Pressan - 26.09.1991, Blaðsíða 28
28
FIMMTUDAGUR PRESSAN 26. SEPTEMBER 1991
Uf eJftiA 4M4UU&1
?
Meðlimir hljómsveitar-
innar loðinnar rottu æfa
stift þessa dagana. Þeir
ætla að spila i Vest-
mannaeyjum um næstu
helgi og á Gauk á Stöng á
sunnudags-, mánudags-
og þriðjudagskvold auk
þess sem PS-músik (Pét-
ur Kristjánsson og Stein-
ar) hefur boðið þeim aö
gera plötu fyrir ár3mót.
Af þvi tilefni meðal ann-
ars fóru þeir í sumarbúðir
i Rangárþingi ekki alls fyr-
ir löngu til að semja lög
og texta og æfa. halli
gulli tromma segir að
þeir muni minnka tón-
leikahald á næstunni og
einbeita sér að gerð plöt-
unnar. Auk Halla eru í
Rottunni þeir bjarni bragi
á bassa (BBB), ingölfur
guðjonsson, hljóm-
borðsleikari og formaður,
JÓHANNES EIÐSSON, hár-
skeri og húsmóðir og sér
hann um sönginn i stað
Scobies sem fór til USA i
vor, og sigurdur grondal
á gitar (SG-gítarar).
Skifan er að hefja útgáfu
á geisladiskum með
klassískri tónlist. Á vaðið
ríður EDDA ERLENDSDÓTTIR
pianóleikari, er leika mun
verk eftir GP.E. BACH.
Stefnt er að þvi að hafa
flytjendur sem flesta is-
lenska, og jafnvel kynna
þessa útgáfu erlendis.
Útgáfan bætist við þau
ógrynni sem islensk tón-
verkamiðstóð hefur sent
frá sér á undanförnum ár-
um. Og þetta er ekki allt.
í kvóld verður Sinfóniu-
hljómsveit íslands með
tónleika í Háskólabiói i
samvinnu við breska út-
gáfufyrirtækið Chandos,
en það ætlar að gefa út
diska með sinfóniunni
næstu þrjú árin.
Ég er hræddur um að gall-
eríin verði að stilla betur
saman strengi sína. Unv
síðustu helgi helltist yfir
mann hver opnunin á fæt-
ur annarri. Nú blasir við
eyðimörk og hvergi hægt
að fá sér ókeypis í glas.
Kippið þessu í lagl
UppÁlHAlds
VÍNÍð
Anna Ringsted
kaupmaður i Fríðu frænku
„Mérþykir kumpuvín besl uí>
þú sérstuklegu Gulu ekkjun.
Éif er hrifiri uf ruudvíni uif ef
éif fer úl uö buröu drekk éif
ullluf Chuleuurieuf-du Pupe."
Á Furstanum ætlar Halldór
Óskarsson að glamra á píanóið
fram á sunnudag, en hann er r
góöu formi eftir félagsskapinn
með Ingimar Eydal í Galtalæk
i sumar og spilerí á A. Hansen.
Sexmenn og Gúliver í Putta-
landi spila á ölkránni Staðið á
öndinni i kvöld og sunnudags-
kvöld.
þungarokkstónleikar. Það er
hljomsveitin Bleedin' Volcano
sem ærir aðdáendur sina (úr
ánægju).
Guðmundur Rúnar heldur uppi
stuðinu einn sins liðs á LÁ-
café i kvöld og geri aðrir betur.
Og hjá ölóðum í Ölveri
skemmtir japönsk söngmask-
ína alla helgina með „kara-
oke-tónlist", þar sem gestir fá
að taka lagið með hjálp Japan-
ans. Hin heimsfræga blús-
drottning klakans, Andrea
Gylfadóttir, og Blúsmenn
Andreu skemmta föstudags-
og laugardagskvöld á Púlsin-
um. Gestkvæmt verður hjá
Andreu um helgina þvi hún
fær upp á sviðið til sin lands-
fræga persónu sem allir
þekkja en enginn fær að vita
hver er fyrr en stundin rennur
upp.
