Pressan - 26.09.1991, Síða 9
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991
9
EDDA SIGRÚN ÓLAFSDÓTTIR. Nú er liðið á annað
árfrá þvi rannsóknarlögreglan hóf að rannsaka sak-'
argiftir á hendur henni. Málið hefur tvisvar farið til
embættis ríkissaksóknara og jafnoft þaðan aftur.
GUÐNÝ HÖSKULDSDÓTTIR. Allt bendir til að
Ábyrgðarsjóður Lögmannafélags íslands þurfi að
greiða sjö til átta milljónir króna þar sem Guðný
getur ekki gert upp við skjólstæðinga sína. Hún
ætlar að skila inn lögmannsréttindum sínum og
hefur óskað þess að verða tekin til gjaldþrota-
skipta.
GUÐMUNDUR ÓLIGUÐMUNDSSON. Stjóm Lög-
mannafélagsins sektaði hann og vrtti. Það var er-
lent fyrirtæki sem kærði Guðmund Óla til Lög-
mannafélagsins og rannsóknariögreglunnar fyrir
að halda eftir fé sem hann innheimti. (Guðmundur
er sá með sólgleraugun á myndinni.)
F
A_4kkert varð af því að Sigurður
Valgeirsson tæki við ritstjórn helg-
ardagskrár rásar 2. Sigurður var bú-
inn að ráða sig til
starfans, en áður en
hann hóf störf var
honum boðið starf
útgáfustjóra hjá
bókaforlaginu Ið-
unni. Sigurður
þekktist boð Jóns
Karlssonar, framkvæmdastjóra Ið-
unnar. Þegar Stefán Jón Hafstein
bauð Sigurði starf ritstjóra helgar-
dagskrár var hann starfandi á Bylgj-
unni, en þar áður var Sigurður út-
gáfustjóri Almenna bókafélags-
ins...
— Bogi Nilsson rannsóknarlögreglustjóri segir ad
hjá sínu embætti sé unnið ad rannsóknum á mál-
um á hendur þremur lögmönnum sem kœrdir hafa
verid fyrir ad halda eftir peningum sem þeir höfdu
undir höndum en skiluöu ekki til réttra aðila. Gest-
ur Jónsson, formaður Lögmannafélagsins, segir
þetta alvarleg mál sem stjórn félagsins hafi veru-
lega þungar áhyggjur af.
umbjóðandi Guðmundar Óla þá leið
að fara með málið tii lögreglunnar.
Það fer síðan eftir því hvaða niður-
staða fæst i málið á þeim vettvangi
hvað um það verður. Sjái yfirvöld
ekki ástæðu til ákæru getur um-
bjóðandinn farið með málið fyrir
bæjarþing Reykjavíkur.
Eins og áður sagði var Guðmund-
ur Óli Guðmundsson með inn-
heimtukröfu fyrir erlent fyrirtæki.
Greitt var inn á kröfuna án þess að
Guðmundur skilaði greiðslunni til
erlenda fyrirtækisins, þ.e. eiganda
kröfunnar.
KOMST UPP FYRIR TILVILJUN
Eins og áður sagði er mál Eddu
Sigrúnar Ólafsdóttur elst málanna
þriggja. Upp um svikin komst fyrir
algjöra tilviljun. Einn skjólstæðinga
hennar, ung kona, þurfti nauðsyn-
lega að fá læknaskýrslur sem höfðu
fylgt málinu á hendur tryggingafé-
laginu. Unga konan reyndi mikið til
að ná tali af Eddu Sigrúnu. Hún var
fjarverandi og því leitaði konan til
tryggingafélagsins og fékk þar af-
hent öll gögn málsins.
Þá kom í Ijós að Edda Sigrún hafði
móttekið hálfri milljón króna meira
en hún hafði skilað til ungu konunn-
ar. Unga konan vildi ekki kæra
Eddu Sigrúnu. Forráðamenn Sjó-
vár/Almennra, en það tryggingafé-
lag hafði með málið að gera, vöktu
athygli rannsóknarlögreglunnar á
þessu. Síðar komu fram fleiri mál
sama eðlis. Eins og áður segir kann-
aði rannsóknarlögreglan þau og
sendi gögnin til saksóknara. Hann
sá ekki ástæðu til aðgerða og því
varð ekkert úr þeirri rannsókn fyrr
en PRESSAN birti fyrstu fréttina um
málið 1. nóvember 1990.
HEFUR BREYTT
SAMSKIPTUM LÖGMANNA
OG SKJÓLSTÆÐINGA
Eftir að mál Eddu Sigrúnar kom
fram í dagsljósið breyttust samskipti
margra lögmanna og skjólstæðinga
þeirra í slysamálum. Hæstaréttar-
lögmaður sagði í samtali við PRESS-
UNA að sér dytti ekki í hug eftir
þetta að taka á móti bótum til skjól-
stæðinga. Ef viðkomandi gæti ekki
sótt peninga sína sjálfur sagðist lög-
maðurinn láta tryggingafélögin
senda greiðslurnar til viðkomandi.
Annar hæstaréttarlögmaður
sagðist ekki hafa breytt starfsað-
ferðum sínum. „Ef fólk treystir mér
ekki verður það að leita annað. Ég
kæri mig ekki um að vinna fyrir fólk
nema fullur trúnaður sé á milli mín
og þess sem ég vinn fyrir. Þetta hef-
ur alit haft áhrif og það er gott og vel
ef fólk fylgist betur með. Því miður
eru til lögmenn sem ekki eru
traustsins verðir."
