Pressan - 30.12.1992, Blaðsíða 18
18
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
ANNÁLL 1992
>
MAÍ
„f vetur hefur verið hagstæð tíð
fyrir hænsnfuglana í Alþýðu-
bandalagi og Framsókn."
Guðmundur Einarsson andfygli.
„Við erum færri en aðrir, þess
vegna er torveldara fyrir okkur
að fá útlendinga að taka tillit til
okkar.“
Páll Pétursson frá Höllustöðum.
„Þáttur í ráðgjafarvinnu Önnu
er að þefa af fólkinu sem hún er
að vinna með til að komast að
raun um hvort það angi af
svitalykt, táfylu eða andremmu
og síðan vinnur hún á viðkom-
andi þáttum með fólkinu ef
vandamálin eru til staðar.“
Anna M. Gunnarsdóttir
lita-og fatastílista.
„Myndin afkarlinum með
tippið og allt umstangið með
hana er sennilega einhver
menningarlegasta umíjöllun
um Ráðhús Reykjavíkur sem
ffarn hefur farið til þessa.“
Oddur Ólafsson.
„Sem gamall maður getur hann
þá sagt fræknar sögur af sér
sem hlýðnum fótgönguliða í
her Davíðs Oddssonar og
hetjulegri baráttu sinni við lata
(og efnalitla) námsmenn.
Væntanlega verður hann þá í
leiðinni að útskýra fyrir bless-
uðum börnunum hvers vegna
hann fékk viðurnefnið Össur
„sjötti" Skarphéðinsson."
Birgir Hermannsson.
„Ekki alltaf. Stundum hefur
mér liðið illa.“
össur Skarphéðinsson þingmaður í
stjórnarliði.
„Við skólasysturnar vorum
farnar að ímynda okkur að
Kári væri prins í álögum en ég
er margoff búin að kyssa hann
og ekkert gerist."
Dröfn Ösp Snorradóttir svanavinur.
JÚNÍ
„Ég fer ekki með fullt og ótak-
markað umboð til Ríó til að
skrifa undir hvað sem er.“
Eiður Guðnason umhverfisvænn
ferðalangur.
„Mun þá ráða úrslitum að
hægt verði að sannfæra bank-
ana um að hallarekstri sé lokið
og eignir beri arð í samræmi
við kostnað en verði annars
seldar."
Guðjón B. Ólafsson forstjóri SlS.
„Við hugsum aldrei um okkur
sem þríhyrning.“
Margrét Örnólfsdóttir sykurmoli.
„Vonbrigði er það eina sem ég
get sagt um dóminn.“
Ármann Reynisson ávaxtari.
Nemahvað?
„Vatn kemur ekki í stað
þorsksins."
Davíð Scheving Thorsteinsson.
„Það er sjúkt hvernig fólk hér á
landi getur búið til sögur.“
Linda Pétursdóttirfegurðardís.
„Við höfum ekkert aðhafst
þarna sem gæti truflað einn né
neinn.“
Hrafn Gunnlaugsson leikstjóri.
„Ég vona svo sannarlega að
þessi niðurstaða veki þau börn
hér heima, sem geisla af al-
þjóðaþrá og vilja helst af öllu
tína upp brauðmolana af borði
EB hvaðan sem þeir falla, til
umhugsunar um það sem
þarna er að gerast."
Steingrímur Hermannsson EB-and-
stæðingur.
Frá eilítið hallandi sjónarhóli
drykkjumannsins var árið 1992
ekki afleitt ár. Að vísu var dýrtíðin
söm við sig og því enn grynnra í
vösum drykkjumanns PRESS-
UNNAR en ella fyrir þær sakir. Á
íslandi þýðir hins vegar ekki að
láta slíkt ergja sig, maður hellir sér '
bara í annað glas og huggar sig við
það að með byltingunni muni
þetta allt lagast.
Árið byrjaði hreint ágætlega því
næturklúbbar spruttu upp eins og
gorkúlur í Reykjavík og urðu um
tíu talsins þegar hæst bar. Að vísu
er orðið „næturklúbbur“ fullhá-
tíðlegt um búllur þær, sem opnar
voru, en altjent voru þær opnar
eftir klukkan þtjú á næturnar og
þar var selt áfengi
væru fáar. Aftur
móti var verðlagn-
ingu yfírleitt stillt í
hóf og stundum jafn-
vel boðið lægra verð
en á hinum löglegu
stöðum.
í þessum rekstri
var aðskiljanlegasta
fólk, allt frá kvenfas-
istunum í Hlað-
varpanum og stór-
reykingafólki á Lind-
argötu til hefðbund-
inna veitingamanna
á ónefndum stöðum
og gleðifíkinna rei-
fara á Grettisgötunni.
Til allrar óhamingju
lognaðist þessi rekst- _. _ ..
° f / Gleðiqandar a Tunqlinu.
ur af með vorinu og
þrátt fyrir ýmsa tilburði í sumar
og haust náði þessi atvinnugrein
ekki fyrri reisn.
