Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 26

Pressan - 18.02.1993, Blaðsíða 26
26 FIMMTUDAGUR PRESSAN 18. FEBRÚAR 1993 POPP VEITINGAHÚS B A R I R B I Ó POPP FIMIVITUDAGUR • Djasskvartett vesturbæjar hefur helgina á Blúsbarn- um. Ómar Einarsson leikur á gít- ar, Gunnar Hrafnsson á bassa, Stefán S. Stefánsson á saxófón og Alfreð Alfreðsson er trymbill. • Rut + fremur sitt brimbretta- rokk með miklum uppákomum á Tveimur vinum í kvöld. • Gréta Sigurjónsdóttir (the lonely girl) verður með einspil á gítar á Feita dvergnum í kvöld. • Jötunuxarnir eru enn með lífsmarki og spila á Hressó í kvöld eftir nokkurt hlé. Þeir Rún- ar Örn, Jón Óskar, Svavar, Hlöð- ver og Guðmundur leika hart og kalt rokk án þess að teljast til þungra rokkara. Uxahalarnir ætla að fara að gefa út plötu með öllu frumsömdu en áður jpn þeir hefja sálarlífið til vegs og virðingar mun hljómsveitin 0 China Bone hita upp. Það er ný hljómsveit sem nánast ekkert er vitað um annað en það að limir hennar kunna að spila á hljóðfæri. • Sú Ellen frá Norðfirði gerir sér ferð í bæinn og spilar á Gauk á $töng. • Hermann Ingi hefur her- rriannahelgina á Fógetanum, en þár má telja að sé gettó trúba- dora. FOSTUDAGUR • Blúsbrot er hreint frábær grúppa sem tekið hefur upp þráðinn að nýju. Þeir eru nú settir saman af Kandís og Red- house en Blúsbrot geymir þá Leó Torfason, Pétur Kolbeins- son, Karl J. Karlsson og Vigni Ðaðason og munu þeir spila á Blúsbarnum. • Stálfélagið er að hefja sig til flugs á ný eftir djúpan dvala. Þetta er sama stálfélagið og áð- ur með þá Sigurjón Skærings- son og Guðlaug Falk í farar- broddi. Þeir ku hafa hresst vel upp á prógramm sveitarinnar og eru mun léttari en áður. Þeir verða á Tveimur vinum. • Haraldur Reynisson trúba- dor kyndir undir konudaginn á Feita dvergnum. • Sú Ellen heldur sig enn frá Norðfirðinum og spilar á Gauk á Stöng. • Kris Kristofferson og Geir- mundur Valtýsson keppa um hylli aðdáenda á Hótel íslandi í kvöld. Það mun ekki vera mikið eftír af miðum. 0 Björgvin Halldórsson og grínistarnir Halli, Laddi, Lolia & Hjálmar fá að njóta sín tvö kvöld (röð á Hótel Sögu. 0 Sín er dularfullur trúbador sem verður á Rauða Ijóninu. • Hermann Ingi frá Hafnarfirði verður í herklæðum á Fógetan- um. LAUGARDAGU R • Blúsbrot heldur sínu striki á Blúsbarnum og spilar einhvern besta blús í bænum, sjálfsagt vel mjúkir eftir spileriið á föstu- dagskvöld. • Júpíters hafa verið i hvíld í mánuð, eða frá því þeir komu fram á Hressó. Margir bíða væntanlega eftir að heyra rokk- sveifluna þeirra nýju. Þessi mannmarga gleðisveit hefur hingað til troðfyllt alla staði og gerir væntanlega á Tveimur vin- um um helgina. 