Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 13

Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 13 STJÓRNMÁL Furðulegfréttamennska Nú er greinilega svo langt liðið frá Tangen-hneykslinu svonefnda á Ríkisútvarpinu, að fréttastofan telur sig geta farið aftur á kreik. Laugardagskvöldið 6. febrúar síð- astliðinn kallaði Ágúst Þór Áma- son fréttamaður á gamlan skóla- bróður minn úr sagnfræði, þá æstan kommúnista, hvað sem hann er nú, dr. Stefán Hjartarson, starfsmann Þjóðskjalasafns. Ræddu þeir nokkra stund um skjöl þau, sem íslenskir frétta- menn og sagnfræðingar hafa birt síðustu mánuði um tengsl ís- lenskra sósíalista og Kremlverja. Ágúst spurði í lokin: „En telur þú sennilegt, að Sovétmenn hafi styrkt Mál og menningu með ein- um eða öðrum hætti?“ Þá kom þetta dæmalausa svar frá Stefáni: „Það hefur nú kannski ekki komið fram í umræðunni, að auðvitað kepptust Sovétríkin og Bandaríkin um það að hafa liðs- menn í öllum ríkjum, hvort held- ur það voru lýðræðisríki eður ei. Samkeppnin um almenningsálitið var mikil og ég minnist þess nú einu sinni að hafa lesið í News- week um það að nokkur bókafor- lög hefðu verið styrkt í ýmsum löndum til þess að styrkja þá lýð- ræðisöflin. Og þetta er akkúrat sama árið sem Álmenna bókafé- lagið var sett á laggirnar og í Newsweek er fsland tilgreint sem eitt þeirra landa. Þetta er ég viss um að leyniþjónusta Sovétríkj- anna vissi um og það þótti mjög eðlilegt að styðja Mál og menn- ingu og þessi menningaröfl, sem voru þá liðsmenn annaðhvort Bandaríkjanna eða Sovétríkj- anna.“ Tvennt er við orð Stefáns að at- huga. f fyrsta lagi virðist hann leggja að jöfnu hugsanlegan stuðning frá Bandaríkjastjórn og Kremlverjum. En þetta er auðvit- að sitt hvað. Bandaríkjastjóm var lýðræðisstjórn og í bandalagi við okkur. Ekkert hefði verið að at- huga við gott samstarf einstak- linga og stofnana við hana. Kremlverjar voru hins vegar ein- hverjir verstu kúgarar mannkyns- sögunnar, ráku ótal vinnubúðavíti og vitfirringahæli fyrir andófs- menn. Þeir íslendingar, sem gengu erinda þeirra, geta aldrei þvegið af sér þann smánarblett. í öðru lagi liggur það fyrir sam- kvæmt heimildum í Moskvu að Mál og menning fékk fjárstyrki frá Kremlverjum. Um það þarf ekki að deila. Ekkert liggur hins vegar fyrir um neina styrki til Almenna bókafélagsins. Þetta eru fullkomn- ar getgátur Stefáns Hjartarsonar. Hvaða frétt var þetta í Newsweek? Við hvað styðst hún? Hvers vegna tengir Stefán hana Almenna bóka- félaginu? Stefán var kynntur sem sérfræðingur í Þjóðskjalasafninu. Mér líst ekki á vísindaleg vinnu- brögð þar á bæ, eigi þetta að vera dæmi um þau. Þótt Stefán Hjartarson bæri sjálfur ábyrgð á orðum sínum er fréttamaðurinn síður en svo sak- laus. Spurning hans var óþörf, því að auðvitað þáði Mál og menning fjárstyrki frá Kremlverjum. Hvers vegna ættu þau skjöl, sem fundist hafa um slíka sytrki, að vera föls- uð? Og hann birti þessa furðulegu frétt athugasemdalaust í stað þess að leita annaðhvort álits annarra á getsökum Stefáns eða spyrja hann „Ekkert liggur hins vegarfyrir um neina styrki til Almenna bókafélagsins. Þetta eru fullkomnar get- gátur Stefáns Hjart- arsonar. Hvaðafrétt varþetta íNewsweek? Við hvað styðst hún? Hvers vegna tengir Stefán hana Al- menna bókafélaginu? Stefán varkynntur sem sérfræðingur í Þjóðskjalasafninu. Mér líst ekki á vísindaleg vinnubrögð þar á bœ, eigiþetta að vera dœmi um þau. “ sjálfur gagnrýninna