Pressan - 04.03.1993, Síða 9

Pressan - 04.03.1993, Síða 9
Fimmtudagurinn 4. mars 1993 N Æ R Nt Y N D PRESSAN 9 áhuga á flugmálum, alveg frá því ég var strákur í Skerjafirðinum og tók þess vegna fegins hendi tilboði um að starfa hjá Flugleið- um. En þótt það hefði ekki kom- ið til þá var ég samt sem áður með í hendi aðra möguleika í fyrirtækjarekstri. Þessi ár hjá Flugleiðum voru mjög spenn- andi. Þetta voru mikil sveifluár, sum góð, önnur erfið. Þama var verið að búa til nýtt fyrirtæki meira og minna, þetta var nýr starfsvettvangur, með nýju fóíki og þessi tími kenndi mér feiki- lega mikið. Ég fékk þarna miklu betra tækifæri til að nota mína þekkingu og reynslu af fram- haldsnáminu í Bandaríkjunum en áður.“ í ársbyijun 1979 kallaði Hall- dór H. Jónsson, stjórnarformað- ur Eimskipafélagsins, Fförð til sfn á heimili sitt að Ægissíðu og bauð honum forstjórastólinn hjá sér, en Óttarr Möller var þá að hætta af heilsufarsástæðum. Hörður hikaði ekki og settist í stólinn í ágúst og þar hefur hann setið í nær 14 ár. Meðal fyrstu verkefna Harðar var að stokka uppbyggingu fyr- irtækisins upp og ráða til sín unga og atorkusama menn sér við hlið. Reyndar er sagt að á ferli sínum hafi Hörður reynt átta mismunandi stjórnunarað- ferðir með jafnmörgum skipu- ritum. En hvað sem því líður má skipta árum Harðar hjá Eimskip í tvennt, fyrstu 6 árin frá 1980 og svo næstu 6 árin fram að 1992. Allt eins má nefna tímabilin árin fyrir og eftir Hafskip. Úr hallarekstri í árlegan hálfs milljarðs gróða Hörður tók við félaginu 1979 í bullandi taprekstri, sem hélst 1980 og 1981. Næstu tvö árin rétti félagið úr kútnum og veru- legur hagnaður náðist 1983. En næstu tvö árin tók við tilfinnan- legur taprekstur. Það er reyndar umhugsunarefni að eftir að Hörður var búinn að koma Eimskip á skrið á ný tók við tveggja ára taprekstur, sem lag- aðist ekki fyrr en Hafskip, skæð- asti keppinauturinn, fór á höf- uðið síðari hluta árs 1985. Allt frá þeim tíma hefur ríkt síðara tímabil Harðar, tímabil Indriði Pálsson stjórnarformaður Eimskips „Ég þekki manninn vei og heflengi unnið með honum. Hann er starfsamur og áræðinn, hugmyndarikur og glöggur á kjarna hvers máls. Hann hefur sjálfsagt galla, eins og við öll hin, þótt ég kunni ekki sérstök skil á þeim." stöðugs og mikils hagnaðar. Frá 1986 til 1991 hagnaðist Eim- skipafélagið að núvirði um rúm- lega 3,3 milljarða króna fýrir skatta, en 2,2 milljarða þegar ríkissjóður var búinn að fá sitt. Á þessu tímabili græddi Eim- skip að meðaltali 560 milljónir á ári og færði ríkissjóði þar af 200 milljónir. Sem kunnugt er hefúr öðrum skipafélögum gengið illa að kljást við risann Eimskip. Síðast var Skipaútgerð ríkisins lögð niður og sullað saman við Sam- skip og í kjölfarið lagði Lands- bankinn Samskip inn á gjör- gæsludeild sína. Þar með eru taldir upp helstu keppinautar risans. En fleiri skipafélög í vöru- flutningum hafa orðið að „lúta í gras“. Listinn yfir fallin félög síð- ustu tvo, þrjá áratugina eða svo er langur: Jöklar, Hafskip, Kaup- skip, Skipaleiðir, Jarlinn, Skipa- útgerð Jóns Franklin, Víkur, Saltsalan, Fraktskip, Sjóleiðir, Hólmi, Ok, Pólarskip, ísafold, fslensk kaupskip, ísskip, Bifröst, Gláma. Með milljón á mánuði og fær góðan arð að auki Á því er ekki nokkur vafí að umfang Eimskipafélagsins og áhrif þess hafa vaxið mjög síð- ustu árin. Mikið hefúr verið rætt og ritað um þau efni; um svo- kallaða einokunarstöðu félags- ins í flutningastarfseminni, um Hörður Sigurgestsson Einokunarumræðan ómerkileg og illa ígrunduð „Ég tók þá ákvörðun 1961 aðpólitíkin vœri ekki mitt verkefni. Éghefengin áform um að breyta þeirri ákvörðun. það er mikill munur á lífstíl íþví að reka fyrirtœki ogþví að standa ípólitík. “ vaxandi ítök félagsins í öðrum fyrirtækjum, um stöðu þess í „Kolkraþbanum11, um innbyrðis hlutabréfakaup stjórnenda fé- lagsins og annað í þeim dúr. En þótt mikið hafi verið deilt um þessa