Þrýstingur á hið opinbera um
rýmkun á verslunartíma veitinga-
húsa jókst nokkuð fyrir vikið, en
allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir
mjálm í dómsmálaráðuneytinu
um að allt stæði þetta til bóta
gerðist þar ekkert frekar en fyrri
daginn, enda þeir sem þar ráða
ríkjum — pólitíkusar jafnt sem
skrifflnnar — ekki beinlínis ann-
álaðir framkvæmdamenn.
Áfengisúrval jókst lítið eitt á ár-
inu. Bæði var að Höskuldur og
brennivínsfurstarnir í ÁTVR
ákváðu að sinna neytendum örlít-
ið betur, en ekki síður að einstakir
veitingamenn gerðust umsvifa-
meiri í sérinnflutningi, ekki síst á
eðalvínum. Á hinn bóginn var sú
árátta ríkisins að hafa vit fyrir
neytendum söm við sig eins og
best sást þegar ákveðið var að
skipta um bjórsortir einn góðan
veðurdag. Áfram einkavæðing!
Umrót í bransanum var ffemur
lítið þrátt fyrir allt kreppuhjal.
Reksturinn á Ingólfskaffi tók
nokkrum breytingum, ekki síst
eftir að það kviknaði í sjoppunni.
Þó ekki jafnmiklum breytingum
og Klúbburinn gamli, sem fuðr-
aði upp og lagðist endanlega af,
engum harmdauði.
Heitasti dansstaðurinn er án
nokkurs vafa Tunglið, sem er í
senn nýtt og vaxandi. Þar er
hörkumúsík og ágætlega kryddað
skemmtanalíf að kjötúrvalinu
ógleymdu. Þeir sem ekki fíla þann
dunanda sem ríkir á dansgólfinu,
geta leitað ásjár á barnum uppi
þar sem er öllu rokkaðri stemning
og hrökkvi það ekki til, geta elli-
móðir fundið sér hvíld við borðin
efst uppi.
En þó Tunglið sé góður dans-
staður verður það ekki besti bar-
inn fyrir vikið. Besti bar ársins er
Bíóbarinn, sem hefur óvenju
breiðan gestahóp. Hann hýsir líka
besta barþjóninn, sem er Friðrik
Weisshappel, en hann kann þá list
að sörvera drykki viðskiptavin-
anna áður en þeir ná að panta,
vera með kveikjara á lofti undir
hverri ótendraðri sígarettu og
kunna suma sérkennilegustu
brandara vestrænnar barmenn-
ingar. Þá er hann jafnframt eini
barþjónninn, sem drykkjumaður
PRESSUNNAR hefur komist í
tæri við, sem hefur boðið fasta-
kúnna það að aka fyrir hann bíln-
um heim!
Árið 1992 var árið sem ís-
lenska þjóðin hætti að
elska það að hata Hrafn
Gunnlaugsson. Það var ár-
ið sem Hvíti víkingurinn var
sýndur, fyrst í bíó og síðan í
sjónvarpi. Eftir það var Hrafn
ekki lengur hættulegur svo
það var ástæðulaust að hata
hann. Hrafn var heldur ekki
ögrandi svo það var enn
síður ástæða til að elska
hann. Eftir Hvíta víkinginn
finnst þjóðinni einfaldlega sárt að finna til með Hrafni
Gunnlauassvni.
Amma Lú ★★
Glæsilegur staður með meirihátt-
ar börum. Tónlistin er hins vegar
slöpp og fastagestirnir slappari.
APRÍL 9
Lítið spennandi staður, þröngur,
dimmur og niðurdrepandi.
BÍÓBARINN ★★★★
Besti barinp íbænum. Nóg til af
öllum sortum ogþjónustan á
barnum einstök. Eini gallinn er
sá að hann er vel sóttur af menn-
ingar(hálf)vitum.
Blúsbarinn ★
Lítill og stundum notalegur, en
músíkin er ekkert ffekar blús en
annað.
BORGARVIRKIÐ ©
Plastperla reykvísks skemmtana-
lífs þar sem kántríið þrífst. Rauð-
akrosskassi myndi fullkomna
staðinn.
Café Amsterdam ★★
Prýðilegur pöbb í hjarta Reykja-
víkur, sem einkum er góður á
virkum dögum. Það eina sem
vantar upp á stemminguna er
djúkbox, en trúbadorar og
fjöldasöngur koma í staðinn.
CAFÉ au LAIT ★★★
Frábært kaffthús, þar sem vín-
skápurinn er opnaður kl. sex. Af-
ar ljúf og þægileg stemmning,
gott kaffi og gott með því.
Café Romance ★★★★
Framlenging af veitingastaðnum
Óperu, sem er orðinn með betri
börum borgarinnar á eigin spýt-
Casablanca ★★★★
Prýðilegur dansstaður með
sæmilegu áfengisúrvali. Góð
músíkoggottfólk.
Dansbarinn ★★
Barinn er í lagi, en gestirnir flestir
við aldur. Lifandi músík bætir
einatt annað upp.
DUUS-HÚS ★★
Sæmilegasti bar, en frekar klénn.
bænum á sínum tíma, en hefur
soldið sett niður að undanfömu.
