Pressan - 04.03.1993, Side 12

Pressan - 04.03.1993, Side 12
SKOÐANIR 7 2 PRtiSSAN Fimmtudagurinn 4. mars 7 993 PRESSAN Útgefandi Blað hf. Ritstjóri Gunnar Smári Egilsson Ritstjórnarfulltrúi Sigurður Már Jónsson Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Nýbýlavegi 14-16, sími 643080 Faxnúmer: Ritstjórn 6430 89, skrifstofa 64 31 90, auglýsingar6430 76 Eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 64 30 85, dreifing 64 30 86, tæknideild 64 30 87. Áskriftargjald 700 kr. á mánuði ef greitt er með VISA/EURO en 750 kr. á mánuði annars. PRESSAN kostar 230 krónur í lausasölu N áttúr uhamfar ir í bönkum og stjórnmálum I PRESSUNNI í dag er fjallað um mikið tap Islands- banka. Á einu ári var einn og hálfur milljarður króna lagður á afkriftareikning til að mæta töpuðum útlánum. Það er næstum fimm sinnum meira en eðlOegt getur talist. Vegna þessa taps hafa hlutabréf í bankanum ekki skilað þeirri ávöxtun sem eigendur þeirra gerðu sér vonir um. í PRESSUNNI í dag segist einn bankastjóranna vonast til að nú megi sjá fyrir endann á tapinu. Að bankinn hafi af- skrifað hæpnustu lánin og framundan megi búast við að hlutabréf í fyrirtækinu skili eigendum sínum arði. Hvorugt af þessu er einsdæmi fyrir íslandsbanka. Ríkis- bankarnir tveir hafa einnig þurff að afskrifa stjarnfræðilega háar upphæðir vegna lána sem þeir hafa veitt til fyrirtækja sem stóðu á brauðfótum. Og stjórnendur þeirra segjast líka vonast til að þessu fari að linna og framundan sé batnandi tíð fyrir bankana. Það hefur einkennt dálítið íslenskt samfélag að afleiðing- ar af mannanna verkum eru taldar sprottnar af einhvers konar náttúruhamförum. Stjórnmálamenn líta þannig á flest vandamál sem spretta af gerðum þeirra. Þeir skilja ekki hátt vaxtastig vegna þess að þeir líta ekki á það sem afleið- ingu af peningamálastefnu sinni. Þeir skilja ekki halla ríkis- sjóðs vegna þess að þeim fmnst ekki að þeir séu að eyða peningum þegar þeir ausa þeim í einhverja vitleysuna. Þeir skilja ekki hvers vegna þorskurinn hvarf vegna þess að þeir tengja það ekki við ofveiði fyrri ára. Og ástæða hennar var sú að stjórnmálamennirnir vildu fresta vandanum frekar en taka á honum og tóku því endalaust lán í þorskstofhinum. Þeir hugsuðu ekki út í að einhvern tímann þyrfti að greiða skuldina — ekki frekar en þeir hugsa um hvort greiða þurfi þær skuldir sem þeir stofna til í útlöndum. Sama virðist vera upp á teningnum í bönkunum. Þar hafa menn lánað í fyrirtæki sem geta ekki borgað skuldir sínar. Þegar þessi fyrirtæki fara á hausinn eða þegar blindur mað- ur getur séð að þau muni aldrei standa við skuldbindingar sínar þá neyðast bankastjórarnir til að horfast í augu við orðinn hlut. Þegar fleiri en eitt fyrirtæki fara á hausinn á skömmum tíma bölva bankastjórarnir eins og stjórnmála- mennirnir þegar þorskurinn hvarf á sama tíma og útlendar álbræðslur misstu áhuga á íslandi. Þeir trúa ekki hvað þeir eru óheppnir. En þeir lifa þó í voninni um að þessu fari að linna og halda áfram á sömu braut og áður — alveg eins og stjórnmálamennirnir, sem eiga miklu auðveldara með að trúa því að eitthvað falli til í haust en taka á sjálfu vanda- málinu. Það gildir það sama hjá bönkunum og ríkisstjórninni. Ef ekki verða gerðar grundvallarbreytingar munu áföllin halda áfram að dynja yfir. Þótt það sé sorglegt að segja það þá er