Pressan - 04.03.1993, Page 6

Pressan - 04.03.1993, Page 6
VALDABARÁTTA PRESSAN Fimmtudagurinn 4. mars J993 MENN •o Hermann Gunnarsson sjónvarpsmaður Sá sem lagði ekki til hjartans heldur vann húðina Hemmi hefur stundum verið tekinn sem dæmi af íslensku þjóðinni. Það eru nefnilega til menn sem halda því fram að þessi þjóð geti ekki hampað neinum nema þeim sem henni stafar engin ógn af eða hún get- ur litið niður á. Þess vegna varð Gísli á Uppsölum þjóðhetja. Menn gátu hrósað lífsspeki hans og dásamað stefnuna sem hann valdi lífi sínu án þess að nokkur gæti ætlast til að þeir fylgdu í fótspor hans. Svipaða sögu er að segja af Reyni göngugarpi og öðrum sem hafa átt greiða leið að hjarta þjóðarinnar. Maður minnkar ekki í samanburðinum um leið og maður hrósar þeim. Sumir vilja nota Hemma sem dæmi um þetta. En þeir hinir sömu misskilja Hemma og stöðu hans í íslensku samfélagi. Hemmi hefur nú í næstum áratug verið tvisvar í nránuði með skemmtiþætti í Ríkissjón- varpi. Það eitt ætti að segja fólki að hér er enginn venjulegur maður á ferð. Valgeir Guðjóns- son reyndi að skemmta á árshá- tíðum en dugði ekki nema tvær vertíðir. Illugi Jökulsson stjórn- aði spurningaþætti í sjónvarp- inu sem voru lagðir niður eftir sex skipti. Einar Oddur Krist- jánsson sagði þjóðinni til í efna- hagsmálum í nokkra mánuði en þjóðin hætti að leggja við hlustir eftir fimm. Þetta sýnir að það er hægar sagt en gert að fara í fötin hans Hemma. Ekki fyrir hvað sumum þykir þau ósmekkleg heldur vegna þess að í raun er það ómannlegt að geta boðið þjóð- inni upp á sjálfan sig í því magni sem Hemmi gerir án þess að hún fái ógeð á manni. Þjóðin hefur ekki fengið eins mikið af nokkrum manni og Hemma á undanförnum árum. Samt situr rúmur helmingur hennar fyrir framan skjáinn og horfir á hann í á annan tíma aðra hverja viku. Það leikur eng- inn eftir. Það er ef til vill ekki hægt að segja að Hemmi hafi unnið „Þannig er Hemmi. Ogþarafleiðandi er- um viðþannig öll. Því Hemmi hefur síast inn í okkur og orðið hluti afokkur. “ hjarta þjóðarinnar. Hann hefur ffekar unnið húðina. Hann hef- ur síast inn og þjóðin er hætt að taka eftir honum. Hemmi er orðinn hluti af sérhverjum fs- lendingi. Þjóðin sér ekki að hann er svo stressaður að hann heyrir nánast ekki hvað viðmæl- endur hans segja. Hún tekur ekki eftir hversu ört hann skýtur augunum í allar áttir til að at- huga hvort nokkuð sé að fara úrskeiðis. Og ef hún tæki eftir því mundi hún komast að því að henni þætti það sætt. Það er nefnilega eitthvað bernskt og óspjallað við að halda úti skemmtiþætti í áratug en venj- ast því aldrei; búast alltaf við að þátturinn geti hrunið hvað úr hverju. Þannig er Hemmi. Og þaraf- leiðandi erum við þannig öll. Því Hemmi hefur síast inn í okkur og orðið hluti af okkur. ÁS Hörð barátta um stjómarstöður íslandsbanka TIU MENN BERJAST UM SJO SÆTI MagnúsGeirsson Situr áfram. Um síðustu áramót var eign- arhaldsfélögunum í íslands- banka skipt upp og eigendunum fengin bein hlutabréf í bankan- um. Við þetta breytast forsend- ur fýrir kjöri í stjórn bankans. Þá verður nú einnig kosinn fastur bankaráðsformaður, en áður skiptu eignarhaldsfélögin þeirri stöðu á milli sín, til eins árs í senn. Talið er að tíu menn sæki fast eftir þeim sjö stjórnarsætum sem í boði eru og því er hart barist og mikið um plott þessa dagana. Ekki er búist við að full- trúar meira en 70 prósenta hlut- hafa sæki aðalfundinn og því nægir að hafa um það bil 9 pró- sent hlutafjár á bak við sig til að komast í stjórn bankans. Stærsti einstaki hluthafmn, Eignarhaldsfélag Alþýðubank- ans (12,73%), eina eignarhalds- félagið sem ekki hefur verið skipt upp, hefur nú tvo menn í stjórn og mun að öllum iíkind- um hefja samstarf við Lífeyris- sjóð Dagsbrúnar og Framsóknar (4,85%) og fleiri