Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 21

Pressan - 03.10.1991, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR PRESSAN 3. OKTÓBER 1991 21 —aufti og hvernig arkitektar hafa reynt aö halda í viö breytingar á fjölskyldulífinu meö nýjum geröum íbúöa, — eltingaleikur sem vinnst sjálfsagt aldrei. um og kemur sótugur upp úr kjallarakompunni. Börnin eru komin á stjá og þeirra bíður hafragrautur, rúgbrauð með rúllupylsu og mjólkur- blanda. Húsbóndinn hefur lokið við að drekka kaffið og er lagður af stað í vinnuna með kaffitár í glerflösku, sem stungið hefur verið ofan í ull- arsokk til að halda hita. Börn- in tínast af stað í skólann. Húsmóðirin unga hefur í nógu að snúast, það þarf að þvo, stoppa í sokka, þrífa og taka til mat. Skömmu eftir há- degið kemur vinkona úr ná- grenninu og þær spjalla sam- an í eldhúsinu yfir kaffibolla. Það er komið kvöld, fjöl- skyldan hefur lokið við að borða og þvo upp. I kvöld er von á gömlum vinum úr sveitinni, svo allir hafa klætt sig í sitt fínasta púss og börnin fá að leika sér dálitla stund í stofunni, — slíkt gerist ekki hversdags. Nýbakaðar klein- ur og skonsur eru boðnar með kaffinu, sem drukkið er í stofunni í kvöld. Gestirnir fara um tíuleytið, börpin eru send í rúmið og hjónakornin eiga saman stund í stofunni eftir að börnin eru komin í háttinn. Upp úr miðnætti eru allir lagstir til svefns. Þetta er ánægð fjölskylda, að vísu er dálítið þröngt, rúmir fimmtíu fermetrar, en það er ekki eins kalt þegar margir sofa í sama herbergi. Á NÍUNDU HÆÐ í SÓLHEIMUNUM RÉTT FYRIR 1960 Yngsta dóttirin er komin í 100 fermetra bjarta og nota- lega íbúð í nýju háhýsi, fjöl- skyldan unir hag sínum vel eftir að hafa búið nokkur ár í kjallaraíbúð sem áður fyrr var notuð sem kolageymsla. Húsbóndinn ekur leigubíl og vinnutíminn er óreglulegur. Húsmóðirin vinnur í verslun allan daginn en börnin, sem bæði eru komin á unglings- aldur, hafa komist í sumar- vinnu hjá frænda sínum, sem rekur,fiskverkun á Grandan- um. Á virkum dögum ekur húsbóndinn öllum saman í vinnuna, konan sér nefnilega um að taka til í versluninni áður en opnað er. Það er eng- inn hafragrautur eldaður á þessu heimili, en hver og einn reynir að finna sér eitt- hvað í svanginn áður en lagt er af stað, það er komin brauðrist og hraðsuðuketill. Húsið er dautt fram til klukkan sex, en þá fyllist allt af lífi. Það er elduð vegleg máltíð, en ekki er mikið talað við matarborðið á meðan fréttir eru lesnar. Á þessu heimili er borðað í eldhúsinu hversdags, en borðstofan, sem hefur giugga út á svalirn- ar, er notuð um helgar og á hátíðisdögum. Eftir matinn er setið við eldhúsborðið og spjallað vítt og breitt. Það er gestkvæmt á þessu heimili, því tvö ættmenni búa í sama húsinu og koma oft eftir kvöldmatinn í rabb. Síðan er sést við útvarpið, því það er Á örfáum áratugum hafa híbýli þorra landsmanna breyst frá því ad vera loftlaus- ir, dimmir, rakir og illa þefj- andi torfbœir i glœsihallir, þar sem hver fjölskyldumed- limur hefur álíka mikid rúm og stórar fjölskyldur höfdu á fyrstu árum aldarinnar. Hlut- verk heimilanna hefur líka breyst, ekki bara frá tíd bœndasamfélaga fyrri alda, heldur einnig á allra sídustu áratugum vegna breyttra at- vinnuhátta, aukinnar þátt- töku kvenna á vinnumarkadi og minnkandi barneigna. Húsnœdi manna og innra skipulag íbúda hafa