ekkert sem segir að framtíðin verði skárri en nútíðin. Ekki nema menn vinni að því sjálfir. BLAÐAMENN: Bergljót Friðriksdóttir, Friðrik ÞórGuðmundsson, Guðrún Kristjánsdóttir, Jón Óskar Hafsteinsson útlitshönnuður, Jónas Sigurgeirsson, Jim Smart Ijósmyndari, Karl Th. Birgisson, Sigríður H. Gunnarsdóttir prófarkalesari, Telma L. Tómasson. PENNAR: Stjórnmál; Árni Páll Árnason, Einar Karl Haraldsson, Guðmundur Einarsson, Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Hreinn Loftsson, Mörður Árnason, Ólafur Hannibalsson, Óli Björn Kárason, RagnhildurVigfúsdóttir, Össur Skarphéðinsson. Listir; Gunnar Árnason myndlist, Gunnar Lárus Hjálmarsson popp, Kolbrún Bergþórsdóttir bókmenntir, Martin Regal leiklist. Teikningar; Ingólfur Margeirsson, Jón Óskar, Kristján Þór Árnason. Setning og umbrot: PRESSAN Filmuvinnsla, plötugerð og prentun: ODDI Fylgishrun Alþýðuflokksins Svavar Gestsson, þingmaður Alþýðubandalags: „Þeir eru að fá skell fyrir að bera að mörgu leyti fullt eins mikla og jafnvel meiri ábyrgð á stefnu ríkis- stjórnarinnar en Sjálfstæðis- flokkurinn. Þeir eru með Sig- hvat, sem setur sjálfan sig á sjónvarpsskerminn hvert kvöld, og með Jón Baldvin, sem mótar mjög stefnu ríkisstjórnarinnar. Ég hugsa að þeir séu í raun og veru komnir lægra en þessar töl- ur gefa til kynna, því ég held að það slæðist íþessum könnunum á þá íhaldskjósendur sem eru óánægðir með Sjálfstæðisflokk- inn og finnst að ráðherrar Al- þýðuflokks séu frjálshyggjulegri en sínir ráðherrar. Ég er ekki hissa á því að kratar skuli sjálfir vera farnir að tala um að skipta um karlinn í brúnni." Gunnlaugur Stefánsson, þingmaður krata: „Flokkurinn hefur staðið sig vel í skoðana- könnunum ffam að þessu og ég held að menn ættu að spara stórar yfirlýsingar. Ég tek þessar niðurstöður með fyrirvara. En sé þetta rétt þá er það alvarlegt mál og ég veit að fólk er sárt og reitt, enda horfir það ekki til vin- sælda í pólitík að segja að hægt hafi á vaxtarskeiðinu og kjörin séu að rýrna.“ Össur Skarphéðinsson, þing- flokksformaður krata: „í sjálfu sér efast ég ekkert um að flokkurinn hafi tapað fylgi, eftir erfiðar aðgerðir sem hafa mætt meira á Alþýðuflokknum en samstarfsflokknum og þá eink- um niðurskurður í heilbrigðis- málum. Ég hygg að ríkisstjórn- inni hafi mistekist illilega að skýra og réttlæta gagnvart al- menningi nauðsynlegar aðgerð- ir. Það hefur vantað hinn ntild- ari tón og að betur komi fram viðleitni landsfeðranna til betra samráðs við verkalýðshreyfmg- una. Mér sýnist Alþýðuflokkur- inn of upptekinn við hina hörðu hagfræðihyggju. En það er óþarfi að taka fullt mark á einni sveiflu upp eða niður í skoðana- könnunum, þótt vissulega sé ástæða til að staldra við og stokka spilin í málefhalegu tilliti. Ég er sannfærður um að þegar frá líður munu menn skilja bet- ur nauðsyn þess sem Alþýðu- flokkurinn hefur beitt sér fyrir; að hann er að leggja grunn að betri rekstri ríkisins og styrkja undirstöður velferðarkerfisins til frambúðar." LESENDUR Eðlileg tilhögun eða ofbeldi? Það er alltaf viðkvæmt þegar nafni manns og fyrirtækis er slegið upp í sambandi við skuld- ir, gjaldþrot, undanskot eða annað tilheyrandi. Slíkt átti sér stað í PRESSUNNI fimmtudag- inn 25/2 sl. hvað mig varðar með fyrirsögninni: „Skildi gamla fyrirtækið eftir fyrir rukk- ara ríkissjóðs“. Nú er það svo að þegar blaða- maður