Pressan - 04.03.1993, Page 11

Pressan - 04.03.1993, Page 11
F R É TT I R í k $ s < Fimmtudagurinn 4. mars 1993 PRESSAN 7 7 Hún verður ekki fögur niðurstaðan sem bankastjórn íslandsbanka færirskráðum eigendum bankansá aðalfundi hans. Arðsemi hlutabréfa íbankanum nærekki að greiða eignaskattinn afþeim og mögur ár eru ffamundan. ríkisbönkunum, sem sífellt eru að lána vonlausum fyrirtækjum út ffá fyrirgreiðslusjónarmiðum, þvert á hagsmuni hluthafa. Blaðið hefur heimildir fyrir því að vegna síðasta árs verði að færa um 1.500 milljónir á af- skriftarreikning. Það er nánast helmingi meira en árið 1991, en þá voru lagðar á afskriftarreikn- ing útlána 815 milljónir og árið 1990 — fyrsta árið sem bankinn starfaði undir nafni íslands- banka — voru settar 565 millj- ónir á afskriftarreikning. Lætur nærri að bankinn hafi í útlánum tapað á milli sjö og átta krónum af hverjum 10 sem lagðar hafa verið til hans í formi hlutafjár, sem er skrá upp á 3.878,6 millj- ónir. Eðlilegt er að bankar tapi 0,5 til 1 prósenti af útlánum, sem þýðir að íslandsbanki ætti að af- skrifa um 300 til 600 milljónir á ári. Þegar gengið var til samein- ingarinnar stóðu þrír bankar að henni og fengu þar að auki einn, Útvegsbankann hf., í brúðargjöf. Útvegsbankinn var í raun sá eini sem hafði hreina fortíð vegna þess að ríkið tók til sín útlánatap hans, sem nam um 3.000 millj- ónum. Útvegsbankinn var met- inn á um 780 milljónir að nafh- virði og íslandsbanki fékk hann á milljarð. Því til frádráttar komu á milli 200 og 300 milljón- ir, sem ríkissjóður tók aftur til sín sem ónýtar kröfúr. Allir hinir bankarnir höfðu sín „útlánavandamál“. Hættu- legast var ástandið hjá Verslun- arbankanum, sem hafði lánað Stöð 2 svo mikið að það nálgað- ist 60 til 70 prósent af eigin fé bankans - nokkuð sem Banka- eftirlitið mundi aldrei skrifa upp á í dag. Björgun Stöðvar 2 hefiir verið einstök en án efa kostað Verslunarbankann nokkrar fórnir. Svo vill til að nú í vikunni kom í Ijós stærsta vandamál Al- þýðubankans, sem er JL-bygg- ingavörur sf. Það fyrirtæki er síðast í röð fýrirtækja sem stóðu að Jóns Loffssonar-veldinu og er trúlegt að Alþýðubankinn/ís- landsbanki hafi fýrir nokkru verið búinn að afskrifa þennan viðskiptavin. Þegar bankinn leysti til sín veð má gera ráð fýrir að hann hafi tapað um 150 millj- ónum á þessum viðskiptavini. Fórnarlömb Iðnaðarbankans Iðnaðarbankahlutinn hafði þrjú stór vandamálafyrirtæki á sínum snærum. í þrotabú gamla Hagvirkis lýsti fslandsbanki 442 milljóna króna kröfum, en átti veð fýrir 111 milljónum. Menn, kunnugir verðmæti þeirra, hafa metið það svo að bankinn megi teljast góður ef hann fær helm- inginn af því fyrir þær eigur. Óvissa vegna meðferðar á lóð- um í Smárahvammi gæti lækkað þessa upphæð enn frekar. Var- legt er að áætla að bankinn hafi þarna orðið að afskrifa á milli 300 og 350 milljónir. önnur stór vandamálafýrir- tæki frá Iðnaðarbankanum eru Smjörlíki-Sól hf., BM Vallá og Borgarkringlan og að sjálfsögðu Ós hf. Tvö fýrstnetndu fyrirtæk- in eru undir stjórn manna sem gegnt hafa trúnaðarstörfúm inn- an bankans, þeirra Davíðs Sche- vings Thorsteinssonar og Víg- lundar