Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 2
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991
leoncie. íslenskir tónlistarmenn eru rasistar. atli gíslason. Var
stjórnarformaöur hins gjaldþrota KRON og ákærir aöra stjórnar-
menn fyrir slælegt eftirlit meö rekstri.
STUNDUM OG
STUNDUM EKKI
Atli Gíslason hæstaréttar-
lögmaður hefur verið sak-
sóknari í tveimur umfangs-
miklum fjársvikamálum að
undanförnu. Fyrra málið var
svokallað Töggsmál og hitt er
Ávöxtunarmálið. í Töggsmál-
inu voru stjórnarmenn
ákærðir og dæmdir. Þeir
voru sóttir til saka fyrir að
hafa ekki fylgst nægilega vel
með rekstri Töggs.
I Ávöxtunarmálinu ákærir
Atli ekki einu sinni formenn
stjórnarinnar, þá Pál Sig-
urðsson lagaprófessor og
arftaka hans, Gísla Gíslason
lögmann. Þetta hefur vakið
nokkra athygli meðal lög-
manna og annarra áhuga-
manna um dómsmál. í Ávöxt-
unarmálinu eru aðeins fjórir
menn ákaerðir; Pétur
Björnsson, Ármann Reyn-
isson, Reynir Ragnarsson
endurskoðandi og Hrafn
Bachmann, kenndur við
Kjötmiðstöðina. Stjórnar-
mennirnir sleppa hins vegar
undan hugsanlegri ábyrgð.
í málflutningi í Töggsmál-
inu sagði Atli meðal annars
um einn stjórnarmannanna
að ekki væri hægt að segja;
,,ég er hættur, farinn", og
verða þar með laus allra
mála. I því máli var mikið
gert úr ábyrgð stjórnar-
manna en Ingvar Sveins-
son, sem var stjórnarformað-
ur Töggs, var einnig fram-
kvæmdastjóri og aðalper-
sóna í því máli.
Að lokum má bæta því við
að Atli Gíslason var stjórnar-
formaður KRON á síðasta
starfsári þess fyrirtækis. Eins
og kunnugt er af fréttum er
KRON gjaldþrota og það með
stæl, kröfurnar eru um 500
milljónir króna, hálfur millj-
arður, en eignirnar nokkru
minni, eða um tíu milljónir
króna.
ÍSLENSKIR
TÓNLISTARMENN
ERU RASISTAR
Fatafellan og söngkonan
Leoncie, sem að eigin sögn
er indversk prinsessa með
portúgalskt blóð í æðum,
sagði nýlega í viðtali við
danska Ekstrabladet að sér
hefði verið kuldalega tekið af
íslenskum tónlistarmönnum
þegar hún reyndi að slá í
gegn hér á landi.
Leoncie hefur verið búsett
á Islandi hátt í 9 ár og kveðst
hafa neyðst til að fækka föt-
um vegna kuldalegrar mót-
töku íslenskra tónlistar-
manna.
„Þegar ég kom til íslands
vildi ég bara syngja, eins og
ég hafði gert í svo mörgum
öðrum löndum. En þeir vildu
ekki gefa mér tækifæri.
Kannski af því ég er lituö.
Tónlistarmennirnir komu
með alla sína rasísku for-
dóma, þeir eru hræðilegir,"
segir hún og bætir við að hún
hafi verið ákveðin í aö láta
eðjótana ekki komast upp
með þetta.
I viötalinu segist Leoncie fá
40 til 50 þúsund krónur fyrir
aö troða upp. Ekki kemur
fram hvort um íslenskar eða
danskar krónur er að ræða,
MACDONALD’S A
LEIÐ TIL ÍSLANDS
,,Ég get ekki tjáð mig um þetta mál.
Það kann að vera að sonur minn viti
eitthvað um það, en hann er erlendis
sem stendur," sagði Kjartan Jóhanns-
son, fyrrverandi eigandi Asiaco, við
PRESSUNA, en sonur hans, Kjprtan
Kjartansson, er umboðsmaður
MacDonald's-hamborgarakeðjunnar á
íslandi.
Menn frá móðurfyrirtækinu voru hér
á landi nýverið að kanna möguleika á
rekstri MacDonald’s-staða hér. Sam-
kvæmt heimildum PRESSUNNAR
heimsóttu þeir meðal annars sláturhús
SS, Osta- og smjörsöluna og Vífilfell,
auk bakaría.