PRESSUNNAR leitaði til mín með fyrirspurnir tengdar þessu máli fékk hann skýr og greinargóð svör um alla þætti málsins eins og þeir snúa að mér. Samt sem áður einkennd- ist greinin að mörgu leyti af því að taumur ríkisvaldsins er dreg- inn. Það er umhugsunarvert hvernig PRESSAN gerir því skóna í æ ríkari mæli að einstak- lingar leitist við að brjóta á ríkis- valdinu, en sleppir því að upp- lýsa hvernig ríkisvaldið svokall- aða breytist stundum í ómann- eskjulega ófreskju, sem virðist ekki eiga sér annað takmark en að klekkja á einstaklingum. Það er sérstaklega sorglegt, þar sem ríkisvaldið er náttúrulega ekkert nema samsetning af einstalding- um og verkum þeirra. PRESS- UNNI er að sumu leyti vor- kunn, því þeir þurfa jú að leita að krassandi efhi til að auka sölu blaðsins og leitast því við að setja upp „shock-scandal“-fyrir- sagnir eins og kollegar þeirra í gulu pressunni í Englandi. Þótt grein PRESSUNNAR sé ekki alröng efhislega þá eru einkenni þau sem hér eru nefnd allt of ríkjandi í umfjölluninni auk ýmiskonar (smávægilegra) mis- sagna, sem ég ætla þó ekki að elta ólar við. Þess í stað ætla ég að setja ffarn efhisþætti málsins eins og þeir snúa að mér án milligöngu blaðamanns. Þann 19. júní 1989 birtist lög- regla og fylgdarlið í fyrirtæki mínu, Steinum hf., og lokaði því, ekki bara skrifstofu og heildsölu heldur og öllum versl- unum líka. Ástæðan: „sölu- skattsskuld“ fyrirtækisins upp á u.þ.b. 4 milljónir króna. Allir muna eftir þessari rassíu Ólafs Ragnars Grímssonar, sem átti að ganga jafnt yfir öll fyrirtæki sem sýnd var skuld á í bókum tollstjóra og skattstjóra. Þetta voru t.d. rökin sem ég fékk hjá ráðuneytinu þegar ég fór fram á að innheimta „skuldarinnar" yrði dregin til baka. Síðar kom í ljós að samkvæmt geðþótta- ákvörðunum hafði fjölda fýrir- tækja verið sleppt við inn- heimtuaðgerðir. Þess má geta að Umboðsmaður Alþingis taldi að aðgerðir tollstjóra hefðu verið óréttmætar, en tók að sjálfsögðu enga afstöðu til „skuldarinnar" enda var álagningin sjálf ekki kærð til hans, eins og ranglega kemur fram í PRESSUNNI, heldur stefnt til dómstóla. Hér er ekki um að ræða sölu- skatt sem Steinar hf. hafði lagt á vörur sem fyrirtækið seldi og þar af leiðandi tekið að sér inn- heimtu á fyrir ríkissjóð. Hér er um að ræða álagningu aftur- ábak, í þessu tilfelli voru það ár- in 1985 og 1986. Ríkisskattstjóri telur að við ásamt öllum öðrum myndbandaútgefendum hefð- um átt að borga söluskatt af framleiðslukostnaði, þ.e. fjöl- földun og prentun myndbands- spóla. Þegar myndböndin voru seld greiddum við að sjálfsögðu söluskatt af söluverðmæti myndbandsspólanna, verði sem var miklu hærra en kostnaðar- verð framleiðslunnar. Hvorki við né þeir aðilar sem sáu um prentun og fjölföldun höfðu hugmynd um að söluskattur ætti að vera af ffamleiðslukostn- aðinum, enda var hér eingöngu um hluta efniskostnaðar að ræða og söluskatturinn greiddur af útsöluverðinu. Ég hef heldur aldrei áttað mig fýllilega á því af hverju skattstjóri ákvað að rukka mig og aðra myndbanda- útgefendur, þar sem þeir aðilar 'sem hefðu samkvæmt þessu átt að leggja söluskatt á vinnu sína og skila honum til ríkissjóðs voru prentsmiðjurnar sem prentuðu kápurnar og fyrirtæk- in sem fjölfölduðu spólurnar. Skattstjóri byggir hins vegar málatilbúnað sinn á því að á reikningunum sem við gáfum út