Þorsteinssonar. Þegar íslandsbanki gerir upp afskriftir í dag eru þær ekki merktar bönkunum sem stofn- uðu til útíánanna. Á sínum tíma var afskriftarþörf hvers og eins reiknuð og dagsett við samein- inguna. Eftir því sem komist verður næst hafa þær áætlanir ekki staðist og kostað nokkur átök milli eignarhaldsfélaganna að jafna það út. Að sjálfsögðu er hægt að benda á almenn rekstr- arskilyrði í verslun og iðnaði, sem dregist hafa saman. Aðrir benda á Iðnlánasjóð, sem hefur komið bærilega út þótt hann einbeiti sér að iðnaðinum. Eigið fé minnkar Eigið fé íslandsbanka minnk- aði um eitt prósent á milli ár- anna 1991 og 1992 og er nú 10 prósent, sem er nokkuð yfir þvi 8 prósenta lágmarki sem ný bankalög segja til um. Frá því íslandsbanki hóf starf- semi hefur hann verið að selja eigur, sem kemur meðal annars til af því að útibúum hefúr fækk- að. Á síðasta ári var rekstrar- kostnaður bankans lækkaður um 239 milljónir og mun helm- ingurinn af því tilkominn vegna samdráttar í launakostnaði og launatengdum gjöldum. Þetta er auðvitað það sem forráðamenn bankans munu hampa gagnvart hlnthöfum, sem enn um sinn verða að gráta hlutskipti hluta- bréfafjárfestans á fslandi.__ Sigurður Már Jónsson og Jónas Sigurgeirsson Ragnar Önundarson, framkvæmdastjóri Islandsbanka Vonum að við höfum séð toppinn í útlánatapi Geta hlutliafar í íslands- batika vœnst þess að hagur bankans vœnkist á nœstu misserum í Ijósi efnahags- ástandsins í þjóðfélaginu? „Bankinn mun halda áffam að spara í rekstri, meðal annars með áframhaldandi hagræð- ingu í útibúanetinu. Þannnig verður jafnt og þétt dregið úr rekstrarkostnaði á þessu ári og því næsta. Við reiknum með að við höfúm séð toppinn á út- lánatapinu, eða því sem næst. Þetta fer þarafleiðandi skán- andi, svo framarlega sem efria- hagsástandið versnar ekki enn ffekar." Hvað segja áætlanir bankans um afkomuþessa árs, ergert ráð fyrir hagnaði? „Það er gert ráð fýrir hagnaði á þessu ári, litlum þó, en næg- um til að greiða hluthöfúnum arð.“ Geturfyrirtœki sem rekið er með tapi greitt hluthöfunum arð? „Já, já, fýrirtæki sem á óráð- stafað eigið fé, þ.e. hagnað fýrri ára, getur greitt hluthöfúm arð. Ég vil taka fram að eiginfjár- staða íslandsbanka er góð, sennilega best á meðal íslensku viðskiptabankanna." Nú hefur heyrst að sumir hluthafar íslandsbanka séu ekki ánœgðirmeð hve „mjúk“leið varfarin við sameiningu bankanna. Þ.e.a.s. að ekki hafi náðsthá- markshagræðing með sam- einingunni? „Mér finnst eðlilegt að ein- hverjir hluthafar í bankanum haldi þeim sjónarmiðum ffam að hin mjúka leið sem farin var hafi verið kostnaðarsöm. Við höfúm hins vegar fjölda dæma í Skandinavíu þar sem samein- ing banka hefur tekist illa vegna harðra sameiningaraðferða, sem bæði hafa komið niður á starfsfólki og viðskiptavinum. RagnarÖnundarson Bankaráð og bankastjórn fs- landsbanka taldi best að fara þá leið sem var farin og menn álíta að hún hafi skilað bankanum miklu. Erlendir bankar sem sameinast missa að jafriaði um tíu prósenta markaðshlutdeild, við höfum aðeins misst tvö prósent og það verður að teljast nokkuð gott.