„Þeir hafa komið hingað og rætt við
okkur um hugsanlega framleiðslu fyrir
þá," sagði Steinþór Skúlason hjá Slát-
urfélaginu við PRESSUNA. „Þeim leist
vel á það sem þeir sáu og við uppfyll-
um allar kröfur þeirra."
Símon Gunnarsson, framkvæmda-
stjóri Vífilfells, bað hins vegar ritara
sinn fyrir þau skilaboð til PRESSUNN-
AR að hann hefði aldrei átt neina fundi
með útsendurum MacDonald's-ham-
borgarakeðjunnar.
Ætlunin mun vera að opna þrjá til
fimm staði í Reykjavík, einn á Akureyri
og jafnvel víðar á landsbyggðinni.
Hætt er við að taugatitrings fari að
gæta hjá eigendum skyndibitastaða, ef
af þessu verður, en skyndibitafíklar
landsins geta verið kátir.
en beri danska blaðið fram
tölur að hætti innfæddra lesa
þeir úr þeim sem svarar 400
til 450 þúsunda íslenskra
króna. Viðtalið er tekið í til-
efni þess að hún var aö hefja
innreið sína á danskan mark-
að.
Þess má loks geta að í Bret-
landi er til vinsældalistinn
„UK demo chart" yfir vinsæl-
ustu lögin sem ekki hafa ver-
ið gefin út en send útvarps-
stöðvum til kynningar. Á
topp 100 þess lista í ágúst átti
Leoncie alls 5 lög, það efsta,
„Only You", í 45. sæti.
BALDVIN AFTUR
í AÐALSTRÆTIÐ
Hann staldraði stutt við á
Stöð 2, hann Baldvin Jóns-
son. Eins og kunnugt er var
Baldvin auglýsingastjóri
Morgunblaðsins til margra
ára. Það þóttu því mikil tíð-
indi þegar hann réð sig á
Stöð-2 síðasta haust. Hann
keypti síðan Aðalstöðina af
Olafi Laufdal og fjölskyldu
fyrr í vikunni. Þótt ólíku sé
saman að jafna, Morgunblað-
inu og Aðalstöðinni, bæði að
stærð og umfangi, eiga þessir
fjölmiðlar þó eitt sameigin-
legt. Þeir eru báðir í Aðal-
stræti. Baldvin er því kominn
aftur til upphafsins, — í viss-
um skilningi.
HALLVARÐUR,
IÐUNN OG
MACLEAN
Saksóknari á Englandi hef-
ur höfðað mál á hendur bóka-
útgáfu þeirri sem hefur höf-
undarrétt á bókum Alistairs
MacLean metsölurithöfunar.
Svo er nefnilega mál með
vexti að MacLean lést 1987
en áfram halda að koma út
bækur sem halda nafni hans
á lofti. Bókaútgáfan á nokkra
söguþræði eftir MacLean og
hefur fengið ungan rithöf-
und, Alastair MacNeiil, til
að skrifa bækurnar í hans
„stíl“. Nú þykir saksóknaran-
um enska hins vegar ekki allt
með felldu og vill fá skýring-
ar á því hver sé raunverulega
höfundur bókanna.
Það er hins vegar spurning
hvað Hallvarður Einvarðs-
son ríkissaksóknari gerir hér
heima, því þessar sömu bæk-
ur koma út hjá bókaforlaginu
Iðunni og seljast vel. Þegar
Jón Karlsson, forstjóri Ið-
unnar, hefur verið spurður
um þessi tengsl hefur hann
einfaldlega bent á það sem
tíðkast erlendis.
hallvarður EiNVAROssoN. Les hann Alistair MacLean/MacNeill? jón karlsson. Gefur út bækur sem saksóknari á Bretlandi sættir sig ekki
við. ingvarsveinsson. Atli stjórnarformaður ákærði hann vegna slælegrar stjórnunar. ármann reymsson. pétur björnsson. Ákærðiren ekki
stjórnarformennirnir. baldvin jónsson. Aftur til upphafsins.
Fermdi séra Heimir
Steinsson þig, Davíð?
„Nei, þad gerdi hann
ekki.”
Davíð Stefánsson er eini full-
trúi Sjálfstæðisflokks sem ekki
hefur sagt sig úr útvarpsráði
til að mótmæla þeirri ákvörð-
un Olafs G. Einarssonar
menntamálaráðherra að skipa
séra Heimi Steinsson í emb-
ætti útvarpsstjóra.
