Pressan - 30.12.1992, Page 12

Pressan - 30.12.1992, Page 12
12 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 1 JANÚAR „Þetta er slæmt mál fyrir mig en ég gef heimsmeistaratitilinn aldrei ífá mér.“ Hjalti Úrsus kraftakarl. „Ég tel Flugleiðir hafa sett Veröld stólinn fyrir dyrnar.“ Svavar Egilsson fyrrverandi ferða- málafrömuður. „Það er ekki hægt að hafa menn ánægða þegar þeir vilja vera óánægðir.“ Ragnar Halldórsson álskalli. „Við lánum ekki gegn eindregnum andmælum og ráðleggingum.“ Sverrir Hermannsson bankastjóri. „Þessi samningur þýðir að verksmiðjan er kolsprungin áður en hún fer af stað.“ Þórhallur Gunnlaugsson vatnsberi. FEBRÚAR „Skoðanir mínar í gegnum árin hafa mótast af því að mér finnst Þjóðviljinn vera reiður, skapvondur, ósanngjarn, ein- sýnn, lyginn og forstokkaður." Jónas Kristjánsson ritstjóri. „DV er óumdeilanlega mem- aðarlítill afþreyingarmiðill sem skiptir engu máli í vitrænni þjóðmálaumræðu.“ Gunnar Steinn Pálsson þá tilvonandi blaðaútgefandi. „Við munum biðja Guð að hreinsa þessa óværu af landinu sem allra fyrst og hjálpa þess- um vesalingum á Akranesi, sem eru að kalla þetta yfir sjálfa sig og æskulýðinn þar.“ Gunnar Þorsteinsson hjá Krossinum. „Það var jafnvel til listastefna, sem kallaðist „excremental- ismi“, sem er einskonar úr- gangsstefna, og gekk út á að ota að fólki því sem fæstu fólki kemurvið.“ Thor Vilhjálmsson rithöfundur. „Það fraus undir skíðunum og því varð ég að hætta.“ Haukur Eiríksson ólympíufari. „Ég fæ ekkert óskaplega mik- inn stuðning." Sighvatur Björgvinsson niðurskurðarhnífur. „Þetta sýnir skítlegt eðli forsæt- isráðherra.“ Ólafur Ragnar Grlmsson, auglýsinga- fulltrúi og alþingismaður. „Ég æda ekki að ræða orðbragð Ólafs Ragnars, þar er um upp- eldisvandamál hans að ræða.“ Davíð Oddsson Viðeyjarkóngur. „Bersýnilega þykir mönnum ég liggja nokkuð vel við höggum, kominn til starfans eins og fjandinn úr sauðarleggnum, of- an úr afdölum, með mosann í skegginu, skítinn á rnilli tánna og fomyrðarunur á reiðum höndum en snarruglaður hér í óskiljanlegu völundarhúsi heimsborgarinnar miklu við sundin blá; viðundur utan úr eyðimörkum og hafði aldrei séð ffaman í ókunnugan mann fyrr en í októberbyrjun í haust, er ég lyppaðist inn í útvarps- húsið og sjónvarpshúsið; líkt og draugur!" Heimir Steinsson utvarpsstjóri. „Það var ekki laust við að mað- ur öskraði af ánægju og stigi svo stríðsdans er útnefningin var tilkynnt.“ FriðrikÞór Friðriksson kvikmyndajöfur. Bókmenntaannáll ársins 1992 ÞAÐ BESTA AFARGOTT Og það besta er að það skiptir máli Það sem helst vekur athygli í sambandi við jólabækur ársins 1992 er að þrír rithöfunda okkar sendu ffá sér skáldsögur sem em ótvírætt þær bestu sem þeir hafa samið. Einnig telst til tíðinda hversu margar prýðilegar ljóða- bækur eru nú á markaði. Þeir sem héldu því fram í fjölmiðlum nú fyrir jól að þetta væri ár ljóðsins virðast hafa nokkuð til síns máls þótt sannleikurinn sé ekki allur þeirra megin; það fáa sem vel var gert í skáldsagnadeildinni var ffamúrskarandi. Mér telst til að tólf frumsamdar íslenskar skáldsögur hafi komið út fyrir þessi jól Það er erfitt að sjá hvaða erindi meginþorri þeirra átti á markað, svo áberandi slakar em þær. En þrjár skáldsögur báru af öðrum þetta árið, bækur Einars Kárasonar, Ólafs Gunnarssonar og Vigdísar Grímsdóttur. Allar bera þær vott um metnað höf- unda, mikla vinnu og yfirlegu og í þeim má sjá áberandi ffamför frá fyrri verkum. Þær ffamfarir koma ekki hvað síst fram í stílnum. Allir