Auk þessa mun finnskur
hreindýrabóndi, Mikko Syrjá,
frá Þúsund vatna landinu
koma og spila á gítarinn sinn,
sem er úr hreindýrahornum.
Blússöngvakeppni fjölmiðla-
manna hefur göngu sina á
Púlsinum á föstudagskvöldið
með því að Kolbrún Ingibergs-
dóttir á Morgunblaðinu kemur
fram ásamt Andreu og verður
líka á laugardagskvöldið.
Heyrst hefur að hún ætli að
skora á DV að senda fulltrúa
sinn á næsta blúskvöld Púls-
ins.
Hljómsveitin Galileo verður á
Gauknum og líka á laugar-
dagskvöld.
Hilmar Sverrisson og kannski
Hallbjörn kántriboy „Standa á
öndinni" föstudags- og laug-
ardagskvöld.
HfiNNfi MfiRÍfi
í SPORCIM
DOLLY PfiRTON
Leikfélag Akureyrar selur
upp Slúlblóm (Steel Maynoli-
as)
Leikfélag Akureyrar ætlar
að frumsýna í byrjun október
leikritið Stálblóm eftir Ro-
bert Harling. Margir muna
eftir kvikmyndinni sem sýnd
var í Bíóborginni á síðasta
ári, en hún var meðal annars
tilnefnd til Óskarsverðlauna.
Stálblóm gerist á lítilli hár-
greiðslustofu í smábæ í Lou-
isiana í Bandaríkjunum og
fylgst er með hópi vinkvenna
í gegnum súrt og sætt í nokk-
urn tíma. Bryndís Péturs-
dóttir fer með hlutverk ríku
ekkjunnar í leikritinu, sem
Olivia Dukakis lék í mynd-
inni, Hanna María Karls-
dóttir leikur hárgreiðslu-
stofueigandann Truvy, sem
Dolly Parton lék svo eftir-
minnilega, Vilborg Hall-
dórsdóttir ætlar, sem Shel-
by, að gifta sig eins og Julía
Roberts. Þórdís Arnljóts-
dóttir aðstoðar Dolly á stof-
unni. Þórey Aðalsteins-
dóttir leikur mömmuna,
sem Saily Field lék, og
Sunna Borg leikur skapillu
nágrannakonuna Ouises.
sem Shirley McLaine lék í
myndinni. Þá er bara að bíða
og sjá hvort Hanna María læt-
ur stækka á sér brjóstin fyrir
frumsýninguna.
d ^ ©
Kristján Magnússon er fæddur 23. júní 1974. Hann
starfar nú sem sölutæknir í Söluturninum við Sunnu-
torg. Hann er í Krabbamerkinu og á lausu.
Hvað borðar þú í morgunmat? „Cheerios."
Kanntu að elda? „Já, allan venjulegan mat."
Hefurðu farið á tónleika með GCD? „Nei, og stefni ekki
að því."
Lestu Þjóðviljann? „Nei, ertu vitlaus."
Gengur þú með sólgleraugu? „Alltaf í sól en annars týni
ég þeim alltaf."
Læturðu lita á þér hárið? Já, ég hef gert það nokkrum
sinnum."
Ertu búinn að sjá Terminator 2? „Ekki ennþá."
Hvernig stelpur eru mest kynæsandi? „Ljóskur með blá
augu."
Finnst þér Madonna sæt? „Já, bærilega."
Hefurðu lesið biblíuna? „Nei."
Hvað gerir þú á sunnudagsmorgnum? „Sef."
Hefurðu komið til ísafjarðar? „Nei, og stefni ekki að
því."
Gætir þú hugsað þór að reykja hass? „Ég hef gert það
en geri ekkert frekar ráð fyrir að gera það aftur."
Hvað ætlar þú að giftast oft? „Fimm ríkum konum."
Syngurðu í baði? „Nei."
Sefurðu í náttfötum? ,,Nei, alls ekki."
Ertu góður dansari? „Ég reyni helst að sleppa við að
dansa."
Á hvaða skemmtistaði ferðu? „Hótel ísland og Borgina."
Trúirðu á ást við fyrstu sýn? „Já."
