Pressan


Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 23

Pressan - 30.12.1992, Qupperneq 23
MIÐVIKUDAGUR PRESSAN 30. DESEMBER 1992 23 ANNÁLL 1992 og deilumál ároins fara aðallega í bíó. Myndirnar Veggfóður og Sódóma Reykjavík voru gerðar fyrir unglinga og því vitaskuld fullar af poppi. Veggfóður státaði af Pís of keik með Mána Svavarsson fremstan í flokki og miklum fjölda annara poppara. Pís of Keik átti mörg góð lög á plötunni úr mynd- inni, og auk þess nokkur á öðrum safnplötum. I Sódómu kvað við þyngri tón og hljómsveitin HAM, og forystusauður sveitarinnar Sig- urjón Kjartansson, átti rnikið af tónlist myndarinnar. Einnig var fönkútibú sveitarinnar, Funk strasse, áberandi með grúví fönk. Næsta ár ber með sér mynd- ina Stuttur frakki sem einnig er full af tónlist sem tekin var upp .á Bíótónleikum íjúní. Árið var ár Sálarinnar. Um sumarið kom út safnplatan Garg sem hafði að geyma vinsælustu slagara sveitarinnar auk þriggja nýrra sem vöktu óskipta athygli. Margir voru kallaðir á sveitaballa- markaðnum um sumarið en að- eins Sálarmenn útvaldir. Þeir fylltu skemmur og sali lands- byggðarinnar helgi eftir helgi á meðan að aðrir áttu hálflélega daga. Fyrir jólin kom svo út önnur plata, Þessi þungu högg, sem sýndi Sálina í rokkformi sem virk- aði ekki mjög sannfærandi en gerði sig þó nokkuð vel. Hinar árlegu sumarsafnplötur komu út. Steinar gáfu út Batida- lög 5 og Skífan gaf út Sólargeisla. Á plötunum var misjafn sauður en þó var plata Steina mun betri að gæðum. Skífan gaf einnig út safnplötuna lcerave með nokkr- um reifbílskúrsböndum. Minni- stæðust er hljómsveitin Ajax með Þórhall Skúfason innanborðs. Árið var ár suðrænu sveiflunn- ar með Bubba Morthens í farar- broddi með Kúbupoppið sitt. Bubbi fékk nokkra bestu spilara Kastrós með sér í dæmið og út- koman var fín og skilaði góðri plötusölu. Síðar flutti Bubbi svo þá kúbversku til landsins og hélt nokkra tónleika um landið. Að- sóknin var frekar slæm þrátt fyrir að spiiiríið væri allt geysiþétt og skemmtilegt. Stórsveitin Júpiters hélt böll og vakti gleði með suðrænum dans- töktum. Platan þeirra „Tja tja“ innihélt góða spretti og seldist nokkuð vel. Fyrir jólin kom svo fýrsta plata Orgils sem blönduðu suðrænu heimsbíti og avant garde rokki f góðan graut. Árið var ár KK sem er búinn að festa sig í sessi í hugum músikáhugafólks og plötukaup- enda. Plata KK Bandsins Bein leið var rokkað feitmeti sem mikið var spunnið í. Árið var ár draugagangsins. Gamlir hippar gengu aftur. Trú- brot, Hljómar, og fleiri voru end- urútgefnir og seldust vel. Pops og Hljómar risu upp frá dauðum og héldu lúin sjó. Það mátti þó hafa gaman af ýmsu; Shady syngur alltaf jafnvel, það er ódrepandi rokkhundur í Óttari Felix og Rún- ar Júf hlýtur að eiga mynd af sjáff- um sér inní skáp eins og Dorian Gray, slíkur var æskukrafturinn í honum. Platan Rúnar og Otis sem hann gerði með gömlum vini af vellinum sannar líka vel hver er stuðkóngur Islands. Þótt margar hljómsveitir hafi orðið fyrir hipp- ískum áhrifum voru þó engir jafn- ákafir í að rifja upp gamalt stuð og Silfurtónarnir — enda ekki að Erlendar plötur ÁRSINS 1.PJHARVEY-DRY Polly Jane Harvey söngkona og git- arleikari er efnilegasta rödd rokksins í dag. Plata sveitarinnar hennar er magnað byrjendaverk. Nýrokk af bestu gerð. 2. SUGAR - COPPER BLUE Bob Mould úr Husker Du með nýtt frábaert band og pottþétta rokk- plötu. 3.22 PISTEPIRKKO - BIG LUPU Finnarnirfrábæru með sína þriðju og bestu plötu. Því miður að mestu óþekkt sveit fyrir utan heimalandið, (sland og Frakkland. 