Pressan - 30.12.1992, Page 8

Pressan - 30.12.1992, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 ÆKKKKSBKHmKKKm PRESSAN Útgefandi Ritstjóri Ritstjórnarfulltrúi Auglýsingastjóri Dreifingarstjóri Blað hf. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Sigríður Sigurðardóttir Haukur Magnússon Grátum ekki gamla árið Um síðustu áramót var það í tísku að kvarta yfir bölmóð- inum sem var orðinn áberandi í þjóðlífinu. Fólk kveið nýja árinu, kveið hag sínum og kjörum, en álitsgjafar þjóðarinn- ar kepptust við að berja í fólk kjarkinn og skamma það fyrir svartsýnina. Nú er komið á daginn að eins og oftast áður hafði fólkið rétt fyrir sér. Og gott betur. Árið sem nú er að líða var að mörgu leyti miklu verra en svartsýnin þá gaf til kynna. Það er nákvæmlega engin ástæða til að kveðja það með söknuði. Ríkisstjórnin sem tók við fyrir hálfu öðru ári, Viðeyjar- undrið, hefur brugðist flestum vonum sem við hana voru bundnar. Hún er ekki ríkisstjórn umbóta og viðreisnar, ekki stjórn uppskurðar og nýrra hátta. Verk hennar eru fálm- kennd, stefha á reiki frá einum mánuði til annars, og verk- stjórnin furðuveikburða miðað við þingstyrk og meintan karakterstyrk forsætisráðherrans. í stað þess að leiða þjóð og þing lætur hún atburði hversdagsins flengja sér horn- anna á milli í stanslausum varnardansi. Flestir eru hættir að telja milljarðana í fjárlagahallanum sem ekki átti að vera til á næsta ári. Enginn getur lengur tal- ið milljarðana sem sóað er í landbúnaðarkerfið. Allir eru hættir að bíða eftir álveri. Veiðileyfagjaldi. Og fríiðnaðar- svæði. EES er enn ekkert nema hálaunastörf fyrir ráðgjafa ríkisstjórnarinnar. Og íjármálaráðherra Sjálfstæðisflokksins kann engin ráð betri í kreppunni en að hækka skatta á venjulegu launafólki. Af verkunum að merkja ætti þessi ríkisstjórn að fara frá nú þegar. Henni vill til happs að önnur skárri er ekki í kort- unum. Það er ömurleg staðreynd og ætti að vera Alþýðu- flokknum sérstakt umhugsunarefhi, flokknum sem boðaði róttækar umbætur eftir framsóknaráratuginn. Eftir fimm ára setu í stjórn er hann enn að bregðast við „áföllum“ eins og þau hafi orðið til í gær. í viðskiptum verður ársins 1992 kannske minnst fyrir milljónhundruðin sem erfingjar hermangsins í Sameinuð- um verktökum deildu á milli sín. Eða fyrir háttalag for- svarsmanna Stöðvar 2, spúttnikk-fyrirtækis á upplýsinga- öld. Þar fóru bandíttar, ekki bissnissmenn. öllu kurteis- legri, en mun skaðlegri, eru forráðamenn „kolkrabbans" sem enn eykur umsvif sín í viðskiptalífi. Þessi dæmi og miklu fleiri sanna enn að íslendingar hafa ekki lært siðaðra manna hætti. Helstu erlendu samskipti Islendinga, önnur en viðskipti, sögðu sömu sögu. í máli Eðvalds Hinrikssonar eru sekt og sakleysi nú orðin næstum aukaatriði. Hneykslið felst í grát- legum þjóðrembuviðbrögðum íslendinga þegar ætlast er til að um þá gildi sömu lögmál og aðrar þjóðir. Árið 1992 bar þó með sér eitt gleðimerki. Það er sú kröft- uga menning sem hefur blómstrað, einkum meðal ungs fólks á höfuðborgarsvæðinu. Eldra fólki finnst hún nú eins og áður bera merki yfirborðsins, tískusveiflna og forgengi- leika. Það er þá ekki langt að sækja fyrirmyndina. Þegar betur er að gætt er íslensk ungmenning þó í kjarna sínum falslaus, einlæg, hleypidómalaus, heiðarleg og djörf. Betur að svo væri víðar. