Pressan - 04.03.1993, Side 4
BARÁTTA V I Ð PERSÓNULAUST KERFI
4 PRESSAN
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
(BcttifCáltar
Sjónvarpið
skúbbar
Stöð Z
„ÍNew York mun öll elítan af
Stöð 2, Ingvi, Elín ogSig-
mundur ásamtjylgdarliði,
hafa verið á staðnum og
bjuggust menn því við „grand
opening“ í 19.19 á sunnudags-
kvöldinu. En þar var litið ann-
að að hafa en símaviðtal við
Elínu Hirst. Á meðan hálfur
Lynghálsinn spókaði sig í New
York hringdu þeir hjá ríkinu
hins vegar í þarbúandi mann
sem fáir höfðu heyrt eða séð
áður. Sá hefuraldrei komið
nálœgt sjónvarpi en reddaði
sér myndatökumönnum í
snatri ogskilaði sínu hlutverki
með bravúr, með myndum frá
heila galleríinu strax á sunnu-
dagskvöldinu
Haukur L. Hauksson í DV.
Ingvi Hrafn Jónsson, frétta-
stjóri Stöðvar 2 og Bylgj-
unnar: „Því miður áttum við
ekki til þær u.þ.b. 300 þúsund
krónur, sem það hefði kostað
Reykingar
bjarga
„Swyljan um óhollustu reyk-
inga dynurá reykingamönn-
umfrá vöggu tilgrafar og
rœnirþá allri sálarró til að
reykja ífriði ogspekt, af völd-
um heilsufríka sem vilja troða
lífsskoðunum sínum upp á al-
menning. Afleiðingarþessa
gœtir nú íjyrirlitningu á reyk-
ingamönnum ogfrelsissvipt-
ingu ogþeim neitað um að
drýgja nautn sína, meira að
segja í matar- og kajfisölum,
sem er þó bœði stund ogstaður
fyrir reykingar. Það er lág-
kúruleg svívirða aðgera reyk-
ingafólk að úrkastsborgurum
jýrir það eitt að reykja tóbak
sem erselt af ríkinu á upp-
sprengdu verði og þeirjjár-
munir notaðir til uppbygging-
ar samfélagsins og samfélagið
hefur ekki efni á að missa af.“
EinarGuðmundsson í Morgunblaðinu.
Helgi Guðbergsson, læknir í
Tóbaksvamamefrrd: „Burt-
séð frá þeim þjáningum sem
reykingamenn skapa sér og
öðrum, þá er það misskilning-
ur hjá bréfritara að tóbakssala
• • •
Hundar á
vonarvöl
„í Hundarœktarfélagi íslands
eru 1.030félagsmenn ogárlegt
félagsgjald 3.000 krónur á
hvem þeirra. Stórhagnaður er
afsýningumfélagsins ogokrað
á námskeiðagjöldum og út-
gáfu œttbókarskírteina. Því
œtti að vera um auðuganfé-
lagsskap að rœða ef samhengi
er á mtíli tekna ogþess sem
þarf til að rekafélagið. En þeg-
ar spurt er umjjármálastöðu
félagsins er sagt að engir pen-
ingarséu til Er verið að
bruðla meðpeningafélags-
tnanna úrþvíaðþeirfmnast
ekkir
Árni St. Árnason í DV.
Guðrún R. Guðjohnsen, for-
maður Hundaræktarfélags
íslands: „Bréffitari hefur verið
okkur að leigja NTSC-tökuvél,
klippingu og gervihnattartíma
til að senda fréttina ffá New
York. Við búum við stífa fjár-
hagsáætlun einkafyrirtækis, og
höfum úr helmingi minni fjár-
munum að spila en fféttastofur
RÚV, sem sækja sína fjármuni
í vasa skattborgarans með
sýslumannstryggðri inn-
heimtu. Það er vel að skatt-
borgarar voru aflögufærir til að
flýta ff éttum af stórsigri Krist-
jáns. Frétt okkar á Stöð 2 á
mánudagskvöldið, sem „elít-
an“ kom með heim í fartesk-
inu, var að sjálfsögðu í alla
staði til fyrirmyndar.“
...nnníiip.
fær BiörH
Guðmundsdóltif
Hún virðist vera kom-
in með tærnar þar sem
Naomi Campbell hefur
hælana. Hver veit
nema söngkonan
barnslega skjóti henni
reffyrir rass og endi
sem hæst launaða fyr-
irsæta heims?
