Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 22
22
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992
A. N N /V LL 1 9921
JÚLÍ
„Ég trúi því staðfastlega að
ráðuneytið eigi ekki að vera
með puttana í hlutum sem aðr-
ir geta gert jafnvel eða betur
Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra.
Ég er glaður og þakklátur þegar
áfengisneysla minnkar, hverju
sem það er nú að þakka — en
ekki kenna.“
Séra Björn Jónsson templaraprestur
á Akranesi.
„Strákarnir í Kjaradómi fund-
ust nefnilega í laxveiði og voru
svo elskulegir að taka sér ör-
stutt hlé til að hittast yfir sæta-
brauði og snittum til að af-
greiða síðustu pöntunina frá
ríkisstjórninni."
Rökstólar Alþýðublaðsins.
„Ég hef aldrei tekið KGB alvar-
lega: Sú stofnun ruglaði okkur
Ragnhildi Helgadóttur saman í
mörg ár. Ég fékk alltaf send
sovésk kvennatímarit merkt
Ragnhildi Helgadóttur.“
Guðrún Helgadóttir þingmaður.
„Einhvers staðar verður ruglaði
kanturinn að vera og Alþýðu-
bandalagið er tilvalið athvarf.
Það er hins vegar engin von til
þess að Ólafúr Ragnar segi af
sér enda er hann hvorki drykk-
felldur né skemmtilegur.“
Guðmundur Einarsson
fyrrum þingmaður.
„Það þarf alíslenska nefnd til
að skipa alíslenska nefnd til að
fjalla um alíslenska stjórnar-
skrá og skyldur alíslensks for-
seta alíslenskrar ríkisstjórnar,
alíslensks þings og alíslenskra
dómstóla. Vafinn er alíslensk-
ur.“
Svavar Gestsson stílisti.
„Verslunin í landinu er orðin
illa farin eins og gleðikona á
göngugötu. Það væri betra fyrir
mig að sópa Laugaveginn og fá
áhyggjulaus laun frá borgar-
stjóra...“
Hjördís Gissurardóttir
fyrrum verslunareigandi.
„Þetta er hagfræði sem kennd
er við Múnchhausen sem gat
hafið sig upp á hárinu en það
er ekki hægt í íslensku efna-
hagslífi."
Davíð Oddsson forsætisráðherra
andmælandi Þorsteins.
„Það eru raunar nokkrir prest-
ar sem héldu því fram, í kjölfar
fyrri úrskurðar Kjaradóms, að
það opnaðist hætta á að við
yrðum daufari á neyðina í
þjóðfélaginu; að við yrðum svo
mikill launaaðall."
Geir Waage formaður Prestafélags-
ins.
ÁGÚST
„Bili uggarnir líst mér illa á
málið.“
Jón Eyjólfsson sjóveikur skipstjóri á
Herjólfi.
„Ég er ánægður hvernig Eyjólf-
ur Konráð tekur þessu og er
þakklátur fyrir það.“
Davíð Oddsson sparkari.
„Ég hygg að þessi aðför gegn
mér sé runnin undan riQum
Jóns Baldvins og að Davíð hafi
þó axlað þá byrði fúllkomn-
•ega.“
Eyjólfur Konráð Jónsson gullleitar-
maður.
„Þetta er djöflatrúar og maður
á ekki til eitt einasta orð.“
Sævar Reynisson gjaldkeri sóknar-
nefndar í Keflavík.
íslenskur popp- og rokkannáll ársins 1992
flr endurvinnslunnar
Árið sem nú er að líða verður
seint talið til merkilegustu ára
rokksögunnar. Það hefur ekkert
gerst á því sem markar tímamót
eða gefur í skyn að einhvers nýs sé
að vænta. Billegastu ummæli um
árið væri að kalla það „Ár fjöl-
breytninnar“, því vissulega var
rokkið fjölbreytt í óendanlega
mörgum tuggum sínum. Kannski
er „Ár endurvinnslunnar" þó ná-
kvæmari eftirmæli því rokk ársins
einkenndist af sífelldum upphit-
unum á gömlu efni. Gamalt efni
varð líka vinsælt á ný, Trúbrot
gekk aftur á vinsældarlistunum og
erlendis hitnaði undir mörgum
ellihippanum. „Ár suðrænu sveifl-
unnar" mætti einnig smyrja á ár-
ið, því Júpiters, Bubbi, Orgill og
jafnvel Gildran sóttu suður í leit
að sól og misjafnlega sterkum
áhrifum.
Það fást yfirleitt loðin og fá svör
þegar poppfræðingar úti í bæ eru
spurðir eftir hverju þeir muni
helst af rokki og poppi ársins.