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingan Nýbýlavegi 14-16, sími 64 30 80 Faxnúmen Ritstjórn 64 30 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar 64 30 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO/SAMKORT en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu BLAÐAMENN: Andrés Magnússon, Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik Þór Guðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari,Telma LTómasson. PENNAR: Stjórnmál og viðskipti; Árni Páll Árnason, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Jeane Kirkpatrick, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, Ragnhildur Vigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Hrafn Jökulsson, Jón Hallur Stefánsson og Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Lárus Ýmir Óskarsson leiklist. Teikningar; Andrés Magnússon, Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Ámason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI V I K A N Jólafréttir Hvað í ósköpunum getur verið í fréttum um jólin? Jú, auðvitað það sem telst ekki vera fréttir aðra daga. Svosem ef einhver þarf að fara í vinnuna sína um jólin. Það skiptir engu máli þó að hann hafi gert það alla hina daga ársins en loksins um jólin kemst hann í fréttirnar. Þar fara fremst heil- brigðisstéttirnar sem verða svo jólalegar við það að þurfa að mæta á jóladag á tóm sjúkrahús enda nánast allir sendir heim yfir hátíð- irnar. Hefbundnar fréttir af jóla- haldi á Hornbjargasvita og Hvera- völlum slæðast með fyrir utan endalausar fréttir af færð og flug- veðri. Sem betur fer eru jólafréttir bara einu sinni á ári. Er Watson komin til að sökkva Hvölunum? Er óvinur meðal okkar? - Og þá er ekki átt við alnæmi. Já, allt í einu komst í hámæli I kaffipásum á Keflavíkurflugvelli að liðsmenn Paul Watsons hjá Sea Shepherd hefðu laumast til landsins eftir hálfmislukkaða tilraun til að sökkva norskum hrefnuveiðibáti. Og hvað gátu þeir verið að gera hér nema að reyna að sökkva Hvölunum hans Kristjáns Lofits- sonar? Er ekki kjörið tækifæri að taka botnlokurnar úr um leið og landsmenn horfa til himins á gamlárskvöld? Lögreglan hefur hingað til ekki reynst náttúru- verndarhryðjuverkamönnunum skeinuhætt eins og sannaðist síð- ast þegar hún sagði þeim til vegar! Það er betra að hafa varann á sér og skilja pelsinn eftir heima. Hið skelfilega Hveragerði Aðdragandi suðurlandsskjálff- ans mikla er að verða lengsti for- leikur sögunnar. Af hverju í ósköpunum kemur stóri skjálft- inn ekki? Hann á að vera löngu kominn miðað við hundrað ára regluna. -Og þegar hann kemur er hætt við að fleira detti en dósir úr hillum í Hveragerði. Síðasti skjálfti var upp á ríflega 4 stig á Richter kvarðanum en sá stóri verður upp á 8. Þá er hætt við að ein og ein virkjun detti ofan úr hillu. HVERS VEGNA Hvers vegna áforseti íslands ekki að skjóta EES- samningnum undir þjóðaratkvœðagreiðslu? BjJÖRN BJARNASON ALMNGISMAÐUR SVARAR Erfitt er að svara spurningu eins og þessari, sem er úr lausu lofti gripin. Stjórnarandstæðingar á Alþingi fluttu tillögu þar um að vísa EES-samningnum til þjóðar- atkvæðagreiðslu. Meirihluti Al- þingis hafnaði tillögunni. Þar með er það mál ekki lengur á dagskrá. Eftir að Alþingi hefur samþykkt frumvarp til Iaga um EES- samn- inginn verður það eins og öU önn- ur samþykkt lagafrumvörp borið undir forseta íslands til staðfest- ingar. Ber að gera það samkvæmt stjómarskránni. f 26. grein hennar segir hins vegar: „Nú synjar forseti lagafrumvarpi staðfestingar, og fær það þó engu að síður lagagildi, en Ieggja skal það þá svo fljótt sem kostur er undir atkvæði allra kosningabærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar með leynilegri atkvæðagreiðslu. Lögin fella úr gildi, ef samþykkis er synj- að, en ella halda þau gildi sínu.“ Spurningin á rætur að rekja til misskilnings og ályktana, sem dregnar em af þessu stjómarskár- ákvæði. Af henni sést, að forseti íslands verður að synja lagaffum- varpi firá Alþingi íslendinga til að ákvæðið verði virkt. Forseti fs- lands hefur ekki beint á valdi sínu að skjóta málum undir þjóðarat- kvæði, hann getur hins vegar kaU- að ffiam atkvæðagreiðslu um laga- frumvarp með því að neita að staðfesta það. Lagafrumvarpið um aðild að EES varðar hagsmuni íslensku þjóðarinnar mjög miklu. Þátttaka í evrópska efnahagssvæðinu tryggir stöðu íslands út á við og er tU þess fallin að styrkja íslenskt