skili umtalsverðum fjárfúlgum
í ríkiskassann. Því miður er
kostnaður þjóðfélagsins af tób-
aksreykingum talsvert meiri en
ágóðinn. Tóbaksvamamefhd
fékk Hagffæðistofnun Háskóla
íslands til að gera úttekt á máli
þessu á síðasta ári. Niðurstað-
an varð sú, að umffamkostn-
aður ríkisins vegna tóbaks-
reykinga landsmanna væri allt
að 700 milljónum á ári.“
með skæting út í HRFI í mörg
ár og ef neikvæð blaðaskrif
hans hafa ekki snúist um pen-
ingamál, þá hefur hann fundið
að einhverju öðru. Sannleikur-
inn er sá að fjárhagsstaða HRFÍ
er alls ekki of góð, eins og kom
reyndar fram á síðasta aðal-
fundi, og það er félagsmönn-
um í lófa lagið að kynna sér þá
stöðu mála. Staðreyndin er sú
að erfiðlega hefur gengið að
innheimta árgjöldin og endur-
spegla peningaörðugleikar fé-
lagsmanna aðeins ástandið í
þjóðfélaginu.“
Jóhanna Guðbrandsdóttir missti son sinn úr hvítblæði fyrirári, eftir langa og erfiða bar-
áttu. Glíman við heilbrigðiskerfið reyndist ekki þrautalaus. Jóhanna ákvað að leggja
ekki árar í bát, heldur berjast fyrir úrbótum í réttindamálum krabbameinssjúkra bama.
uðum við honum að kaupa sér
eigin bíl. Hann vildi vera frjáls
ferða sinna og geta keyrt einn á
milli þegar hann þurfti að fara í
lyfjameðferð. Honum fannst
hann vera orðinn nógu stór til
að standa í þessum ferðalögum
einn og vildi að ég væri heima
og hugsaði um litlu systur. Þegar
hann fékk prófið sótti hann
sjálfur um styrk til bílakaupa til
Tryggingastofnunar. Kaldhæðni
öriaganna réð því að tveimur
dögum áður en hann lést barst
honum bflastyrkurinn lang-
þráði. Hann kom fjóru og hálfu
ári of seint.“
Jóhanna segir afgreiðslu bíla-
styrksins aðeins vera eitt af ótal-
mörgum dæmum um þrösk-
ulda og óheyrilegan seinagang í
heilbrigðis- og tryggingakerfinu.
„Sem annað dæmi má nefha af-
greiðslu Tryggingastofnunar á
dagpeningum til fjölskyldna
krabbameinssjúkra barna sem
þurfa að gangast undir aðgerð
erlendis. Reglan er sú að dag-
peningar greiðast fyrst fimm
vikum eftir að farið er út í að-
gerð. Þetta kom sér afar illa í
Berst áfram fyrir
öll hin börnin
okkar tiiviki. Við þurftum auð-
vitað að nota peningana strax,
enda ekki aflögufær eftir allt
sem á undan var gengið."
Hún segir að víða sé pottur
brotinn í heilbrigðis- og trygg-
ingakerfmu og aðstoð hins op-
inbera við aðstandendur
krabbameinssjúkra barna sé
hvergi nærri nógu mikil. „Skýrt
dæmi um það eru til dæmis um-
önnunarbætur, sem foreldrum
eru aðeins greiddar fram að 16
ára aldri barnsins. Hver í ósköp-
unum getur fullyrt að barnið þitt
þurfi ekki á allri þinni hjálp og
öllum þínum tíma að halda,
enda þótt það sé orðið 16 ára? 1
mínu tilfelli hefðum við fjöl-
skyldan aldrei getað látið enda
ná saman ef við ættum ekki
góða að, bæði ættingja og vini.
Styrktarfélag krabbameins-
sjúkra barna berst ekki að
ástæðulausu fyrir bættum hag
veikra barna og fjölskyldna
þeirra. Ég missti bamið mitt, en
það fær mig ekki til að gefast
upp. Ég ætla því að berjast
áfram, — fyrir hin börnin.“
Bergljót Friðriksdótti
Jóhanna á sæti í stjórn Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra
barna, sem stofnað var 1991.
Hún segir miður góða reynslu
sína af heilbrigðis- og trygginga-
kerfinu endurspegla það sem
fjölskyldur allra íslenskra barna
sem veikjast af krabbameini fái
að reyna. Aðstoð hins opinbera
sé hvergi nærri nægilega mikil.