breyst í kjölfar nýrra lífsvenja og fjöl- skyldugerdar. Inni á heimil- um er verkaskipting breytt, sem ad einhverju leyti má rekja til jafnréttisbaráttu kvenna, tilkomu sjónvarps, aukinna frístunda og krafna um aukid frelsi. Allt hefur þetta kallad á breytingar, sem endurspeglast í hönnun og skipan íbúdarhúsnœdis. Lengst af bjuggu íslending- ar í torfbæjum þar sem skip- an húsnæðis breyttist lítið í aldanna rás. Bæirnir voru að vísu misstórir, en fyrirkomu- lag flest á líkan veg. Baðstof- an, þar sem fólk sat í rökkrinu á síðkvöldum, sinnti störfum sínum og sagði sögur og æv- um, eru aðrar en raunveru- leikinn. Það voru ekki bara kuldinn, myrkrið og hungrið sem hrjáðu þetta fólk, heldur líka ótti og hræðsla við nátt- úruöflin og illar vættir, sem sífellt áttu að vera á sveimi. En hverfum í einni hend- ingu fram til fyrstu áratuga þessarar aldar. NÝTT HÚS í VESTUR- BÆNUM FYRIR TÆPUM 60 ÁRUM í nýrri íbúð, vestarlega í Vesturbænum, eru ung hjón með þrjú börn búin að koma sér fyrir. íbúðin þykir afar ný- stárleg og rúmgóð. Hún er um fimmtíu fermetrar og það sem gerir hana svo sérstaka er að innandyra er ekki bara klósett, heldur líka bað. íbúð- in er tveggja herbergja. í öðru herberginu sofa allir fjölskyldumeðlimir, drengur- inn hefur sérstakt rúm en systurnar deila rúmi. Fjöl- skyldan er ánægð, því mun- aður sem þessi er ekki á allra færi. í hinum enda íbúðarinnar er agnarsmátt eldhús, þar sem matast er hversdags, en í stofunni er borið á borð á há- tíðis- og tyllidögum. í stof- unni er líka forláta dívan og þar fá næturgestir að halla sér þegar svo ber undir. Unga framhaldsleikrit á dag- skránni í kvöld. Öll hersingin færir sig inn í velbúna stofuna og grafar- þögn ríkir á meðan leikritið er flutt. Á eftir ber húsmóðir- in inn kaffi og meðlæti úr bakaríinu, en unglingarnir fara inn í herbergi sín. Undar- leg blanda af tónlist berst úr herbergjum unglinganna; í bland við sykursæta konu- rödd heyrist harður trommu- taktur og gítarspil. Móðirin skipar börnunum að lækka, þau hlýða um stund en svo hefst sama sagan aftur. Þetta er greinilega ekki nógu stór íbúð fyrir allt þetta fólk. í HAFNARFIRÐI HAUSTIÐ 1991 Loksins er draumurinn orð- inn að veruleika. Það er hátt til lofts og vítt til veggja, að vísu ekki ýkja stórt í augum sumra, tæplega hundrað og tíu fermetrar fyrir utan yfir- byggt sólhýsi, en allt vandað og vel frá gengið. Ekkert sam- eiginlegt, hvorki stigagangur né þvottahús. Á heimilinu búa fjórar manneskjur, dóttirin er á síð- asta ári í menntaskóla, en sonurinn lýkur grunnskóla- náminu næsta vor. Húsbónd- inn vinnur á skrifstofu, hún í banka. í þessu húsi er yfirleitt boðið upp á góðan morgun- mat, aðrar máltíðir eru ekki sameiginlegar nema um helgar, því húsmóðirin stund- ar nám í kvöldskóla og hann kemur oft seint heim úr vinn- unni. Unglingarnir eru gjarnan einir heima framan af kvöldi. Þeim kemur illa saman og trufla hvort annað með iðju sinni, húsið virðist ekki nógu rúmgott. Hann vill hlusta hátt á músík, hún vili fá frið til að læra. Þau hafa hvort sitt sjón- varpstæki, myndbandstækið í stofunni er tengt í öll sjón- varpstæki hússins. Um heígar skapast vandamál, því hver vill horfa á sína bíómyndina. Húsbóndinn hefur bannað að taka segulbandið með inn i sólstofuna, þar á að ríkja frið- ur. Húsmóðirin kvartar undan því að hafa ekkert herbergi