Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 32

Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 Ráðherra- og valdsmannadekar fjölmiðla með ólíkindum segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir í samtali við PRESSUNA Eg liitti Iní>ibjörí>u Sólrúnu Gisladóttur, fyrstu þingmunn Kvennutistuns í Reykjuvíh, ad mcii í Austurstrœti 14, fyrir ofun dömudeild verslunur- innur London, en þur heldur þiní>flokkur Kvennulistuns til. Ins>ibjört> sleit pólitískum burnsskóm í umróti 'fíS-kyn- slódurinnar ot> hún er síöur en svo nýt>rœöint>ur í póli- tískri umrœdu þó ud þettu sé fyrstu úriö hennur ú þint>i. Kvennulistinn stendur nú ú tímumótum, en bwöi kosn- mt>urnur í vor ot> skoöunu- kunnunir sýnu uö fylt>i flokks- ins hefur sitfiö frú þvísem vur þetfur best lét. Kvennulistu- konur liufu þó rutt sér bruut ú vettvantfi íslenskru stjórn- múla otf þrútt fyrir uö kjör- fyltfi flokksins reyndist veru minnu en spúö huföi veriö eru þwr uö öllum líkindum komnur til uö veru. ()t> lnt>ibjört> Sólrún sýndi óþyrmiletfa frum ú þuö í stjórnurmyndunurþreifintf- um í vor. ()f óþyrmiletfu funnst sumu stuönintfsfólki listuns. Alltof óþyrmiletfu funnst öllum pólilískum und- stwöintfum Int’ibjurt’ur, sem viUlu Kvennulistunn út úr umrwöunni. Pólitískt meyjar- liuft Kvennulistuns vur þur meö rofiö þet>ar konurnur sneru vörn í sókn. Hún ólst upp á i>randvöru íhaldsheimili i Vogahverfinu og drakk Morgunblaðið í sig með móðurmjólkinni: MENNTASKÓLINN GERÐI UTSLAGIÐ „Það er rétt að pabbi var í Sjálfstæðisflokknum og hann var virkur í flokksstarfinu," segir Ingibjörg. „Hann til- heyrði verkalýðsarmi flokks- ins en mamma hefur liklega kosið kratana. Vogahverfið var á þeim tíma nýbyggingahverfi og kannski sambærilegt við það sem Grafarvogurinn er núna. Það var mjög fjölbreytilegur hópur barna sem þá var að al- ast upp í hverfinu, barna sem bjuggu við mjög ólíkar heim- ilisa,'stæður. Það sem gerði pólitiska út- slagið hjá mér voru mennta- skólaárin, en ég kom i Menntaskólann við Tjörnina þegar mikil menntunar- sprenging varð í þjóðfélag- inu, er almenningur fór i mun meira mæli að senda börnin sín menntaveginn. I mennta- skóla má segja að uppreisn min hafi hafist. Mér fannst skólinn leiðinleg mennta- stofnun og ég gerði mér grein fyrir að hefðir hans, starfs- hættir og viðhorf kennar- anna voru hvorki stelpum né krökkum frá venjulegu launafólki í vil. Skólinn gerði ráð fyrir öðrum bakgrunni en við höfðum og það urðu mér óskaplega mikil vonbrigði þegar ég upplifði ekki þessi margrómuðu æskuglöðu stúdentsár. Það má vel vera að þetta hafi breyst siðan, en menntaskólinn byggir engu að síður á aldagamalli hefð sem er lifseigari en margir halda. Sú hefð er ekki mótuð af konum." SMALAÐ í RÉTT „En mig langaði mikið til að læra og fór að loknum menntaskóla í Háskólann, þar sem ég lagði stund á sagnfræði. Mér fannst það mjög sérkennileg upplifun að vera smalað eins og rollu í rétt til að hlusta á fyririestra en vera þess á milli í algeru reiðileysi. Ég fór því að taka þátt í stúdentapólitík og félags- starfi innan skólans til að kynnast öðrum nemendum. Það var hinsvegar engin til- viljun að ég valdi Verðandi, sem var þá félag vinstri- manna í skólanum. Ég fór síð- an fyrst fyrir alvöru að starfa með Rauðsokkahreyfingunni þegar ég var formaður Stúd- entaráðs. Ég var þarna innan um hóp af strákum, sem