Pressan


Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 13

Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 13
13 MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 ^^1 I^I L Þetta var örugglega ekki uppáhaldsárið hans Davíðs Oddssonar. Þegar hann tók við stjórnartaumunum árið áður hafði hann reyndar hugboð um að lífið yrði ekki leikur einn, en hann óraði ekki fyrir þessu. Ríkiskassinn var t steik, en það voru nú kannski engin tíð- indi. Ingi Björn, sem hafði verið hleyþt inn á listann í nafni sátta, hrækti á hönd hans við fyrsta tækifæri. Eykon tapaði endanlega áttum. Styrmir var á móti honum í öllum mikil- vægum málum. Matthías Bjarnason lét eins og það hafi verið hann sem tapaði á lands- fundinum en ekki Þorsteinn. Meira að segja Eggert Haukdal þorði að ybba gogg í fyrsta sinn síðan dr. Gunnar dró sig í hlé. Til þess að kóróna allt saman fór Markús Örn síðan að koma með einhverjar leiðindaathugasemdir. Og þetta eru samherjarnir! Eins og hann ætti ekki nóg með annan vanda allt frá aflabresti til Ólafs Ragnars Grímssonar. Til þess að bæta gráu ofan á svart er Albert á leiðinni heim og hótar stjórnmálaafskiptum. Davíð ótt- ast ekki að Albert vinni gegn sér, þvert á móti: hann hefur það eitt að óttast að Albert gerist vinur hans og þá fer nú fyrst að næða um hann. Blaðaskrif ársins? „Mér er minnistæðast hvað lágkúran er að aukast í íslenskri sorpblaða- mennsku sem birtist helst í níðskrifum pressunnar almennt og persónu- legum rógi í nafnlausum pistlum. Þessi skrif eru að mínu viti fyrstu til- raunir til mannorðsmorðs að yfirlögðu ráði í íslenskri blaðasögu." ÞAÐ VAR ÞETTA SEM GERBIST í RAUN OG VERU • Sólin skein á Reykvíkinga í um það bil 1100 klukkustundir á árinu og er það 170 klukkustundum imdir meðalári. Sólskins- stundirnar á Akureyri voru hins vegar að- eins 930, sem þó er nálægt meðaltali. © 150 þúsund fslendingar lögðu land undirfót á árinu og eyddi hver um sig að meðaltali 87 þúsundum króna, en samtals spreðuðu landsmenn rúmlega 13 milljörð- um króna í útlöndum. © 140 þúsund útlendingar komu hingað til lands og eyddi hver þeirra aðeins 70 þús- und krónum eða samtals 10 milljörðum króna. • Landsmenn drukku um 5,5 milljónir lítra af bjórá þessu ári. Þó minkaði bjór- drykkjan á mann úr 22,5 lítrum að meðal- tali í fyrra niður í 20,75 lítra nú. Sú tala segir okkurað meðal-Jóninn hafi drukkið sem nemur 62 bjórflöskum yfirárið. Það er minnkun frá fyrra ári um sem nemur einni bjórkippu, en þá drukku landsmenn að meðaltali 68 bjórflöskur. • íslendingar greiddu sem svarar 700 milljónum fyrir aðgðngumiða í kvikmynda- hús. Alls seldust um 1,4 milljónir aðgöngu- miða og því fór meðal-Jóninn rúmlega fimm sínnum í bíó á árinu. að skilja, en það eru þeir sem gengu í hjónaband frá árinu 1983 til ársloka 1985. • fjórði hver landsmaður fór á kvikmynd- ina Ógnareðli, en hún 'sló rúmlega áratugar- gamalt aðsóknarmet. Rúmlega 60 þúsund manns litu dýrðina augum. • Til að sjá þjóðinni fyrir lambakjöti varð að slátra 560 þúsund kindum. Það sam- svarar því að hver landsmaður snæði meira en eina og hálfa rollu með húð og hári, ef urðun og kjötgjafirtil útlendinga eru frá- taldar. • Árið 1992 stigu Alþingmenn 8822 sinn- um í pontu og liggja eftir þá hvorki fleiri né færri en rúmlega 5500 blaðsíður í Alþingis- tíðindum eða sem svarar tæpum 90 síðum á hvern þingmann. • Hinn heimakæri meðal-Jón brá á leik með maka sínum að meðaltali fjórða hvern dag á árinu sem nú er að líða, en sam- kvæmt könnunum hafa íslensk pör mök 96 sinnum á ári. • Seðlabanki íslands brendí peningaseðla að verðmæti 1850 milljónir króna á síðasta ári og er það um eitt hundrað milljón krón- um meira en árið áður. © Sykur er ódýrari hér á landi en hinum Norðurlöndunum. Tannskemdir hér á landi eru líka helmingi algengari en þar. • Á þessu ári létu íslendingar ofan í sig rúmar 18 milljónir tonna af kjötmeti sem er að meðaltali um 70 kíló á mann. Þessu er svo skolað niður með 52,5 milljónum lítra af mjólk, sem svarar til þess að hvert mannsbarn hafi drukkið 200 lítra yfir árið. • Alls greiddu sig rúmlega 60 þúsund manns inn á kappleiki 1. deildar íslands- mótsins í knattspyrnu. Heildaraðgangseyrir var 36,5 milljónir króna. • Þjóðin blaðraði í símann í um það bil 20 milljón klukkustundir, eða sem svarartæp- um tveimur klukkustundum á viku hjá hverjum landsmanni 10 ára og eldri. Á ári eru það 93 klukkustundir að meðaltali — tæpir fjórir