Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 34

Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 34
34 FIMMTUDAGUR PRCSSAN 3. OKTÓBER 1991 / u Þegar okkur liggur eitthvað á hjarta hringjum við i útvarpið til að létta á okkur. Við hleypum út reiðinni í Þjóðarsálinni en tjáum okkur um viðkvæmari mál í Kvöldsögunum. Þetta er einfaldlega af þvi að þar er fólkið sem við þekkjum orðið best og eigum auðveldast með að tala við. Útvarpsprestarnir eru menn dagsins í dag. tvarpspresta Einmanakennd hefur stundum veriö talin einkenni þróadra þjódfélaga eins otj vid Islendingar teljum okkur stundum tilheyra. Einmunu- kenndinni fylgir varunlegur tjúskiptatuppi sem felst vunu- legu í því ud fólk hættir uö tulu sumun, tjúir sig ekki um þuö sem því litjgur ú hjarta og veit yfirhöfud ekkert viö hvern þaö ú uö tula. Þaö er húiö aö gefust upp ú fjöl- skyldu og vinum; prestar, súl- frœöingar og lœknar eru ut- un seilingar. Þögnin tekur viö þar til aö lokum einhverjum dettur í hug uö tuku upp tóliö og hringju í útvurpsprest. Þú er eins og stíflan bresti. Það er í raun furðu skammt síðan útvarpið varð að lifandi miðli með opinskáum tengsl- um á milli útvarpsmanns og hlustenda. Lengst af var út- varpið uppfullt af því að standa undir nafni sem ,,Há- skóli þjóðarinnar" og hleypti engum inn til sín sem ekki hafði farið fyrir útvarpsráð. Það var helst að slík ,,al- þýðu“-stemmning vaknaði þegar Guðmundur Jónsson söngvari las úr bréfum til sín sem komu í Pósthólf 120. Sömuleiðis telst Jón B. Gunnlaugsson til frumherjanna, en hann opnaði einna fyrstur Bjarni Daqur Einnig gaf Jón hlustendum kost á að hringja inn, sem vakti feiknaviðbrögð. Þáttur- inn var þó ekki í beinni út- sendingu heldur tekinn upp á morgnana og sendur út eftir hádegi. Jón hætti með þátt sinn 1974 eftir að hafa nánast sprengt skiptiborð útvarps- ins. En með breytingu útvarps- laganna og frjálsu útvarps- stöðvunum fóru tengslin við hlustendur að breytast og ,,talk show“- og „fon inn“-þættir byrjuðu. Tími út- varpsprestanna var runninn upp. segja frá sínum leyndustu at- höfnum eins og þeir væru að segja frá uppáhaldsbíómynd- inni. Sumir segja reyndar að Eiríkur sé bara að hæðast að viðmælendum sínum, en hann þvertekur fyrir það. Kvöldsögurnar njóta að sjálfsögðu rökkursins, en það er eins og trúnaðurinn aukist eftir því sem líður á. Nafnleysi ríkir og sumir hafa jafnvel fyrir því að breyta röddinni. Gervið dettur reyndar af fólki þegar hiti færist í leikinn. Sumir þættir hafa orðið nafn- togaðir, eins og þegar Eiríkur tók fyrir fyrsta kossinn. Þá sat hann allt í einu með fórnar- lamb sifjaspella á línunni. „Þetta átti að vera létt efni en tók auðvitað aðra stefnu þeg- Jóna Rúna Jóna Rúna Kvaran, „véfréttin" fulltrúi nýaldarsinna i útvarp- inu. Kann svör við öllu, hvort sem það er þessa heims eða annars. ar konan hringdi," sagði Ei- ríkur. HALLGRÍMUR OG ÞJÓÐARSÁLIN Það kveður við annan tón í Þjóðarsálinni, sem er á öðr- um tíma dagsins og þar er allt undir fullu nafni. Hún tók reyndar að nokkru við af Reykjavík síðdegis, sem