“. Glæsileg umgjörð fundarins mun tæplega slæva þau von- brigði hluthafanna þótt hún tryggi svo sannarlega að ekkert heyrist í hluthöfunum nema þegar þeir klappa fyrir kosningu í stjórn, sem er einmitt verið að ákveða hvernig fer þessa dag- ana. Gengi hlutabréfa íslands- banka hefur lækkað jafnt og þétt undanfarið misseri og er 1,11 núna, sem er nokkru lægra en innra virðið segir til um eða 1,37. Hlutabréfin hafa selst á bil- inu 1,11 til 1,32 eftir áramót en tilflutningurinn hefúr verið um 15 milljónir. Ljóst er að það gengi mun haldast ffamyfir að- alfund vegna hinnar óeðlilegu eftirspurnar sem nú ríkir vegna valdabaráttunnar. Eftir að nið- urstöðutölur verða gerðar opin- berar má gera ráð fýrir að gengið fari niður í nafnvirði, eða svo er mat manna sem starfa á hluta- bréfamarkaðinum. Arður hluthafanna nánast enginn Fyrir skömmu opinberaði bankaráð hluta af niðurstöðu- tölum ársreiknings íslands- banka fýrir árið 1992. Þar kemur fram að afkoma bankans sveifl- aðist um tæplega 240 milljónir á milli áranna 1991 og 1992. Tap á rekstri í fýrra var 176 milljónir en 61 milljónar króna hagnaður var árið þar á undan. Hagnaður ársins 1990 var 448 milljónir, en þá var bankinn að tæla nýja fjár- festa til sín. Nokkuð sem hann gerir tæpast í bráð. Eigið fé bankans var 5.175 milljónir í árslok 1992 og minnkaði um 216 milljónir ffá fýrra ári vegna taprekstrar og arðgreiðslna. Arðgreiðslurnar eru þó tæpast til að hrópa húrra fyrir. Árið 1991 var greiddur 5 prósenta arður en samkvæmt heimildum PRESSUNNAR nú er gert ráð fýrir að hann verði 2,5 prósent. Niðurstaða sem fær hluthafa tæpast til að hrópa húrra. Þeir hefðu fengið meira fýrir peninga sína ef þeir hefðu lagt þá inn í bankann! Og ólíklegt er að hlut- hafamir hrópi húrra næstu árin. „Hlutabréf í íslandsbanka eru slæmur kostur séu menn að huga að skammtímafjárfestingu. Ef menn ætla að fjárfesta með það að markmiði að fá hagnað næstu þrjú til fimm árin ættu þeir að gleyma fslandsbanka. Ef menn ætla hins vegar að fjár- festa út á hagnað næstu sjö til tólf árin er íslandsbanki ágætis- kostur,“ sagði maður kunnugur hlutabréfamarkaðinum. En hvað veldur því að eini einkarekni banki landsins er í þessari aðstöðu? Almenn efna- hagsskilyrði, segja íslands- bankamenn sjálfir og benda á taprekstur annarra og fallandi þjóðartekjur. Vissulega vegur það þungt, en því er ekki að neita að margt hefur farið úr- skeiðis í umsýslu bankans. fs- landsbanki getur ekki vísað í hrikalega stöðu sjávarútvegsins og landsbyggðarinnar, eins og Landsbankinn, og skilar ekki hagnaði, eins og Búnaðarbank- inn og Sparisjóðirnir. Já, meira að segja Sparisjóður Hafnar- fjarðar nýtur 45 milljóna króna hagnaðar! Þvert á móti halda menn því ffarn að íslandsbank- anum eigi að ganga best allra banka á krepputímum vegna þess að hann hafi svo hátt hlut- fall starfsemi sinnar á höfuð- borgarsvæðinu. Þar séu öll veð mildu betur tryggð en á lands- byggðinni (þrátt fyrir að fjarað hafi undan brunabótavottorð- um). 1.500 milljónir íafskriftir En hver er þá ógæfan? fs- landsbanki er ekki nógu vel rek- inn, segja hluthafar, og bæta við að hann sé í raun ekkert ólíkur

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.