0 Haraldur Reynisson heldur áfram að kynda undir konur á Feita dvergnum. • Namm er frá Akureyri og hef- ur júróvisjónsöngvarann Júlíus fremstan á sviðinu á Gauk á Stöng. • Kris Kristofferson fær að njóta sín á sviði Hótels Islands í kvöld, eða allt þar til • Geirmundur Vaitýsson fer að kyrja söngva ásamt Guð- rúnu Gunnarsdóttur, Ara Jónssyni & Berglindi Björk Jónasdóttur 0 Björgvin Halldórsson og Halli, Laddi, Lolia & Hjálmar skemmta sér og öðrum á Hótel Sögu. 0 Sín skemmtir vesturbæing- um og öðrum seltirningum á Rauða Ijóninu. Vonandi verða menn búnir að komast að því hver þessi dularfulli maður er. • Hermann Ingi verður á sömu buxunum og í gær og fyrradag. Þær munu ekki tilheyra nýju fötunum keisarans. SUNNUDAGUR • Dúettinn Cats er leynidúett sem leikur sem fyrri sunnudags- kvöld á Blúsbarnum. • Magnús Einarsson verður hins vegar með sóló á Feita dvergnum á konudaginn. í til- efni dagsins verður Sambvca Romana-kynning. 0 Blúsmenn Andreu eru auð- vitað Andrea sjálf og Kjartan Valdimarsson, hverjir aðrirl? Þau ásamt fleirum framreiða Ijúfa tóna á Gauknum. • Hermann Arason, trúbador frá Akureyri, endar hermanna- helgina á Fógetanum. Hann ku vera einn með öllu — stelpur. • Berlíndales er hvorki trúba- dor né hljómsveit heldur ber- rassaðir karlar sem ætla að sýna á sér skaufann á Berlín. Nafn flokksins er komið til af hinni vinsælu nektardansgrúppu Chippendales sem hefur farið eins og eldur um sinu kvenna ( Evrópu. Þessi skemmtilega uppákoma verður í tilefni konu- dagsins og fullt af öðrum atrið- um verða þar einnig, en þau eru hjóm eitt í samanburði við þetta. SVEITABÖLL FIIVIIVITUDAGUR • Inghóll, Selfossi fær hljómsveitina Af . lífi og sál í heimsókn. Félagarnir úr Selfossliðinu, sem tapaði nýlega fyrir Völsurum, mæta berskjaldaðir í kvöld, því þeir ku allir hafa látið nauðraka á sér kollinn í kjölfar ósigursins. FOSTUDAGUR • Sjallinn, Akureyri: Rokk- bandið norðlenska leikur fyrir gesti. LAUGARDAGU R • Sjallinn, Akureyri verður aftur með norðlenska takta og nú Skriðjöklana. kaffihúsið í miðbænum Sveinn bakari á núr « með nýjasta afkvœminu, átján bakarí Hinn athafnasami bakari Sveinn, sem kennir öll sín konditorí við sjálfan sig, opnar s. átjánda útibúið í Lækjargötu með vorinu, nánar tiltekið á baráttudegi verkalýðs- ins 1. maí, ef allt gengur að óskum. Það er ekkert launungarmál að Sveinn bakari er með þessu nýjasta afkvæmi sínu að bregðast við vaxandi samkeppni í miðbænum, en bakarí hans í Lækj- argötunni verður það átjánda í röðinni af hans eigin og tuttugasta og þriðja kaffihúsið í miðbænum, ef talin eru kaffihúsin frá Rauðarárstíg niður að Vesturgötu. En hvað ætlar Sveinn að leggja til með kaffinu? „Þetta verður mjög huggulegur smáréttastaður, í raun og veru tvískiptur. Öðrum megin verður bakarí og hinum ■ megin veitingastaður þar sem mikið verður lagt upp úr smáréttum og brauði. Þarna verður hollusta höfð í heiðri og brauð með hverri máltíð. Veitingarnar verða ódýrar og þjónustan hröð.