Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 24

Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 24
24 FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 aö ýmsir hvimleiðir kvillar taki að hrjá okkur.- Og það er staðreynd sem ekki verðtir mótmælt að ýmsa þá sjúk- dóma sem á nútímamanninn leggjast má rekja, á einn eða annan hátt, til of mikillar kyrrsetu og hreyfingarleysis. En stólar eru nauðsyn engu að síður og hönnun og fram- leiðsla stóla eru umfangsmik- ill iðnaður. f>ar keppast hönn- uðir við að búa til fallega stóla sem fara vel með þann er í þeim situr. Horft er til notagildis, stíls og fegurðar „MR-90" frá 1929. Hönnuður LUDWIG MIES VAN DER RO- HE. Þetta er „Barcelona"-stóll- inn, sigildur stóll. Slíka stóla má finna á Listasafni íslands. „Consumers rest" (hægindi neytandans) frá 1983. Hönn- uður STILETTO. „Poltrona di Proust" frá 1978. Hönnuður ALEXANDRO MENDINI. „Minn uppáhaldsstóll er djúpur leður-„rókokkó“- stóll. Hann keypti ég í verslun í Hallarmúlanum þegar ég var að stofna heimili f kringum 1972. Ég féll fyrir honum um leið og ég sá hann, en hann var dýr. Ég man að ég borgaði hann með fimm afborgunum en hann hefur reynst hverrar krónu virði," sagði RÓSA INGÓLFSDÓTTIR, aðspurð um uppáhaldsstólinn. „Þetta er svona allsherjar afslöppunarstóll og ef ég þarf að semja eitthvað eða lesa eða hvað sem er, þá sest ég í stólinn og allt gengur betur. Þessi stóll er mitt „hygge" og ég mun aldrei láta hann.“ og síðast en ekki síst að stóll- inn skaði ekki þann er í hon- um situr. Fallegur stóll er mikil prýði hverju heimili og fólk er tilbú- ið að borga vel fyrir þann stól sem það vill fá. Á flestum heimilum gilda sjálfsagt óskráðar reglur um hver sitji hvar, allir eiga sitt sæti við matborðið og við sjónvarpið. Menn eiga sinn uppáhalds- stól og finnst þeir ekki vera heima hjá sér þurfi þeir að sitja annars staðar. En vörum okkur á því að verða ekki stólnum að bráð. Það er að minnsta kosti rétt að setjast niður og hugsa mál- ið. Haraldur Jónsson „NV-45" frá 1945. Hönnuður FINN JUHL. Þessi stóll opnaöi Dönum leið inn á alþjóða- markað. Hvernig stóllinn hefur breytt þróunarsögu hins upprétta manns við sjónvarpið og horfum á hetjurnar geysast um skjáinn. Þar er skotið og slegist án þess að nokkur setjist niður. nema bundinn. Minnist þess nokkur að hafa séð James Bond, Indi- ana Jones eða aðrar hetjur setjast niður og slappa af? Nei, ætli það. En munið þið eftir því að þeir hafi verið komnir í vörn undan vondu körlunum, legið ráðþrota á gólfinu og horft agndofa í byssuhlaupið? Já, ætli ekki það. Og livað var til ráða? Á síðustu stundu reka þeir fing- urna í stólfót, henda stólinn á lofti og dauðrota þrjótinn. Hoppa svo loks ofan af þriðju hæð og bjarga gellunni. Áf þessu má læra að fleiri góð- menni yrðu þeim vondu að bráð ef ekki væri fyrir stól- inn. OKKAR STÓLAR En auðvitað þurfum við að setjast niður stund og stund og hvílast, um það deilir eng- inn. En ef við horfum sitjandi á lífið renna hjá má búast við „No. 31" frá 1931. Hönnuður ALVAR AALTO, sá hinn sami og teiknaði Norræna húsið. Þekktur stóll. Kn umbreytingin úr hinum upprétta manni yfir í þann sitjandi gengur ekki andskotalaust fyrir sig. Það sést best á því að það er fólk í hinum sitjandi stéttumsem þjáist af bakveiki, en ekki iðnaðarmenn. sjómenn og aðrir þeir sem eru uppréttir í vinnu sinni. „RAR" frá 1950. Hönnuðir CHARLES OG RAY EAMES. Þau voru bandarísk hjón og frægir hönnuðir. Talið er að bandarisk húsgagnahönnun hafi risið hæst með þeim. STÓLAR HETJANNA Við sitjum