Pressan - 04.03.1993, Side 8
NÆRMYND
8 PRESSAN
Fimmtudagurinn 4. mars 1993
1938
Fæddur 2. júní Hörður Sigurgestsson, sonur hjón-
anna Sigurgests Guðjónssonar, bifvélavirkja, tjóna-
skoðunarmanns og verkalýðsleiðtoga, og Vigdísar
Hansdóttur. Elstur fjögurra systkina.
1952
Þetta sumar og næstu sumur og jólafrí vann Hörður
„á eyrinni" meðfram námi.
1958
Stúdentfrá Verslunarskóla fslands.
1960
Þetta sumar og tvö næstu var Hörður hótelstjóri Hót-
els Garðs meðfram háskólanámi.
Framkvæmdastjóri og síðan formaður Stúdentaráðs
HÍ.
1964
Kjörinn í stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna
næstu tvö árin.
1965
Kandídatspróf i viðskiptafræðum frá H(.
Fulltrúi framkvæmdastjóra Almenna bókafélagsins.
Ritstjóri Stefnis, málgagns Sambands ungra sjálf-
stæðismanna.
GUÐFABIR K0LKRAB6ANS
EBA ELDKLÁR BISSNESS-
Fátt benti til þess að Hörður Sigurgestsson yrði forstjórinn á meðal forstjóranna. Hann
lauk sínum námsferli þrítugur og vann i fimm ár í fjármálaráðuneytinu, hjá sjálfu kerfinu.
En þar uppgötvuðu Flugleiðamenn hann og ekkileið að löngu þar til Hörður var kallaður
heim til stjórnarformanns Eimskipafélagsins. Þar hefur hann ríkt í nær 14árog hefur ekki
minnsta áhuga á því að fara út í pólitík.
1966
I ágúst kvæntist hann Áslaugu Þorbjörgu Ottesen.
Frá hausti 1966 til nóvembermánaðar 1968 stundaði
Hörður framhaldsnám við Wharton School Univers-
ity of Pennsylvania í Bandaríkjunum og lauk þar
MBA-rófi. Hlaut Fulbright-styrk til þessa.
1968
Pálmi heitinn Jónsson bauð Herði starf hjá Hagkaup,
en Hörður afþakkaði.
Sérfræðingur hjá Fjárlaga- og hagsýslustofnun frá
nóvember. Vann einkum að hagræðingarverkefnum.
1 969
Kjörinn í stjórn landsmálafélagsins Varðar og situr
þartil 1974.
Sest í stjórn Stjórnunarfélags fslands, alls í 14 ár.
1970
Situr í stjórn Slippstöðvarinnar á Akureyri í tvö ár.
Situr í stjórn Skipaútgerðar ríkisins í tæp 4 ár.
1971
Hörður er þetta ár einn af stofnendum Hagvangs.
1972
Deildarstjóri Fjárlaga- og hagsýslustofnunar frá des-
ember. Sat meðal annars fyrir fjármálaráðuneytið í
nefnd um sameiningu flugfélaganna, sem leiddi til
stofnunar Flugleiða.
1974
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs Flugleiða frá maí.
1975
Sest í stjórn Hagvangs og er þar f fjögur ár, síðari tvö
árin sem formaður.
1978
Tekur sæti í stjórn Verslunarráðs (slands.
Stjórnarformaður Arnarflugs í tvö ár.
1979
Tekur sæti í sambandsstjórn Vinnuveitendasam-
bandsins.
CgXp
Kallaður heim til Halldórs H. Jónssonar heitins í árs-
byrjun og ráðinn forstjóri Eimskipafélagsins frá 1. ág-
úst. Þá var Eimskipafélagið með 24 skip f rekstri, voru
11 árið 1970. Kom með nýja menn með sér f yfir-
mannsstöður; yngdi upp á toppnum.
1983
Tekur sæti í framkvæmdastjórn Vinnuveitendasam-
bandsins.
1984
Tekur sæti f stjórn Flugleiða.