“ Sveinn bakari hefur fengið aðstöðu neðst í nýja húsinu við Lækjargötu, þessu græna og hvíta, sem lengstum hefur verið hulið vinnupöllum. i>k,CrLc\, ÍSCÍCIX- Pernod er franskur anísdrykkur og fæst í ríkinu. Anísdrykkir (lakkrísdrykkir) hafa frá öróíi alda verið taldir kynda undir ýmsar kenndir, sérstak- lega ástríðu og losta. Anfs á sér langa sögu, bæði sem drykkur og krydd, og eiga íjölmargar þjóðir sér hefð í anísdrykkju, sérstaklega þjóðir miðausturlanda, og á síðari tímum einnig Suður- Frakkar. Fæstir vita hins vegar til hvers slíkur drykkur er brúklegur (annars en að ýta undir ástarbrímann). Hann er fyrst og fremst notaður til að skola munninn á milli kryddrétta, því flestir miðausturlandabúar bera gjarnan ffarn fjölmarga kryddrétti í einu og til að geta notið þeirra þarf að hreinsa vitin á milli. Upphafsmenn anísdrykkju voru Tyrkir og eiga sinn eigin I drykk sem þeir nefna tyrkneskt raki. Á tímum tyrkneska j heimsveldsins breiddist þekking þeirra út og þjóðir eins og Líbanir, Grikkir og Frakkar, og reyndar fleiri, fóru að fram- j leiða anísdrykki; Grikkir gerðu Ouzo, Líbanir Arak og ‘ Frakkar Pernod. Aðeins örfáir anísdrykkir eru fáanlegir hér á landi, Pernod fæst í ríkinu en Arak er hins vegar aðeins . hægt að fá á líbanska veitingastaðnum Marhaba. I Lfbanirnir segjast eiga besta anísdrykkinn. Þeir I hafi að vísu lært tæknina af Tyrkjum en betrum- bætt uppskriftina. Drykkurinn inniheldur 50% alkóhól, en á það skal bent að honum ber að blanda saman við vam. Arakfæst eingöngu á Marhaba, en ef einhver vill fá umboð fyrir drykkinn stendur það opið. Gamlar Kubric- myndir Á næstu vikum mun Hreyfimyndafélagið sýna fjórar myndir Stanleys Kubrick I Háskólabíói. Er um að ræða myndimar Kill- er's Kiss (1955), sem var fyrsta mynd hans í fullri lengd, The Killing (1956), sem hefur haft mikil áhrif á kvikmynda- gerðarmenn um heim allan, nú sfðast Tarant- ino (Reservoir Dogs), Paths ofClory (1957), ein magnaðasta stríðs- mynd allra tfma með KirkDouglas í aðalhlut- verki sem fjallar um stríðsglæpi Frakka og var bönnuð þar í landi í tvo áratugi, og 2001: A Space Odyssey (1968), framtíðarsýn sem þótti rriikið tækniafrek og bylting í kvikmynda- gerð á sínum tíma. Ekkert prump! ÝMSIR FLYTJENDUR STRUMP2 VERALDARKERÖLD ★ ★★ •••••••••••••••••••• Ungur athafnamaður, aMagnús Axelsson, gaf íyrir rúmu ári út ágæta safnspólu sem hét Strump. Þar var safnað saman upptökum með nokkrum rokksveitum sem vonlaust var að gætu nokkurn tímann fengið efni sitt útgefið hjá hefðbundnu íslensku stórútgáf- unum — til þess var tónlistin allt of tormelt og of langt frá vin- sældapoppinu. Nú er Maggi affur á ferðinni með nýtt Strump, því þótt útlend stórfýTÍrtæki séu farin að sjá hagnað í að gefa út þyngri gerðir rokktónlistar hefur sá hugsunarháttur ekki náð hingað, sem er auðskilið vegna fólksfæð- arinnar. Rokksveitir sem fara eig- in leiðir verða því sem fyrr að reiða sig á sjálfar sig eða framtak manna eins og Magga, sem er nokk sama hvort hann græðir á framleiðslunni eða ekki. Það eru níu sveitir á spólunni og samtals tuttugu lög. Fyrst eru tvö lög frá Rut +, tekin upp áður en þeir frelsuðust frá pönkinu og gerðust brimpopparar. Rut+ var nokkuð gott roldcband sem rokk- aði þungt og bítandi og var undir gífurlegum áhrifum frá banda- rísku sveitinni Jesus Lizard, sem ekki kjaftur kannast við