Engar úrbætur séu í sjónmáli í
réttindamálum þessara barna,
enda þótt þörfin á endurskoðun
þeirra mála sé ákaflega brýn.
Sonur Jóhönnu, Ólafur Hjört-
ur Stefánsson, greindist með
hvítblæði í ágúst 1987, þá 14 ára
gamall. Jóhanna segir enga leið
að lýsa því hvemig fjölskyldunni
varð við að fá tíðindin. „Sárs-
aukinn var nístandi. Fyrstu
mánuðina vorum við heltekin af
dofa, það var engu líkara en við
værum á lyfjum. öll athygli
beindist skyndilega að syni okk-
ar sem var orðinn alvarlega
veikur og ekkert annað komst
að. Þetta bitnaði auðvitað á
yngri börnunum tveimur, sem
voru allt í einu komin í „auka-
hlutverk" á heimilinu. Þau
sýndu samt ótrúlega mikinn
þroska og dugnað allt þar til yfir
lauk. Það var erfiður tími sem
fór í hönd og allir lögðust á eitt
um að hjálpa Óla. Það kom
aldrei neitt annað til greina fyrir
mig en hætta að vinna úti, til að
geta annast hann.“
Engin aðstoð
fra ráðuneytinu
Ólafur Hjörtur gekkst undir
lyfjameðferð sem stóð í tvö ár.
Fyrra árið var hann mikið inni á
spítala, en fékk að fara heim á
milli eftir því sem aðstæður
leyfðu. Seinna árið var hann að
mestu leyti í Stykkishólmi, þar
sem fjölskyldan er búsett, en
þarfhaðist þó stöðugrar umönn-
unar og eftirlits. „Þegar lyfja-
meðferðinni lauk leið eitt ár þar
sem Óli var við ágæta heilsu og
við lifðum auðvitað í voninni
um að það hefði tekist að kom-
ast fyrir sjúkdóminn. 1 septem-
ber 1990 kom þó reiðarslagið, er
hvítblæðið greindist á ný. Við
tók mjög erfið lyfjameðferð sem
stóð í hálft ár. Ljóst var að merg-
skipti voru nauðsynleg og fór-
um við með Óla til Svíþjéðar í
mars 1991, ásamt yngri bróður
hans sem var merggjafi.
Óli var helsjúkur og varnar-
kerfi líkamans brostið. Því var
lífsnauðsynlegt fyrir hann að
vera í sem mestri einangrun á
leiðinni á sjúkrahúsið í Stokk-
hólmi og mátti hann til dæmis
ekki ferðast með lest frá flugvell-
inum. Við spurðumst því fyrir
um það hjá utanríkisráðuneyt-
inu, hvort starfsmenn íslenska
sendiráðsins í Svíþjóð gætu að-
stoðað okkur og sótt okkur út á
völl. Við fengum synjun, á þeirri
forsendu að sendiráðið gæti
ekki séð af bíl fyrir okkur. Okkur
þótti þetta auðvitað súrt í broti.
Krabbameinssjúk börn virðast
greinilega ekki eiga rétt á sömu
aðstoð og hjartasjúklingar, sem
fá mikla og góða aðstoð sendi-
ráðsins í London og liggur við
að þeir séu sóttir inn í flugvél af
sendiráðsprestinum."
Ólafur Hjörtur dvaldi þrjá
mánuði á sjúkrahúsinu í Stokk-
hólmi og kom heim í júní 1991.
Aðgerðin bar þó ekki tilætlaðan
árangur og í október veiktist
hann í þriðja sinn. Hann háði
harða baráttu fýrir lífi sínu, uns
hann andaðist 18. janúar 1992,
fjórum og hálfii ári eftir að sjúk-
dómurinn uppgötvaðist.
Fjölskyldan
rak tvo heimili
Fjölskylda Ólafs Hjartar heit-
ins er sem fyrr segir búsett í
Stykkishólmi. Sjúkrahúsvist og
lyfjameðferð fór öll fram á
Landspítalanum og því voru
drengurinn og fjölskylda hans á
stöðugum ferðalögum á milli
Stykkishólms og Reykjavíkur.
„Við höfðum ekki annarra kosta
völ en halda heimili á báðum
stöðum, enda var annað hvort
okkar hjónanna alltaf í bænum
með honum. Ástand Óla var líka
oft þannig að þótt hann fengi að
yfirgefa sjúkrahúsið kom ekki til
greina að hann færi vestur. Þetta
hafði gífurlega mikinn kostnað í
för með sér, fyrir utan það að ég
var alveg fr á vinnu.