og halda þann- ig báðum mönnum sínum. Ás- mundur Stefánsson situr nú fýr- ir Alþýðubankann, en hann verður ekki í næstu stjórn. Lík- legt er talið að Guðjón Ármann Jónsson lögfræðingur taki stöðu hans, en fyrir er Magmís Geirs- son. Kristján Ragnarsson hjá LIU, núverandi stjórnarformað- ur bankans, er öruggur með stjórnarsæti sitt þar sem hann hefur á bak við sig Fiskveiðasjóð íslands (7,12%) og LÍÚ (2,23%). Hann er einnig talinn líklegastur til að verða stjórnarformaður bankans. Þá bendir ekkert til annars en Guðmundur H. Garðarsson, fulltrúi Lífeyris- sjóðs verslunarmanna (9,57%), haldi áffam stjórnarsetu sinni. Á þessu sést að fjórir stjórnar- menn af sjö eru öruggir inni og eftir stendur því barátta sex manna; þeirra Einars Sveins- sonar í Sjóvá, Sveins Valfells í Steypustöðinni, Orra Vigfús- sonar í Sprota, Jóns Halldórs- sonar, sonar Halldórs H. Jóns- sonar stjórnarformanns íslands, Brytijólfs Bjarnasonar í Granda og Haraldar Sumarliðasonar. Einar, sem er forstjóri Sjóvár (2,14%), er líklegastur sex- menninganna til að komast inn, en hann situr nú þegar í stjórn- inni. Hann er af Engeyjarættinni og hefur hún þótt drjúg í smöl- un þegar mikið liggur við. Hann fær að öllum líkindum stuðning Eimskips í starfið, þ.e.a.s. fyrir- tækis þess, Brúaráss (5,71%). Þá hefur Sjóvá keypt talsvert af hlutabréfum undanfarin miss- eri, en hlutur félagsins hefur aukist úr rúmlega 50 milljónum króna í 80 milljónir á skömm- um tíma. Samkvæmt heimild- um blaðsins leggur Jón Hall- dórsson mikla áherslu á að komast inn í stjórn bankans, en skortir bakland þar sem hann er engan veginn öruggur með stuðning Sameinaðra verktaka (4,05%). Þá mun Eimskip ekki styðja hann samkvæmt heimild- um blaðsins og því á hann ekki mikla möguleika. Sveinn Valfells á sæti í núver- andi stjórn og stefnir á að halda því. Samanlögð hlutabréf Val- fells-fjölskyldunnar (5,91%) gera hana fjórða stærsta hluthaf- ann í bankanum, en Sveinn á hins vegar ekki marga aðra hlut- hafa að. Þó má ætla að hann fái annaðhvort stuðning Lífeyris- sjóðs verksmiðjufólks (1,61%) EinarSveinsson Sjóvá hefur keypt hlutafé undanfarið. Orri Vigfússon Berst við að komast inni stjórn. KRISTJÁN RAGNARSSON Líklegastur til að verða fast- ur stjórnarformaður. GuðmundurH.Garðarsson Heldursætisinu. SVEINN VALFELLS Berst hart fyrir stjórnarsæti sínu. BRYNJÓLFUR Bjarnason Ólíklegt að hann komist inn. eða Iðnlánasjóðs (1,60%), en stuðningur þessara sjóða skipt- ist líklega á milli hans og Orra Vigfussonar í Sprota. Fjölskylda Orra (2,3%) er með stærri hlut- höfum í bankanum, en hann mun eiga vísan stuðning sterkra einstaklinga innan bankans. Ef hann næði kjöri yrði hann eini stjórnarmaðurinn sem sæti fýrir hönd almennra hluthafa en ekki einhvern sjóð eða hlutafélag, þ.e.a.s. hann sæti fyrir hönd þeirra sem hafa lagt sparifé sitt í bankann. Litlar lfkur eru taldar á að Brynjólfur Bjamason og Har- aldur Sumarliðason nái stjórn- arkjöri, samkvæmt heimildum blaðsins, þar sem þá skortir báða bakland. Eins og kunnugt er sat Brynjólfur fyrir hönd Eignarhaldsfélags Iðanaðar- bankans, sem nú er búið að skipta upp. Jónas Sigurgeirsson ER STRATEGÍAN FARIN í VASKINN, ÖMMI? „Veruleiki fimmstjörnuhótelanna“ NAFN ÖGMUNDUR JÓNASSON STARF FORMAÐUR BSRB ALDUR 44 ÖgmundurJónasson hefur beð- ið aðildarfélög BSRB að hafa atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls. Eitt félag hefur ákveðið að hafa ekki atkvæða- greiðslu og óvíst er um niður- stöður úr atkvæðagreiðslum hinna. „Það er af og frá. Við erum að skjóta því til félagsmanna okkar hvort þeir vilja styrkja samn- ingsstöðu okkar með því að boða verkfall, hvort þeir vilja taka áhættuna af því að leggja niður vinnu eða taka þá áhættu, sem að mínu mati er miklu meiri, að leggjast undir valtar- ann og taka þeirri skerðingu sem orðin er og því sem fram- undan er. Til að snúa þessari öf- ugþróun við og fara inn á far- sælli braut þarf fólk að taka höndum saman og standa í fæt- urna. Spurningin snýst um að taka lýðræðislega ákvörðun um málið. Það getur aldrei verið slæmt að virkja lýðræðið. Annað væri óábyrgt af okkar hálfu.