4. SONIC YÖUTH - DIRTY Hrátt og gott New York-rokk. Ein besta plata hljómsveitarinnar sem Nirvana taka mikið af sínu rokki frá. S. PANTERA - VULGAR DISPLAY OF POWER Þungarokk getur líka verið frumlegt og Pantera var besta sönnun þess á árinu. Annað gott LOU REED - MAGIC AND LOSS - Persónuleg og hrífandi. REM - AUTOMATIC FOR THE PEOPLE - Róleg og djúplæg. NEIL YOUNG - HARVEST MOON — Gamli mað- urinn með óbeint framhald af meistaraverkinu .Harvest"; góð og værðarleg kántríplata. MORRISSEÝ - YOUR ARSENAL — Popp af bestu tegund frá manninum sem margir voru búnir að afskrifa. MINISTRY - PSALM 69 — Geðveik keyrsla út í gegn. BODY COUNT - BODY COUNT — ICE-T og félagar með kraftmikið rokk og herskáa texta. THE BLACK CROWES - THE SOUTHERN HARMONY AND MUSICAL COMPANION — Endur- unnið Suðurríkjarokk; ótrúlega töff útkoma CHIC - CHIC-ISM Lengi lifir í gömlum diskóglæðum. PRAX- IS - TRANSMUTATION — Einn af betri bassaleikurum aldarinnar, gamli fönkhundurinn Bootsy Collins úr Parliament og Funkadelic með nýtt band og frábæra plötu. furða hjá sveit sem hefur verið til síðan 1971. Platan þeirra Skýin eru hlý var full af sígildu þjóðlaga- og hipparokki, blönduðu diskói og megnri nýjungagirni. Megas er enginn draugur þótt hann sé af hippakynslóðinni. Hann hefur endurnýjað sig reglu- lega og viðað að sér áhrifum líð- andi stunda. Platan hans Þrír blóðdropar var að mati þess sem hér ritar plata ársins; skemmtileg, frísk og textarnir voru jafnvel hnyttnari en upp á síðkastið hjá meistaranum. Ég spái engu sérstöku um næsta ár. Það verður eflaust áfram margt gott gert þótt engar sérstak- ar blikur séu á lofti um eitthvað stórfenglegt. Ég býð gleðilegt rokkár! Gunnar Hjálmarsson Dellur Á íslandi geisaði trúarbragða- styrjöld árið 1992. Ólafur Skúla- son biskup þurfti að berjast á mörgum vígstöðum í einu. Fyrst skammaði Jafnréttisráð hann fyrir að hafa verið vondur við Auði Sveinsdóttur á biskupsstofu. Síðan þurfti hann að bregða sér til Keflavíkur og stilla Ólaf Odd Jónsson sem barðist við púka og djöfla í Keflavík og aðstoðarprest- inn að auki. f Kópavogi var barist hart um Víghól sem reyndist helg- ur reitur fýrir þá sem vildu sjá út fyrirbæinn. Eftir að safnaðar- fundur hafði hafnað byggingar- staðnum var ákveðið að lækka ris- ið á kirkjunni og hafa hana neðar í dalnum sem glöggir menn fundu í Kópavoginum. í millitíðinni spratt Gunnar Þorsteinsson fram og gagnrýndi kirkjuna fyrir að vera leiðinleg. Lítið blóð var í kúnni þannig að Gunnar færði bardagasvæðið út og réðist á Veg- inn og Bjöm Inga Stefáns- sonforstöðumann hans. Gunnar var síðan orðinn svo heitur að í lokin skammaðist hann út í jóla- sveinana og um svipað leyti kviknaði í safnaðarheimili Kross- ins. Biskupinn fékk síðan að kljást við Davíð Ósvaldsson sem sagð- ist jarða landsmenn án niður- greiðslna. Hann varþvíglaður þegar loksins komu jól. ÁGÚSTA SÖNG FYRIR GUÐMUND Innilegasta deila ársins kom úr söngheiminum þegar þau Ágústa Ágústsdóttir söngkona og Guð- mundur Jónsson lentu í þrætu um hin sanna tón. Þau þóttust svo sannarlega ekki finna hann hjá hvort öðru en bréfin voru hins vegar hvert öðru hlýlegra. Síðan blandaðist Kristinn Sigmunds- son allt í einu í deiluna en hann var að leita heimsfrægðar 1 Þýska- landi. Frú Ágústa taldi hins vegar best fyrir hann að koma heim, hefja affur landaffæðikennslu og þegja sem mest. Kristinn og Jón í HUNDANA Hvað getur einn hundur getið af sér mörg kærumál? f raun er erfitt að segja til um það en þeir Kristinn Hákonarson og Jón Guðmundsson hafa svo sannar- lega ákveðið