hér hvort eð er. Hljómsveitin hefði getað orðið eitthvað með yfirmannlegu úthaldi en valdi auðveldu leiðina; sörf, hawaii-skyrtur og pöbba- rúnk fyrir bjór. Síðar á spólunni er Ari Eldon, bassaleikari sveitar- innar, á ferðinni með sólóverk- efni sem hann kallar Battery. Þar spilar hann þrjú ósungin lög sem hefðu sómt sér vel sem sándtrakk í einhverri listrænni tilraunakvik- mynd. Bassinn er auðvitað fremstur, spilandi flúraðar flétt- ur, og í bakgrunni trommuheili, gítarhvæs og dularfullar raddir. Þetta er ekki sem verst hjá stráknum þótt hann sé ekki enn neinn Bernard Herrmann. Bandaríska sveitin Pavement var að mínu mati ofmetnasta band síðasta árs en meðlimir Til- bura eru greinilega á annarri skoðun og spila mjög svipaða tónlist, þótt vissulega séu þeir bíl- skúrslegri. Tónlistin á rætur í rokkpælingum sveita eins og Faust, The Fall og Wire en hefur hrærst saman við nýrri krydd eins og t.d. Pixies hafa brúkað. Tilburi er góð hljómsveit, söngv- arinn sannfærandi og gítarleikur- inn nokkuð svalur. Lagið „Rough Life“ er dæmi um bestu takta sveitarinnar. Kókópöffs heitir angi út úr Tilbera. Sú sveit á eitt lag, frekar þreytandi slagara með menntaskólahúmor sem hefði átt aðkæfaífæðingu. Birgir í sveitinni Curver er með tvö tóndæmi. Áður hef ég lýst aðdáun minni á sveitinni, og þótt sjónræna þáttinn vanti hér er útkoman ekkert slor. Birgir bruggar sitt rokk á tölvu og gítara „Nú erMagnús Axelsson aftur áferðinni með nýtt Strump, þvíþótt útlend stór- fyrirtœki séufarin að sjá hagnað í að gefa útþyngri gerðir rokktónlistar hefur sá hugsunarháttur ekki náð hingað, sem er auðskilið vegnafólksfœðarinnar.“ og spilar ekki ósvipað rokk og Daisy Hill voru að dunda sér við; melódískt hávaðarokk. Það eru margar hljómsveitir sem þrauka árum saman án þess nokkurn tímann að uppskera laun erfiðisins og koma út plötu. Hljómsveitin Rosebud er eitt ýktasta dæmið og hefði örugglega löngu verið búin að koma frá sér efhi ef hún starfaði á stærra rokk- markaðssvæði. Þeir hafa þó tekið upp efni sem mundi rúmast á nokkrum geisladiskum, úrvals- nýbylgjurokk, sem hefur m.a.s. tekið á sig persónulegan stíl í gegnum árin. Sveitin á þrjú lög á Strumpi 2, þ.á m. eitt sterkasta lag sitt, „Sugar Lily“. Hin tvö eru ágætar rokkballöður, og einnig lagið „Suicide Tunes #2“ sem gít- arleikari sveitarinnar, Dagur Pétursson, flytur með vini sínum Kára. Veikustu hlekkir spólunnar eru lögin frá PsychadeÚc Zund- machine og Plast þótt þau séu engin hörmung. Psychadelic Zundmachine spilar frekar óper- sónulegt fönkpönk sem vantar öll séreinkenni og Plast er alltof áberandi í áhrifagirni sinni. Mað- ur hlustar á lögin þeirra og fær ekki staðist að hugsa: Aha, þessu stálu þeir frá Nirvana, þessu frá Pixies, o.s.frv. Þessi bönd þurfa að koma sér upp frumlegri pæl- ingunt ef þau ætla að gára rokk- sjóinn. Áhugasömum er bent á rokk- búlluna Hljómalind til að tryggja sér eintak af Strumpi 2. Gunnar Hjálmarsson

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.