hafi staðið að spólurnar væru til leigu í 24 rnánuði. Ástæður þess að sú klausa var sett á reikning- ana voru höfundarréttarlegs eðl- is og tengdust því að erlendur framleiðandi myndbandanna taldi að hætta væri á ffamsali út- gáfuréttar þeirra til þriðja aðila nema slíkt væri tekið fram. Það vita hins vegar allir sem vilja að myndbandsspóla sem verið hef- ur á myndbandaleigu í 24 mán- uði er gersamlega úr sér gengin. Enda er staðreyndin sú að hvorki Steinar hf. né önnur út- gáfufyrirtæki fengu spólurnar til baka. Hér var því urn endanlega afhendingu vörunnar að ræða, m.ö.o. hún var seld en ekki leigð. En vegir réttvísinnar eru órannsakanlegir og ég hef nátt- úrlega enga hugmynd um hvað á eftir að koma út úr þessu máli þegar dómstólar loks kveða upp úrskurð sinn. Hins vegar er al- veg ljóst að myndbandaútgef- endur höfðu engra hagsmuna að gæta gagnvart því hvort sölu- skattur var á framleiðslukostn- aðarreikningum eða ekki. Mér finnst því að skattstjóri sé með álagningu sinni að beita ómerki- legu tæknilegu bragði, sem þjónar þeim tilgangi einum að bregða fæti fyrir viðkomandi fyrirtæki. Ef það tekst þá hefur tekist að skaða og jafnvel eyði- leggja fyrirtæki í ákveðinni at- vinnugrein, sem öll voru í góðri trú og fóru eftir þeim leiðbein- ingum sem söluskattsdeild toll- stjóra gaf þeim. Ef um misskiln- ing var að ræða átti að setja mál- ið á núllpunkt og koma réttum skilningi ti! aðilanna fyrir ffam- tíðina. Það var gert þegar mál svipaðs eðlis kom upp varðandi söluskatt á tölvuhugbúnaði og þá var ekki farið út í að negla menn vegna sölu margra ára aff- ur í tímann. Af hverju gildir ekki jafnræðisregla hér? Eftir hina auðmýkjandi reynslu 1989, þegar ég og allt Bjöm Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Flokkar sósíalista og jafnaðarmanna eiga víða við tilvistarvanda að etja. Mér finnst dapurlegt, að hér á landi bitni þetta uppgjör á vinstri væng stjórnmálanna þyngra á Alþýðuflokknum en Alþýðubandalaginu, sem þorir ekki að viðurkenna fortíð sína og vill skipa sér sess sem hreinn hentistefnuflokkur. Ég vona að forystusveit Alþýðuflokksins takist að halda þannig á málum gagnvart Alþýðubandalaginu, að tvískinnungur þess flokks verði lýðum ljós. Að mínu mati blasir nú við, að friðmæli Al- þýðuflokksins í garð Alþýðu- bandalagsins byggjast á mildum misskilningi. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkkur takist á um Steinar Berg framkvæmdastjóri skrifar starfsfólk mitt var rekið út á götu og fyrirtækið innsiglað, ákvað ég að skipta rekstri Steina hf. í þrjár einingar. fslenska út- gáfan varð séreining í Hljóm- plötuútgáfunni Steinum hf. Smásalan varð Steinar Músík og myndir og Steinar hf. sá um rekstur heildsölu og skrifstofu. Óhagkvæmnin sem af þessu hlaust var sú að hér voru sköp- uð þrjú svið; þróunarsvið, markaðs- og heildsölusvið og smásölusvið, sem öll voru þó að meira og minna leyti að velta sömu vörunum, sem þýddi að aðstöðugjaidsstofninn varð mun breiðari og gjöldin hærri en ef um rekstrareiningu hefði verið að ræða. Satt best að segja datt mér ekki í hug að yfirvöld ætluðu að leika sama leikinn og ’89. Með upptöku virðisauka- skattsins í ársbyrjun 1990 verða kröfur skattstjóra á innheimtu söluskatts á framleiðslukostnaði afkáralegar. f virðisaukaskatts- kerfinu er slíkur skattur inn- skattur sem fyrirtækin fá