^bnauma
Sigtryggur
Baldursson
trommuleikari
PRESSAN baö Sigtrygg
í Sykurmolunum að vera
gestgjafa í ímynduðu
kvöldverðarboði þessa
vikuna. Gestir Sigtryggs
eru:
ALBERT EINSTEIN
fær að velja tónlistina.
HERBERT FINKEL-
STEIN
sér um andlegu hliðina.
WULCAN 2
til frekari afreka.
HERR WOLAND
sjónhverfingameistarí,
sér um samkvæmis-
leiki.
BOGOMIL FONT
er siðameistari.
MARILYN MONROE
sér um stærðfræðina.
MRS. BALDURSSON
er til að hafa mátulega
ögrun í samkvæminu
og halda spennunni
við.
ANDRÉS ÖND
well done.
GENGIS KAN
þjónninn verður að
gefa honum eitthvað
róandi i glasið og þá
fær hann ekki mikið af
kampavíni.
MAX ROACH
sér um vindlana.
fciatayt
GUNS 'N ROSES
USE YOUR ILLUSION
VOL. I & II
Þetta hefði orðið stór-
góð einföld plata (en
er 4 plötur / 2 geisla-
diskar). Þeir taka
nokkur lög eftir aðra
sem koma vel út,
semja nokkur ágæt
lög, en afgangurinn
gæti verið af gamalli
Status Quo-plötu. Það
er svo spurning hvað
auglýsingaherferöin
skilar þeim langt.
5af 10
Frændur okkar írar verða á
Tveimur vinum. Það er þjóð-
laga- og rokksveitin Diarmuid
O'Leary & The Bards sem spil-
ar. Hún er þekkt um alla Evr-
ópu og viðar, lék meðal annars
fyrir íraska hermenn i Persa-
flóastríðinu og hefur gert
sjónvarpsþætti fyrir BBC, svo
fátt eitt sé talið. Þeir verða líka
á sunnudag, mánudag og
þriðjudag.
Blús-rokk-trióið Red House
(eftir frægasta blúslagi Jimi
Hendrix) verður á Blúsbarn-
um.
Það verður heljarinnar blóma-
ball á Hótel íslandi. Þetta er
einhver draugur frá Hvera-
gerði sem Siggi Dag i Upplyft-
ingu hefur borið með sér, enda
mun hún leika fyrir dansi.
Á Moulin Rouge verður Kabar-
ett a la Liza Minnelli bæði
föstudags- og laugardags-
kvöld. Þetta er hálftimadag-
skrá en annars diskó, þar sem
allir klæðast kjólum.
Við tvö (hmlll) verða á Mimis-
bar, svo og annað kvöld. Góð-
kunningjar lögreglunnar verða
á Tveimur vinum.
Næturvaktin leikur fyrir afa og
ömmu á Ijúfu tónunum i
Súlnasal Hótels Sögu. Það er
ekki að spyrja að útstáelsinu á
gamla fólkinu.
Hin illa þokkuðu Samtök KGB
verða á Blúsbarnum með
Kristján Guðmundsson og
mjög dularfulla söngkonu inn-
anborðs. Það skýrist hver það
er þegar að því kemur.
LÁRÉTT: 1 skellast 6 bi'mbjargamenn 11 hlustir 12 hárlubbi 13 náö-
hús 15 karlmannsnafn 17 vesalingur 18 feigðarboði 20 haugur 21
tala 23 blástur 24 hungur 25 nálgun 27 hjalla 28 fúið 29 hagur 32
viöarkvista 36 hveiti 37 gutl 39 smölun 40 lofaði 41 máttur 43 flökta
44 ávöxtur 46 silakeppir 48 félagi 49 röð 50 herfið 51 öhreinkir.
LÓÐRÉTT: 1 heimska 2 bareflis 3 smælki 4 bindi 5 peningum 6 traf-
ala 7 snoppu 8 orka 9 hnykil 10 bugða 14 umhyggja 16 svin 19 hegð-
un 22 kirtill 24 reiðver 26 gráðugur 27 tjara 29 eftirlæti 30 léleg 31
flotholtin 33 vafin 34 skrýfa 35gönir37 fróð 38 titra 41 nesti42tarf-
ur 45 nægilegt 47 eira.