LÍTILRÆÐI
af heimaslátrun
Það hefur stundum verið
sagt að vandlifað sé í heim-
inum en nú er ég farinn að
hallasf að því að það sé jafn-
vel enn flóknara að deyja
eftir kúnstarinnar reglum.
Mér svona einsog datt
þetta í hug þegar ég sá í
Irlöðunum að nokkrir kallar
í Grindavik hefðu tekiö sig
saman og framiö þann fá-
heyrða glæp í sláturtíöinni
að slagta með eigin hendi
lömbunum sínum sem þeir
ætluðu síðan sjálfir að éta í
vetur.
Mér skilst að með þessu
hafi údæöismennirnir ætlaö
að komast hjá þvi að borga
ketmafiunni í landinu slátur-
kostnað; þungbæran matar-
skatt sem er aö sliga neyt-
endur og gera útaf við hefö-
bundinn landbúnað á ís-
landi.
Það er tæplega aðhláturs-
efni þegar kostnaður við að
slátra lambi er farinn aö
nálgast þrjúþúsund krónur.
Tvöhundruðkall á kílóið i
sláturkostnað, góðir hálsar.
Heimaslátrun er hluti af ís-
lenskri menningararfleifð
og þjóðleg íþrótt sem hér
hefur verið stunduð í meira
en ellefuhundruð ár og þykir
enn sjálfsögð í sveitum
landsins en kvað ekki sam-
ræmast þeirri borgarmenn-
ingu sem hefur veriö að
festa rætur á stöðum einsog
Grindavík.
Síðustu fregnir herma að
vísu að fyrir einstaka náð
lögregluyfirvalda fái kallarn-
ir í Grindavik að éta ketiö af
lömbunum sínum sem þeir
slátruðu sjálfir, en verði jafn-
framt að urða ærnar. sem
þeir leiddu til slátrunar, þó
ekki fvrr en búið er að aflífa
þær.
Mér finnst tímabært að
fara að endurskoöa l()g og
reglur um slátrun almennt.
ekki bara hér á landi heldur
um heimsbyggð alla.
Það vantar meira sam-
ræmi í liig og reglur um urð-
un almennt.
Nú er tildæmis nýafstaðin
sláturtíð í Persíu þarsem
nokkurþúsund pakistanar
voru á einum degi urðaðir
lifandi og þótti víst sjálfsagt
þar sem framboð var meira
en eftirspurn.
Þá var það að einhver
hafði orð á þvi að huggu-
legra hefði verið að afiifa
mennina fyrst og urða þá
svo, einsog plagsiður er meö
ketfjöll, og Bush Bandaríkja-
forseti baðst afsökunar á því
að ekki skyldi hafa verið
slagtað eftir kúnstarinnar
reglum.
Hér á landi er dilkaketiö
ekki urðað fyrr en eftir að
búið er að slagta, borga slát-
urkostnaðinn á lögboðnum
stöðum og húsaleigu fyrir
skrokkana í einhver ár.
Sannleikurinn er sá aö lög
og reglur um slátrun al-
mennt í mannlegu samfélagi
eru alltof flókin, jafnvel fyrir
grindvíkinga.
Heimaslátrun þykir til-
dæmis óæskileg ef menn
taka sér hamar i hönd og af-
lífa kellinguna sína, en eng-
inn segir orð við því þó kálf-
um sé slátrað með nákvæm-
lega sömu aðferð í haughúsi
á lögbýli í sveit og er kálfa-
ket þó hugsað til manneldis.
Enginn spyr um hollustu-
hætti þegar villibráð er skot-
in og gert að á staðnum, en
sauðfé verður að slagta und-
ir ströngu eftirliti lækna og
eftir amerískum staðli um
sauðfjárslátrun. til að halda
sláturkostnaði í hámarki, og
víst vissara fyrir grindvík-
inga semog aðra að standa
klárir á því að ketmafían
þarf að fá sitt.
Hitt er svo annað að úrþví
verið er að leggja staðla stór-
veldanna til grundvallar ái
blóðvellinum, þá væri lík-|
lega ráð að bjarga heiminum
með þvi að stofna til einnar
allsherjar sláturtíðar og ná
sláturkostnaðinum niður
með því að urða lifandi allt
sem lífsanda dregur.
Flosi Ólafsson