voru að æfa sig í mælskulist og skylmingum fyrir metorða- prílið í þjóðfélaginu, og fann hjá mér mikla þörf fyrir kvennaumhverfi og stuðning frá konum." BREIÐFYLKING VINSTRIMANNA Meöal félatfu í Veröundi, fé- lutfi vinstrimannu í Húskól- unum, voru þeir Össur Skurphéöinsson, núverundi ulþýöuflokksmuöur, ot> Guö- mundur Mutfnússon Sjúlf- stwöisflokki: „Arið sem ég byrjaði í Stúd- entaráði var Össur Skarphéð- insson formaður og þessir vinstrimenn, sem þá voru, hafa siðan dreifst á marga flokka. Það segir talsverða sögu, þvi að þarna var um mikla breiðfylkingu stúdenta að ræða. A þessum tíma voru Rauðsokkahreyfingin og stúdentar mjög áberandi í pólitískri umræðu og þar var það mestmegnis ungt fólk sem réð ferðinni. Nú er þetta sama unga fólk orðið mið- aldra, og mér finnst ný kyn- slóð ungs fólks ekki hafa tek- ið við þar sem því sleppti. Af því leiðir að pólitíkin er kannski orðin hefðbundnari en hún var. Þetta voru öðruvísi tímar. Þá byggðist pólitíkin á nokk- urskonar „shock treatment" sem allir fengu og ýmislegt sem við tókum upp á þá yrði einfaldlega álitið hallærislegt í dag." Ert þú ekki buru komin meö ný ot> viröuletfri t>ler- uutfu? „Ég veit ekki, en allar að- gerðir sem eiga að bera árangur verða að vera í takt við tíðarandann eða einfald- lega hrífa hann með sér, og tíðarandinn er einfaldlega þunglamalegri núna en hann var á þessum tíma. Uppreisn- in verður að byrja í grasrót- inni og á þessum árum var mjög fátt ungt fólk flokks- bundið." SPAUGSTOFAN HAFÐI GÓÐ ÁHRIF Þó aö lnt>ibjört>Sólrún hufi útskrifust svo til beint úr skóla í borgdrmúlupólitikinu úriö 1982 hefur hún lut>t tfjorvu hönd ú murift unnaö, svo sem blaöamennsku, ot> fengist lítilshúttur viö kennslu. ,,Et> starfaöi mjög lítiö viö kennslu ot> hef grun um uö ég sé ekki gott kenn- araefni. Eg er einfuldlegu of óþolinmóö," segir hún. Hún segist einnig hafu sturfuö viö uö flokka póst þegar hún var búsett í Kaupmannahöfn og kann því obbann uf póstnúm- erum í Dunmörku utun uö. Ingibjörg hefur þegur viöraö skoöanir sínur ú skólagöngu í þessu viötuli, en ég lief grun um uö hún liafi einnig mjög úkveönur skoöanir ú fjöl- miölum: „Mér finnst íslenskir fjöl- miðlar of bundnir af hefð- bundnu fréttamati og alltof uppteknir af útliti frétta á kostnað innihaldsins. Mér finnst fjölmiðlar almennt sinna mjög illa upplýsinga- skyldu sinni og matið á því hverjir og hvað er fréttaefni vera mjög brenglað. Ráð- herra- og valdsmannadekur fjölmiðla er með ólíkindum og það er í raun furðulegt að þessir menn skuli gera ímynd sinni og fólkinu í landinu það, að vera fjölskyldumynd uppi á vegg á hverju einasta heim- ili í landinu. Af þessu frétta- mati leiðir að fréttamenn fjalla um mjög takmörkuð svið mannlegs lífs. Ég held að Spaugstofan hafi haft góð áhrif og fólk horfir öðrum augum á fjölmiðlafárið en það gerði, en það er mjög erf- itt að starfa við blaða- mennsku og ætla sér að koma einhverju nýju til leið- ar. Slíkir blaðamenn reka sig mjög fljótt á umbúðasjónar- miðin." ÞJÓÐVILJINN MÁ FJÚKA Nú hefur útt sér staö um- rwöa um flokksblööin og til- gung þeirra, ekki síst í sam- bandi viö greiðslustöövun og úskriftarherferö Þjóðviljans. Hvaöa afstöðu tekur kvennu- Istakonan Ingibjörg Sólrún í þeirri umrwöu? „Þjóðviljinn má fjúka fyrir mér," segir hún hiklaust. „Þessi litlu flokksblöð hafa hvert um sig lifað í þeirri von að