spurninga. Fréttamat hans er í meira lagi brenglað ef dylgjur gamalla kommúnista, sem geta ekki leynt gremju sinni vegna hruns komm- únismans, í garð lýðræðissinna eru fluttar athugasemdalaust. Þetta virðist vera vísir að nýju Tangen- máli. Fréttamennirnir á Ríkisútvarpinu eru eins og frönsku aðalsmennirnir, sem sneru heim eftir byltinguna. Þeir hafa ekkert lært af reynslunni. Brennda barnið sækir í eldinn í stað þess að forðast hann. Höfundur er dósent í stjórnmálafræði við Háskóla íslands. STJÓRNMÁL Að Einari Olgeirssyni gengnum ÁRNI PÁLL ÁRNASl „ Við útför Einars Olgeirssonar voru hans nánustu lœrisveinar og vinir trúir einum versta gallanum á þessu kenningakerfi. Guð eðaprestur komu ekki nœrri útför- inni, en þess í stað brá Ingi R. Helgason sér ía.m.k. annað hlutverkið. Ogmeð fullri virðingu fyrir Inga R., þáfinnst mér það klén býti. “ Maðurinn sem nefndur var tri- bunus populii er látinn í hárri elli. Við fráfall hans ber svo við að þeir menn sem hvað helst hafa lagt kapp á að rækta þann pólitíska arf sem hann skildi eftir skrifa minn- ingagreinar sem flestar eru úr hófi fram vandræðalegar. Greinarnar birtast í Morgunblaðinu, því Þjóð- viljinn er dauður. Fortíðarhlekk- irnir virðast hafa þreytt svo for- mann Alþyðubandalagsins að hann orkar ekki að setja fáein orð á blað. Pólitísk arfleifð Einars 01- geirssonar er hins vegar þess hátt- ar að hún verðskuldar umfjöllun og verður án efa athugunarefni sagnffæðingum um langa ffamtíð. Pólitík Einars Olgeirssonar var ffá upphafi á því byggð að stór og öflugur vinstri flokkur væri höf- uðnauðsyn. Af þeirri ástæðu gekk hann tregur úr Alþýðuflokknum til að stofna Kommúnistaflokk fs- lands. Það kom líka á daginn að Kommúnistaflokkurinn var bara hannaður til að vera lítill þegar höfuðpáfi hins kommúníska rétt- trúnaðar, Brynjólfur Bjarnason, stóð fyrir hreinsunum og losaði flokkinn við helstu stuðnings- menn Einars. Stalín kom svo Ein- ari til bjargar, þegar breytt var um stefnu Komintem 1934 og boðuð samfylking gegn fasisma. Undir merkjum samfylkingarstefnunnar á kreppuárunum jukust áhrif Ein- ars í íslenskum stjórnmálum. Gengi kommúnista jókst stöðugt og Alþýðuflokkurinn átti erfiða daga. í framhaldinu stóðu Einar og Héðinn Valdimarsson fýrir stofnun Sósíalistaflokksins, — en höfuðpáfinn náði að hreinsa hina kratísku óværu af Sósíalista- flokknum með því að setja Héðni stóiinn fyrir dyrnar í upphafi stríðs. Með tilkomu Sósíalistaflokks- ins og lífskjarabyltingarinnar í stríðinu styrktist staða Einars frekar. Einar hafði þrifist illa í litl- um rétttrúnaðarflokki og hann leitaði allra leiða til að koma í veg fyrir að flokkurinn lokaðist aftur af sem lítil rétttrúnaðarklíka. f því efni kom óvænt hjálp frá Stalín. Eftir stríð tók Sósíalistaflokkur- inn stórbreytingum á fáum árum. í stað þess að halda áfram við kenningar á borð við þær sem vora grunnur nýsköpunarstjórn- arinnar, þ.e. nauðsyn iðnvæðing- ar, verður áherslan þjóðernissinn- aðri og flokkurinn fer í framhald- inu að byggja meira á fylgi úr dreifbýlinu. f stuttu máli sagt: Breytingin var úr marxískum þéttbýlisflokki í þjóðernissinnað- an dreifbýlisflokk. Frá iðnvæðing- arstefnu í smábýlarómantík. Þessi merkilegu umskipti hafa aldrei verið rannsökuð sem skyldi, en hefðbundnir kenningasmiðir hafa talið þessar breytingar merki um sjálfstæði íslenskra sósíalista, á þennan hátt hafi þeir bragðist við innlendum aðstæðum, en ekki fylgt forskrift að