JAZZ ★★★
Þægilegur og vel falinn staður
þar sem iðulega er að finna mjög
góða lifandi tónlist. Stemmning-
in er raffineruð án þess að vera
stíf.
L.A. Café ★★
Fyrri hluta kvölds er L.A. oftast
ágætur bar, en þegar sígur á
seinni hlutann vill andinn rjúka
út í veður og vind. Sjálfur barinn
er hins vegar mjög góður.
LEIKHÚSKJALLARINN ★★
Barinn og þjónustan er fyrsta
flokks, en staðurinn geldur þess
aðallega að fá vonda gesti.
Mímisbar ©
Þrátt fyrir að staðurinn hafi farið
í klössun og áfengisúrvalið sé frá-
bært eru gestirnir hryllilegt safh
alkóhólíseraðra gamalmenna.
MOULIN ROUGE ★
Staðurinn er fiekar óspennandi
nema maður sé með þeim mun
meira hinsegin smekk.
N 1 ★★
Frístundabar fýrir þá, sem ekki
getað ákveðið sig hvort fara skuli
á Bíóbarinn eða 22. Svöl innrétt-
ing og svalt lið.
Naustkráin ★
Þetta er ágætur staður til þess að
skella í sig einum, tveimur bjór-
um áður en lengra er haldið, en
ekki til þess að gerast þaulsetinn
á nema í ástarsorgum.
Nillabar ©
Karaoke er síðasta hálmstrá
þessa bars.
PÚLSINN ★★
Út af fyrir sig er þetta slæmur
bar, en lifandi tónlist megnar þó
oft að rífa hann upp. Aðalókost-
•urinn em miðaldra djassóféti,
sem sækja staðinn stíft
Rauða ljónið ★
Þessi sérkennilegi pöbb (sem
muna má sinn fifil fegri) væri
eins og hver annar hverfispöbb ef
ekki kæmi til glerhvolfið fyrir ut-
an og ómengað KR-andrúms-
loftið.
Sjallinn, Akureyri ★★
Ágætur bar, en ekkert voðalega
heitur. Stolt Akureyringa erþjóð-
saga ein.
SÓLON ÍSLANDUS ★★★
Staðurinn ætti fremur að heita
Salon Islandaise og er athvarf
reykvísku menntaelítunnar. Þrátt
fyrir að vínúrval sé ekki mikið,
þjónarnir lftið góðir og óþolandi
bergmál í steingólfi þrúgi sam-
ræður, er staðsetningin frábær
og staðurinn sjarmerandi.
Tveir vinir og annar í
FRÍI ★★★
Ágætur óformlegur bar, þar sem
hægt er ná upp dúndrandi stuði.
Hefur auk þess þann kost að röð-
in er innandyra.
tunglið ★★★★
Tvímælalaust besti dansstaður-
inn, þrúgaður af kjöti og öðru
sælgæti. Urvalið á bamum mætti
vera talsvert betra, en er alveg
þokkalegt miðað við reykvískan
staðal.
22 ★★★
Staðurinn lifir fyrst og fremst á
fornri frægð, en það er fremur
sjúskað liðið, sem enn Iifir. Rest-
in er farin niður á Bíóbar.
ÖLKJALLARINN ©
Á þessum stað gerist aldrei neitt.
Grænlenskir sjómenn og aðrir
gleðipinnar fjölmenna.
FEITI dvergurinn ★
Nafriið er eiginlega það besta við
staðinn, sem annars er voða
venjulegur.
Fógetinn ★★
Húsið var smíðað þegar fslend-
ingar voru dvergar, svo maður
þarf að bogra í framhlutanum.
Barinn gæti verið með meira úr-
val og þrátt fyrir þröng er
stemmningin ekkert spes.
Gaukur á Stöng ★★★★
Elsti og einn allra besti bar í bæn-
um. Alltaf fullt og góð stemmn-
ing, sem ekki er dregið úr með
lifandi tónlist.
Glaumbar ★★★
Skemmtilega amerískur bar með
Vidda í aðalhlutverki. Allar teg-
undir á staðnum plús MTV.
Hvað vill maður fleira? Mikið af
háskólakrökkum að eyða náms-
lánum.
Hard Rock Café ★★★
Á mörkunum að teljast bar, en
það er alveg hægt að smeygja sér
á hann og sniðganga ffönskum-
ar. Barinn er flottur og með
margar sortir, en krakkarnir eru
rnjög missnjallir barþjónar. Samt
er alltaf góður fílingur á svæðinu.
Hótel Egilsbúð ★★
Barinn er svo sem ekkert sérstak-
ur en stemmningin getur orðið
einstök, jafnvel svo að allt ætlar
úr (axla)böndum.
Hótel Ísland ★★★
Þessi staður gæti verið hundrað
sinnum betri en hann er, en
hann er bara eins og íburðarmik-
il sjoppa. Barirnir eru hins vegar
ágætir.
Hressó ★★★
Hressingarskálinn hefur gengið
upp og ofan í tímans rás, en
stendur fyrir sínu þó ekki væri
nema vegna staðsetningarinnar.
I NGÓLFSCAFÉ ★★★
Þetta var heitasti staðurinn í
Friðrik
Weisshappel
á Bíóbarnum