þróun eru þeir fáir sem halda því fr am að Herði hafi tek- ist illa upp við að stjórna Eim- skip. Hann fær líka borgað fýrir að standa sig vel. Þegar Hörður kom til starfa hjá Eimskipafélaginu þáði hann þokkalegar tekjur, en í gegnum árin hafa þær hins vegar hækk- að til muna. Samkvæmt skatt- framtölum voru mánaðarlegar tekjur Harðar 1980, á hans fýrsta heila ári hjá fyrirtækinu, um 515 þúsund krónur að nú- virði. Verkakonur voru þá með um 95 þúsund og var Hörður því með tekjur á við fímm verkakonur og rúmlega það. 10 árum síðar, 1990, voru mánað- artekjur Harðar 1.075.000 krón- ur að núvirði, en mánaðartekjur verkakvenna 84 þúsund krónur. Hörður var með öðrum orðum orðinn nær 13 verkakvenna maki. 1991 voru mánaðartekjur Harðar síðan komnar í 1.100.000 krónur á sama tíma Þú hefurstjómað Eimskipa- félaginu bráðum íl4 ár. Þeg- arþú lítur til baka, hvemig finnst þér að til hafi tekist? „Ef ég hefði áttað mig á því þegar ég tók þetta starf að mér, hversu það var umfangsmikið og erfitt, þá hefði ég sjálfsagt hugsað mig miklu oftar um en ég gerði. Mér eru kannski minn- isstæðust fýrstu 5 árin eða svo, þegar við vorum í mjög harðri samkeppni við Hafskip og vor- um að snúa vörn í sókn, leggja drög að áframhaldandi þróun í fýrirtækinu og vinna að þeim breytingum sem síðar komu í ljós. Á þessum árum hafa orðið feikilegar breytingar í íslensku atvinnulífi, yfirleitt jákvæð þró- un. Nú er viðskiptaumhverfinu mun minna miðstýrt af stjórn- málamönnum en áður, sem var orðið löngu tímabært, og þessi leikvöllur markaðarins er að mörgu leyti skemmtilegri en í upphafi þessa tímabils. En um leið vandasamari og flóknari." En ertu persónulega ánægður með þessa þróun og með þína eiginframmistöðu? „Það er náttúrulega ekki manns eigið hlutverk að meta hver árangurinn hefúr verið. Al- mennt hefur mér þótt þetta mjög áhugavert verkefni, það hefur verið ákaflega þroskandi og afskaplega margt sem maður hefur lært á þessu. Þessi þroski, sem maður hefur fengið út úr því að standa fýrir rekstri og fara í gegnum ýmsa eldraunina, kemur manni auðvitað að gagni í dag. Áður var ég mun meira í smáatriðunum í rekstrinum, var að stjórna frá degi til dags, en í dag leitast ég við að hafa tæki- og meðaltal 10 helstu stórfor- stjóra landsins var um 940 þús- und. Ekki má í þessu sambandi gleyma því að Hörður hefur eignast á tímabilinu hlutabréf í Eimskipafélaginu og Flugleiðum sem talin eru um 55 milljón króna virði í dag og arður af þessum bréfum er þokkalegur. Hörður á 1,1 prósent heildar- hlutafjár í Eimskip og fær liðlega eina milljón í arð í ár og arður- inn af bréfunum í Flugleiðum er árlega nokkur hundruð þúsund króna. Hann býr með fjölskyldu sinni í veglegu einbýlishúsi, á æskuslóðum við Skerjafjörðinn, en persónulegt eignaveldi er ekki mikið út fyrir þetta að sjá. Hvaða persónu hefur þessi Hörður að geyma? En hvaða persónu hefur Hörður Sigurgestsson annars að geyma? „Eg hef mikinn áhuga á mínu félagslega umhverfi, hvað gerist í þróun þessa þjóðfélags, hvað gerist í stjórnmálaþróun og á því að taka þátt í því að vissu marki. Til dæmis hef ég mikinn áhuga á því hver verður færi til að horfa lengra fram í tímann og reyna að hafa áhrif þróunina. Það eru síðan mínir samstarfsmenn, sem við dreif- um til valdi, sem sjá um að út- færa ýmislegt af þessu. Við höf- um að mínu mati verið að ná ár- angri og erum að öðru jöfnu með markvissari hætti en áður að vinna að þeim markmiðum og verkefnum sem við höfum áhuga á.