tii að læra í, stofan er að vísu oft- ast auð, en þar inni er ekki hægt að vera með námsbæk- ur og tölvu. Það er mikið verk að þrífa allt þetta hús og baðið er jafnstórt og kjallara- TÍMARNIR BREYTAST OG MENNIRNIR MEÐ Þær dæmisögur sem hér voru sagðar eru hvorki sann- leikur né hreinn uppspuni. Þær geta hugsanlega varpað dálitlu Ijósi á þær stórstígu breytingar, sem orðið hafa á fjölskyldulífi og þar með íbúðum fólks hér á landi á síð- ustu áratugum, og auknu kröfur sem fólk gerir til hí- býla sinna. Þrátt fyrir að tala megi um ákveðnar stefnur og strauma í hönnun húsnæðis á síðustu áratugum er fjöl- breytnin mikil og þessi dæmi sýna ekki nema örlítið brot af því sem hefur verið að gerast. Björn E Hafberg Skýringar viö grunnteikningarnar eru meöal annars sóttar isamtal viö Pétur H. Ármannsson arkitekt.) 1961 Önnur teikningin er grunnmynd af íbúð í háhýsi við Sólheima, sem byggð var 1958, arkitektar voru þeir Guðmundur Kr. Krist- insson og Gunnlaugur Halldórsson. f þessari íbúð er farið að gæta meiri sérhæfingar. Barnaherbergin eru fremur smá, stofan vegleg og komin er sérstök borðstofa. Menn eru farnir að huga mikið að möguleikum birtunnar og gluggar eru margir og stórir. 1931 Arkitekt fyrstu íbúðarinnar sem fjallað er um er Gunn- laugur Halldórsson, en íbúðir þessar voru reistar við Hofs- vallagötu á árunum 1934—'35. íbúðin þótti mjög nýtískuleg á sinni tíð, ekki síst fyrir að í henni var klósett og bað. Það sem gerir hana einnig sér- staka er að þarna er kominn vísir að svokölluðu holi eða anddyri, en fram til þessa var algengast að komið væri inn í örlítinn gang og siðan innan- gengt á milR herbergja. Þá er eldhúsið nokkuð stórt og var það venjulega helsti sam- komustaður fjölskyldunnar, því stofan var höfð „spari" og allir sváfu síðan i sama her- bergi. intýri, er svo samgróin sögu þjóðarinnar að flestir, jafnt börn sem fullorðnir, geta auð- veldlega gert sér í hugarlund hvernig umhorfs var. En það er ekki eins auðvelt að skynja rakann, kuldann og þefinn sem lagði yfir allt. Þær rómantísku myndir, sem gjarnan eru dregnar upp af þessum notalegu síðkvöld- 1991 Þriðja grunnmyndin er af íbúð í raðhúsi sem nýlega var reist í Setbergshlíð i Hafnarfirði. Arkitektar voru þeir Jón Ólaf- ur Ólafsson og Sigurður Ein- arsson. í þessari íbúð vekur það sérstaka athygli hve rým- ið sem fjölskyldan hefur sam- eiginlega er orðið opið. Eld- húsið hefur stækkað mikið og er ekki lengur skilið frá borð- stofu, þá er baðherbergið nokkuð stórt og sórstakt þvottahús ekki lengur til. húsmóðirin er stolt af híbýl- um sínum og fær, oftast dag- lega, konur úr nágrenninu í heimsókn. Þá er boðið upp á kaffitár í eldhúsinu, stofan er bara notuð til hátíðabrigða. Kaffiilminn leggur úr eld- húsinu og þar sitja þungbún- ar, dúðaðar konur. Það er kalt í húsinu, en rótarblandað kaffið yljar dálítið. Þær spjalla um allt mögulegt, ekki síst nýja fólkið sem er að flytja í hverfið. Morguninn eftir í sama húsi, — það er enn kaldara en daginn áður. Húsbóndinn hefur vaknað á undan öðrum til að kveikja upp í kolaofnin- íbúðin sem þau leigðu þegar þau byrjuðu saman. Þau eru, þrátt fyrir allt, ánægð í nýja húsinu, en mikið hefði samt verið notalegt að hafa gufu- bað og heitan pott. HVERNIG FJOLSKYLDURNAR SPRENGJA AF SÉR ÍBÚÐIRNAR

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.