þessir höfúndar skrifa nú betur en þeir hafa áður gert. ungum og geti því ekki skipt máli í íslenskri bókmenntasögu. Þetta er vitaskuld hin argasta firra. Það stoðar lítt að setja fram innantóm- ar kröfur um sífelldar nýjungar nýjunganna einna vegna. Það er á engan hátt sjálfgefið að samasem- merki sé milli nýjunga og fram- fara. Víst er að fljótlega yrði ólíft af illgresi í garði íslensks skáldskapar ef allir höfundar fengust við stans- lausa tilraunarækt. Og ef einhverj- ir taka orðin sem afturhaldshjal verða þeir hinir sömu að eiga það við sig. En tveir ungir höfundar eiga skilið hrós fyrir vel gerðar tilraun- ir í prósaskáldskap þetta árið. Það eru Kristín Ómarsdóttir og Þor- valdur Þorsteinsson. Fyrsta skáld- saga Kristínar, Svartir brúðarkjól- ar, var ekki langt ffá því að takast mjög vel. Það hefði þurft mark- vissa ritstýringu, sem forlag skáld- konunnar hefði auðveldlega getað veitt henni. Þorvaldur Þorsteins- son gerði margt afar vel í verki sínu Engill meðal áhorfenda, sem er ekki ólíkt verki Kristínar, stend- ur á mörkum leikritunar og smá- sagnagerðar. Eftir þessa vertíð er Tveir ungir og með frumleg verk: Kristfn Ómarsdóttir og Þorvaldur Þorsteinsson. Ólafur Gunnarsson vann stór- sigur á rithöfundarferli sínum með skáldsögu sinni Tröllakirkju sem hann vann að í fimm ár og er örugglega metnaðarfyllsta skáld- saga sem hér hefur komið út síð- ustu árin. f henni má finna það afturhvarf til hefðbundinnar frá- sagnaraðferðar sem nokkrir bók- menntafræðingar okkar telja ein- kenna íslenska skáldsagnagerð samtímans. Þetta er einnig einkenni á Heimskra manna ráðum Einars Kárasonar. Munurinn á þessum tveim bókum er hins vegar nokk- ur. Bók Ólafs einkennist af ofur- hægri frásagnaraðferð þar sem minnstu smáatriðum er lýst með- an Einar leggur kapp á að skemmta lesandanum með hröð- um og óvæntum sviðsskiptingum og staldrar hvergi lengi við. Það er einkennileg árátta að gera styrk höfundar að veikleika eins og er um Einar Kárason sem helst er skammaður fyrir að eiga auðvelt með að skemmta lesendum sín- um. Einnig má heyra nöldur þess efnis að Tröllakirkja og Heimskra manna ráð séu of gamaldags skáldsögur, búi ekki yfir formnýj- Þorvaldur lfldega mesta efnið sem fram kom í sögugeiranum. Vigdís Grímsdóttir útfærði frumlega hugmynd glæsilega í Stúlkunni í skóginum, um leið og hún steig í vænginn við módernis- mann. Skáldsaga hennar byggir á ljóðrænni og myndrænni tján- ingu. Höfundur stokkar sögu- þráðinn upp í seinni hlutanum og lætur lesandann um að ráða í Þrír með sín bestu verk: Einar Kárason, Vigdís Grímsdóttir og Ólafur Gunnarsson. verkið ogjjað kann að vefjast fyrir ýmsum. I verkinu tekst að skapa ákaflega fallegan hugarheim og aðalpersóna verksins er með betri persónusköpun þessa árs. Ekki er vafi á að bókin er besta bók Vig- dísar. Hún hlaut frábæra dóma gagnrýnenda og meðal annars þau ummæli Ingunnar Ásdísar- dóttur að hugsanlega væri þama á ferð tímamótaverk í íslenskri skáldsagnagerð. Ólafur Haralds- son, nemi í Háskóla íslands, taldi hins vegar ekki vafa á því að tíma- mótaverkið væri Tröllakirkja og sagði í lok eins hressilegasta rit- dóms þessa árs, í Röskvublaðinu: „Ólafúr Gunnarson er sá sem ís- lenskir lesendur hafa beðið eftir. Hann er bjargvættur íslenskra al- vörubókmennta." Gagnrýnendur í nýraunsæisdeildinni sem hér á árum áður fúlsuðu við verkum Ólafs hefðu látið segja sér þessi ummæli þrisvar en þó hvorki trú- að né tekið mark á. Ef orðin „eitt metnaðarfyllsta verk sem komið hefur út lengi“ eru þau orð sem ég vildi sagt hafa um Tröllakirkju Ölafs Gunnars- sonar þá eru það orðin sem Jón Hallur Stefánsson viðhafði um hinn mjög svo sérstæða ljóðabálk Zombí eftir Sigfús Bjartmarsson, og Jón Hallur bætti um betur þeg- ar hann sagði að bálkurinn ætti „nokkuð öragglega eftir að verða eitt af kennileitum nýhafins ára- tugar.