Við fengum greiddan ferða-
styrk frá Tryggingastofhun, sem
náði til ferða á milli
Stykkishólms og
Reykjavíkur, en þó
aðeins ef Óli var með
í ferðinni. Það segir
sig sjálft að við hjónin
reyndum eftir megni
að skiptast á hlut-
verkum; maðurinn
minn fór suður til Óla
og ég vestur til hinna
barnanna. Enda þótt
þessar ferðir okkar
væru nauðsynlegar
nutum við engra
styrkja ef Óli var ekki
með í för. Og það var
auðvitað mjög oft.“
iafur Hjörtur Stefánsson
Á leið heim frá Svíþjóð að
lokinni mergskiptaaðgerð.
Fékk bílastyrk
tveimur dögum
áður en hann lést
Þegar Ólafi Hirti var veitt úti-
vistarleyfi frá Landspítalanum
og hann fékk að fara heim til
Stykkishólms var ástand hans
oftast þannig að einangrun var
nauðsynleg og því útilokað að
nota áætlunarbíla. „Þegar Óli
veiktist sóttum við um styrk til
bifreiðakaupa hjá Trygginga-
stofnun, svo hægt væri að kaupa
betri bíl, góðan í snjó, enda
þurftum við að ferðast á milli í
öllum veðrum. Okkur var synj-
að, og ekki einu sinni heldur
tvisvar, á forsendum sem mér
eru ókunnar.
Þegar Óli fékk bílprófið hjálp-
debet einar jónatansson
„Hann er drengur góður og búinn mörgum
kostum. Til dæmis lætur hann mikið til sín taka í
söngh'finu hér í Bolungarvík, er meðal annars í
kirkjukómuni,“ segir Daði Guðmundsson,
formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Bol-
ungarvíkur, sem starfsins vegna hefur tals-
vert unnið með Einari. „Einar er mjög vel
greindur hæfileikamaður og mikið prúðmenni,"
segir Einar Oddur Kristjánsson, sem hefur
unnið náið með Einari á mörgum vígstöðv-
um. „Einar er öndvegisdrengur og heiðarlegur.
Oftast hefur mátt treysta honum en éggeri ráð
fýrir að erfiðleikarnir undir lokin hjá fýrirtækinu
hafi farið illa með hann,“ segir Karvel Pálma-
son, fyrrum þingmaður, sem kenndi Einari
handavinnu og leikfimi í grunnskólanum á
Bolungarvík. „Hann er ákaflega raungóður
maður, framsýnn og duglegur. Mér þykir vænt
um hversu mikill Bolvíkingur hann er,“ segir Ól-
afur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík
og fyrrum píanókennari Einars.
Dugnaðarforkur
- eða lét hann fyrirtœkið dankaf
linarJónatansson var framkvæmdastjóri E0 á Bolungarvík þegarfyrir-
tækið var tekið til gjaldþrotaskipta. Það er hugsanlegt að Einar sé siðasti
stórgrósserinn i Bolungarvik.
kredit
,JÉg held að mesti ókostur Einars sé sá að á
hann hlaðast fleiri störf en hann getur með
góðu móti sinnt. Hins vegar er það ef til vill
ekki honum að kenna, þar sem þetta fylgir
því að búa í litlu byggðarlagi eins og Bolung-
arvík,w segir Daði Guðmundsson. „Ef Einar hef-
ur einhvem ókost þá er það að hann er of
mikið prúðmenni," segir Einar Oddur Krist-
jánsson. „Einar hefur Uklega látið málefni fýr-
irtækisins ganga of langt, látið þau danka of
lengi. Það hefði átt að taka á þessum málum
fýrr,w segir Karvel Pálmason. „Hann hefur á
stundum verið of mikill félagsmálamaður í
sér og rekið fyrirtækið sem félagsmálastofn-
un á mörgum sviðum. Hann hefði mátt vera
mun harðari í viðskiptum,“ segir Ólafur Krist-
jánsson.
FRÉTTIR
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
PRESSAN
ENSKA ER OKKAR MAL
AULIR KENNARAR SKÓLANS ERU SÉRMENNTAÐIR f ENSKUKENNSLU
INNRITUN
STENDUR YFIR
Enskuskólinn
VINSÆLUSTU ENSKUNÁMSKEIÐ Á LANDINU • SÍMI 25900
Ð -
3
Þú ræður
auðveldlega
við að fjárfesta í
Ráð hugbúnaði
fyrir þitt fyrirtæki.