1987
Varaformaður stjórnar Flugleiða.
1991
Formaður stjórnar Flugleiða.
Það er sagt um Hörð Sigur-
gestsson, forstjóra Eimskipafé-
lagsins, að þar fari eldklár ná-
ungi, sem á auðvelt með að gera
flókna hluti einfalda og setja mál
sitt skýrt fram. Og að þegar
Hörður talar nötri áheyrendur,
enda sé það mesti forstjóri ís-
lands sem talar.
Það er líka sagt um Hörð að
þar fari hrokafullur náungi, sem
hafi einangrað sig um of á toppi
valdapíramída Eimskips og hins
svonefnda „Kolkrabba“. Umg-
angist aðallega örfáa nánustu
samverkamenn í yfirmanna-
stöðum, en sé hinum venjulega
starfsmanni fjarlægur.
Sonur verka-
lýðsforingjans
vann á Eyrinni
Þegar litið er til fortíðar Harð-
ar og upplags gegnir það í raun
furðu að hann skuli vera þar
sem hann er. Hann er ekki
„fæddur með silfurskeið í
munni“ eða með valda- og ætt-
arblokk að baki. Afar hans voru
verka- og sjómenn. Faðir hans,
Sigurgestur Guðjónsson var bif-
vélavirki og forystumaður
verkalýðsfélags sinnar stéttar
um áratugaskeið, þó án þess að
teljast flokkspólitískur. Sumarið
sem Hörður varð 14 ára og
nokkur næstu sumur og jólaffí
vann Hörður „á Eyrinni“, innan
um alla Dagsbrúnarkarlana.
Sjálfum fmnst Herði þetta
ekkert skrýtið. „Það er svo al-
gengt í hinu íslenska þjóðfélagi,
þar sem menn eiga tiltölulega
jafna möguleika, að menn fái
svona framgang. Ég er ekkert
einsdæmi fyrir það. Vafalaust
hef ég ekki gert ráð fýrir því þeg-
ar ég vann á Eyrinni eða þegar
ég var í Verslunarskólanum að
ég myndi fá það verkefni að taka
þátt í að stýra þessu fyrirtæki, en
dæmin eru mörg sem eru álíka
mínum ferli.“
Hörður settist á skólabekk í
Verslunarskóla Islands, þar sem
hann útskrifaðist 1958 og síðan
hóf hann nám í viðskiptafræð-
um við Háskólann. Á þessum
árum markar hann sér pólitísk-
an bás; velst til forystu fyrir
Vöku, hægrimenn í stúdenta-
pólitíkinni, er kjörinn í stjórn
Sambands ungra sjálfstæðis-
manna og ritstýrir málgagni
sambandsins, Stefni. Þarna var
Hörður með öðrum orðum
kominn í þann farveg sem hefur
leitt margan ungan hægri
manninn tfl forystu í Sjálfstæð-
isflokknum. Á síðari árum hefúr
Hörður hins vegar látið sér duga
að sitja í flokksráði og á lands-
fúndum flokksins, auk annarra
tilfallandi trúnaðarstarfa, en
ekki viljað lengra á þeirri braut.
Og sú braut freistar hans ekki í
dag.
„Ég tók þátt í stúdentapólitík-
inni á sínum tíma og það var
lærdómsríkt og ánægjulegt, en
ég fann að það átti eldd við mig
og ég tók þá ákvörðun 1961 að
pólitíkin væri ekki mitt verkefni.
Ég hef engin áform um að
breyta þeirri ákvörðun. Það er
mikill munur á lífstíl í því að
reka fyrirtæki og því að standa í
Guðmundur J.
Guðmundsson
formaður Dagsbrúnar
„Ég man eftir
Herði Sigur-
gestssyni frá
því hann var
ungurað
vinna á eyr-
inni. Þetta
var rólegur,
þybbinn strákursem stóð
ekki upp úrí vinnunni. Hann
flóði ekki af róttækum skoð-
unum og giotti mjög efég
átti i vök að verjast á pólit-
íska sviðinu.