sólarhringar. • Hver íslendingur lætur í sig að meðaltali um það bil 46 kíló af sykri á ári hverju, ef einungis er tekið mið af hrásykri sem fluttur er til landsins. Sé innflutt sælgæti einnig tekið með í reikninginn fer meðalsykur- neysla landans talsvert yfir 50 kíló á ári. Það lætur nærri þyngd eins sementspoka og er um kíló á viku hverri. • Sælgætisát landsmanna var yfir 22 kíló á árinu sem nú er að líða. Þá draitk hver landsmaður tæplega 150 lítra af gosdrykkj- um yfir sama tímabil og er það að líkindum heimsmet. Frændur okkar Svíar drekka til dæmis aðeins um 46 lítra á ári. Öruggt er hins vegarað fslendingar eiga heimsmet í kókdrykkju og 1992 er að öllum líkindum metsöluár hjá kókverksmiðjunni Vífilfelli. • Um 4500 börn litu dagsins Ijós á árinu, þrátt fyrir að um 700 fóstrum væri eytt. Fæðingar eru þó 2,5 sinnum tíðari hér á landi en andlát, en um 1800 manns létust á árinu. Þá voru 30 börn ættleidd og var ■þriðjungur þeirra aferlendu bergi brotinn. • Nálægt 3000 íslendingar smituðust af kynsjúkdómum á árinu. Tíðni kynsjúkdóma er langhæst meðal fólks á aldrinum 15 til 25 ára, en talið er að um 4 af hverjum 100 einstaklingum í þeim aldurshópi smitist á ári hverju. • Meðal-Jóninn horfði á sjónvarp í sam- tals 1130 klukkustundir á árinu. Það sam- svarar þriggja klukkustunda sjónvarpsglápi á hverjum degi. • Það lætur nærri að þúsundasti hver ís- lendingur hafi sent frá sér skáldverk á árinu, en alls komu út um 250 frumsamdar skáld- sögur. Allt í allt voru um 1000 bækur gefnar út á árinu og standa fslendingar því fyllilega undir nafni sem bókaþjóð. • íslendingar drukku um 900 þúsund lítra af hreinu alkohóli á árinu og var þriðjungur drykkjunnar íformi bjórneyslu. Að meðal- tali neytir hver landsmaður tæplega þriggja og hálfs lítra af hreinum vínanda, en þetta er þriðja árið í röð sem áfengisneysla minnkarfrá fyrra ári. • Alls gengu tæplega 3000 manns í hjónaband á árinu, en á móti fengu um 1100 lögskilnað. Svo virðist sem hjón sem gift hafa verið í sex til níu árséu líklegust til MARS „Þetta er orðinn farsi og ég gef mér ekki langan tíma til að út- kljá þetta mál.“ Sighvatur Björgvinsson niðurskurðarhnífur. „Ég kom alveg af fjöllum þegar ég heyrði þetta í morgun.“ Árni Johnsen atkvæði. . „Á þeim gífurlegu samdráttar- og raunar svarnættistímum, sem hófust með valdatöku rík- isstjómarinnar okkar og standa munu svo lengi sem okkur sýnist, verðið þið að gjöra svo vel að spara, helvítin ykkar." Björn Þ. Guðmundsson lagaprófessor. „Við vorum skemmtilegir og töluðum um málin af viti en sögðum ekkert nýtt, enda ekk- ert nýtt undir sólinni." Einar Oddur Kristjánsson bjargvættur. „Ég veit að vinkonur mínar eru mér sammála um að jafnréttis- baráttan er ekki síður í þágu karla en kvenna og að það er okkur öllum jafnmikið keppi- kefli að um síðir verði hægt að segja um íslenska karlmenn að þar ríði bjartur riddari í sínum reynsluheimi.“ Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. „Það er margt prumpið sem búnaðarforystan hefur gert.“ Gunnar Bjarnason ræktunarmaður. „Ég er vanur fánaburði á Þing- völlum.“ Heimir Steinsson útvarpsstjóri. APRÍL „Við lögðum upp dæmið í leik- hléi og ákváðum að gera ákveðna hluti, þar á meðal fara út í slagsmál og tapa með sæmd.“ Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari. „Þetta er ekkert annað en titt- lingaskítur.“ Eiður Guðnason umhvérfisráöherra. „Ég var alltaf að fást við aðra hluti en hinir strákarnir.“ Páll Óskar Hjálmtýsson söngvari. „Við höfum margoft séð fætur lengjast, fólk læknast í baki og í haust sem leið urðum við vitni að því að stúlka, sem var blind á öðru auga og sá illa með hinu, varð alheil á því auga sem hún sá illa með og fékk svipaða sjón á því blinda og hafði verið á verri auganu áður.“ Stefán Ágústsson forstöðumaður Vegarins. „Það er alrangt sem sumir hafa haldið ffam að það sé skylt samkvæmt lögum að prestar séu viðstaddir útfarir." Helgi Sigurðsson siðmenntaður maður. „Ég er helmingi eldri en sá næstelsti í fyrirtækinu." Jóhannes Jónsson Bónuskóngur. „Guð einn má vita hvað Lands- bankinn tapar á gjaldþroti fyr- irtækisins.“ Sverrir Hermannsson vinur Eykons í fsnó. „Nú tala menn um að semja til 18 mánaða um eitthvað sem í mesta lagi getur orðið núll, þ.e.a.s. ef guð og gæfan verður okkur hliðholl.“ Guðmundur J. Guðmundsson samningamaður. „Þeir voru einfaldlega betri.“ Alfreð Gíslason þrumufleygur.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.