“ Ein athyglisverðasta ljóðabók ársins, ásamt Zombí, var Klaka- börnin eftir Lindu Vilhjálmsdótt- ur, önnur ljóðabók skáldkonunar. Þetta er hressilegasta ljóðabók ársins, full af ögrandi og ólgandi háðskum húmor. Með Klaka- börnum er Linda Vilhjálmsdóttir komin í fámennan hóp bestu ljóð- skálda landsins. Það er einnig ástæða til að hafa auga á Jónasi Þorbjamarsyni en þetta árið sendi hann firá sér aðra ljóðabók sína, Andartak á jörðu, og sú er miklu betri en flestir gagnrýnendur vildu vera láta. Skáldskapur Jónasar er fullur af lýrík og tignarlegri öræfakyrrð. Það er sérstæður og óvenjulegur tónn í ljóðum hans sem á lítið skylt við þær meginstefnur sem hafa ríkt hjá ungum skáldum síð-' ustu árin. Ef einhver spyr hvaða megin- stefnur hafi ríkt hjá ungskáldun- um undanfarið þá má, án mjög grófrar einföldunar, draga þær saman í eina: þá meginstefriu sem Gyrðir Elíasson hefur mótað og megnið af ungskáldunum stælt. Og Gyrðir vék ekki af fyrri braut- um, hélt áfram að yrkja um skuggadali sálarlífsms og sendi frá sér eina af sínum bestu ljóðabók- um. Mold í skuggadal, ljóðabók Gyrðis, var tilnefnd til Islensku bókmenntaverðlaunanna. Svo var einnig um Sæfarann sofandi, ákaflega góða en örh'tið semtekna ljóðabók Þorsteins frá Hamri. Vilborg Dagbjartsdóttir sendi frá sér snotra ljóðabók sem einnig var tilnefnd til verðlauna, en sú til- nefning er í hæpnasta lagi. Dóm- nefúdin kom enn á óvart og sýndi ótvírætt hugmyndaríki þegar hún togaði til sín smásagnasafn Böðv- ars Guðmundssonar sem enginn gagnrýnandi hafði séð ástæðu til að lofa. Meðal þess sem skilið var eftir utan dyra var endurminn- ingabók Thors Vilhjálmssonar, örugglega best skrifaða bók árs- ins, unaðsrík og full af hlýju og hnyttni. Kannski fannst nefndinni að best væri að láta nágranna- þjóðir um að heiðra stílsnillingmn — og það er vitanlega sjónarmið út af íyrir sig. Bækur Vigdísar Grímsdóttur og Einars Kárasonar komust held- ur ekki á blað, þrátt fyrir lof gagn- rýnenda, en röðuðu sér hins vegar ofarlega á metsölulista. Þar sat einnig smásagnasafn Þórarins Eldjáms, gott verk og skemmti- legt. Það var ljúf tilbreyting að sjá frambærileg bókmenntaverk á metsölulista, langt er síðan þau sáust þar síðast. Þetta voru að mínu mati betri bókajól en síðasta ár. Það besta sem gert var nú í ár er afar góður skáldskapur. Og það besta skiptir öllu máli. Kolbrún Bergþórsdóttir Þrjú Ijóðaskáld: Þorsteinn frá Hamri, Linda Vilhjálmsdóttir og Gyrðir Elíasson. Þótt árið 1992 hafi verið vont fyrir flesta var það fáum jafnvont og Eyjólfi Konráð Jónssyni. Hann missti (snó í gjaldþrot og þaer 400 milljón króna eignir sem hann taldi víst að fyndust í búinu komu aldrei fram. Hann fékk efa- semdir um EES-samninginn, var sparkað úr utanríkis- málanefnd og þá var öllum nokk sama um þessar efa- semdir hans. Eftir þessar hörmungar situr þessi fyrr- um Nestor ungra sjálfstæðis- manna (sem gáfu fyrir fáum árum út úrval verka hans) eftir sem ótíndur nöldur- seggur af kaliberi Inga Björns Albertssonar. Ingi Björn hefur það hins vegar fram yfir Eykon að hann er í boltanum.

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.