Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 18
18
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991
gNDIR
ÓXINNI
Friðrík Pálsson
forstjóri SH
— Stöð 2 talar um
leyniskýrslu um
hundraða milljóna
sparnað ef SH, SÍF
og íslenskar sjávaraf-
urðir sameinuð-
ust...
„Mér ekki kunnugt
um að slík skýrsla sé
til og held reyndar að
leyniskýrsla sé alls
ekki til. Mér er sagt
að það kunni að vera
til nokkurra ára gamlir
útreikningar sem við
höfum ekki hugmynd
um.
— Ertu ósammála
þvi að slík sameining
gæti þýtt gríðarleg-
an sparnað?
„Það fer auðvitað
mikið eftir því hvers
konar fyrirtæki kæmi
út úr slikri samein-
ingu. Þetta er mjög
erfitt að meta. Þó er
ekki óliklegt að sparn-
aðurinn yrði nær
hundruðum en tug-
um milljóna. Ekki
mörg hundruð þó."
— Er eitthvað i
eðli þessara fyrir-
tækja sem mælir
gegn sameiningu
þeirra?
„Þau eru i eðli sínu
nokkuð lík þótt upp-
bygging þeirra sé ólík.
Ég held aö það yrði
ekki ýkja erfitt verk-
efni tæknilega að
sameina þau, ef
menn vildu á annað
borð gera það."
— Er kannski eng-
inn áhugi á því?
„Það er huglæg
spurning hvernig
menn telja hagsmun-
um sinum best borg-
ið. Því má ekki
gleyma að einungis
lítill hluti af rekstrar-
kostnaðinum hefur
áhrif á sölutekjur
framleiðendanna. Það
eru aðrir og fleiri
þættir sem menn
yrðu að meta."
— Væri það þó t.d.
smákóngapólitík
sem flæktist fyrir?
„Aðilarnir sem
standa að SH og ís-
lenskum sjávarafurð-
um hafa starfað sam-
an um áratuga skeið i
t.d. LÍÚ, SÍF og Síldar-
útvegsnefnd. Ef
menn teldu æskilegt
að sameinast mundu
smákóngavandræði
áreiðanlega verða
lögð til hliðar."
Stöd 2 hefur greint frá Jeyni-
skýrslu" um hundrada milljóna
króna sparnad er leiddi af sam-
einingu SH, SIF og Islenskra
sjávarafuróa.
Þrotabú Vélsmiðjunnar Þórs á ísafirði
Vélsmiöjun Þór ú ísufiröi oí>
systurfyrirtwki hennur, Rör-
uerk hí, eru til qjuldþrotu-
skiptu. Alls hufu uerið i>erdur
nærri 400 milljónu krónu
kröfur í þrotuhúin. Fyrsti
skiptufundur í þeim vur í
þessuri viku.
Stjórnir fyrirtækjanna
ákváðu á fundi í júní að
ganga á fund fói>eta á ísafirði
og óska eftir að fyrirtækin
yrðu tekin til gjaldþrota-
skipta. Kröfulýsingafrestur er
nýrunninn út. í Rörverk hafa
verið gerðar kröfur upp á
rúmar eitt hundraö milljónir
króna og í Vélsmiðjuna Þór
kröfur upp á 280 milljónir
króna.
Ovíst er hversu mikil verð-
mæti eru í eignum félaganna
þar sem atvinnuástand er
ekki með tryggasta móti á
Isafiröi. Þaö kemur ekki í ljós
fyrr en við sölu eignanna
hversu mikiö fæst fyrir þær,
en Ijóst þykir að það muni
hvergi duga til að mæta þeim
kröfum sem gerðar hafa ver-
ið í þrotabúin.
Frá því óskað var eftir
gjaldþrotaskiptum hefur eng-
in starfsemi veriö hjá fyrir-
tækjunum, en þegar þeim
var lokað misstu fjörutíu
starfsmenn atvinnuna. Þegar
fréttir um gjaldþrot fyrirtækj-
anna barst brá mörgum ís-
firðingnum mikiö, þar sem
ekki var almennt vitaö að
skuldir þeirra væru eins mikl-
ar og raun ber vitni.
I þrotabú Vélsmiðjunnar
Þórs eru almennar kröfur 157
milljónir króna, forgangs-
kröfur eru 25 milljónir og
kröfur utan skuldaraðar 104
milljónir króna. í þrotabú
Rörverks eru almennar kröf-
ur 103 milljónir, forgangs-
kröfur fimm milljónir og kröf-
ur utan skuldaraðar eru 1.300
þúsund krónur.
Vélsmiðjan Þór var stærsta
vélsmiðja á Vestfjörðum.
Stjórnendur fyrirtækisins
kenna ábyrgðum vegna Rör-
verks um hvernig fór fyrir
vélsmiðjunni. Rörverk var
stór byggingarverktaki. Með-
al bygginga sem Rörverk
reisti má nefna Stjórnsýslu-
húsið á ísafirði.