Sigurjón Magnús Egilsson
Mikið áhyggduefri og fleiri mál
..Þetta er okkur mikid áhygtýu-
efni. Ég held ud þetta sé einsdæmi
eins og þú lýsir því, að rannsókn-
arlögreglan hafi mál á hendur
þremur tögmönnum til rannsókn-
ur. Ég held þetta sé meira og alvur-
lega en verid nefur. Viö skulum
samt gæta okkar á þvi ad þetta
eru kærur en ekki dómar." sugöi
Gestur Jónsson, hœsturéttarlög-
madur og formudur Lögmunnafé-
lags fslands.
Gestur sagði að eitt málanna
væri alvarlegast þar sem lögmað-
urinn væri kominn í greiðsluþrot.
Þar á hann við mál Guðnýjar
Höskuldsdóttur.
„Við munum tryggja að skjól-
stæo'ingar hennar tapi ekki sínu.
Abyrgðarsjóðurinn var stofnaður
til að tryggja að skjólstæðingar
lögmanna töpuðu ekki ef lög-
menn kæmust í greiðsluþrot."
Gestur sagðist ekki hafa kynnt
sér hagi þeirra skjólstæðinga Guð-
nýjar sem hefðu kært hana. Hann'
sagði Ijóst vera að fólkinu bæru
bætur vegna þess aö þaö hefði
orðið fyrir áföllum og því væri sér-
hvert svona mál alvarlegt fyrir
þann sem fyrir því yrði.
Þegar Gestur var spurður hvort
Lögmannafélagið mundi grípa til
einhverra aðgerða vegna þessara
mála sagði hann félagið lítið geta
gert. Það væri ekki eiginlegt stétt-
arfélag og því gætu félagsmenn
ekki ráðið hverjir væru í félaginu
Gestur Jónsson, formaður Lög-
mannafélagsins. Hefur áhyggjur af
þessum málum og segir þau alvar-
leg. Lög Lögmannafélagsins heim-
ila ekki aö fólk sé rekiö úr félaginu.
enáðup
og hverjir ekki. Það væri sem sagt
ekki hægt að reka menn úr félag-
inu. Stjórn félagsins gæti ekki
dæmt félagsmenn öðruvísi en
sekta þá. Gestur Jónsson sagði
það frekar táknrænt en annað.
Það vakti athygli, þegar úr-
skurður stjórnar félagsins í máli
Guðmundar Óla var birtur, að
nafn hans var birt. Gestur sagði að
siðareglum hefði verið breytt, ein-
mitt vegna viðleitni til að auka úr-
ræði félagsins þegar siðareglur
þess væru brotnar.
En er formaður Lögmannafé-
lagsins áhyggjufullur vegna þess-
ara mála?
„Já. Ég hef verulegar áhyggjur
af þeim."
__ að hafa ekki allir sama álit á
Atla Edvaldssyni. Ásgeir Elías-
son landsliðsþjáifari hefur ekki not
fyrir Atla á sama tíma og Atli gerir
vart annað en hafna
tilboðum frá fót-
boltafélögum. For-
ráðamenn þriggja
liða, Stjörnunnar,
Fylkis og FH, hafa
leitað eftir Atla sem
þjálfara og leik-
manni. Atli mun hinsvegar ákveð-
inn í að leika áfram hjá KR. Þrátt fyr-
ir að Ásgeir Klíasson hafi ekki þörf
fyrir Atla fer ekki á milli mála að
það eru ekki allir sömu skoöun-
ar . . .
✓
I Hamri, blaði sjálfstæðismanna í
Hafnarfirði, er grein þar sem spáð
er í hver verði næsti bæjarstjóri í
Hafnarfirði. Grein-
arhöfundur gefur
sér að Guðmundur
Árni Stefánsson
verði kominn á þing
fyrir næstu bæjar-
stjórnarkosningar,
1994. í Hamri er
sagt að fjórir bæjarfulltrúar Alþýðu-
flokksins telji sig sjálfkjörna. Þeir
sem Hamar nefnir eru Ingvar Vikt-
orsson, formaður bæjarráðs, Jóna
Ósk Guöjónsdóttir, forseti bæjar-
stjórnar, Tryggvi HarAarson.
blaðamaður á Alþýðublaðinu, og
Árni Hjörleifsson. Þá segir í blað-
inu að Kristján GuAmundsson,
fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi, komi
einnig til greina, en hann mun nú
vinna að sérstökum verkefnum fyr-
ir bæjarstjórann í Hafnarfirði, sam-
kvæmt því sem Hamar segir...
u,
_ ' m helgina kemur út ný Heims-
mynd með viðtali við Ólaf Jóhann
Ólafsson, forstjóra Sony í New
York. í viðtalinu tal-
ar Ólafur Jóhann
um heima og geima;
viðskiptafrumskóg-
inn sem hann lifir í,
siðferði í viðskiptum
hér heima og það
fólk sem hann um-
gengst í New York. Þar kemur með-
al annars við sögu leikkonan Julia
Roberts. Þótt Ólafur nefni engin
sérstök íslensk fyrirtæki má greina
að hann er meðal annars að tala um
AB, bókaforlagið, þegar hann fjallar
um skoðanir sínar á bágu siðferðis-
stigi i íslenskum viðskiptum ...