Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 22

Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 22
22 PERSÓNURNAR f IVII KSON-MÁLI N U Seul Arlosoroff: Systursonur Alex- Ervin Martinson: Sovéskur höfund- anders Rubins, sonur Simu, sem ur bókar árið 1962 um meinta stríðs- hann sagði PRESSUNNI að hefði glæpamenn, þar á meðal Mikson, leitað árangurslaust til íslenskra stjórnvalda strax 1947-1948. [hugar Mazhurtsevy-bræður Tveir ung- einkamál á hendur Mikson sitji ís- lingar frá Piirsare sem Mikson er lensk stjórnvöld enn aðgerðalaus, sagður hafa skotið. Sima Arlosoroff Systir Alexanders Rubins, gift einum stofnenda (sraels- ríkis, Chaim Arlosoroff. Látin. Olev Aviste: Sjónarvottur að meintu morði á Mazhurtsevy-bræðrum. Fæddur 1900. Árni Bergmann: Sendi til íslands frásagnir úr bók Ants Saar árið 1961. Bjarni Bene- diktsson: Dóms- málaráðherra þegar Mikson fékk ríkisborgararétt .1955ogþegar málið kom upp hér á landi vorið 1961. Neitaði alltaf rannsókn. Davíð Oddsson: Forsætisráðherra. Vísaði málinu til dómsmálaráðherra. Eiríkur Tómasson. Annar íslensku lögfræðinganna sem komust að þeirri niðurstöðu í fyrra að ekki væri ástæða til að rannsaka málið. Inna Gelb: Dóttir Michails, handtek- in um leið og hann að fyrirskipan Miksons. Tekin aflífl Michail Gelb: Gyðingur sem Mikson fyrirskipaði handtöku é.Tekinn af Iffi. Hallvarður Ein- varðsson: Ríkis- saksóknari. Er að skoða gögn í mál- inu. Otto Hyarmson: Sjónarvottur að meintu morði á Mazhurtsevy-bræðr- um. Fæddur 1896. EvaldMikson: Foringi ÍOmakaitse- sveitum Eistlendinga og aðstoðar- lögreglustjóri ÍTallinn. Vísað úr landi í Svíþjóð 1946, kom til Islands sama ár og fékk ríkisborgararétt 1955. Á lista yfir stríðsglæpamenn í Bandaríkjun- um, en heldur staðfastlega fram sak- leysi sínu. Fæddur 1911. Hilka Mootse: Sjónarvottur að meintri nauðgun Miksons é Leuh Kukke og dóttur hennar, Evu. Fædd 1924. Tzvi Partel: Sonur Leuh Kukke og bróðir Evu, sem Mikson er sagður hafa nauðgað og drepið. Sagði PRESSUNNI að hann hefði rætt við íslenska ráðamenn fyrir 30 árum, en ekki fengið nein viðbrögð. Raimond Punnar: Sjónarvottur að meintu morði á öðrum Maz- hurtsevy-bræðra og öldruðum ónafngreindum manni. Fæddur 1924. Júríj Reshetov Sendiherra Rússa á (slandi. Minnti íslensk stjómvöld op- inberlega á alþjóðlegar skuldbind- ingar sfnar I grein í Morgunblaðinu í fyrra. Alexander Rubin: Gyðingur og skartgripasali fTallinn, sem Mikson er sakaður um að hafa drepið. Mikson er margsaga um tengsl sín við hann. Ruth Rubin: Fjórtén ára dóttir Alex- anders, sem Mikson er sagður hafa nauðgað og drepið. Gögn benda til að a.m.k. það seinna sé rangt. Simon og Rachel Rubinstein: öldr- uð gyðingahjón sem Mikson fyrir- skipaði handtöku á. Bæði tekin af lífi. Ants Saar: Sovéskur höfundur bókar 1961 um meinta stríðsglæpamenn, þará meðal Mikson. Martin Jensen: Nýlátinn fýrrum undirmaður og fótboltafélagi Mik- sons. Höfundur „dauðalistans', en sagði PRESSUNNI að þeir Mikson hefðu aldrei ofsótt gyðinga. Jón Baldvin Hannibaisson: Utan- ríkisráðherra. Bað siðameistara sinn að veita Júrij Reshetov tiltal. Yakov Kaplan: Eistneskur gyðingur búsettur (fsrael. Sá viðtal við Mikson í Eesti Ekspress í nóvember 1991 og vakti athygli Wiesenthal-stofnunar á veru Miksons hér. Skrifaði Jóni Bald- vini Hannibalssyni bréf á svipuðum tíma, en fékk ekki svar. Jenni Katsev Gyðingur sem Mikson fyrirskipaði handtöku á.Tekin af lífi. Salomon Katz Gyðingur sem Mik- son fyrirskipaði handtöku á.Tekinn af lifi. Vambola Kolpakov Skrifaði nýlega lesendabréf i Eesti Ekspress um meintar pyntingar Miksons á afa hans. Einar Sanden: Höfundur ævisögu Miksons. Dregur úr umfangi stríðs- glæpa í Eistlandi og segir Mikson hafa verið smápeð sem engan drap. Karl Sare: Aðalritari eistneska kommúnistaflokksins og sovéskur njósnari sem Mikson yfirheyrði. Mik- son segir upplýsingarnar sem Sare gaf honum ástæðu þess að Þjóð- verjar fangelsuðu hann og Sovét- menn lugu upp á hann stríðsglæp- um. Erika Schein: Núlifandi fýrrum fangi í Battaríinu. Hefur lýst aðstoð Mik- sons við Þjóðverja í útrýmingu á gyðingum. Johannes Sooru: Sjónarvottur að meintu morði á Mazhurtsevy-bræðr- um. Fæddur1911. Stefán Már Stefánsson: Höfundur lögfræðiálits ásamt Eiríki Tómassyni. Yegor Trofimov Sjónarvottur að meintu morði á Mazhurtsevy-bræðr- um. Fæddur 1902. August Koort: Sjónarvottur að meintu morði Miksons á sex ónafn- greindum einstaklingum. Fæddur 1906. Endle Koort: Eistnesk eiginkona Miksons til sjö ára, að sögn föður hennar. Hún er ekki nefnd í endur- minningum hans og ekki er vitað umafdrif hennar. Leah Kukke: Gyðingakona sem Mik- son er sagður hafa nauðgað og drepið ásamt ungri dóttur hennar, Evu. Mart Laar: For- sætisráðherra Eist- lands. Hefurfýrir- skipað rannsókn á þessu máli og öðrum. Jan Loos: Sjónarvottur að meintu morði á Mazhurtsevy-bræðrum. Fæddur 1899. Hans Luilc Ritstjóri Eesti Ekspress. Birti fýrst lofgreinar um Mikson, en vill nú opinbera rannsókn. HarryMánnil: Fyrrum undirmaður Miksons, nú hagfræðingur og lista- verkasafnari í Venesúela. Mikson grunar hann um að standa fýrir upp- töku málsins nú. Mánnil sagði í við- tali við PRESSUNA að það væri þvættingur. Elga Ungermann: Dóttir Oswalds, handtekin um leið og hann. Enn á lífi, en neitar að ræða við fjölmiðla. Oswald Ungermann: Starfsmaður Alexanders Rubin, handtekinn um leið og Ruth Rubin. Látinn. Anu Uusman: Núlifandi fýrrum fangi (Battaríinu. Segist hafa heyrt Mikson stæra sig af morði á fjörutíu manns. Eik Varep: Bílstjóri Miksons hjá stjórnmálalögreglunni. Bar vitni (Svf- þjóð 1946 um samskipti Miksons og Rubin-feðginanna. Olavi Viherluoto: Finnskur lög- reglumaðursem heimsótti eistneska kollega sína í október 1941. Látinn. Valve Volt: Skrifaði nýlega lesenda- bréf í Eesti Ekspress. Kveðst muna eftirMikson úræsku sinni, hann hafi drepið vini fjölskyldunnar. Efraim