að láta reyna á þetta atriði og skiptir þá engu þó að Hæstiréttur sé búinn að feUa dóm í málinu. Þeir félagar hafa kært hvor annan svo oft að lögreglan þurffi að rannsaka það sérstak- lega. Spenna færðist síðan í málið þegar Kristinn uppástóð að Jón hefði miðað á sig byssu. Jón sagð- ist hins vegar enga byssu eiga en kærði Kristinn í leiðinni fýrir að hafa sigað á sig hundi. Deilan er nú í hnút. Nuddar Rafn í RÉTTA ÁTT? Ef einhver hefur haldið að nudd væri einfaldur hlutur þá hef- ur sá hinn sami væntanlega fengið rétta mynd af málinu eftir deiiu Rafns Geirdals nýaldarnuddara við sjúkranuddara. Málið snerist að sjálfsögðu um það hvort Rafn nuddaði rétt eða rangt. Hann tók hins vegar ekkert mark á þessu heldur bjó til eigin nuddháskóla sem útskrifar fólk í belg og biðu svo fremi sem það greiðir skóla- gjöldin. ÓHRÆSIS PRESTURINN Það var ekki friður í kringum presta á árinu eins og rækilega hefur komið ffam. Einn þeirra, Ragnar Fjalar Lárusson, réðist með offorsi á friðsamasta hóp ís- lendinga - - þá sem hafa það sem íþrótt að drepa dýr merkurinnar. Það var eins og presturinn gæti ekki unnt þessum hetjum að drepa blessaðar skepnunnar í ff iði. Sem betur fer þá gátu veiði- mennirnir beitt fleiru en byssunni og átti Kristinn Helgason korta- gerðarmaður besta innleggið þeg- ar hann benti prestinum á að maðurinn væri í raun ekkert ann- að vopnað rándýr. DÝRASTA FERÐIN SEM EKKI VAR FAR- IN Ríóráðstefnan varð ódýrari en séð varð fýrir. Fyrst var sagt ff á því að 40 manns ætluðu að um- hverfast í Ríó en eftir að Eiður Guðnason hafði verið skammað- ur ærlega fýrir bruðlið fækkaði í hópnum. Áð lokum varð ferðin minnistæðust fyrir það að Stein- grímur J. Sigfusson fór ekki. Blupið ofan á hest Óskiljanlegasta deila allra tíma er án efa deilan um Blupið. Að sjálfsögðu er hún eingöngu fyrir hestamenn enda snýst hún um það að finna stærðfræðilega form- úlu fyrir hest. Með hæfilegri nálg- un er hægt að segja að góður hest- ur fái 10 en vondur 0. Þetta skilja hestamennirnir Halldór Gunn- arsson í Holti, dr. Stefán Aðal- steinsson og Matthías Ó. Gestsson. Lára þagði ekki í 9 MÁNUÐI Lára Halla Maack komst í þrætubókina í fyrra effir deilu við Sighvat Björgvinsson heilbrigð- isráðherra. Sighvatur lofaði því að Halla ætlaði að þegja í níu mánuði en það stóðst ekki frekar en annað hjá honum. Halla fann sér hins vegar Ólaf Ólafsson landlækni til að þræta við og endaði á því að kæra hann til siðanefndar lækna. ÁTTI IVlARGEIR AÐ ÞAGA UM FlSCHER? Skáksnillingurinn og rugludall- urinn Bobby Fischer vaknaði af dvala á árinu enda illa haldinn af gráa fiðringnum. Hann fékk millj- ónir fyrir að tefla við Spasskíj í boði júgóslavneskra hermangara og braut viðskiptabann SÞ. Þess vegna vildi Friðrik Ásmunds- son Brekkan Italíuvinur að ein- vígið yrði þagað í hel. Það gat hins vegar Margeir Pétursson stór- meistari ómögulega sætt sig við. Því miður entist Friðrik stutt við á ritvellinum þannig að deilunni lauk skjótt. ÓLI STERKI OG PÉTUR KJAFTFORI Það var hins vegar meiri dugur í þeim Ólafi Sigurgeirssyni lög- fræðingi og Pétri Péturssyni lækni sem tókst að halda lífi í steradeilunni annað árið í röð. í upphafi snerist hún um lítil eistu í liflum pungum en nú snýst hún um heiður og úthald. Þessi deila gæti lifað fram á næstu öld. Fólkið sem hvarf... og aldrei kemur til baka Fólk kemur og fer og aldrei hraðar en í huga almennings. Sem er kannski eins gott, því þjóðarsálin væri vafalaust enn sturlaðri en hún er alla jafna ef hún gæti ekki treyst á að gleymskan losaði hana við alls konar