Pressan - 18.02.1993, Side 31
Undarleg græn slikja við ijárhús í Vestur-Landeyjum
TEL ÞETTA
VERA ÚRGANG
ÚR FLJÚGANDI
- segir bóndinn á bænum, Lár-
Vestur-Landeyjum, 18.febrúar.
„Ef þetta væri af mannavöldum gæti ég snúið
mér að einhvetjum, annaðhvort einstaklingi eða
fyrirtæki, og kært. En þar sem ég tel að þetta sé úr-
gangur úr fljúgandi furðuhlut er ég algjörlega
varnarlaus,11 segir Lárus Daníelsson, bóndi á
Hömrum í Vestur-Landeyjum, en hann telur að
verur ffá öðrum hnöttum noti slakka við fjárhús-
in við bæinn sem losunarstað fyrir úrgang.
Lárus segist fyrst hafa orðið var við þennan úrgang í
haust. „Þetta er ólíkt öllu sem ég hef séð. Það er yfir
þessu græn slikja og lyktin er ekki góð,“ segir Lárus.
Lárus segist hafa óskað eftir styrk frá umhverfisráðu-
neytinu til að fjarlægja úrganginn en fengið neikvætt
svar. „Mér finnst þetta ekki mitt einkamál. Það getur
hver sem er lent í þessu. En ráðuneytið sagði að þetta
mál væri fyrir utan valdsvið sitt,“ segir Lárus.
Lárus Daníelsson segist fyrst hafa orðið var við
þessa grænu slikju eftir mikinn Ijósagang um nótt í
haust. Síðan hefur það ekki brugðist að þegar
hann vaknar við Ijósaganginn hefur bæst á slikj-
una morguninn eftir.
Karen og Unnar eiga dótturina Helenu, sem þau ættleiddu, og son-
inn Bárð, sem er glasabarn.
Giftust fyrir 15 árum
HAFA ALDREI
HAFT KYNMÖK
„Við höfum horft upp á mörg hjónabönd fara í vaskinn
vegna kynlífsins," segja hjónin Karen Vigfusdóttir og
Unnar Finnsson, sem lifa í hamingjusömu hjónabandi.
Kópavogi, 18.febrúar.
„Þetta þykir kannski merki-
legt nú á síðustu tímum þegar
kynh'f er orðið svo áberandi að
maður getur ekki farið út í
sjoppu án þess að rekast á
dónaskapinn upp um alla
veggi,“ segir Unnar Finnssori,
en hann hefur aldrei haft kyn-
mök við eiginkonu sína, Kar-
enu Vigfúsdóttur, þótt þau
hafi verið gifit í 15 ár. „Foreldr-
ar mínir höfðu einnig þennan
háttinn á. Ég er tökubarn,“
segir Unnar.
Unnar og Karen kynntust í hér-
aðsskólanum á Laugarvatni. Þau
segjast hafa kysst eitthvað þar á
böllum en séu einnig hætt því að
mestu. „Við hötðum ekki heldur
trú á kynlífi fyrir hjónaband svo
það varð aldrei meira úr þessu hjá
okkur en þessir kossar.“
Þrátt fyrir kynlífsbindindi sitt
hafa þau Unnar og Karen alið upp
tvö börn. Eldra barnið ættleiddu
þau en það yngra er glasabarn.
„Við munum ekki reyna að
hafa áhrif á hvort börnin okkar
leggjast í kynlíf eða ekki, en það
mundi óneitanlega hryggja okk-
ur,“ segir Karen.
Jóhann Bergþórsson hjá Hagvirki (nú Fórnarlambinu)
VILL FÁ AÐ HEITA PÍSLAR-
VOTTUR BERGÞÓRSSON
„Ég er hræddur um að það kunni að reynast erfitt að
verða við þessum óskum þar sem þetta nafn er ekki í nýju
nafnabókinni," segir Ólafur Skúlason biskup.
Lögreglan gerir húsleit hjá Nýaldarsamtökunum
LAGÐIHALDÁ
BYSSUR MEÐ TRÉ-
KÚLUM OG BANN-
AÐISÖLU Á ÞEIM
Byssurnar eru aðeins vörn gegn vampírum, - segir Krist-
ján Nikulásson, formaður samtakanna.
Hafnarfirði, 18. febrúar.