Kynni mín afhonum síðar
hafa verið andskotalaus. Við
skiljum hvor annan. Hann er
fremur þumbaralegur og
skapmikill, en heldur þó ró á
skapsmunum sínum. Hann
er rökfastur maður, þótt ekki
vildi ég gera hans röksemdir
að mínum.
Hörður hefur sinnt starfi sínu
gífurlega vel, sérstaklega í
því sem snýr að nýtísku-
skipaviðskiptum. En hann er
hægur. Styrkur hans liggur í
gífurlegri orku og viti á því
að velja sér góða samstarfs-
menn. Hann er mjög harðs-
víraður kaupsýslumaður.
Undir hans stjórn hefur Eim-
skip vaxið gífurlega og náð
að teygja arma sína víða, í
óteljandi undirfyrirtæki. I
raun veit maður ekki lengur
hvar Hörður er og hvar ekki."
pólitík. Það þarf mismunandi
karaktera og þótt einhverjum
takist að ná árangri í fyrirtækja-
reksti þá eru kringumstæðurnar
svo ólíkar að það er engin trygg-
ing fyrir árangri í pólitík.“
Tilboð um vinnu í
lítilli verslun að
nafni Hagkaup
Á háskólaárum sínum fékk
Hörður fyrstu reynsluna af fyrir-
tækjarekstri. Um leið og hann
var framkvæmdastjóri og for-
maður stúdentaráðs sá hann um
Bóksölu stúdenta og gegndi
störfum hótelstjóra Hótels
Garðs í þrjú sumur. At þetta og
umstang seinkaði námsfram-
vindunni, en hann útskrifaðist
úr viðskiptadeild 1965. Sama ár
var hann ráðinn sem fulltrúi
framkvæmdastjóra Almenna
bókafélagsins. Hann ílentist þó
ekki í því starfi; hann sótti um
og hreppti Fulbright-styrk til
náms í Bandaríkjunum, þangað
sem hann hélt haustið 1966, eftir
að hafa kvænst Áslaugu Þor-
björgu Ottesen. Vestra varð fyrir
valinu nám í rekstrarhagfræði
við Wharton School við Uni-
versity of Pennsylvania, með
samgöngur sem sérsvið.
í Wharton mættu Herði und-
anbragðalausar kröfur um öguð
vinnubrögð, en skólinn taldist
einn af fimm bestu skólum
Bandaríkjanna á þessu sviði.
Hörður lauk M.B.A. prófi og
hjónin komu til íslands haustið
1968, hann þrítugur að aldri.
Vestræn þjóðfélög einkenndust
af umróti á þessum tíma og rót-
tækni var ríkjandi á meðal stúd-
enta, en Hörður varð ekki fýrir
teljandi áhrifúm afþessu.
Áður en Hörður kom heim
hafði Pálmi jónsson heitinn
samband við hann og bauð hon-
um starf í lítilli en upprennandi
verslun sinni, Hagkaup. Hörður
hafhaði þessu að honum fannst
Christian
Roth
forstjóri (slenska álfélagsins
„Ég þekki
Hörð aðeins
úr viðskipt-
um, utan
skrifstofunn-
ar höfum við
engin sam-
skipti. Öll
kynni mín afHerði eru sér-
lega góð og samband okkar
mjög náið og gott. Ég ber
ákaflega mikla virðingu fyrir
honum sem manneskju,
hann er feikna samvisku-
samur og áreiðanlegur mað-
ur sem gott er að eiga við-
skipti við. Þegar við eigum
fundi saman miðlum við
hvor öðrum afreynslu okkar
úr viðskiptalífinu, sem mér
finnst ákaflega dýrmætt. I
mínum huga er Hörður einn
áreiðanlegasti viðskiptaaðili
minn hér á Islandi. Ég ber
fullkomið traust til hans og
samstarf okkar gæti tæpast
verið betra. Hörður Sigur-
gestsson er einstök mann-
eskja."
freistandi boði, aðallega fyrir til-
stilli Áslaugar. Menn geta svo
sem ímyndað sér hvað gerst
hefði ef Fförður hefði sagt já, en
það breytir í engu hinu, að Hag-
kaup varð stórveldi án Harðar.