lið, sem neitar að fara af sjálfs- dáðum. Ragnar Arnaids er gott dæmi um mann sem hvarf á árinu. Allt síðan hann lét af formanns- embætti Alþýðubanda- lagsins hafði hann orðið æ fyrirferðarminni í þingsölum, en það var ekki fyrr en hann for- framaðist á ný og var kjörinn þingflokks- formaður að hann hvarf algerlega sjónum manna. Velgjörðamaður ótínds almúgans, Jóhannes í Bónus, hvarf líka á árinu, en menn vita þó hvert hann hvarf. Hann hvarf inn í aðalkeppinautinn, Hagkaup. Sverrir Hermannsson hvarf endanlega inn í Landsbankann á árinu og virðist sem langri yfirlýsingagleði hans sé loks að linna. Kraftajötunninn og hormónaframleiðandinn Hjalti Úrsus hvarf inn á vínstúkuna Barokk og hvarf algerlega, jafnvel þó svo hann hafi hafið útgáfu sérstaks mál- gagns sjálfs sín. Friðrik Sophusson verð- ur í framtíðinni aldrei kallaður annað en „fjármálaráðherrann sem hvarf". Hingað til hafa fjármálaráðherrar jafnan verið hötuðustu menn landsins, en þeir sem muna eftir Frikka tala jafnan um hann af hlýhug, enda er hans helst minnst sem best klædda ráðherrans, rámi menn í hann á annað borð. Sjálfsánægði háskóia- rektorinn fyrrverandi, Sigmundur Guðbjarnar- son tók upp fyrri iðju, sumsé að leita ensíma dag og nótt. Hins vegar hefurenginn leitað hans eða álits hans, nema kannski Steingrímur Hermannsson sem hvarf mörgum sinnum á árinu. Stundum hvarf hann bara úr þingsal án þess að nokkur tæki eftir, einu sinni hvarf hann til Sri Lanka líkt og Arthur C. Clarke forðum, en fyrst og fremst hvarf hann nið- ur úr gólfinu á flokks- þingi framsóknarmanna þegar Halldór Ásgríms- son sagði fremur berum orðum að Stein- grímur blaðraði allt of mikið. Enginn hefur hins vegar ásakað Jón Helgason um að tala of mikið eða bara um að tala yfirleitt. Samkvæmt símaskrá Al- þingis er þingforsetinn fyrrverandi enn á þingi, en það man enginn eftir að hafa séð hann eða Wfý' T heyrt. Vilhjálmur Egilsson ætti að öllu jöfnu ekki að eiga við hvarfvanda að stríða, þar sem hann hefur tvö- falt hlutverk: annars veg- ar er maðurinn þingmað- ur og hins vegar fram- kvæmdastjóri Verslunar- ráðs. En þegar fram- kvæmdastjórinn Vilhjálmur þarf sífellt að vera rétta þingmanninum Vilhjálmi mót- mælaskjöl jafna þeir Villarnir hvor annan út svo þeir hverfa báðir. Barnabókahöfundurinn og þingforsetinn fyrrver- andi, Guðrún Helga- dóttir er öllum gleymd, nema ef vera skyldi iGervasoni sjálfum. Að * V minnsta kosti veit ekkert Ibarn hver hún er og á I þingi heyrir enginn leng- ur reflexavæl hennar. Og hver man hvað heil- brigðisráðherrann a tarna heitir? Ekki sá sem þetta skrifar. Að óreyndu hefðu fáir trúað því að tröllkarl-inn Árni Johnsen gæti horfið með öllu. En hann hvarf nú samt úr þingsölum með efirminnileg- asta hættinum, þegar hann hafði öðrum hnöppum að hneppa en þeim, sem Matthí- as Bjarnason studdi á fyrir hann. Karvel Pálmason hefur reyndar verið að hverfa um langan tíma, en þeg- ar hann loks afréð að koma sér út úr þessu stússi öllu mundi enginn hvers vegna það ætti að koma sér við hvort Kar- vel væri eða færi. Rangsýni pulsusalinn Ásgeir Hannes Ei- ríksson hvarf svo gersamlega á árinu að hann hvarf meira að segja af Hressingar- skálanum. Þórður Friðjónsson byrj- aði að hverfa fyrir löngu en færist þó ekki úr stað. Hann er ennþá forstjóri Þjóðhagsstofnunar og efnahagsspár hans eru hvorki réttari né vitlaus- ari en áður. Það skiptir þó engu, því einu áhrif spá- dóma hans hafa verið þau að þjóðarsátt hefur orðið um hvarf hans og enginn spyr neins.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.