Zuroff: Forstjóri Wiesent- hal-stofnunar í Israel. Hefur rann- sakað stríðsglæpi í Eystrasa Itsríkj u n- um og Úkraínu síðan 1980. Þorsteinn Pálsson: Dómsmálaráð- herra. Vísaði málinu fyrst til lögfræð- inga, svo til rfkissa ksóknara. MTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 Ar liðið frá því síðasti KAFLI MlKSON-MÁLSINS HÓFST SATT& LOGIÐ í MIKSON- MÁLINU Yfirlit um það sem vitað er og ekki vitað um meinta stríðsglæpi Evalds Miksons, feril hans, vitnisburði og skrifleg sönnunargögn. í þessari viku er liðið ár frá því Efraim Zuroff kom upplýsingum á framfæri við íslensk stjómvöld í máli Evalds Miksons. A þessum tíma hefur margt upplýsinga komið fram, flest sem rennir stoð- um undir ásakanir á hendur Mik- son, en annað sem gengur gegn því sem Zuroff hefur haldið fram. Hér verður stiklað á stóm um það sem nú er vitað um feril Miksons í stríðinu, ásakanir á hendur hon- um og málareksturinn sem á eftir fýlgdi. Meintir stríðsglæpir áttu sér stað á tiltölulega stuttum U'ma, frá júlí til nóvember 1941. Fyrstu tvo mánuði þessa tímabils, júlí og ág- úst, var Mikson foringi í vopnaðri sveit þjóðernissinna, Omakaitse, einkum í Vönnu-sýslu í grennd við borgina Tartú í Suður-Eist- landi. Þegar Þjóðverjar höfðu lagt undir sig Tallinn í lok ágúst tók Mikson við starfi sem aðstoðar- lögreglustjóri í eistnesku stjórn- málalögreglunni. Hann hafði að- setur í „Battaríinu", Aðalfangels- inu í Tallinn, en Omakaitse-sveit- irnar störfuðu áffarn formlega og óformlega. I Tallinn hélt uppræt- ing kommúnista og gyðinga áfram, en bæði í Tallinn og Tartú var gyðingum útrýmt. Af þeim þúsund gyðingum, sem voru í landinu þegar Þjóðverjar komu, lifðu innan við tíu af. OMAKAITSE Eftir lestur eistneskra gagna frá sumrinu 1941 má fullyrða að Mik- son var foringi í Omakaitse-sveit- unum. Þetta staðfesta afrit af yfir- heyrslum með undirskrift hans sjálfs og vimisburðir ótal fólks, en sjálfur hefur hann neitað að hafa verið liðsmaður Omakaitse. Sveit- ir Miksons heyrðu undir yfirvöld í Tartú-borg, þar sem settar voru upp útrýmingarbúðir fljótlega eff- ir komu Þjóðverja. Talið er að um 12 þúsund manns hafi verið drepnir í Tartú, þar af um 400 gyðingar. Yfirmanni búðanna, Karl Linnas, var vísað úr landi í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum vegna stríðsglæpa. Almennt er mikið vitað um at- hafnir Omakaitse-sveitanna á þessum tíma. Þær störfuðu með og undir stjórn Þjóðverja og að- stoðuðu meðal annars Sonder- kommando Ia við útrýmingu gyð- inga, en það var undirdeild Einz- atz-sveita Þjóðverja sem höfðu þetta sérverkefni. Vitneskja um verk Miksons er bæði minni og sértækari, en byggist á uppruna- legum gögnum með undirskrift Miksons og á vitnisburði frá rétt- arrannsókn í Tallinn árið 1961. Sú rannsókn, sem aldrei var lokið, tengdist réttarhöldum yfir þremur yfirmönnum Miksons, Ain Mere, sem var yfirmaður stjómmálalög- reglunnar, Ervin Viks, yfirmanni