„Ég óskaði eftir að fá að láta
skíra mig upp á nýtt um leið og
drengurinn minn fermist í vor
en það eru einhverjar vöflur á
Stéttarsamband
bænda
VILL ÁVAXTA
NIÐUR-
GREIÐSLURN-
ARÁWALL
STREET
Með því að taka niður-
greiðslurnar og fjárfesta
með þeim í amerískum
hlutabréfum gefur ís-
lenskur landbúnaður af
sér stórgróða, - segir
Haukur Halldórsson,
formaður Stéttarsam-
bandsins.
prestinum með að láta það eft-
ir mér,“ segir Jóhann Berg-
þórsson, forstjóri Hagvirkis/-
Kletts (áður Hagvirkis og að
hluta til nú; Fómarlambsins).
Samkvæmt heimildum GULU
PRESSUNNAR leitaði sóknar-
presturinn í Hafnarfirði til bisk-
upsins yfir Islandi og bar undir
hann hvort heimilt væri að skíra
Jóhann nafninu sem hann hefur
valið; Píslarvottur. Biskup mun
hafa tekið afar dræmt í þessa
beiðni.
„Mér er svo sem sama hvað
hann Jói heitir. En ég held að
börnin hans mundu líða fyrir að
vera Píslarvottsson eða Píslar-
vottsdóttir," sagði Ólafur Skúla-
son biskup í samtali við GULU
PRESSUNA.
Jóhann Bergþórsson; nú Píslar-
vottur Bergþórsson.
Reykjavlk, 18. febrúar.
Lögreglan í Reykjavík lagði
hald á átta byssur, hlaðnar
með trékúlum, við húsleit á
skrifstofum Nýaldarsamtak-
anna í nótt. Aðspurður sagði
Böðvar Bragason, lögreglu-
stjóri í Reykjavík, að lögregl-
unni hefði borist nafnlaus
ábending um að vopnasala
færi fram hjá samtökunum.
„Þetta afhjúpar nú þekkingar-
skortinn hjá lögreglunni," segir
Kristján Nikulásson, formaður
Nýaldarsamtakanna. „Byssurnar
voru aðeins hlaðnar trékúlum, en
eins og flestum er kunnugt er eina
ráðið til að ráða niðurlögum
vampíra að reka tréfleyg í hjarta
þeirra. Byssur með trékúlum eru
aðeins nútímaleg útgáfa gamla
tréfleygsins."
Kristján sagði fráleitt að ætla að
þeir sem keyptu byssurnar not-
uðu þær gegn fólki. „Ég bara spyr:
Til hvers eru kúlumar þá úr tré?“
sagði Kristján.
Kristján sagðist óttast að þessi
aðgerð lögreglunnar ætti eftir að
draga dilk á eftir sér þar sem tré-
fleygurinn gamli væri mun erfið-
ari í allri meðhöndlun en nýju
byssumar.
„Ég veit ekki hvernig lögreglan
ætlast til að fólk verji sig,“ segir
Kristján. „Næsta skref hlýtur að
vera að taka af okkur saltstaukana
svo við getum ekki haldið aftur-
göngum í skefjum.“
Það er fráleitt að halda að við-
skiptavinir okkar muni nota
byssurnar á fólk. Ef það væri
ætlunin væru þær ekki með tré-
kúlum heldur blýi eins og aðrar
byssur, - segir Kristján Nikulás-
son hjá Nýaldarsamtökunum.
Einar Guðfinns-
son hf. tekinn til
gjaldþrotaskipta
LEIÐIR AF
SÉR SPARN-
AÐ í SNJÓ-
MOKSTRI
- segir Friðrik Sop-
husson Qármálaráð-
herra.
„Á þessum bölmóðstím-
um er rétt að líta á jákvæðu
Jdiðarnar," sagði Friðrik
Sophusson fjármálaráð-
herra þegar GULA PRESS-
AN óskaði eftir viðbrögðum
hans við gjaldþroti Einars
Guðfinnssonar.
„Ein af afleiðingum þess
verður að nánast óþarft verður
að moka Óshlíðina og við það
munu sparast miklir ijármunir
sem nota má í annað. Ég bjó
einu sinni þarna fyrir vestan og
veit því fullvel hversu snjó-
þungt þar getur orðið,“ sagði
Friðrik.