endur- greiddan. Svo var kosin ný stjórn og yfirmaður skattstjóra, sem mér datt ekki í hug að sækt- ist eftir því að höggva fyrirtæki á jafnósanngjarnan hátt og að áætla söluskatt, sem aldrei var innheimtur, aftur í tímann. Því miður reyndist þetta ekki rétt. Hinn 22. desember barst okkur áætlun og yfirlit sem sýndi að Steinar hf. skuldaði tollstjóra yf- ir 23 milljónir króna vegna van- goldins söluskatts fyrir árin 1987, 1988 og 1989. Innifalin í þessari tölu voru vextir og við- urlög þrátt fyrir að Ríkisskatta- nefnd felldi allt slfkt niður 30 dögum eftir aðgerðimar 19. júní og tollstjóri endurgreiddi þann hluta álagningarinnar. Vextir og fylgi um þessar mundir.“ Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingkona Kvennalista: „Ég held að skoðanakannanir hafi sýnt að þjóðin sé almennt mjög óhress með ranglátar aðgerðir ríkisstjórnarinnar og að reiðin beinist nú ekki síður að Alþýðu- flokknum en Sjálfstæðisflokkn- um, sem hefur komið illa út að undanförnu. Þetta fylgistap er mjög eðlilegt þar sem meðal annars heilbrigðisráðherra hef- ur beitt sér mjög fyrir niður- skurði sem er bæði fljótfærnis- legur og bitnar illa á fólki. Ég er því ekki undrandi á þessu, fylg- istapið er fullkomlega í takt við aðgerðir flokksins, sem hann ber fullkomna ábyrgð á.“ viðurlög eru um 14 milljónir af þessum 23 milljónum sem álagningin er. Því er ekki að neita að greiðslustaða Steina hf. hefur verið erfið undanfarin tvö ár. Meðal þess sem fyrirtækið skuldaði voru opinber gjöld sem að mestu leyti eru aðstöðugjöld, sá ósanngjarni skattur, sem nú hefur verið aflagður. Við leituð- um á fyrri hluta síðasta árs samninga við fjármálaráðuneyt- ið um greiðslu þessara gjalda og til þess að sýna lit greiddum við 3 milljónir inn á þau um miðjan desember. Jafnframt hafði verið tekin ákvörðun um stofhun nýs fýrirtækis, Steina Dreifingar hf„ sem myndi yfirtaka rekstur Steina hf„ og það fyrirtæki gæti þá einbeitt sér að lausn skulda- stöðumála. Mér hefði aldrei komið til hugar að greiða 3 milljónir inn á skuld opinberra gjalda, ef mig hefði grunað að skattstjóri væri búinn að taka ákvörðun um að kollkeyra Steina hf. með 23 milljóna króna álagningu. Eftir að sú staða kom upp reyndi ég ítrekað að tala við embættismenn tollstjóra og fjár- málaráðuneytis og biðja um frestun innheimtuaðgerða, a.m.k. þar til dómur lægi fýrir vegna álagningar frá ’85 og ’86. En allt kom fýrir ekki. Hvernig stendur á því að rík- isvaldið tekur svona ákvarðanir? Ef Steinar Dreifing hf. hefði ekki yfirtekið stærstan hluta rekstrar Steina hf. hvað hefði þá gerst? Yfir 20 manns hefðu misst at- vinnuna. Átján ára uppbygging- arstarf í hljómplötuútgáfu, inn- flutningi og útflumingi tónlistar, ásamt ótal öðrum þáttum, hefði verið eyðilagt eða stórkostlega skaðað. Hvers virði haldið þið að lager og lausafé hefði verið á uppboði skiptaráðanda nokkr- um mánuðum síðar? Það að ætla að keyra fýrirtæki í þrot á þann hátt sem hér er skýrt ffá er að mínu mati gjörsamlega til- hæfulaus og á allan hátt skaðleg- urverknaður. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri. Mér er mikið í mun að koma hreint til dyranna og beint framan að hlutunum og óttast ekki umfjöllun um þetta mál né önnur sem ég hefi tekið þátt í, og ekki óttast ég að verða dæmdur af verkum mínum.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.