Pressan - 30.12.1992, Side 2
2
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
Þetta blað
er á
síðasta
snúningi
...eins og Þórður
Friðjónsson. Það er
mjög hæpið að hans
verði getið oftar í
þessu blaði.
...eins og Pétur H.
Blöndal og aðrir þeir
sem ætia að krækja
sér í hlutabréf fyrir
áramótin.
...eins og Jón Baldvin
Hannibalsson. Ef
hann fær ekki þingið
til að samþykkja EES
fyrir miðjan næsta
mánuðmunu
kollegar hans í EFTA
hlæja að honum -
jafnvel meira en af
svissneska utanríkis-
ráðherranum.
...eins og Rósa, Raggi
Bjarna og Gulli í
Karnabæ. Ef þau ætla
að verða metsölu-
höfundar á þessu ári
verða þau að drífa
sig út í búð.
...eins og allir álits-
gjafarnir sem bíða
við símann f von um
að einhver útvarps-
eða sjónvarpsstöðin
hringi og bjóði þeim í
spjall á gamlársdag.
...eins og flugeldarnir
frá í fyrra. Það borgar
sig að skjóta þeim
uppfyrirátta þetta
árið.
Skýrir þetta skjálftana,
Hallgrímur?
„Já. Skjálftinn nú mældist 4,2 stig
á Richter en fólksfjölgunin í pláss-
inu var 4,4 prósent á árinu. Ég
held að þetta sé skýringin. Við
Hvergerðingar munum þó þurfa
að djöflast mikið til að kalla fram
þann stóra, þar sem jarðfræðingar
spá því að Suðurlandsskjálftinn
verði 7 stig á Richter."
Fólki á Suðurlandi hefur fjölgað mest í
Hveragerðl og fólksfjölgunin í bænum
er sú þriðja mesta á landinu. Jarðskjálft-
ar hafa riðið yfir bæinn að undanförnu.
Hallgrlmur Guðmundsson er bæjarstjóri
I Hveragerði og svarar hér til um
samhengið þarna á milli.
F R E M S T
ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON OG EINAR KÁRASON:
Tekjuhæstu rithöfundarnir eftir jólabókavertíðina.
„SPARNAÐURINN"
ORÐINN 60 PRÓSENTA
ÚTGJALDAAUKNING
Þegar sveitarfélögin í kringum
Reykjavík ákváðu að taka sig sam-
an og stofha Almenningsvagna bs.
um sameiginlegt strætisvagna-
kerfi var mikið talað um sparnað.
í Kópavogi var sérstaklega rætt
um að ekki þyrfti lengur að dæla
peningum í SVK, sem var lagt nið-
ur. Á síðasta ári SVK, 1991, runnu
38 milljónir úr bæjarsjóði Kópa-
vogs í fyrirtækið, sem auk
áætlunarleiða sá um skólaakstur
og fleira. Nú er ljóst, samkvæmt
fjárhagsáætlun Gunnars J.
Birgissonar oddvita og félaga
hans, að á næsta ári muni greiðsl-
ur vegna Hagvagna, dótturfyrir-
tækis Jóhanns G. Bergþórs-
sonar og Hagvirkis, og skóla-
aksturs fara yfir 60 milljónir. Þar
af eru reyndar nokkrar milljónir
vegna biðlauna fyrrum vagns-
stjóra SVK, en engu að síður er
ljóst að útgjöld bæjarsjóðs Kópa-
vogs vegna Þessara hluta hafa
aukist um nær 60 prósent eða 22
milljónir. Það hefur því ekki
reynst mikil búbót fyrir Kópa-
vogsbúa að Jói Begg fékk akst-
urinn, eftir að stjórn Almennings-
vagna hafði tekið á sig skuld-
bindingar og Bílaumboðið,
fyrirtæki Gunnars, seldi Jóa vagna
þegar enginn annar vildi gera það.