Helst eru nefndar plötur Bubba og
Megasar, og af erlendum plötum
eru þær sem komu út 1991 oftast
nefndar. Þannig eru plötur Nir-
vana, Red Hot Chili Peppers, Met-
allica og Guns ’n’ Roses títtnefnd-
ar og sannar það að 1992 hafi ver-
ið frekar viðburðarlítið ár. Þessar
hljómsveitir voru hátt á vinsæld-
arlistunum allt árið og íslensk
bönd sóttu áhrif frá þeim.
AÐ SLÁI' GEGN ERLENDIS
Árið var ár Sykurmolanna sem
hættu ekki eins og margir spáðu.
Þriðja platan þeirra, Síick around
forjoy kom út í byrjun ársins og
gerði það ágætt; lagið „Hit“ komst
í 17. sæti enska vinsældalistans,
og jafnaði um leið met Mezz-
óforte. I beinu framhaldi fóru
Molarnir á snöggan túr um Evr-
ópu og Ameríku. Um sumarið
höfðu sexmenningarnir hægt um
sig; Magga og Þór eignuðust barn
númer tvö, Björk reifaði, Sigtrygg-
ur var Bogomil, og Bragi og Einar
Örn drukku koníak. Um haustið
hringdu U2 og eftir betl og barn-
ing fóru Molarnir með Irunum
vinsælu á tónleikaferðalag um
Austurströnd Bandaríkjanna.
Lengra hefur íslensk sveit ekki
náð. Það jafnaðist næstum við að
vinna í Júróvisjón þegar Einar
Örn stóð á milli Axl Rose í Guns
’n’ Roses og Bono úr U2, og í ljós
kom að hann var stærri en þeir
báðir. Fyrir jólin kom svo flóð af
Sykurmolaefni; bók, myndband
og endurblönduð dansplata. Af
henni velgdi lagið „Leash called
love“ danslistann í Ameríku nú í
desember.
Kóngurinn í Kúbu
taka „Eitt lag enn“ með „Nei eða
já“. Erlendu dómnefndirnar voru
þó ekki eins glaðar í ár og lagið
lenti í sjöunda sæti, sem verður nú
samt að teljast ágætt.
Það jókst í ár að hljómsveitir
flyttu texta á ensku og það bendir
til að marga hungri í athygli al-
heimsins, sem er eðlilegt. Fáir
endast til að kjamsa sviðasultu ís-
lenska markaðarins til lengdar.
Lengst náðu Deep Jimi & the Zep
Creams ffá Keflavík. Mestan part
ársins héldu þeir sig á Austur-
strönd Bandaríkjanna og spiluðu
oft í viku á nálægum knæpum.
Plöturisinn Atco gerði samning
við bandið og platan Funky Dino-
saur kemur út ytra í febrúar og
Nýdönsk himnasending
Heitasta nýja
bandið
En fleiri reyndu fyrir sér utan
landsteinana: Steinar og P.S. Mús-
ík héldu áfram að herja á
Skandinavíu og Sálin
Bishops), Point Blank (Friðrik
Karlsson og félagar) og
Todmobile sungu gömul lög
ensku. Plöturnar vöktu sáralitla
athygli og hljómsveitirnar léku á
hálftómum kaffiteríum um Norð-
urlöndin. Stjórnin plús Sigrún Eva
voru send í Júró og áttu að endur-
Megas getur smcelað
framan í árið
INNLENDAR PLÖTUR
ÁRSINS
1. MEGAS - ÞRfR BLÓÐDROPAR
Besta plata Megasar síðan hann var
Á bleikum náttkjólum. Frábærir text-
ar og góð grípandi og mjög fersk
lög að megninu til.
2. SILFURTÓNAR - SKÝIN ERU
HLÝ
Silfurtónar veita nýtt bragðgott vín
úr gömlum belg á aldeilis frábærri
frumsmíði.
3. NÝ DÖNSK - HIMNASENDING
Mjög vel heppnuð plata. I allri eft-
iröpuninni er gott að vita af sveit
sem gerir það gott með eigin hug-
myndum um fullkomna popptón-
list.
4. ORGILL - ORGILL
Fínt byrjendaverk frá hljómsveit
sem hefurfullmótað sinn eigin stíl;
vel hrært heimsrokk úr öllum áttum.
5. KOLRASSA KRÓKRIÐANDI -
drApa
Heimatilbúið stelpurokk. Sjö laga
frumsmíði sem gustar af. Næsta
plata verður að öllum líkindum
meistaraverk.