Miksons í rannsóknardeild (sem Mikson kallar „upplýsinga“- eða „leitardeild") stjórnmálalögregl- unnar, og RalfGerrets, yfirmanni útrýmingarbúða í Jagala. Rann- sóknin laut ekki sérstaklega að meintum glæpum gegn gyðing- um, heldur gegn óbreyttum borg- umm almennt. Vitnisburðurinn frá 1961 bein- ist einkum að umsvifum manna Miksons í sveitahéruðum Vönnu og hefur PRESSAN áður rakið hann ítarlega. Að minnsta kosti sjö manns segjast hafa verið sjón- arvottar að morðum á óbreyttum borgurum og einn sjónarvottur var að nauðgunum. Aðrir bera um pyntingar, barsmíðar og morðhótanir Miksons. Nokkrir lýsa því þegar Mikson og menn hans leiddu fólk í burtu, neyðaróp heyrðust og því næst skothvellir. Aðrir segjast hafa heyrt Mikson stæra sig af morðum. Niðurstaða eistneskra stjórn- valda árið 1961 var að Mikson hefði persónulega myrt þrjátíu manns og gefið fyrirskipanir um aftöku hundrað og fimmtíu. Sam- kvæmt upplýsingum eistneskra stjórnvalda eru einhver þessara vitna og sjónarvotta enr í h'fi, en PRESSUNNI er ekki kunnugt um Israelsk kona grátbaö ^ Halldór Laxness aðfara með skjo til Islands. Viðbrögð íslendinga við dsökunum Það hefur tvisvar með op- inberum hætti reynt á við- brögð fslendinga í Mikson- málinu. Fyrst árið 1961, þegar Bjarni Benediktsson og Við- reisnardagblöðin komu honum til varnar. Aftur 1992, þegar allir stjórn- málamenn, sem tjáðu sig, gerðu lítið úr málinu og nefnd tveggja lög- fræðinga sagði ekki ástæðu til rannsóknar. Ríkisstjórnin gerði nið- urstöður þeirra að sín- um. Einn ættingja Rubin- ijölskyldunnar, Seul Ar- losoroff, sagði í haust í samtali við PRESS- UNA, að móðir hans hefði með aðstoð bandarískra lög- fræðinga leitað til íslenskra stjórn- valda vegna Miksons 1947-1948, en árangurslaust. Engin gögn hafa fundist um þetta í íslenskum ráðuneytum. Annar ættingi meintra fórnar- lamba Miksons, Tzvi Partel, kvaðst í samtali við blaðið hafa hitt íslenska ráðamenn vegna málsins í ísrael snemma á sjöunda áratugnum. Hann heyrði aldrei frá þeim aftur, þrátt fyrir fögur fýrirheit. Eistneskur gyðingur, Yakov Kaplan, skrifaði Jóni Baldvini Hannibalssyni bréf í nóvember 1991. Fékk ekki svar. Óstaðfestar eru bréfaskriftir annarra gegnum árin. í viðtalsbókinni Á Gljúfrasteini skýrir Auður Laxness frá ferð þeirra Halldórs til ísraels síðla árs 1963. Þar kom til þeirra kona með „mikið af skjölum" sem tengdust örlögum foreldra hennar og grát- bað Halldór að koma þeim á framfæri við íslensk stjórnvöld. Hann vildi ekki blanda sér í málið. Einu beinu afskipti íslenskra stjórnvalda af stríðsglæpum hafa verið að fá dæmdan samstarfs- mann nasista, Ólaf Pétursson, leystan úr fangelsi í Noregi og fá annan samverkamann Þjóðverja, Björn Sv. Björnsson, son Sveins Björnssonar forseta, heim frá Danmörku. Fyrir stríð var gyðing- um vísað úr landi héðan á skip á leið til Þýskalands — beint í dauðann.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.