TEKJUR MET5ÖLU-
RITHÖFUNDANNA
Óhætt er að segja að Þorgrím-
ur Þráinsson sé tekjukonungur
rithöfundastéttarinnar um þessi
jól. Tvær bækur komu út eftir
hann og seldust þær báðar eins og
heitar lummur eða í samtals um
18-19 þúsund eintökum. Þar sem
Þorgrímur er í hópi vinsælustu
rithöfunda landsins, og starfrnað-
ur Fróða sem gefur bækur hans
út, má gera ráð fyrir að hann geri
betri útgáfúsamninga en staðlaðir
lágmarkssamningar Rithöfunda-
sambandsins segja til um. Þar er
gert ráð fyrir að 16 prósent af út-
söluverði bókar renni í vasa höf-
undar. Því hefur Þorgrímur haft
að minnsta kosti fjórar og hálfa
milljón króna í tekjur í þessari
jólavertíð, en líklega eru tekjur
hans þó nær sex milljónum króna.
Sá aðili sem næstur Þorgrími
kemur í tekjum er að öllum lík-
indum Vigdís Grímsdóttir. Alls
seldust urn 6-7000 eintök af skáld-
sögu hennar Stúlkan í skóginum
og fyrir það fær hún að lágmarki
rúmlega þrjár miiljónir króna, en
líklega er hún þó með yfir fjórar
milljónir í tekjur. Þorsteinn
Jónsson flugkappi ætti einnig að
eiga fyrir salti í grautinn eftir þessi
jól. Hann ritaði sjálfur endur-
minningar sínar, Dansað í háloft-
unum, og gekk á milli forlaga og
lét þau bjóða í sögu sína, en hann
sem og flestir aðrir voru fullvissir
að hún myndi seljast vel. Því má
ætla að hann hafi ekki sætt sig við
lágmarkssamning, en talið er að
um 5 þúsund bækur hafi selst. Því
er ekki fjarri lagi að ætla að Þor-
steinn hafi haft sem nemur 3,5
milljónum upp úr krafsinu. Svip-
að má segja um Einar Kárason
en bók hans Heimskra manna ráð
fór í 5700 eintökum, samkvæmt
fréttum Stöðvar 2, og því hefur
hann fengið lágmark 3 milljónir
króna. Líklegt er þó að Einar sé á
hærri hlut en lágmarkssamningar
gera ráð fyrir, enda sjálfúr fyrrver-
andi formaður Rithöfundasam-
bandsins
AÐEINS TÓLF VAR BOÐIÐ
Nýafstaðnir styrktartónleikar
Barnaheilla, með Kristjáni
Jóhannssyni og Sinfóníu-
hljómsveit íslands þóttust takast
með eindæmum vel. Jóla-
tónleikanefnd Barnaheilla sá um
framkvæmdina og gætti þess
vandlega að halda fjölda
boðsmiða í lágmarki, en sú hefúr
ekki alltaf verið raunin hér á landi
þegar um meiriháttar men-
ningarviðburði hefur verið að
ræða. f þetta sinn fengu því aðeins
tólf gestir boðsmiða og voru það
helstu fyrirmenni landsins, svo
sem forseti, forsætisráðherra,
félagsmálaráðherra og biskup og
þeirra makar. Aðrir tónleikagestir,
sem voru tæplega eitt þúsund,
urðu að reiða fram þrjú þúsund
krónur fyrir miðann og voru
heildartekjur af tónleikunum því
tæplega þrjár milljónir króna. Að
frádregnum kostnaði er Ijóst að
Verið í púðrinu frá
1938
f Garðabænum býr Þórarinn
Símonarson sem hefúr þá sérstæðu
atvinnu, ásamt fjölskyldu, að fram-
leiða flugelda og blys fyrir gamlárs-
kvöld. Hann lærði til verka í Kaup-
mannahöfn árið 1958 hjá Hoff-
mann nokkrum sem sá um flugelda
fyrir Tívolí. „Ég kom heim um
haust og fyrstu flugeldarnir fóru á
markað um áramótin 1958 til 1959.