Gestur Halldorsson. Hann var
framkvæmdastjóri Vélsmiöj-
unnar Þórs. Eftir að fyrirtækiö
varö gjaldþrota lét Sighvatur
Björgvinsson heilbrigðisráðu-
neytiö kaupa einbylishus hans
á ísafirði og siðar réð Sighvat-
ur hann sem framkvæmda-
stjóra að réttargeðdeildinni að
Sogni í Ölfusi.
Lyfjaverslun ríkisins
DREIFIR LYFJUM FYRIR PHARMA
Lyfjuuerslun ríkisins er med
í gangi samningu um dreif-
ingu ú lyfjum fyrir nokkur
lyfjainnflutningsfyrirtœki.
Samkvœmt heimildum
PRESSUNNAR hafu þrjú fyr-
irtœki komist aö suona samn-
ingum uid Lyfjaverslun ríkis-
ins; NM Pharma hf, Glaxo hf.
og Gróco hf. Sídastnefndi
sumningurinn mun vera ný-
tilkominn.
Mikið hagræði skapast af
þessum samningum fyrir við-
komandi lyfjainnflytjendur
og hafa menn oft fett fingur
út í það, sagt að þetta sé ekki
hlutverk Lyfjaverslunar ríkis-
ins og skapi ójafna sam-
keppnisaðstöðu.
Að sögn Þórs Sigþórssonar,
forstjóra Lyfjaverslunar ríkis-
ins, hefur stofnunin einnig
hagræði af þessu og tók hann
fram að fullt gjald væri tekið
af viðkomandi fyrirtækjum
fyrir þjónustuna. Lyfjaversl-
unin fengi heildsöluálagning-
una í sinn hlut fyrir að dreifa
lyfjunum.
I síðustu viku sagði PREISS-
AN frá því að fyrirtækið
Pharma hefði náin tengsl við
Hrafn Púlsson, deildarstjóra í
heilbrigðisráðuneyti. Hann
aflaði lyfjaumboðsins Gener-
ics en lét síðan konu sína fá
það eftir að athugasemdum
var hreyft. Það er því Ijóst að
ríkisfyrirtæki hefur tekið að
sér að dreifa lyfjum fyrir um-
boð í tengslum við ríkisstarfs-
menn.
Samkvæmt heimildum
PRESSUNNAR hafa menn
kvartað yfir því að Lyfjaversl-
un ríkisins dreifi aðeins fyrir
fáein fyrirtæki og erfitt sé að
fá samninga við lyfjaverslun-
ina, þrátt fyrir að slíkir samn-
ingar auðveldi mjög dreif-
ingu, til dæmis til spítalanna.
Lyfjaverslun ri'kisins dreifir lyfjunum fyrir NM Pharma, fyrirtæki
eiginkonu Hrafns Pálssonar.
,,Hún er skemmtilega opinská, góður vinur,
góður hlustandi og skýr stelpa sem hefur sterkar
skoðanir," segir María Gísladóttir, ballett-
meistari hjá Listdansskóia Þjóðleikhússins.
„Hún er einstök móðir, talar við börnin sín eins
og fólk og ber mikla virðingu fyrir þeim. Þrátt
fyrir alla sína vinnu pgónar hún og saumar á
börnin," segir Jóna Agústa Gunnarsdóttir,
vinkona og ritari á Morgunblaðinu. „Sús-
anna er greind, skemmtileg, klár og þægileg
umgengni á allan máta," segir Árni Jörgen-
sen, samstarfsmaður á Mor^unblaðinu.
„Hún er skarpgreind, víðlesin, sjalfri sér sam-
kvæm og bráðskemmtileg þegar sá gállinn er á
henni," segir Sveinn Guðjónsson, samstarfs-
maður á Morgunblaðinu. „Ég dáist að henni,
hún er þrældugleg, vinnualki, jákvæð og alltaf
með góðar hugmyndir um hvernig megi bjarga
hlutunum," segir Erla Sigurbergsdóttir,
móðursystir.
Súsanna Svavarsdóttir
leiklistargagnrýnandi á
Morgunblaðinu
„Hún getur sett sig í svo gribbulegar stell-
ingar að manni stendur stuggur af henni og
hún gerir sér enga grein fyrir gildi spak-
mælisins „oft má satt kyrrt liggja“,“ segir
Sveinn Guðjónsson. „Hún tekur stundum
mikla áhættu og segir það sem henni
finnst,“ segir Jóna Ágústa Gunnarsdóttir. „Hún
einbeitir sér ekki nógu mikið að því að nýta
sér hæfileika sína fyrir sig sjálfa," segir Arni
Jörgensen. „Hún vinnur alltof mikið,“ segir
María Gísladóttir. „Hún er einstöku sinnum
svolítið fljótfær,“ segir Erla Sigurbergsdóttir.
Súsanna Svavarsdóttir er leiklistargagnrynandi á Morgunblaðinu. Mikill styr hefur staðiö um gagnrýni hennar, ekki sist þegar hún gaf Dúfnaveislunni nýlega falleinkunn.