sagði eitthvað
á þá leið að framkoma hans væri
ámælisverð og ekki í samræmi við
það sem góðum lögmönnum
sæmdi.
Guðmundur Óli rak innheimtu-
mál fyrir erlent fyrirtæki. Greitt var
inn á kröfuna en lögmaðurinn skil-
aði greiðslunni ekki til eigenda kröf-
unnar.
ÁBYRGÐARSJÓÐUR
LÖGMANNA
Eins og áður sagði bendir allt til
að Ábyrgðarsjóður Lögmannafé-
lagsins geri upp við skjólstæðinga
Guðnýjar Höskuldsdóttur. Sjóður-
inn átti við síðasta uppgjör rétt um
13 milljónir króna. Kröfur á hendur
Guðnýju, þ.e. frá skjólstæðingum
hennar, eru nú orðnar sjö til sjö og
hálf miiljón króna. Ekki er vitað
hvort þeim á eftir að fjölga.
Greinilegt er að Ábyrgðarsjóður-
inn þarf, ef svo heldur fram sem
horfir, að greiða meira en helming
þess sem í honum er.
Sennilegt er að mál Guðnýjar
Höskuldsdóttur sé það stærsta sem
komið hefur til kasta sjóðsins. Fyrir
nokkrum árum varð starfandi lög-
maður, Magnús Þóröarson, gjald-
þrota. Hann skuldaði skjólstæðing-
um sínum umtalsverða peninga,
meðal annars hafði hann ekki stað-
ið í skilum með stóran hluta af slysa-
bótum til eins þeirra. Þar sem Magn-
ús reyndist ekki borgunarmaður
fyrir skuldum sínum varð Ábyrgðar-
sjóðurinn að greiða fyrir hann.
Hjá Lögmannafélagi íslands feng-
ust þær upplýsingar að mál Magnús-
ar væri það stærsta sem fallið hefði
á sjóðinn hingað til. Óvíst er hvort
mál Guðnýjar verður stærra en mál
Magnúsar var á sínum tíma. Reynd-
ar hefur sjóðurinn aðeins tvisvar
þurft að greiða fyrir félagsmenn
Lögmannafélagsins á þeim fimmtán
árum sem hann hefur verið til. Það
er í máli Magnúsar Þórðarsonar og
í hinu tilfellinu var um minniháttar
upphæð að ræða. Mál Guðnýjar
verður því þriðja málið sem k?mur
til kasta Ábyrgðarsjóðsins.
10 TIL 15 MÁL HJÁ
LÖGMANNAFÉLAGINU
Marteinn Másson, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélagsins, segir að
hjástjórnfélagsinsséunúna lOtil 15
mál. Þau séu misalvarlegs eðlis og í
mörgum tilfellum sé jafnvel um mis-
skilning milli lögmanna og skjól-
stæðinga þeirra að ræða. Eins eru
dæmi um erindi til stjórnarinnar þar
sem kvartað er undan skorti á upp-
lýsingum frá lögmönnum.
Lögfræðingum hefur fjölgað mjög
á síðustu árum og þar með starfandi
lögmannsstofum. Samkeppni með-
al þeirra hefur um leið aukist mikið
og nú er rekstur lögmannsstofu ekki
eins örugg leið til góðrar afkomu og
áður var.
Marteinn Másson, framkvæmda-
stjóri Lögmannafélagsins, segir að
sem betur fer hafi stjórn félagsins
ekki þurft að hafa afskipti af mest-
um hluta iögmanna, aðeins lítill
hluti þeirra hefur starfað þannig að
til kasta félagsins hafi þurft að
koma.
EDDA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR
Það vakti mikla athygli þegar
PRESSAN birti frétt fyrir tæpu ári
um að búið væri að kæra Eddu Sig-
rúnu Ólafsdóttur fyrir að hafa dreg-
ið sér hluta af tryggingabótum skjól-
stæðinga sinna.
Rannsóknarlögreglan hafði áður
rannsakað starfshætti eftir ábend-
ingar frá tryggingafélögunum.
Rannsóknarlögreglan sendi þá
rannsókn til embættis ríkissaksókn-
ara. Halluardur Einvarösson ríkis-
saksóknari sá ekki ástæðu til
ákæru.
Eftir að PRESSAN skrifaði um
málið var það tekið til rannsóknar á
ný. Rannsóknarlögreglan tók málið
upp að nýju og að lokinni rannsókn
var það sent til ríkissaksóknara. Eft-
ir að hafa verið þar talsverðan tíma
var það í síðasta mánuði sent aftur
til rannsóknarlögreglunnar, með
ósk um frekari rannsókn.
Bogi Nilsson rannsóknarlögreglu-
stjóri sagði í samtali við PRKSUNA
að hann gæti ekki sagt til um hve-
nær rannsóknarlögreglan lyki rann-
sókn málsins á hendur Eddu Sig-
rúnu frekar en hinna málanna
tveggja sem nú eru í rannsókn hjá
RLR.
Samkvæmt þessu mun rannsókn
máls Eddu Sigrúnar taka vel á ann-
að ár, í það minnsta, þar til endanleg
ákvörðun ríkissaksóknara um hvort
ástæða er til ákæru eða ekki liggur
fyrir.
NAFNBIRTING í FYRSTA SINN
Þegar stjórn Lögmannafélagsins
birti í fréttabréfi félagsins úrskurð
sjnn í málinu á hendur Guðmundi
Óla Guðmundssyni vakti það at-
hygli að nafn hans var birt, en þetta
mun í fyrsta sinn sem slíkt er gert.
Marteinn Másson segir að á síð-
asta aðalfundi Lögmannafélagsins
hafi verið samþykkt breyting á siða-
reglunum sem heimila nafnbirting-
ar við birtingu úrskurða, þyki sér-
stakar ástæður vera fyrir hendi. í
þessu tilfelli þótti ástæða til að birta
nafn lögmannsins.
Nokkuð er síðan mál Guðmundar
Óla barst til stjórnar Lögmannafé-
lagsins og hefur verið mikið fundað
um málið. Eins og áður segir deila
Guðmundur Óli og umbjóðandi
hans um uppgjör innheimtumáls.
Umbjóðandinn hefur eins og áður
sagði kært Guðmund Óla til rann-
sóknarlögreglunnar. Þeir sem
kynnt hafa sér málið segja reyndar
óvíst hvort það á frekar heima hjá
rannsóknarlögreglunni en í bæjar-
þingi, þar sem það er einkamál.
Hvað sem mönnum finnst valdi