Síðan þá hef ég aukið við mig smátt
og smátt og nú þrælar fjölskyldan
allt árið. Reyndar bjó ég til púður í
fýrsta sinn 1938 eftir þríliða dæmi
úr reikningsbók og framleiddi kín-
verja frá 1944 til 1948.“
Þegar heim frá Danmörku kom
var fátt um fína drætti á flugelda-
markaðnum, aðeins til skiparakett-
ur. Þórarinn seldi því alla framleiðslu sína og iðu-
lega stóð hann uppi á gamlárskvöld án þess að eiga
svosem eins og eina rakettu fyrir sjálfan sig. „Það
kom ekki að sök. Mér fannst það bara notalegt að
ganga upp á Garðarholtið og sjá allt það sem aðrir
voru að skjóta upp.“
Allt frá því hjálparsveitirnar hófu að selja flugelda
um 1970 hefúr Þórarinn komið framleiðslu sinni til
þeirra og segir hann það ganga alvega prýðilega.
Vitað er að starfmu fylgir áhætta en Þórarinn segir
engin óhöpp hafi átt sér stað fram að þessu. „Þetta
er vissulega hættuiegt og því mikilvægt að fara ná-
kværrrlega eftir bókinni, allra síst á að gera tilraun-
ir.“
hagnaðurinn verður aldrei undir
2,5 milljónum króna. En honum á
að verja í rannsóknir á stöðu
barna í þjóðfélaginu svo og í
kynningu á barnasáttmála Sam-
einuðu þjóðanna. Þess má loks
geta að Kristján Jóhannsson bauð
nánustu aðstandendum sínum á
tónleikana og greiddi fullt verð
fyrir hvern miða.
ÆVIÁGRIP ÁRNA
JOHNSEN í BUNDNU
MÁLI
Þótt Ámi Johnsen sé ef til viU
ekki ýkja hátt skrifaður sem
þingmaður tókst honurn bærUega
upp á jólabókamarkaðnum með
bók sína „Enn hlær þingheimur".
Af efni bókarinnar að dæma
virðist þingmaðurinn Árni vera
vinsælasta viðfangsefni þeirra
manna sem eiga vísur í bók hans.
Þegar molahöfundur hafði flett
rúmum þriðjungi bókarinnar (og
þá gefist upp) taldist honum til að
Árni væri yrkisefnið í 11 vísum, en
í næstu sætum komu Davíð
Oddsson forsætisráðherra og
Salóme Þorkelsdóttir forseti
Alþingis með 4 vísur hvort. Árni
ber því höfúð yfir herðar annarra í
bók Árna. Ekki einu sinni rnest
áberandi höfðingjar íslenskra
stjórnmála komast með tærnar
þar sem Árni hefúr hælana. Virð-
ist sem menn komist ekki hjá því
að yrkja um Árna þegar sést til
hans. Um leið leUcur enginn vafi á
hver er uppáhalds vísnahöfundur
Árna, því á þessum rúmlega þriðj-
ungi bókarinnar átti séra
Hjálmar Jónsson,
varaþingmaður sjálfstæðismanna,
20 vísur. Næstu menn voru
Sighvatur Björgvinsson með 9
og Árni nokkur Johnsen með 6.
IBM-FORSTJÓRINN ÆTLAR
Á '68-BALLIÐ
Nokkur síðustu ár hefur það
tíðkast um hver áramót að hin
svonefnda ’68-kynslóð haldi ball.
Að þessu sinni eru tímamót í ball-
haldinu í tvennum skilningi.