Hörður möppu-
dýr í kerfinu
Hinn fullmenntaði rekstrar-
hagfræðingur og samgöngusér-
fræðingur hóf raunverulegan
vinnuferil sinn sem opinber
starfsmaður í Fjárlaga- og hag-
sýslustofnun, sérstakri undir-
deild fjármálaráðuneytis Magn-
úsar Jónssonar frá Mel. I dag
finnst sjálfsagt flestum erfitt að
sjá Hörð fýrir sig sem „möppu-
dýr“, en engu að síður var þetta
vettvangur Harðar í alls 5 ár, á
tímum bæði Viðreisnarstjórnar
og síðan vinstri stjórnar. 1972
fékk Hörður stöðuhækkun, var
gerður að defldarstjóra og án efa
hefði Hörður unnið sig áfram
upp sem embættismaður ríkis-
ins. Væri f dag ráðuneytisstjóri
hið minnsta. En hann ætlaði sér
aldrei ffarna á þessum vettvangi.
„Þegar ég kom heim úr námi
1968 var algengara að viðskipta-
fræðingar réðust í þjónustu rík-
isins en til einkafýrirtækja. Það
var reyndar kreppa og menn
tóku fegins hendi vinnu hjá rík-
inu. Sú reynsla sem ég fékk hjá
ríkinu var mjög gagnleg og lær-
dómsrík. Ég kynntist mörgu
góðu fólki, en ég hafði ekki
áhuga á að flendast sem opinber
starfsmaður. Ég taldi mig hafa
meiri möguleika með því að
snúa mér að öðrum verkefn-
um.“
Embættismaðurinn Hörður
vann einkum að hagræðingar-
málum og var til að mynda fúll-
trúi fjármálaráðherra í stjórnum
Slippstöðvarinnar á Akureyri og
Skipaútgerðar ríkisins og sat
fúndi flugráðs. Utan kerfisveggj-
anna gegndi Hörður um leið
trúnaðarstörfúm fýrir Stjórnun-
arfélag íslands og landsmálafé-
lagið Vörð í Sjálfstæðisflokkn-
um, auk þess sem hann var á
meðal stofrienda Hagvangs.
1972 fékk embættismaðurinn
Hörður verkefni sem átti eftir að
bylta lífi hans. Flugfélag íslands
og Loftleiðir höfðu átt í hat-
rammri samkeppni, en nú
skyldi hugað að samvinnu.
Hörður varð fulltrúi fjármála-
ráðuneytisins í nefnd um sam-
einingu flugfélaganna og leiddi
það nefndarstarf að lokum til
stofnunar Flugleiða 1973. Sam-
vinnan gekk brösuglega til að
byrja með og segir það kannski
sína sögu að forstjórar flugfé-
lagsins urðu þrír, Alfreð Elías-
son, Örn Ó. Johnson og Sigurð-
ur Helgason „eldri“. Forystu-
menn hins nýja félags höfðu
kynnst Herði í nefndarstörfún-
um og leist vel á manninn.
Kalluður heim
til Halldórs á
Ægissíðuna
Hörður yfirgaf hið opinbera
hálffertugur, þegar hann þáði
starf framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs Flugleiða vorið 1974.
Miklar sveiflur voru í flugrekstri,
olíukreppa og hraðar tækni-
breytingar og erfitt var að
hrinda breytingum í fram-
kvæmd, kannski ekki síst vegna
innbyrðis baráttu manna úr sitt
hvoru gamla félaginu. Árin 1978
og 1979 var rekstrartap Flug-
leiða alls 4 milljarðar að núvirði.
„Ég hef alltaf haft mikinn