SYKURMOLARNIR - STICK ARO-
UND FOR JOY — Molarnir gefa
Gróu á leiti einn á kjammann með
góðri plötu; þeir eru ekki hættir frek-
ar en Stuðmenn! JÚPITERS - TJA
TJA — Partýplata ársins, hanastél
og bossanóva; skemmtiefni fyrir
meðvitaða. JET BLACK JOE - JET
BLACK JOE — Efnilegir nýhippar
með drjúga rokkplötu. BUBBI -
VON — Kóngurinn ferskur frá Kúbu
með fjársjóð I formi finnar plötu. KK
BAND - BEIN LEIÐ - Feit úrvals
blanda valinkunnra rokkhráefna.
RÚNAR JÚLlUSSON - RÚNAR OG
OTIS — stuðrokk af allra bestu
gerð SÁLIN HANS JÓNS MlNS -
ÞESSU ÞUNGU HÖGG — Sálin
með smellí í breyttu formi. SÓD-
ÓMA REYKJAVlK og VEGGFÓÐ-
UR — Metsölumyndir ársins voru
fullar af góðu poppi og rokki. Á
næsta ári koma vonandi út plötur
með Pís of keik, H AM og
FunkstraKe.
gæti gert það gott. Þrjár dauða-
rokksveitir sungu á ensku á plöt-
unni Apocalypse, Bleeding Volc-
ano sungu á ensku á sinni plötu
eins og Exizt.
Nýdönsk fór til Englands til að
taka upp hina mjög svo ágætu
Himnasendingu. Þeir höfðu kall-
að sig Arctic Orange á údensku en
tóku upp nafnið Kind samhliða
Englandsferðinni. Sveitinni
bauðst að hita upp fyrir ELOII —
steingervðum leifum af vinsælu
bandi án forsprakkans Jeff Lynn
— en fengu ekki atvinnuleyfi.
Þeir hyggjast þó sækja á
markaðinn ytra á kom-
andi ári.
Árið var ár Jet Black Joe því þeir
voru vafalítið „heitasta" nýja
hljómsveit ársins. Þeir gerðu ung-
linga geggjaða með roldcinu sínu.
Platan þeirra kom skemmtilega á
óvart með grípandi og endurunnu
sýrurokki. Ensku textarnir ættu
að koma sér vel fyrir bandið þegar
kýlt verður á umheiminn.
Það bar ekki mikið á Síðan
skein sól á árinu. Þeir áttu nokkur
lög á safnplötum og gáfu út
tveggja laga plötu og blað nú í des-
ember. Þeir eru þó tilbúnir með
nýja plötu sem kemur út snemma
á næsta ári í Englandi.
Allar þessar sveitir stefna leynt
og ljóst að því að „meikaða" í út-
löndum. Stóra spurningin er svo
hvort þær hafa eitthvað merkilegt
að bjóða í öllu framboðinu.
Sjaldan hefur úrvalið af er-
lendum rokkgestum verið jafn
fátæklegt. Það eina virkilega
áhugaverða var þegar Tori
Amos tróð upp með flygilinn
á Hótel Borg. Orgill stóð fyr-
ir rokkinnflutningi á
frönskum böndum; fyrst
komu Dimitri og svo Les
Ejectes. Hvorug sveitin
var ýkja merkileg. Þrjár
gamlar og þreyttar
sveitir heiðruðu auk
þess landann; Iron
Maiden með sitt
steingelda þunga-
rokk, Jethro Tull
með útþynnt
flautuhipparokk og
Black Sabbath léku
sitt sjúskaða frum-
dauðarokk fyrir hálf-
tómri íþróttaskemmu á
Akranesi. Vonandi verð-
ur næsta ár gæfulegra að
þessu leyti; áhugasamir
innflytjendur ættu að leita
út fyrir kirkjugarða rokksins í
leit að einhverju bitastæðu.
BIÓMYNDIR, SUÐRÆN
SVEIFLA OG DRAUGAR
Seint í mars hófust Músíktil-
raunir Tónabæjar og lflct og áður
var keppnin fræðandi þver-
skurður af því sem er að gerast í
bílskúrunum. Mitt í öllu dauða-
rokkinu skutu fjórar stelpur frá
Keflavík upp kollinum og öðr-
um sveitum ref fyrir rass. Kol-
rassa Krókríðandi vann með yfir-
burðum og hefur síðan slípað og
pússað sitt mergjaða heimatil-
búna stelpurokk. Platan þeirra
sýnir efnilegasta band
á sína fyrsta stígi. Fram-
haldið ætti að geta orðið frábært.
Á árinu áttuðu íslenskir
kvikmyndasmiðir sig á hverjir
Annaðgott