Annars vegar hefúr hópurinn flutt
sig úr Þjóðleikhúskjallaranum yfir
í Hótel Sögu. Hins vegar á að
reyna að þvo ofurlítið af vinstri-
stimpli þeim sem verið hefur á
hópnum og hafa boð því verið
látin út ganga um að hægrisinnar
séu velkomnir. Við heyrum að
tekist hafi að lokka að minnsta
kosti einn þekktan hægrimann á
ballið - hinn 48 ára hag- og kerfis-
fræðing Gunnar M. Hansson,
forstjóra IBM á íslandi. Árið 1968
var Gunnar hagfræðistúdent við
Háskóla íslands og er ekki vitað til
þess að hann hafi boðað
blómabyltingu, verandi að auki
tengdasonur kaupsýslumannsins
Jóns Loftssonar. Én Gunnar er
samt af téðri kynslóð og ætlar að
djamma með blómabörnunum
hvað sem tautar og raular.
GUNNAR J. BIRGISSON ætlaði að spara með því að leggja niður SVK. Borgar 60 milijónir í stað 38 milljó-
na. KRISTJÁN JÓHANNSSON bauð aðstandendum sínum á tónleika með sjálfum sér og greiddi fullt verð
fyrir miðana. ÁRNIJOHNSEN er aðalpersónan í bók Árna Johnsen um hláturssköllin á Alþingi. GUNNAR
M. HANSSON, forstjóri IBM á Islandi, er módel '44 og ætlar á árshátíð '68-kynslóðarinnar á nýárskvöld.
U M M Æ L I VIKUNNAR
„Nú þegar viðförum heim ogsetjumst að
eigin steikum hljótum við aðfyrirverða
okkurfyrir að geta ekki hindrað að þetta
gerist og ég vona að þetta verði í síðasta
sinn sem viðförum meðþessa ábyrgð í
jólafrí. “
| GUÐRÚN HELGADÓTTIR ÞINGKONA
Þá myndi
maður líka tapa
heyrninni
„Þið segið að ég sé í upp-
sveiflu. En það er einfald-
lega af því að þið hafið
ekki nennt að fýlgjast með
mér.“
Kristján Jóhannsson
stórsöngvari
Spuming árslns
„Ég veit ekki til þess að
nokkurt samkomulag hafi
verið svikið, ég veit ekki til
þess. Þetta er nokkuð
merkilegt og ef svo er, hvers
vegna voru þeir þá að gera
samkomulag ef þeir telja að
það hafi verið svikið?"
Ólafur Þ. Þórðarson
maelskusnillingur
Rólegast er þó
hjá Guði
„Jólahátíðin er ekki
annasamur tími fýr-
ir biskup en hún var
geipilega annasam-
ur tími á meðan ég
var sóknarprestur."
Ólafur Skúlason
biskup
SMs&upnJól
„Jólahátíðin hefúr alltaf
verið óhemjudýrmæt
fýrir mig persónulega."
Ólafur Skúlason
biskup
/ skötulíki
„En mikið þykir mér skata vond. í fýrsta lagi
er lyktin skelfileg og í öðru lagi er bragðið
hræðilegt."
Einar Oddur Kristjánsson
fyrrverandi bjargvættur
Samb/æmt bráðabirgðatölum Hagstofurmar fækkaði
íbóum Vestfjarða umT/lá áratugnum 19&2 til 1992
eða að meðattali um 77,1 á árí. Með sama áframhaldi
fíytur síðasti Vestfirðingurínr burt eftir 125 ár eða ídes-
ember 2117. bað er hins vegar mun styttra í að síðasti
Suðureyringurinn flytji. Frá síðasta árí hefur peim fækk-
að um 30 og eru nú 322. Þvf líða ekki nema tæp ellefu ár
partil mannlaust verðurá Suðureyri eða um haustið
2003. Sandgerðingum fjölgaði hins veqar um 63 í 1.252
á árinu og með sama áframhaldi verða peir orðnir
15.750pegar síðasti Vestfirðingurinn pakkar saman oq
ekur í gegnum jarðgöngin í suðurátt.