“ Einafélagið sem komið er að niðurstöðu œtlar ekki einu sinni að hafa atkvæða- greiðslu, hvaðþáfara í verk- fall „Allflest félögin í BSRB hafa komist að þeirri niðurstöðu að það sé rétt að greiða atkvæði um málið. Það er rétt að Sjúkraliða- UNDIR ÖXINNI ÖGMUNDUR SVARAR FYRIR KJARAMÁLASTEFNUNA félagið ákvað að greiða ekki at- kvæði að sinni, enda er félagið nýkomið út úr átökum sem ekki er séð fýrir endann á. Hins vegar hafa forystumenn þess lýst yfir fullum stuðningi við stefnu og baráttumál BSRB og það þykir mér gott að heyra.“ Geturðu ekki náð kjarabótum fyrirþittfólk án þess aðfara í verkfall? „Við höfum ekki valdið í mál- inu. Við höfum staðið á áhorf- endabekkjum og reynt að hafa áhrif á gang mála með því að beita röksemdum. Þau rök hafa ekki hrinið á viðsemjendum okkar og reyndar stendur þjóðin agndofa ffammi fýrir skilnings- leysi þessara manna og hrokan- um sem birtist í málflutningi þeirra. Við höfum staðið í þessu stappi í langan tíma og það hef- ur ekki þokast í rétta átt. Rök- semdirnar einar virðast ekki duga til að fá einhverju hnikað. Þess vegna þarf að styrkja samn- ingsstöðuna og við erum að spyrja félagsmenn okkar hvort þeir séu reiðubúnir að leggja niður vinnu ef samningar nást ekki.“ Hvað hefurðufyrir þér íþví að verið sé að reyna að sundra launþegahreyfing- málflutninginn. Hins vegar verður hver og einn að gera upp við sig hvað hann vill leggja af mörkum til að stöðva þessa þró- „Ég styðst bara við eigin skilningarvit. Ég nota augu og eyru og hlusta á fféttir, það sem stjórnmálamenn segja, það sem atvinnurekendur segja og það sem málsvarar þeirra á fjölmiðl- urn segja. Það er allt gert til að reka fleyga í hreyfingu launa- fólks og gera málflutning hennar tortryggilegan. Það hefur hins vegar komið ffam á öllum okkar fundum að það er geysileg ein- drægni og mikil samstaða um Er það ekki óendanleg bjart- sýni eða veruleikafirringað ætlast til aðfá umtalsverða kauphœkkun í miðri kreppu með bullandi ríkissjóðshalla? „Atvinnurekendur og ríkis- stjórn segja að atvinnulífið ráði ekki við að greiða hærri laun. Ég spyr: Ræður það við að greiða lægri laun? Það er spurning sem hagffæðingar eru farnir að velta fýrir sér, hvort þessi sjálfsvelti- stefna, sem er í tísku hér, eigi rétt á sér. Við teljum að svo sé ekki.“ Hversu djúp þarfkreppan að verða til aðþú hœttir að heimta kauphœkkun? „Það verður að skoða málið af bæði sanngirni og rökhugsun. Það er samhengi á milli dýpk- andi kreppu og rýrnandi kaup- máttar lágtekjufólks. Þegar kaupmáttur almennings rýrnar svo mikið að fólk hættir að geta tekið þátt í íslensku neyslusam- félagi, þá hægist á hjólum fram- leiðslunnar, því íslensk fram- leiðsla og þjónusta byggist á neyslu fjöldans. Þegar efnunum er safnað á fáar hendur, sem því miður hefur gerst í seinni tíð, veldur það dýpkandi kreppu. Þess vegna spyr ég hvort at- vinnulífið þoli lægri iaun. Ég er sannfærður um að svo er ekki. Þeir sem tala svona eru gersam- lega úr takt við alla hagff æðium- ræðu í löndunum í kringum okkur. Hún gengur út á að höggva á eftirspumarkreppuna. Hér er verið að búa hana til með því að troða kjömm almennings eins langt niður og hægt er. Það er kannski veruleiki fimm- stjörnuhótelanna sem býr til viðhorfm sem mennirnir lýsa, þá sjaldan þeir drepa hér niður fæti, en íslenskur almenningur horfir allt öðmvísi á málin, eins og hefur sýnt sig á öllum fund- um okkar.“

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.