utan. Staðreynd- in er hins vegar að Stalín gaf á sama tíma út skipun til kommún- istaflokka, þar sem hann leysti þá undan réttlínuskyldunni. í stað þess að vera eins og vitnandi her- kellingar út um allar jarðir áttu þeir að leggja sig eftir einu: Fylgi og meira fylgi. Evrópskir komma- flokkar eftir stríð vora enda marg- breytileg flóra, sums staðar þjóð- ernissinnaðir, annars staðar al- þjóðasinnaðir, sums staðar á bólakafi í að tryggja ítök sín í safn- aðarfélögum, bindindisfélögum, ungmennafélögum o.s.ffv. Getum hefur verið leitt að því að Stalín hafi lært af því að sjá hvernig Hitl- er afskræmdi lýðræðislegar stofn- anir samfélagsins með því að þjálfa tiltölulega lítinn hóp manna og láta þá taka þær yfir. Valdataka Stalíns í A-Evrópuríkjunum að stríði loknu var enda um margt svipuð töku Hitlers á Austurríki og Tékkóslóvakíu. Á árum kalda stríðsins var Ein- ar Olgeirsson vakinn og sofinn að reyna að koma í veg fyrir einangr- un flokksins. Grunntónninn í stefnu flokksins varð varðstaða um hið unga sjálfstæði, viðgangur menningar, mennta og lista og viðgangur hinna dreifðu byggða. Þannig gat Einar haldið saman þessu undarlega bandalagi þjóð- ernissinnaðra einangrunarsinna, menningar- og menntaelítunnar og línukomma, sem einkennir Al- þýðubandalagið enn þann dag í dag. Sóslalistaflokkurinn og síðar Alþýðubandalagið héldu enda ótrúlegri stærð miðað við kommaflokka í Evrópu. Liður í þessu var bandalag Einars við Finnboga Rút og Hannibal, bandalagið sem gaf Einari sitt besta tækifæri til að víkka flokk- inn. í krafti þess gekk hann á fund Brynjólfs og sagði honum að pakka saman, — hann passaði ekki lengur. Og það ber að segja Brynjólfi til hróss að hann skildi hvenær orastan var töpuð og dró sigíhlé. Kaldhæðinn maður sagði að Einar hefði gert ein alvarleg stra- tegísk mistök og þau væru að deyja fimm árum of seint. Með því var hann að vísa til þess hversu vandræðalegir arftakar Einars hafa verið þegar þeir hafa minnst hans við andlát hans. Ný- legar heimildir um tengsl Einars og félaga í austurveg valda því að það er erfiðara að skrifa hina hefð- bundnu tegund af eftirmælum nú en fyrir fimm árum. Sagnfræðingar framtíðarinnar eiga eftir að fá það heillandi verk- efni að skýra og draga saman staðreyndir um varðstöðuna um Sovétríkin og tengsl Kommún- istaflokksins, Sósíalistaflokksins og Alþýðubandalagsins í austur- veg. Ekki út frá því sem okkur finnst í dag, heldur út frá atburð- unum sjálfum og anda þess tíma. Ég vildi líka sjá þetta kannað í samanburði við skoðanir sam- ferðamanna. Sumt verður auðvelt að skýra, s.s. þegar Brynjólfur Bjarnason kallaði blóðbaðið í Ungverjalandi 1956 „bernsku- skeið nýrra þjóðfélagshátta“. Þar er að baki þessi blóði drifna vél- ræna nauðhyggja Brynjólfs sem hefur ekkert annað fram að færa en að hlutirnir þurfi bara að gerast fyrir sögulega nauðsyn. Tilgangs- laust sé að halda því fram að menn beri ábyrgð. Og af hverju? Jú, af því að snillingarnir Brynjólf- ur og Lenín segja það! En margt annað verður athyglisverðara. Sósíalistaflokkurinn varaði t d. eindregið við nasismanum fram að griðasáttmála Hitlers og Stal- íns, en þá varð heimsstyrjöldin að styrjöld fasismans, Hitíer sára- meinlaus og menn sem unnu í Bretavinnunni vora kallaðir land- ráðamenn. Eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin breytti stríðið um nafn og kallaðist frelsisstríð gegn fas- isma og Bretavinnan varð að vinnu fyrir sannar hetjur. Varð