Hall- grímur Thorsteinsson gerði að fyrsta virka símaþættin- um. Hallgrímur naut feikna vinsælda — farið var að ræða um „áru“ hans og lærðir menn reyndu að útskýra vin- sældir Hallgríms með mis- jöfnum árangri. Þátturinn Bjarni Dagur Jónsson varð fyrstur til að finna sérrikerling- arnar og sýndi að það væri hægt að ná trúnaði hlustenda. Var tekinn fyrir á prestaráð- stefnu fyrir vikið. manna fyrir útvarpssímann upp úr 1970 í þætti sínum „Eftir hádegið". Það var reyndar Jón sem hringdi og hafði þá gjarnan lag á að spjalla við húsmæður um drauma þeirra og steikina. BJARNI DAGUR OG SÉRRÍKERLINGARNAR „Þetta gekk reyndar svo langt að það kom fram fyrir- spurn á prestaráðstefnu um það af hverju fólk hringdi frekar inn í þættina hjá mér en að fara til prestsins," sagði Bjarni Dagur Jónsson, sem reið að nokkru leyti á vaðið hvað varðar trúnaðarspjall- þætti. Bjarni Dagur hélt úti Stefán Jón & Sigurður Stefán Jón Hafstein, Sigurður G. Tómasson og Þjóöarsálin. Eru eins og „góða og vonda löggan". Stefán Jón vekur reiði og full- nægir sjálfspyntingarhvöt hlustenda sem stofna til ástar/hat- urs-sambands við hann. Hefur alltaf siðasta orðið og skellir jafnvel á þig tilað sanna málsitt. SigurðurG. ermjúki maðurinn sem talar vönduðu islenskuna. Þórhallur Þórhallur Guðmundsson, „mið- illinn" i fjölmiðlinum. Veitir ráð- leggingar af dýpt þess sem sér meira en aðrir. Býður upp á trú- arlegar lausnir. BE RSÖGLISSÖGU R „Ég spila þetta aðallega eft- ir nefinu hverju sinni. Ég reyni að fá fólk til að segja söguna eins og hún er. Það er jú þannig að sá sem hringir inn er að hringja til að segja frá einhverju og ég reyni að hjálpa honum við það,“ sagði Eiríkur, sem líklega hefur komist hvað lengst í því að fá fólk til að opna sig, kannski að hann njóti þar siðfræði- prófsins sem hann tók í Frakklandi um árið. Oft rekur fólk í rogastans yfir því sem viðmælendur Eiríks segja. Honum tekst að fá þá til að Hallgrímur Thorsteinsson er „heimsmaðurinn" kurteisi sem leyfði þjóðinni að tappa af sérviskunni i sér áður en þjóðarsálin var uppgötvuð. þætti á Stjörnunni sem hét „Milli mín og þín“ og vakti mikla athygli á sínum tíma og segir Bjarni að hann hafi komist upp í 18—19% hlust- un. Þátturinn var á laugardags- eftirmiðdögum og var reynd- ar þekktur fyrir „sérríkerl- ingarnar", en oft þótti mönn- um einkennilegur talandinn á viðmælendum Bjarna. „Þetta með sérríkerlingarnar er lygi sem ég hef heyrt áður. Það var ákaflega blandaður hópur sem hringdi inn, en þetta var í fyrsta skipti sem útvarpsstöð opnaði á þennan hátt fyrir hlustendur." í þætti Bjarna voru flutt bersöglismál, sem að hans sögn var ekki alltaf ætlunin. í dag er haldið úti svipuðum þætti á Bylgjunni sem heitir „Kvöldsögur". Það var Eirík- ur Jónsson sem sá um þenn- an þátt í fyrra en nú hefur hann verið settur á þrjú kvöld í viku og ásamt Eiriki og Bjarna Degi sér Hallgrímur Thorsteinsson um þáttinn. Hver þáttur hefur sitt við- fangsefni sem þeir sem hringja inn eiga að tjá sig um.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.