eitthvert hinna verði fyrra til að gefa upp öndina. Þau hafa sýnt það og sannað að þau eru ófær um að taka sig saman og skapa gott mót- vægi við Morgunblaðið og eru því aðeins hindrun i vegi þess að það komi nýtt, fer- skara og sjálfstæðara blað. Flokksblöðin hafa til dæmis ekki fjallað um Kvennalist- ann af neinni sanngirni nema þegar það hentar þeim og út- för þeirra væri okkur því að sársaukalausu." Viö víkjum talinu aö Kvennalistanum og aödrag- anda þess aö Ingibjörg Sól- rún tók þútt í Kvennafram- boöinu til borgarstjórnar- kosninga úriö 1982, og gekk seinna til liös viö samtök um Kvennalista. „Þegar ég dvaldi í Kaup- mannahöfn á sínum tíma við framhaldsnám fékk ég mik- inn tíma til að endurmeta hugmyndir mínar og sjálfa mig. Eg hafði upplifað mjög sterkt hvað Rauðsokkahreyf- ingin var orðin einangrað fyr- irbæri og hvað hún náði illa til kvenna úti í þjóðfélaginu. Ég las mér mikið til á þessum tíma í kvennasögu og spáði i kvennafræði yfirleitt. Það voru fleiri konur í hugmynda- fræðilegri gerjun á þessum tíma og upp úr þessu varð Kvennaframboðið til. Hjá okkur var það Ijóst að Kvennaframboðið væri fyrst og fremst pólitísk aðgerð og flokksstofnun var ekki á döf- inni." HUGMYNDIN VARÐ SJÁLFSTÆÐ HREYFING Og síöan varö Kvennulist- inn til og Kvennaframboös- konur gútu flestar ekki sœtt sig viö að bjóöa fram til Al- þingis: „Við vildum ekki bjóða fram til Alþingis af því okkur fannst mörkin milli pólitískr- ar aðgerðar og flokksstofn- unar þar með orðin óljós. Það má kannski segja að Kvenna- listakonur hafi á vissan máta verið róttækari og gengið lengra í að endur- skoða kvennapólitíkina á meðan Kvennaframboðskon- ur voru bundnari af sínum pólitíska bakgrunni. En ég áttaði mig síðan fljótlega á því, að alveg burtséð frá því hvaða hugmyndir ég ól per- sónulega með mér þegar við lögðum af stað var hugmynd- in um sérframboð kvenna orðin pólitiskt afl í þjóðfélag- inu og þetta varð öðru fremur spurning um að vera með eða ekki." HUGMYNDIR OKKAR VERÐA ALDREI ALLRA Nú fékk Kvennalistinn ekki þaö fylgi sem vonir stóðu til í kosningunum í vor og sam- kvœmt nýjustu könnunum hefur fylgistap rikisstjórnar- innar skilaö sér hvaö minnsl til Kvennalistans. „Við unnum mikinn kosn- ingasigur '87 og við getum ekki vænst þess að okkar kúrfa liggi beinustu leið upp á við. Það var ákveðið óraun- sæi að búast við þeirri fylgis- aukningu sem við gerðum. Hugmyndir okkar eru and- ófshugmyndir og verða aldr- ei allra. Miðað við hvernig nýjum stjórnmálaöflum hefur tekist að hasla sér völl meg- um við vel við una. Þegar það er ónægja með ríkjandi stjórnarfar hefur fylgið líka tilhneigingu til að leita á stærsta flokkinn í stjórnar- andstöðu, líkt og gerist með Framsóknarflokkinn í nýj- ustu könnunum. Það má eflaust líka leita skýringa í útskiptareglu Kvennalistans. Það er mikið af nýjum þingkonum núna og við eigum enn eftir að sanna okkur. Við erum núna að velta fyrir okkur stöðu Kvennalistans almennt og hvort þingkonur listans hafi kannski verið of duglegar við að þjónusta kerfið. Við getum eytt öllum okkar tima í að lesa samviskusamlega yfir hverskonar skýrslur og plögg sem aðrir hafa tekið saman, en við mundum auðvitað heldur vilja gera málefnum kvenna og kvennabaráttu hærra undir höfði," sagði Ingibjörg Sólrún að lokum. Þóra Kristin Ásgeirsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.