“ Það hefur verið mikið rœtt og ritað um vaxandi einokun og ítök Eimskipafélagsins og hafa margir áhyggjur af þessu. Hefurþessi umrœða komið við kaunin íþér, er að þínu mati eitthvað til í henni? „Mér finnst mikið af þessari umræðu, um stöðu Eimskipafé- lagsins og samþjöppun í ís- lensku rekstrarumhverfi, mjög ómerkileg og illa ígrunduð. Það er ekki nýtt að slík umræða sé í gangi. Vegna flutningastarfsem- innar er ástæða til að rifja það upp, að þessi starfsemi er frjáls, siglingarnar eru frjálsar og það getur hver sem er flutt vörur til og frá landinu sem óskar þess. Hlutdeild Eimskipafélagsins hefur fengist í eðlilegri sam- keppni. í því sambandi hefur orðið svipuð þróun hér og víða erlendis, fyrirtækjum hefur fækkað í þessari starfsgrein og það er líklegt að sú þróun haldi áfram. Á sama tíma hefur hag- kvæmni aukist geysilega. Til dæmis hafa flutningsgjöldin í stykkjavöru lækkað síðustu 5 til 7 árin um 25% að raungildi. Og okkur þykir eðlilegt að það verði eitthvert áframhald á þessari braut Iækkandi kostnaðar og flutningsgjalda." Þú kannast ekki við að Eim- líkleg þróun í íslenskum utan- rfkismálum og hver framvindan verður í tengslum fslands og hinna Evrópulandanna. Ég tel brýnt að menn gaumgæfi það vel að þau verði sem mest. Ég les mikið. í stað þess að kafa langt aftur í tímann hættir mér til þess að lesa meira um það sem er samtímasaga, hvað er að gerast í okkar umhverfi. Ég eyddi á tímabili miklu púðri í að lesa um seinni heimstyrjöldina, kannski af því að mér finnst að ég hafi misst af henni. í mínum ffítíma fer nokkur tími í líkams- rækt, ég hef með félögum mín- um í mörg ár spilað badminton og sæti sjálfsagt ekki hér ef ég hefði ekki gert þetta í gegnum tíðina. Þetta er ekki bara góð æf- ing heldur ekki síður góður fé- lagsskapur. Félagar mínir í badminton eru þeir Bjöm Frið- finnsson, Björn Theodórsson, Brynjólfur Bjarnason og Ólafur Davíðsson. En þótt við séum fimm í hóp þá er sjaldnast að við mætum allir, vegna ferðalaga. Þessu til viðbótar hef ég frá því síðastliðið haust stundað líkamsrækt kerfisbundið undir handleiðslu sjúkraþjálfara, skipafélagið sé heilinn ísvo kölluðum Kolkrabba? „Menn sjá alls konar kvikindi og ófreskjur á loffi þegar þessi mál ber á góma. Mér finnst eðli- legt að menn meti og skoði hver árangurinn hefúr orðið af okkar starfsemi og mér finnst eðlilegt að krefast þess að við séum ekki dæmdir fyrirfram." Nú síðast eignaðist Lands- bankitin Samskip ogætlarsér að selja þaðfyrirtœki síðar. Er Eimskipafélagið líklegur og œskilegur kaupandi að þtnu mati? „Við höfum alltaf gert ráð fýr- ir því að skipadeild Sambands- ins eða Samskip sé okkar keppi- nautur, höfum talið það jákvætt. Hafi menn einhverjar áhyggjur af því fýrirtæki teljum við að það sé ekki okkar að kenna. Eim- skipafélagið hefúr ekki leitað eft- ir kaupum á Samskipum og er ekki í viðræðum við Lands- bankann, eiganda Samskipa, um slík kaup.“ Orn Marinósson skrifstofustjóri hjá Landsvirkjun: lands.Hörður tók mikinn þátt i félagslífinu og rak auk þess Hótel Garð. Þá mátti strax sjá hve vel rekstur og stjórnun fórust honum úrhendi. Eftir framhaldsnám Harðar lágu leiðir okkar aftur sam- an i fjármálaráðuneytinu. Þar störfuðum við saman á sjötta ár. Hann reyndist mér afar góður samstarfsfélagi. Verkefni Harðar í fjármála- ráðuneytinu voru á sviði endurbóta í rikisrekstri og fljótlega tók hann þátt í að leysa rekstrarvanda ríkisfyr- irtækja og fyrirtækja sem rík- ið átti hlut að. Það fór ekki framhjá neinum hve vel verkefni sem þessi lágu fyrir honum og á hvaða sviði hæfileikar hans mundu nýt- ast best. Ég var þess fullviss að Hörður mundi ekki ílengj- astsem ríkisstarfsmaður heldur leita sér verkefna i einkarekstri. Það kom því ekki á óvart þegar hann réðst til Flugleiða. Eitt afsíð- ustu verkefnum hans i Fjár- laga- og hagsýslustofnun var að vinna fyrir hönd Flug- leiða að samningi Flugfélags íslands og Loftleiða." Gauta Grétarsonar. Ég hef líka gaman af því að renna fyrir lax og hef gert það meira í seinni tíð en áður var. Reyndar hef ég ekki síður gam- an af félagsskapnum sem maður hefúr af því að fara í laxveiði og almennt að fara út fyrir þennan hefðbundna ramma sem maður er í og hitta fólk í öðru umhverf en maður er í.“ Friðrik Þór Guðmundsson ásamt Guðrúnu Kristjánsdóttw

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.