...og yfir 600 notendur segja að það sé vel þess virði!
RÁÐ FJÁRHAGSBÓKHALD,
RÁÐ VIDSKIPTAMANNAKERFI,
RÁÐ SÖLUKERFI, RÁÐ LAGERKERFI
OG RÁÐ LAUNAKERFI
...að auki bjóðum við fjölda sérkerfa t.a.m Búðarkassakerfi,
Hótelkerfi, Bflasölukerfi, Myndbandaleigukerfi ofl.
\t RÁÐHUGBÚNAÐUR
y VÍKURHUGBÚNAÐUR
Bæjarhraun 20. Hafnarfirði Sími: 65 48 70
ú J !f "
Oddnyt Ólafsdóttir,
Edda Sigurbergsdóttir og
Ingibjörg Siguröardóttir
misstu samtals
34 kg affitu.
Líkamsrtekt er nú
þeirra lífsstílL
og pií nœirð áncegjulegum árcmgri
Hefst 6. mars
- mæting 5x í viku í leikfimi
- fitumælingar og vigtun
- fræðsiufundur
þátttakendur skila matardagbók og fá
- matardagbók umsögn og ráðgjöf um breytt mataræði
— ijúffengar mataruppskriftir m. léttu fæði
- aðhald og hvatning
Skemmtilegir tímar í góöum félagsskap og þú losnar viö óvelkomna fitu
og lærir aö tileinka þér nýjan lífsstíl svo aö aukakílóin veröi ekki framar
vandamál. Þú færö allar upplýsingar í síma 68 98 68.
Verð
kr. 9.900,-
AGUSTU OG HRAFNS
.SKEIFAN 7 108 RÉYKJAVÍK S. 68 98 68
■k Morgunhópur
★ Daghópur
★ Kvöldhópur
★ Vaktavinnufólk velkomið
★ Barnagæsla
PRESSAN
J>Ú LEST
PRESSUNA
MEÐ MORG-
UNMATNUM
• Áskrifendur fá
blaðið í bítið á
fimmtudags-
morgni, ná að
lesa það áður en
þeirfara í vinn-
una og eru
manna best inni
í málum í morg-
unkaffnu.
SIEMENS
- — i!
—rT nia 1 L-öö I oóáó K 1 : 1
|HM|
l&f
—
C/)
—I
Með SIEMENS heimilistœkjum verður lífið léttara!
Traustir umboðsmenn okkar eru víðs vegar um landið!
fio
Akranes: Rafþjónusta Sigurdórs, Skagabraut 6.
Borgarnes: Glitnir, Fálkakletti 13.
Borgarfjörður: Rafstofan Hvítárskála.
Hellissandur: Verslunin Blómsturvellir, MunaÖarhóli 25.
Grundarfjöröur: Guðni Hallgrímsson, Grundargötu 42.
Stykkishólmur: Skipavík, Hafnargötu 7.
Búðardalur: Versl. Einars Stefánssonar, Brekkuhvammi 12.
ísafjöröur: Póllinn hf., AÖalstræti 9.
Blönduós: Hjörleifur Júlíusson, Ennisbraut 1.
Sauðárkrókur: Rafsjá hf., Sæmundargötu 1.
Siglufjörður: Torgið hf., Aðalgötu 32.
Akureyri: Ljósgjafinn, Reynishúsinu, Furuvöllum I
• Húsavík: öryggi sf„ Garðarsbraut 18a.
• Þórshöfn: Noröurraf, Langholti 3.
• Neskaupstaöur: Rafalda hf„ Hafnarbraut 24.
• Reyðarfjörður: Rafnet, Búðareyri 31.
• Egilsstaöir: Raftækjav. Sveins Guðmunds., Kaupvangi 1.
• Breiödalsvík: Rafvöruv. Stefáns N. Stefánss., Asvegi 13.
• Höfn í Hornafirði: Kristall, Hafnarbraut 43.
• Vestmannaeyjar: Tréverk hf„ Flötum 18.
• Hvolsvöllur: Kaupfélag Rangæinga, Austurvegi 4.
• Selfoss: Árvirkinn hf„ Eyrarvegi 29.
• Garður: Raftækjav. Sigurðar Ingvarssonar, Heiðartúni 2.
• Keflavík: Ljósboginn, Hafnargötu 25.
O
5
C'
œ
ÞO
00
00
O
O
o
J3
£
c co
gS
0*0
3 <Q
|:8
3?
i!
o S
Q Q'
3 PT
DÍ
=50
3
Ql
O