at- vinnu- og efnahagslíf. Málið hefur verið á döfinni í tæp fjögur ár og íjórir af fimm stjómmálaflokkum þjóðarinnar hafa lagt framgangi þess lið sitt. Af sjálfsagðri var- kárni, þegar viðkvæm stjórnar- málefni eru annars vegar, hefur forseti íslands haldið sig fjarri öU- um umræðum og deilum um ís- land og EES. Ég er þeirrar skoðunnar, að for- seti íslands eigi ekki að blanda sér í stjórnmáladeilur. Frú Vigdís Finnbogadóttir forseti fslands hef- ur starfað í þeim anda og hlotið traust alþjóðar. Mér finnst spum- Ég er þeirrar skoð- unnar, aðforseti ís- lands eigi ekki að blanda sér í stjórn- máladeilur. Frú Vigdís Finnboga- dóttir forseti ís- lands hefur starfað íþeim anda og hlotið traust alþjóð- ar. ing PRESSUNNAR og ýmsar ályktanir, sem beint er tU forseta íslands, vegna EES-málsins til þess faUnar að grafa undan þeim samhug, sem ríkir um embætti forseta íslands og þann, sem það skipar. Embætti forseta fslands er og á að vera sameiningartákn lýð- veldisins. Stjómmálamenn eiga að standa í flokkadeUum. Það fer aUs ekki vel á því að draga embætti forseta íslands inn í slíkar deUur. FJÖLMIÐLAR Afhverju er Stöð 2 ekki með ájólunum? Það er um jól og áramót sem rifjast upp hvernig lífið var þegar ríkið hafði einkarétt á ljósvaka- miðlunum, sérstaklega sjónvarpi. Sjónvarpsdagskráin þessa daga ber nefnilega vitni ótrúlegri íhaldssemi. Það kemur ekki á óvart þegar Ríkissjónvarpið á í hlut — messan í Dómkirkjunni á aðfangadagskvöld klukkan tíu var nákvæmlega sú sama og síð- ast, reyndar sú sama og fyrir ald- arfjórðungi, ef út í það er farið. En það kemur á óvart að ný- fijálsu unglingarnir á Stöð 2 láta sig hafa það að spila með. Þar var slökkt á útsendingu dagskrár um miðjan aðfangadag og ekki kveikt aftur fyrr en á jóladag. Þó hefði Verið leikur einn að finna betri (áhugaverðari? jafnvel skemmtUegri, efþað má?) messu en þá sem endurflutt var í Dóm- kirkjunni. í nafni samkeppninn- ar og betri þjónustu við áhorf- endur. En, nei — Stöð 2 bauð upp á stiUimyndina. „Og hvað með það?“ heyri ég einhvern spyrja. Til hvurs að heUa yfir þjóðina sjónvarpsefni á þessu helgasta kvöldi ársins, þeg- ar fjölskyldan á að njóta hátíðar- innar saman? í spurningunni liggur einmitt lfklegasta skýringin á því af hveiju Stöð 2 gerir þetta. f „virðingarskyni" við hefðirnar, við helgina, við hátíð fjölskyld- unnar eða barnanna eða hvað- þettaheitir. Til að vanhelga ekki mynstrið sem varð til í aldar- Ijórðungseinokun rfldsins á sjón- varpi. Gott og vel. Látum vera að sum okkar, sem horfum á Stöð 2, gefa nákvæmlega ekkért fyrir mynstrið sem Vilhjálmur Þ. Gíslaon og Andrés Björnsson bjuggu tíl. En önnur hefð mynd- aðist í sjónvarpinu um hátíðam- ar með áramótaskaupinu á gaml- árskvöld. Það var sú sjónvarpsút- sending sem þjóðin öll — bók- staflega öll — fylgdist með og gaf henni umræðuefni langt fram í janúar. Þetta er alvöruhefð — nánast eina undantekningarlaust sameiginlega reynsla þjóðarinnar fyrir framan kassann. Auðvitað reyndist hún sjaldan tUstandsins virði, ekki ffiekar en aðfangadags- kvöldsmessan eða aðrar hefðir. En hún var ekta og þjóðarsálinni mUdls virði, að því er virtist. Ef sjónvarpsleysið á Stöð 2 á aðfangadagskvöld helgast af íhaldssamri virðingu fyrir hefð- inni liggur lóðbeint við að fara fram á að stöðin sleppi útsend- ingu á meðan áramótaskaupið er í loftinu — að ekki sé talað um maraþonræðu Heimis Steinsson- ar. Það gerir Stöð 2 vitanlega ekki. Ekki afþví að skaupið sé lé- legt (sem er líklegt) eða ræðan leiðinleg (sem er öruggt), heldur af því að alvörusjónvarpsstöð þjónar áhorfendum sínum. Og alvörusjónvarpsstöð á líka að þjóna notendum sínum á að- fangadagskvöld, kannske með góðri tónlist, kannske með góðri messu ffiá herra Sigurbirni. Ekki með þögninni. Hana má alltaf finna annars staðar. Karl Th. Birgisson l

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.