mönnum ekkert illt í maganum af þessu rugli? Hvemig munu menn skýra hinar glæsilegu ræður Ein- ars Olgeirssonar um íslenska þjóðmenningu og nauðsyn þess að íslensk þjóð verði aldrei háð er- lendu stórveldi og koma þeim heim og saman við peningabetl hans til hins sovéska stórveldis? Hvernig munu menn skýra lyga- fabrikkuna sem Kiljan stóð fyrir áratugum saman og hafði þó sjálf- ur kynnst beint flestöllum þeim atburðum sem hann laug til um? Hvernig stóð á því að Einar stóð varðstöðuna um Stalín, með Brynjólfi en gegn Héðni, þegar skarst í odda árið 1939? Og síðast en ekki síst: Hvaða þátt átti Stalín í stefnubreytingu Sósíalistaflokks- ins eftir stríð? Það var öðra fremur Einar 01- geirsson, mælska hans, persónu- töfrar og snilld hans í pólitískum plottum sem hélt Sósíalistaflokkn- um og Alþýðubandalaginu, þess- um illskiljanlega kokkteil, saman. Menn geta svo haft sínar skoðanir á því hvort það er þakkarvert eða ekki. Einar Olgeirsson gekk ungur á hönd stjómmálastefnu sem hóf vísindalegan sósíalisma upp til skýjanna. Á skipulegan hátt átti að vera hægt að finna lausnir á öllum meinum mannanna, þegar þeir ganga fram með hinn góða vilja að baki, löngunina að hinu eina marki. Gallinn var hins vegar bara sá að kenningin sagði líka tilgang- inn helga meðalið og að enginn væri æðri manninum sem í góð- mennsku sinni vildi finna lausnir á öllum vanda. f því lá feiflinn: Kenningin beinlínis gerir ráð fyrir að þú getir auðveldlega réttlætt það að fórna mannslífi fyrir hið endanlega takmark. Af hverju ekki? Enginn var æðri manninum sem bjó yfir hinum hreina ásetn- ingi og vildi ná hinu stórkostlega markmiði, sem öllu var fórnandi fyrir. Við útför Einars Olgeirssonar vora hans nánustu lærisveinar og vinir trúir einum versta gallanum á þessu kenningakerfi. Guð eða prestur komu ekki nærri útför- inni, en þess í stað brá Ingi R. Helgason sér í a.m.k. annað hlut- verkið. Og með fullri virðingu fyr- ir Inga R., þá finnst mér það klén býti. Hölundur er lögtræðingur í utannkisróðu- neytinu t Á UPPLEID Össur Skarphéðinsson. Hrafn Jökulsson og Alþýðublaðið gerðu hann að ráðherra á þriðjudag- inn. Nú á Össurað- eins eftir að vinna önnuröfl í þjóðfélag- inu á sitt band. Pálmi Kristinsson. Það er óvenjusvalt af framkvæmda- stjóra Vertakasambandsins að saka for- svarsmenn Hagvirkis og SH-verktaka um glórulaus undirboð og segja aðgjald- þrot verktakafyrirtækis leiði alis ekki til atvinnuleysis. Þorvaldur Gylfason. Hann hefur slegið í gegn í Austur- Evrópu sem einn af höf- undum bókarum fjálst mark- aðshag- kerfi. Með þessu sann- ar hann enn og aft- urað eng- inn er spámaður í sfnu föður- landi. Hingað til hafa fslend- ingar fúlsað við öllu frelsi í hagkerfinu og einnig boðun- armönnum þess. i S- A Pétur W. Kristjánsson. Eftir vandræði sín með P.S. músík ætlar hann að endurreisa Pe- líkan og trylla á sveitaböllin. Spá okkar er að hon- umfarnist eins og Birni Borg. Hann mun ekki halda í við sér yngri menn. Broddi Kristjánsson. Hvað gengur manninum til með því að vinna fslandsmótið í ellefta sinn? Ætlar hann að ganga af badmintoníþrótt- inni dauðri? Hvað er hann að reyna að sanna? Af hverju gefur hann okkur hin- um ekki séns? Jón Sigurðsson. Honum tekst að gera öll mál að langlokum. Hann getur ekki einu sinni tekið á sig rögg og farið í Seðlabankann. Þess í stað mun hann velta því fyrir sér þar til hann missiraf tækifær-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.