klesst framan farið í samkvæmisleiki. Þeg- ar gestir eru búnir að sitja í nokkurn tima með glösin sín fara þeir að ókyrrast og vilja leika sér og reyna með sér. ()g í hverju er keppt? Ef gest- irnir eru tíu eru settir níu stól- ar í hring og keppt um hver er fljótastur að setjast! Einn gengur af í hverri umferð og má þá setjast niður og halda áfram að drekka úr glasi sínu. Allt verður að stólum og allsstaðar er setið; á borðum og fötum, brúsum og glugga- kistum, girðingum og hand- riðum. Og er það ekki maka- laust að menn skuli ekki geta talast við í snyrtiherbergjum skemmtistaða án þess að þurfa að setjast á vaskinn! Og ekki nóg með það. Kigi að taka glæpamann af lífi er honum að sjálfsögðu boðið sæti í sérhönnuðu hægindi. svo hann geti slappaðaf meðan hann er drepinn! Góð kona sem ég þekki mundi segja að svona lagað væri ekki almennilegt. lalaö Iwfur variö um uö sköpunin Imfi núö fullltomn- un nwö liinum upprélla manni. eflir uldulanifl þróun- arferli slúö hann þurna loks teinréttur, ifrunnur og speni>i- leí’ur. Miöuö viö uö hann var búinn uö horfu ú lær sínar og annurru í úrþúsundir lilvlur léllirinn aö liafu veriö mikill. Aö ifela tiypt úr sér í ollu sínu veldi oi> horft yfir víöúlluna oi> Iwiminn allun Iwfur veriö slórkoslleift. Sjúlfsuifl liefur liann liuifsuö sem svo;.. I’etta er sniöuift" oi> sesl niöur ot> liníll síl>. ()i> liefur seliö liniui- liliö siöan. ()g það er mergurinn máls- ins. Kr rétt að tala um „hinn upprétta mann"? Krum við ekki að breytast í „hinn sitj- andi mann"? Hver kannast ekki við að hafa komið að stól, eftir að hafa rölt örfáa metra, flevgt sér í hann. dæst og talað iiin livað það sé nú gott að hvíla sig. Meðaljóniim situr í gegn- um lífið. Við sjónvarpið, í bíln- um, við vimnma, á salerninu og við matborðið er setið í allskonar hægindum í ýms- um stellingum. þa*gilégum og óþægilegum. „No. 19" frá 1860. Hönnuður MICHAEL THONET. Einn frægasti stóll sem um getur og er enn notaöur viða. Annar hinna svokölluðu „Vínarstóla". AÐ SNÚAST UM STÓLA Það er líka dæmigert, að ef halda á veislu, brúðkaup eða stórafmæli. þá er það ekki matur eða drykkur sem er aðalatriðið, heldur það að tryggl sé að allir geti nú setið. Og fólk kemur prúðbúið, sest niður og þorir ekki fvrir sitt litla líf að standa upp af ótta við að missa sa*tið. Talandi um veislur. Þegar þokkalega vel gefið fullorðið fólk heldur teiti er iðulega „Minn uppahaldsstoll er nú úti i skúr sem stendur, gamall leðurstóll og alveg ger- nýttur. Hann var upphaflega troðinn út meö hálmi en síðar voru sett i hann teppi og annað til að hjálpa upp á sakirnar," sagði HELGI BJÖRNSSON leikari. „Það stendur til að láta gera hann upp þegar efni og aðstæður leyfa. Vilborg, konan mín, fékk hann eftir afa sinn, en stóllinn kom hingað með gamla Gullfossi frá New York einhvern tima milli 1920 og 1930, þannig að hann er eldgamall" Mér þykir mjög vænt um þennan stól og hef átt í honum margar „filósófiskar" stundir og krufiö flesta hluti til mergjar." HINN SITJANDI MAÐUR Viö erum í hátíðarskapi Afmælistilboð í tilefni 5 ára afmælis Álfaborgarbjóðum við viðskiptavinum okkar til veislu dagana 30/9 - 5/10 '91. Samtals 650 m2 af flísum að verðmæti 2 milljónir - seljast á 1 milljón., 10% afsláttur af öðrum vörum. Polaris 60x60 Nevada 45x45 Siríus 42x42 Alleghe 20x20 Lipsia15x15 Miraggio 15x20 kr. 2.635 m2 kr. 1.874 m2 kr. 1.289 m2 kr. 901 m2 kr. 999 m2 kr. 970 m2 Raðgreiðslur ALFABORG ? Byggingamarkaður - Knarrarvogi 4 104 Reykjavík - Sími 686755

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.